Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 KVIKMYNDIR/STJÖRNUBfÓ hefur tekið til sýninga myndina Sleepless in Seattle með Meg Ryan og Tom Hanks í aðalhlutverkum. Þetta er rómantísk stórmynd og ein mest sótta kvik- mynd sumarsins vestanhafs enda hæfilegum skammti af léttleika blandað saman við rómantíkina Ástín kviknaði í útvarpinu Til Seattle Eftir konumissinn kveður Sam Baldwin (Tom Hanks) fjölskyldu og vini og heldur ásamt syni sinum Jonah til Seattle að hefja nýtt líf. VESTANHAFS er Sleepless in Seattle sögð vera rómantískasta stórmynd ársins 1993. Þetta er saga um óvenjulega ást sem kviknar í útvarp- inu. Lengst af myndarinnar skilja mörg þúsund kílómetrar elskendurna að; hann býr í Seattle nyrst á vesturströnd Bandaríkjanna, hún í Baltimore á austurströndinni. Þau hafa aldrei sést, hún verður ástfangin þegar hún heyrir hann í útvarpinu lýsa því hvernig allt er breytt síðan konan hans dó. Myndin fjallar svo um hvernig þau reyna að nálgast en farast hvað eftir annað á mis þangað til loksins að leiðir þeirra liggja saman — í bili að minnsta kosti. Hann heitir Sam Baldw- in, leikinn af Tom Hanks. Eftir að hann missti konuna flutti hann frá Chicago ásamt 8 ára syni sínum til Seattle þar sem þeir feðgar ætluðu að byrja nýtt líf. Það er ekki tilviljun að Seattle varð fyrir valinu því þar í borg er sagt að lífið hafi á sér afslappaðri blæ en í öðrum stórborgum Bandaríkjanna, fólkið þar er sagt síður áfjátt í starfs- frama og efnisleg gæði en fólk sunnar á ströndinni eða í stórborgaklasanum Atl- antshafsmegin. Seattle er borg fjölskyldulífsins og borgarblærinn í Seattle spilar hér í fyrsta skipti stóra rullu í stórri kvik- mynd; borgin fer nánast með áþreifanlegt hlutverk líkt og New York og San Francisco í ótal myndum og til dæmis Baltimore í myndum Barry Levinsons. Það er einmitt í Balti- more sem Annie Reed, sem Meg Ryan leikur, er búsett þegar hún heyrir Sam Baldwin lýsa söknuði sínum og einmanaleika í útvarpinu á aðfangadagskvöld eftir að sonur hans hefur hringt inn í símaþátt hjá sálfræð- ingi til að koma á framfæri jólaósk sinni um nýja konu handa pabba. Annie Reed er blaðakona um þrítugt á stóru dagblaði í borginni. Hún er á beinni leið á framabraut og trúlofuð og í þann veginn að giftast. Þegar hún heyrir í þessum arkitekt í Seattle í útvarp- inu þyrmir yfir hana og henni finnst eins og þama tali maður sem hún verði að kynnast. Henni gengur illa að bæla niður með sér löngun til að kasta frá sér öllu sem hún hefur byggt upp til þessa og halda vest- ur yfir Klettafjöllin í leit að alvöru hamingju. Arkitekt- inn er líka eitthvað efins um hvemig hann á að taka á málinu eftir að hann kemst að hvaða afleiðingar virðast ætla að fylgja hring- ingu sonar hans til þjóðar- sálarinnar. Leikstjóri Sleapless in Seattle heitir Nora Ephron, farsæll handrits- og rithöf- undur sem hér leikstýrir annarri kvikmynd sinni auk þess að leggja hönd á plóg- inn við handritsgerðina. Einu sinni var Nora Ephron þekktust fyrir að vera gift Bob Woodward, blaða- manninum sem afhjúpaði Watergate-hneykslið asamt félaga sínum Carl Bern- stein. Það hjónaband gaf Noru tilefni til að skrifa bókina Heartbum sem síðar var kvikmynduð með Jack Nicholson og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Síðan hefur Nora Ephron áunnið sér orðspor sem einhver virtasti handritshöfundur í bandarískum kvikmynda- iðnaði. Það orðspor byggir á óskarsverðlaunatilnefn- ingum fyrir handrit mynd- anna When Harry Met Sally frá 1989— þar sem Meg Ryan sló fyrst í gegn að heitið geti— en fyrsta stór- myndin eftir handriti Ep- hron var þó Silkwood frá 1983 með Meryl Streep í titilhlutverki Karenar Silkwood, baráttukonu fyrir öryggi starfsmanna í kjam- orkuverum, ásamt með He- artbum. Fyrsta tækifærið til að leikstýra gafst Noru Ep- hron í fyrra þegar hún kvik- ásamt David S. Ward og höfundi hugmyndarinnar að sögunni, Jeff Arch. Auk Seattle-bórgar, aðalleikendanna Hanks og Ryan og Nom Ephron má ekki gleyma að geta kvik- myndatökustjóra myndar- innar, Svíans Sven Nykvist, sem um ríflega 25 ára skeið var aðalkvikmyndatöku- maður Ingmars Bergmans og hlaut m.a. Óskarsverð- laun fyrir vinnu sína í Fanny og Alexander. Meðal annarra leikstjóra sem Ny- kvist hefur unnið fyrir má nefna Woody Allen, Lois Malle, Paul Mazursky, Philip Kaufman, Roman Polanski og John