Morgunblaðið - 10.10.1993, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.10.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 17 Hátíðar-kimono sem þessi þykir sannkölluð gersemi. Stúlkan sem hann ber, hefur sannkallað framkomu lótusblómsins, en hún tjáði greinarhöfundi samt sem áður i trúnaði, að þessi klæðnaður væri ótrúlega óþægilegur og þvingandi, en japanskar konur létu sig samt sem áður hafa það, að klæðast honum við hátíðleg tækifæri. gildum, auk þess sem þeir séu ekki tilbúnir að axla þá ábyrgð og taka að sér þá vinnu sem fælist í raun- verulegri viðurkenningu þeirra á jafnrétti kynjanna. Hugarfarsbreyting - jafnrétti „Hér verður ekki um jafnrétti kynjanna að ræða, fyrr en hugar- farsbreyting hefur átt sér stað með- al þjóðarinnar, einkum karlanna, en þó einnig íjölda kvenna. Það mun taka sinn tíma, á því leikur ekki nokkur vafi, en það sem er að ger- ast í skólakerfmu nú, með nýrri stefnu í menntamálum, mun auð- velda okkur konum leikinn. Það er ég viss um, en engu að síður eigum við mikið starf fyrir höndum," segir Higuchi. Eg hitti konu í utanríkismáladeild LDP (Liberal Democratic Party), sem er stærsti stjórnmálaflokkur Japan og er nú í stjómarandstöðu eftir 38 ára setu í stjórn. Konan heitir Kiyoko Ono, framkvæmda- stjóri utanríkismáladeildar flokksins, og situr hún fyrir LDP í efri deild Japanska þingsins (Diet) og hefur verið á þingi síðan 1986. Ono er lifandi dæmi um konuna sem er komin þangað sem hún átti samkvæmt japönskum hefðum alls ekki að komast. Hún er þingmaður Tokyo-kjördæmis, fædd árið 1936, útskrifaðist árið 1958 frá Tokyo háskóla, úr fimleikakennaradeiid hans. Hún var í ólympíuliði Japans í fimleikum á Olympíuieikunum 1964 og stóð sig þar með miklum ágætum. Hún varð síðan háskóla- kennari í fimleikum og starfaði við kennslu og þjálfun allt þar til hún hóf afskipti af stjórnmálum. Það sem meira er: Ono er gift og fimm barna móðir. Spilling réiðarslag „Auðvitað var það reiðarslag fyrir LDP þegar spilling ákveðinna stjórn- málamanna í flokknum komst í há- mæli. Það er enginn vafi í mínum huga að sú var ástæðan fyrir því að við misstum þingmeirihluta okkar í kosningunum í sumar. En eftir á að hyggja, tel ég að þetta geti reynst bæði flokknum og þjóðinni til góðs, því ákveðin pólitísk endurreisn fer nú fram innan flokksins í kjölfar þessa, og þeir sem tengdust spillingu með einum eða öðrum hætti,- verða einfaldlega að hætta afskiptum af stjórnmálum," segir Ono. Hún er einnig viss um að það reynist sam- steypustjóm Hosokawas þörf lexía að þurfa að axla ábyrgðina af því að halda um stjómartaumana. SDP (Social Democratic Party) stærsti stjórnarflokkurinn, með 76 þing- menn í neðri deild þingsins og 73 í þeirri efri, hafi ávallt hingað til ver- ið í stjórnarandstöðu, og því verið í því óábyrga hlutverki að krefjast stöðugt fjárframlaga úr ríkissjóði, án þess að hafa nokkurn tíma þurft að koma með ábyrgar tillögur um það hvemig tekna skyldi aflað til þess að fjármagna kröfurnar. „Það er líka gott fyrir okkur, á meðan svona mikil endurnýjun fer fram í flokknum, að prófa einu sinni stjórnarandstöðuhlutverkið, en LDP, sem hefur 227 þingmenn í neðri deild og 99 í þeirri efri, verður innan skamms aftur kominn við stjórnvöl- inn. Um það er ég sannfærð," segir Ono. - Ég spyr Ono hvernig henni hafi verið tekið í karlaveldi japan- skra stjórnmála í LDP og hvort henni hafi einkum verið ætlað að beijast fyrir og íjalla um hin svokölluðu „mjúku mál“: „Ég var háskólakenn- ari áður en ég hóf afskipti af stjórn- málum. Konur sem eru háskólakenn- arar verða ekki fyrir kynjamismun- un, heldur vinna með karlkennurun- um á jafnréttisgrundvelli. Þegar ég var kjörin á þing árið 1986 hafði ég því gott veganesti, þar sem ég átti bara jafnrétti að venjast á vinnu- stað. Vissulega verður maður var við ákveðna mismunun, a.m.k. hjá ákveðnum mönnum, en hafi maður tilskilið sjálfstraust og sannfæringu fyrir því sem maður er að gera, þá