Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 KORFUKNATTLEIKUR Jordan leggur veldissprot- annfrásér EIMGINN íþróttamaður er þekktari um þessar mundir en Mich- ael Jordan, fyrrum körfuknattleiksmaður. Hér er Jordan líkt við hornaboltaleikmenn á borð við Babe Ruth, annars staðar koma knattspyrnustjarnan Pele og hnefaleikarinn Muhammed Ali fyrst í hugann. í rúmenska sjónvarpinu var reynt að gera áhorf- endum grein fyrir þýðingu „flugmannsins" með því að segja að „körfubolti án Jordans er eins og ballett án Maju Plí- setskaju". Jordan hefði sennilega hváð. Þegar Bob Michel, leið- togi repúblikana ífulltrúadeild Bandaríkjaþings, lýsti yfir því að hann hygðist ekki gefa kost á sér á ný eftir að hafa setið á þingi frá árinu 1957, leitt þingflokk repúbiikana í 13 ár og haft áhrif í samræmi við það við að móta stefnu Bandaríkja- manna jafnt innanlands sem utan varjgreint frá því á innsiðum dagblaða og aftarlega f fréttatímum. Akvörðun Jordans var hvarvetna fyrsta frétt, ellegar forsfðufrétt. Á leikvöllum frá fá- tækrahverfum Chicago til Parísar krúnurakaðra Jordan-aðdá- enda með tunguna lafandi í Breiðholtinu hefði enginn getað sagt deili á Bob Michel, en allir haft skoðun á ákvörðun Jor- dans. Hvað er líka áhrifamikill stjórnmálamaður f samanburði við mikilhæfasta körfuknattleiksmann allratíma? »»H Karí Blöndal skrifar frá Bandaríkjunum |ann er frægasti maður í heimi,“ sagði David Stern, helsti ráðamaður NBA-deildarinn- ar, á miðvikudag. „Er einhver annar? Það eru Michael Jordan, Michael Jackson og Ma- donna.“ Blaðamannafundurinn þar sem Jordan tilkynnti að hann væri hættur að leika körfubolta aðeins þrítugur að aldri bar þeirri frægð vitni. Þar voru samankomnir rúm- lega tvö hundruð blaðamenn hvað- ,»inæva að auk annarra áhorfenda og hefði mátt halda að forsetinn ætlaði að greina frá afsögn sinni, ven ekki einhver íþróttamaður að tilkynna að hann nennti ekki lengur að stunda atvinnu sína. Annar hver áhrifamaður í banda- rísku þjóðfélagi sá ástæðu til að gefa út fréttatilkynningu, allt frá Richard Daley, borgarstjóra Chicago, þar sem Jordan lék listir sínar í níu ár í treyju Chicago Bulls, til Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Blaðamannafundur Jordans var sýndur í beinni útsendingu víða um heim og mátti fylgjast með honum jafnt á íslandi sem í ísrael. Alls staðar áttu menn jafn bágt með að trúa eigin eyrum. Jordan er á há- tindi ferils síns og hann gæti auð- veldlega átt að minnsta kosti tvö til þijú góð ár eftir. Framtíð Chicago Bulls Félagar Jordans í Chicago Bulls hafa undanfarin níu ár leikið í skugga stjörnunnar. Reyndar er enginn eftir í liðinu, sem var þar þegar Jordan fyrst steig fæti í deild- ina árið 1984 eftir að hafa verið þriðji í röðinni í drætti NBA-liða um leikmenn. Þeir tveir, sem valdir voru á undan Jordan, voru Hakeem Olajuwon, sem nú leikur með Houston Rockets, og Sam Bowie, ,sem þá fór til Portland Trailblaz- ers. Þeir, sem létu Jordan fram hjá sér fara, hafa nagað sig í handar- bökin síðan. Jordan varð stjörnuleikmaður Reuter Leikmaðurinn, sem færði Chicago þijá meistaratitla, er hættur. Hér heldur hann á verðlaunagripnum, sem Chicago fékk eftir að hafa varið meistaratitilinn } júní. Reuter Kóngur í ríki sínu MICHAEL Jordan var stjörnuleikmaður þegar í háskóla og hefur verið sem kóngur í ríki sínu hjá Chicago Bulls. þegar í háskóla og varð frægur um öll Bandaríkin þegar hann skoraði úrslitakörfuna í 63:62 sigri Norður- Karólínu-háskóla gegn Georgetown með risann Patrick Ewing innan- borðs. Róðurinn hjá Chicago var þungur í fyrstu. Allir vildu sjá undramann- inn að verki og ekkert lið trekkti jafn mikið á útivelli og Chicago. En Jordan vændi liðseigendur um að leyfa sér ekki að spila nógu mikið og tapa vísvitandi til að geta fengið fleiri góða leikmenn í NBA- drættinum. Haustið 1990 tóku