heitinn Huston. Nykvist hefur sjálf- ur fengist við leikstjóm eins og kunnugt er því kvik- mynd hans Uxinn, þar sem Max von Sydow og Liv Ull- mann vom í aðalhlutverk- um, var nýverið tilnefnd tl óskarsverðlauna í flokki er- lendra kvikmynda. Tónlist, og þá ekki síst rómantískar ballöður, leika allstórt hlutverk í Sleapless in Seattle. Aðallag myndar- innar er When I Fall in Love — gamall Nat King Cole slagari ef rétt er mun- að — en hér í flutningi Cel- ine Dion og Clive Griffin. Sú útgáfa hefur náð inn á vinsældalista nýlega. Af gömlum og nýjum stór- söngvumm sem heyrist til í myndinni má nefna Roy Rogers, Ray Charles, Nat King Cole, Carly Simon, Gene Autry, Joe Cocker, Louis Armstrong, Tammy Wynette og Harry Connick jr- Baltimore er Annie Reed (Meg Ryan) far- in að hugsa um að giftast, gámla góða kæ- rastanum sínum þegar hún heyrir manninn frá Seattle tala í útvarpinu. myndaði handrit sitt og systur sinnar Deliu að myndinnj This is My Life, með Julie Kavner, Samant- ha Mathis og Dan Aykroyd í aðalhlutverkum. Sú mynd gekk bærilega en ekkert í líkingu við hitt verkefni hennar sem leikstjóra, myndina sem er tilefni þess- ara skrifa, Sleepless in Se- attle. Eins og við var að búast lagði Nora hér hönd á plóg við handritsgerð Ástmaður hafmeyju og eig- inkona annarrar stjörnu League of Their Own og um þessar mundir er verið að frumsýna mynd Jonathans Demme, Philadelphia þar sem Hanks leikur ásamt Denzel Washington. Meg Ryan varð kvik- myndastjama á einni nóttu eftir að henni bauðst hlut- verk Sallýjar í mynd Rob Reiners, When Harry Met Sally en handrit hennar skrifaði einmitt Nora Ep- hron, leikstjóri Sleepless in Seattle. Fyrir það hlutverk var Ryan tilnefnd til Golden Globe verðlauna en hún hef- ur einnig hlotið verðlaun á Sundance-hátíðinni fyrir leik í myndinni Promised land á móti Kiefer Suther- land. Fram að When Harry Met Sally var Meg Ryan lítt, þekkt þrátt fyrir að hafa komist vel frá hluverki sínu í myndinni Top Gun þar sem allt snerist um Tom Cruise. Meg Ryan lærði blaða- mennsku í NYU háskólan- um í New York áður en hún ákvað að reyna fyrir sér sem leikari og fyrsta hlutverk hennar var aukahlutverk í myndinni Rich and Famous. í dag er Meg Ryan gift leikaranum Dennis Quaid en hún hefur leikið á móti honum í þremur kvikmynd- um; D.O.A., Innerspace og hinni glænýju Flesh and Bone. Af öðrum aðalhlut- verkum hennar má nefna Presidio þar sem Sean Connery var í aðalhlutverki og mynd Olivers Stone um The Doors með Val Kilmer í hlutverki Jim Morrisons. Hún leikur einnig á móti Andy Garcia í nýrri mynd sem heitir Significant Ot- her. RÉTT eins og aðalpersónur myndarinnar Sle- epless in Seattle eiga aðalleikararnir, þau Tom Hanks og Meg Ryan, rætur sínar að rekja hvort til sinnar strandar Bandaríkjanna. Með réttu má telja Tom Hanks meðal vinsælustu gaman- leikara Bandaríkjanna og Meg Ryan hefur leik- ið Stúlkuna í býsna mörgnm vel heppnuðum myndum undanfarin ár. Þau hafa einu sinni áður unnið saman, léku þá aðalhlutverk í mynd- inni Joe and the Volcano. Sleepless in Seattle er vin- sælasta mynd sem Tom Hanks hefur leikið í síðan Big var gerð árið 1988. Tom Hanks hafði starfað með leikflokkum vítt og breitt um Bandaríkin og fengist við fjölbreytt verk- efni, þ.á m. Shakespeare- hlutverk á Broadway áður en hann sneri sér að Holly- wood vinnu. Sá kafli í lífi hans hófst árið 1982 þegar hann flutti til Los Angeles til þess að leika í sjónvarps- þáttum sem hétu Bosom Buddies en þeir entust ekki í sjónvarpi vestra nema í eitt ár. Það kom þó ekki að sök fyrir Hanks sem hafði um þetta leyti tryggt sér aðalhlutverkið í myndinni Splash þar sem hann lék mann sem fellur fyrir haf- meyju. Myndin sú borgaði sig og gott betur og eftir það rak hvert hlutverkið annað: Vol- unteers, The Money Pit og Nothing in Common svo nokkrar mynda hans um miðjan síðasta áratug séu nefndar. Árið 1988 var gott ár hjá Hanks. Gagnrýnend- ur jusu hann lofi fyrir leik sinn í Punchline og ekki síð- ur í gamanmyndinni Big — um litla strákinn sem verður allt í einu stór — en fyrir stórleik sinn í því hlutverki uppskar hann sanngjama óskarsverðlaunatilnefningu og var valinn leikari ársins af samtökum kvikmynda- gagnrýnenda í Los Angeles. Undanfarið hefur Hanks m.a. leikið í myndunum Turner and Hooch og A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.