Kiyoko Ono, þingmaður LDP í efri deild Japanska þingsins (Di- et) og framkvæmdastjóri utan- ríkismáladeildar LDP, segir að breyttir tímar i Japan geri það að verkum að „mjúku málin“ í japönskum stjórnmálum séu að verða „hörðu málin“. Prófessor Keiko Higuchi segir að í Japan verði ekki um fullt jafnrétti kynjanna að ræða, fyrr en hugarfarsbreyting hafí átt sér stað meðal þjóðarinnar, einkum karlanna. er hægt að ráðast til atlögu við slík sjónarmið. Það hef ég gert eftir megni, og ég held orðið talsvert ágengt." Mjúku málin verða hörðu málin „Hvað varðar mjúku málin, eins og þú orðar það, þá er því til að svara að í japönsku þjóðfélagi í dag, eru að verða svo miklar breytingar, að þau mál sem iðulega hafa nefnst mjúku málin, eru nú að verða hörðu málin. Þar á ég við málefni sem tengjast fjölskyldunni, vinnutíma, bættri stöðu konunnar, sem starfs- krafts og móður, umhverfismálin, málefni hinna öldruðu og eftirlauna- tryggingar þeirra. Allt eru þetta mál sem brenna á þjóðinni, og hún mun kreíjast úrbóta innan tíðar á þessum sviðum. Þar á ég ekki hvað síst við málefni aldr- aðra, sem eru í ólestri hér í Japan. Meðalaldur kvenna er hvergi hærri í heiminum en í Japan. Kona getur vænst þess að verða 82ja ára gömul og karlinn .76 ára. Eftirlaunaaldur miðast á hinn bóginn ýmist við 60 eða 65 ár, og h'feyrisgreiðslur til þeirra sem sestir eru í helgan stein, eru hvergi nærri nægar. Með stöð- uga fjölgun gamals fólks hér í Japan í huga, verður að viðurkenna að þetta er að verða brýnt þjóðfélags- vandamál, sem krefst úrlausnar.“ Samkvæmt tölfræðilegum upplýs- ingum þá reyndist tíðni hjónaskiln- aða í Japan árið 1989 vera rúmt prómill, eða 1,29/1000! Þetta er auðvitað ótrúlega lág tala, en hún á sér þær skýringar, að það er nánast ómögulegt í Japan að vera einstæð móðir. Efnalega séð getur einstæð móðir vart framfleytt bami/börnum og sjálfri sér. Fráskildir feður eru ekki meðlagsskyldir og aðeins 13% frá- skildra mæðra fá barnsmeðlag. Þeir sem greiða meðlag, greiða svo lágt meðlag, að það dugar hvergi nærri fyrir dagvistun bamsins eða barn- anna, hvað þá framfærslu og mennt- un. Um 72% fráskildra mæðra í Jap- an fá forræði yfir börnum sínum við skilnað, en samkvæmt skoðana- könnun sem gerð var meðal þeirra árið 1987, sögðu 65% þeirra fjár- hagserfíðleika vera sitt stærsta vandamál. Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund við hvers konar afkomu- örðugleika einstæðar mæður í Japan hljóta að glíma, þegar haft er í huga að meðaltekjur heimila einstæðra mæðra árið 1989 voru um 1,6 millj- ónir króna, en heimila með tveimur fyrirvinnum (eða einni, þar sem karl- maðurinn aflaði teknanna) 3,8 millj- ónir króna. Á það ber að líta að verðlag í Japan er geysilega hátt, í mörgum tilvikum þrefalt eða fjórfalt á við það sem gengur og gerist á íslandi. Því var svo að heyra á viðmælend- um mínum, að auk þess, sem huga þurfi að stórbættum kjörum stöðugt fleiri gamalla kvenna í Japan, verði að eiga sér stað róttækar breytingar á kjörum einstæðra mæðra og að þær þurfi að fá mun meiri stuðning frá samfélaginu í gegnum velferðar- kerfið en nú tíðkast. Raunar sagði prófessor Higuchi að núverandi að- stæður gerðu það nánast ómögulegt fyrir japanskar konur að skilja, jafn- vel þótt hjónaband þeirra væri vart annað en helvíti á jörð. AUGLÝSING 40 félagar úr Heimsklúbbi Ingólfs héldu „keisaralegt“ lokahóf á Grand Hótel í Beijing Segja má að lánið hafí leikið við Kínafara Heimsklúbbsins sem hófu dvöl sína í Hong Kong og héldu þaðan til Guangzhou. Veður var hið fegursta allan tímann og landslagið við Guilin á sólbjörtum degi getur engum úr minni liðið. AIls staðar var búið á bestu hótelum. t.d. í Xian, hinni fornfrægu höfuðborg, en einnig í Shanghai, stærstu borgiandsins, Hangzhou, höfuðborg fylkisins og að lokum i Bejing, þar sem fólk spókaði sig á Kínamúrnum og lauk för sinni í „forboðnu borginni“ í fegursta veðri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.