Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 5 Forsvarsmaður bjórhátíðar í október Ekki hlutverk lögreglu að refsa FORSVARSMAÐUR bjórhátíðarinnar „Oktoberfest" segir ekki rétt að farið hjá lögreglunni að hafna umsóknum kráareigenda um rýmk- un reglna um opnunartíma og fjölda gesta á hátíðinni þó eitthvað kunni að hafa farið úrskeiðis á síðustu hátið. Hlutverk lögreglunnar sé að leiðbeina en ekki refsa. „Þetta tókst að okkar mati mjög vel í fyrra. Auðvitað fór eitthvað úrskeiðis sem má laga. Lögreglan metur aðstæður hveiju sinni og hvaða leyfi eigi að veita. Hún er í erfiðri aðstöðu. En ég er ósáttur við að þeir skuli segja að vegna slæmrar reynslu í fyrra sé öllum umsóknum veitingamanna hafnað. Ef eitthvað hefur farið úrskeiðis ættu þeir að koma með vinnureglur sem veitingamenn gætu farið eftir. Mér finnst hlutverk lögreglunnar vera það að leiðbeina fólki en ekki að refsa. Hvernig geta menn ann- ars bætt sig,“ sagði Björgólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Viking Brugg hf., sem stendur fyr- ir bjórhátíðinni. Ofgar leiða aldrei til góðs Stórstúka íslands hefur mótmælt bjórhátíðinni og sagðist Björgólfur ekki skilja afstöðu forystumanna Stórstúkunnar. „Ég vil aðeins segja að öfgar leiða aldrei til góðs,“ sagði Björgólfur um mótmælin. Hann sagði að mikil eftirvænting hefði verið vegna bjórhátíðarinnar, fjöldi hópa hefði haft samband og viljað taka þátt í henni. Þetta væri greinilega góð viðbót í tilbreyting- arleysi októbermánaðar sem margir vildu taka þátt í. Umboðsmaður finn- ur að gjaldtöku fyr- ir hreindýraveiðar GJALDTAKA vegna hreindýraveiða eins og hún fer nú fram er óheimil samkvæmt því sem fram kemur í áliti umboðsmanns Alþing- is frá því í vor. Beindi hann því til umhverfisráðuneytisins að koma þessum málum í löglegt horf. Samkvæmt því sem Magnús Jóhannes- son ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins segir voru samt engar breytingar gerðar á fyrirkomulagi hreindýraveiða á því veiðitíma- bili sem hófst í ágúst. Magnús segir að til standi að flytja frumvarp á Alþingi á næstunni þar sem óvissu um þetta efni verður eytt. Hinn 10. september 1992 barst umboðsmanni kvörtun yfir skipan á veiðum hreindýra. Einn þáttur kvörtunarinnar laut að gjaldtöku fyrir veiðileyfi en samkvæmt regl- um umhverfisráðuneytisins um stjórn hreindýraveiða fer hluti inn- heimtra gjalda til greiðslu kostnað- ar af hreindýraráði og hluti til að , standa straum af kostnaði við nán- ar tilgreind verkefni veiðistjóraemb- ættisins. Umboðsmaður tók málið til at- hugunar og gaf út álit 18. maí síð- astliðinn. I sjálfu sér er heimilt lög- um samkvæmt að taka gjald fyrir veiðileyfi og á arður að renna til eigenda þeirra jarða sem 'verða fyr- ir ágangi hreindýra. En sérstaka lagaheimild hefði þurft til gjaldtöku í því skyni að reka stofnanir ríkisins er þessu tengjast. Þar sem slíkri lagaheimild sé ekki til að dreifa verði ekki að lögum heimt gjöld samkvæmt þessum reglum. Um- boðsmaður getur þess að sam- kvæmt lögum 28/1940 um friðun hreindýra beri ríkissjóði að greiða kostnað af eftirliti með hreindýrum og hreindýraveiðum. Stjórnvalds- reglur geti ekki haggað þessu ákvæði. Sameiginleg not Annar þáttur kvörtunarinnar laut að því hvort hægt væri að banna landeigendum hreindýraveið- ar í eigin landi. Umboðsmaður seg- ir að frá öndverðu virðist hafa ver- ið á því byggt að hreindýrin ættu að lifa hér villt og vera til sameigin- legra nota fyrir landsmenn, einkum sem veiðidýr. Það er niðurstaða umboðsmanns að landeigendur verði að sæta þeirri almennu skerð- ingu sem hlýst af lögum um hrein- dýraveiðar þrátt fyrir veiðitilskipun frá 20. júní 1849 þar sem segir að veiðiréttur fylgi eignarrétti að landi. Hins vegar sé ljóst að án samþykk- is landeigenda verði ekki veitt leyfi á grundvelli laga um hreindýraveið- ar til veiða á hreindýrum á land- svæðum, sem eru háð einstaklings- eignarrétti. Magnús Jóhannesson ráðuneytis- stjóri segir að heimildin til gjaldtöku sé lögfræðilegt álitaefni og lögfræð- inga greini á um það. Ekki hafi verið brugðist við áliti umboðs- manns áður en það veiðitímabil sem nú stendur hófst nú í ágúst en frum- varp verði flutt í haust á Alþingi þar sem óvissu um þetta efni verði eytt. MK» innbundin: v«ró Irá O0 m«A ■» • nóvambvr: vorA fr* og meó -f . nóvambðr: Stefán Ján Hafstein f æst í næstu bókabúð IVI /V New York! New Yopk! New York! New York! er Ameríkuannáll Krislins Jóns Guðmunds- sonar. 24 ára gamall hélt Kristinn af stað til höfuðborgar heimsins, New York, til að lenda í ævintýrum — og honum varð svo sannar- lega að ósk sinni. Þetta er sönn saga um ævintýri íslendings í ótrúlegu ferðalagi inn í myrkviði stórborgarinnar. Fjörug bók, sorgleg, fyndin, raunsæ og stundum átakanleg. Stefán Jón Hafstein heimsótti sögustaði Kristins, kynntist persónum f ævintýrum hans, fyllti í eyður og tók myndir. Afraksturinn er þessi ævintýralega bók. Fæst bæði innbundin og í kilju. F O R L A G I 1 E N N I N G

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.