svo Chicago Bulls við af Detroit Pistons og réðu lögum og lofum í deildinni í þijú ár. Nú er leikmaðurinn, sem færði Chicago þijá meistaratitla, hættur og röðin komin að öðrum að taka við. Þar stendur Scottie Pippen fremstur. Hann er ekki jafningi Jordans, en hæfileikar hans eru óumdeilanlegir. Þó er hæpið að hann geti leitt liðið til fjórða titils- ins. Á næsta keppnistímabili mun hvert einasta lið í NBA bíða þess með óþreyju að fá að sýna Chicago í tvo heimana. Meistarar síðasta áratugar mega muna fífil sinn feg- urri. Detroit, Boston og LA Lakers hafa fallið niður á plan meðal- mennsku og sennilega er niðurlæg- ing Detroit mest. Boston og LA Lakers voru hvor tveggja slegin út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor og Boston á ekki eftir að eiga sjö dagana sæla á næsta keppnis- tímabili eftir fráfall Reggie Lewis. Getur Chicago Bulls forðast örlög forvera sinna eða skilur Jordan eft- ir sig varnarlausa bráð? Ákvörðun Jordans hefur ekki aðeins áhrif á Chicago Bulls, heldur alla deildina. Aðdráttarafl Jordans var slíkt að íþróttahallir fylltust þegar hann kom í bæinn. Ákveðið hafði verið að sjónvarpa fjölda leikja með Chicago um öll Bandaríkin en nú má búast við því að áhugi al- mennings verði ekki jafn mikill og ella. Enginn er ómissandi, en Jordan hefur átt stóran þátt í að efla vin- sældir körfuknattleiks í Bandaríkj- unum og um heim allan. íþróttin er ekki aðeins í uppsveiflu á Is- landi, heldur í Frakklandi, ísraei, á Spáni og svo mætti lengi telja. Hvers vegna? Spumingin, sem nú brennur á allra vörum, er hvers vegna Jordan hafi ákveðið að leggja skóna á hill- una. Hinartværstórstjörnur banda- rísks körfuknattleiks, Earvin Magic Johnson og Larry Bird, hættu af illri nauðsyn. Johnson tilkynnti að hann væri hættur að leika fyrir Los Angeles Lakers þegar hann komst að því að hann væri með alnæmi fyrir tveimur árum, en átti erfitt með að slíta sig frá íþróttinni. Ári síðar lék hann með bandaríska landslið- inu á Ólympíuleikunum í Barselónu, því næst reyndi hann að byija að leika að nýju í NBA-deildinni bandarísku, en varð að láta af þeim áformum þegar aðrir leikmenn létu að því liggja að sjúkdómur hans myndi gera andstæðingum erfitt fyrir, og nú leikur hann sýningar- leiki í Evrópu og í CBA-deildinni, sem líkja má við aðra deild í banda- rískum körfubolta. Larry Bird sneri baki við íþrótt- inni og Boston Celtics fyrir einu ári eftir að hafa átt við þrálát meiðsli að stríða. Hann var frægur fyrir að spila meiddur og sennilega hefur það bundið ótímabæran enda á fer- il hans. Undir það síðasta var hann farinn að missa úr leiki og jafnvel heilt keppnistímabil. Bakverkirnir voru slíkir að hann gat ekki sest á varamannabekkinn þegar hann var látinn hvíla heldur varð að liggja á gólfinu. Bæði Bird og Johnson væru sennilega enn að ef þeir gætu. Jord- an getur, en vill ekki lengur. Þegar Magic Johnson heyrði fréttirnar átti hann bágt með að trúa. „Ég held að Michael vilji sennilega fá að vera látinn í friði um sinn,“ sagði Johnson. „En hann á sennilega eft- ir að koma aftur til að sýna öllum að hann er ennþá kóngurinn.“ Johnson er ekki einn um það að neita að trúa. Jordan sagði að ekki væri loku fyrir það skotið að hann myndi draga fram skóna að nýju og íþróttafréttamenn hafa margir túlkað það sem svo að hann hygg- ist fara í langt frí í stað þess að setjast í helgan stein. Þar sem Jord- an kvaðst ekki mundu leika með öðru NBA-liði en Chicago Bulls leiddu menn getum að því að hann hefði annaðhvort gert samning við ráðamenn þar um að fá rannsóknar- leyfi, eða hann hyggi á náðuga daga með körfuboltaliði í Evrópu þar sem leikir eru sýnu færri og álagið ólíkt minna en í NBA. „Sviðsljósið hefur verið mér mjög gott,“ sagði Jordan á blaðamanna- fundi sínum á miðvikudag. Það eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.