Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 Þólt opinberar stöóuveitingar á flokksnótum hafi verió tíók- aóar á íslandi má lögum sam- kvæmt ekki fara eftir stjórnmála- skoóunum um- sækjenda nema i undan- tekningar- tilvikum eftir Pál Þórhollsson MIKIÐ hefur verið um það rætt að undanförnu að ráðherr- ar Alþýðuflokksins láti flokks- menn sína ganga fyrir við stöðuveitingar. Þótt það sé til- finning margra er erfitt að færa á það sönnur að flokkslit- ur hafi þar ráðið frama. Al- þýðuflokksmenn segja það ranglátt að þessar stöðuveiting- ar veki svona mikla athygli, flokkurinn hagi sér ekkert öðruvísi en aðrir flokkar í ríkis- stjórn hafa gert í gegnum tíð- ina. E.t.v. er að vænta breyt- inga á þessu. Ungt stjórnmála- fólk sem rætt var við tekur undir það sjónarmið að hæfni manna eigi að ráða vali í há embætti þótt iðulega heyrist einnig minnst á að ekki megi refsa mönnum fyrir að hafa verið í stjórnmálum. Álit um- boðsmanns Alþingis um ótækar aðferðir við ráðningu tollvarð- ar o g ný stjórnsýslulög, þar sem sú skylda er lögð á herðar ráð- herra, að gæta jafnræðis og rökstyðja ákvarðanir sínar, gefa tilefni til að íhuga hvort lögfræðin hafi tækin til að gera stjórnsýsluna hlutlæga. En er eitthvað athugavert við það að ráðherra velji flokkssystkin í þau embætti sem hann veit- ir? Er ekki eðlilegt að hann velji fólk sem hann treystir en ekki andstæðinga í pólitík sem gætu staðið gegn stefnu ríkis- stjómarinnar? Er eitthvað athugavert við að stjórnmálamenn í áhrifastöðum hjá hinu opinbera taki tillit til flokks- hagsmuna þegar málum er ráðið til lykta? Ef svo er'ekki þá þarf ekki að ræða málið frekar. En lögin segja annað. í flestum tilvikum er óheimilt að líta til pólitískra skoðana umsækj- enda um starf. Það er ákveðin þver- sögn í stjómskipuninni að æðstu embættismenn stjómsýslunnar, ráð- herrarnir, eru pólitískir og valdir sem slíkir af Alþingi, en þeir eiga að láta alla pólitík lönd og leið þegar ráðið er í stöður. Lítum nánar á þetta. Stjórn- sýslan er samkvæmt íslenskri stjórn- skipan lögbundin. Framkvæmdavald- ið verður í störfum sínum að fara í einu og öllu að lögum. Um stjórn- sýsluákvarðanir segir almennt í 11. gr. nýju stjórnsýslulaganna sem taka gildi um áramótin: „Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kyn- þætti, litarhætti, þjóðerni, trúar- brögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóð- félagsstöðu, ætterni eða öðrum sam- bærilegum ástæðum." Þau sjónarmið sern líta á til við stöðuveitingar komu fram hjá um- boðsmanni Alþingis í áliti sem sagt var frá í Morgunblaðinu fyrr í vik- unni um ráðningu tollva-ðar á Kefla- víkurflugvelli þar sem meðferð máls- ins af hálfu utanríkisráðuneytisins var í molum. [Stjórnvald, sem stöðu veitir, hefur ekki frjálsar hendur um val milli umsækjenda, þegar fleiri en einn hæfur umsækjandi sækir um stöðu. Það er grundvallarregla í stjórnsýslurétti, að þegar svo stendur á, beri að velja þann umsækjanda, sem hæfastur verður talinn á grund- velli málefnalegra sjónarmiða um menntun, reynslu, skólagöngu, hæfni og aðra persónulega eiginleika, er máli skipta." Af ofansögðu má ljóst vera að stjórnmálaskoðanir mega ekki ráða ferðinni. Þær eiga hvorki að koma umsækjanda til góðs né ills, það á m.ö.o. ekki að líta til þessa sjónarmiðs við ákvörðun um veitingu opinbers starfs. Þó er til undantekning þar frá eins og kemur fram í greinargerð með 11. gr. stjórnsýslulaganna: „Sam- kvæmt eðli máls yrði það ... ekki talið brot ... þótt litið sé til stjóm- málaskoðana við val í pólitísk störf, svo sem stöður aðstoðarmanns ráð- herra, bæjarstjóra eða sveitarsfjóra svo að dæmi séu nefnd.“ í ráðuneyt- unum eru því lögum samkvæmt tvenns konar starfsmenn, pólitískir aðstoðarmenn og ópólitískir starfs- menn. Mikilvægt er að greina skýrt þar á milli. Samkvæmt 14. gr. stjóm- arráðslaganna, 73/1969, má ráð- herra kveðja sér til aðstoðar einn mann utan ráðuneytis, sem starfi þar sem deildarstjóri, enda hverfi hann úr starfi jafnskjótt sem ráðherra. Margir ráðherrar hafa tíðkað það að fjölga þessum pólitísku aðstoðar- mönnum. Það er spurning hvort ekki sé æskilegt í Ijósi þess að breyta lög- unum þannig að ráðherra geti haft fleiri aðstoðarmenn fyrst talin er þörf á því. En eins og ástandið er nú er ekki greint nógu skýrt á milli hinna pólitísku og ópólitísku starfsmanna ráðuneytis. Dæmi eru t.d. um að aðstoðarmaður ráðherra sé gerður að ráðuneytisstjóra í tíð eins og sama ráðherrans. Slfld er ekki í anda lag- anna. Það er líka óþægilegt fyrir næsta ráðherra úr öðram flokki að vita að hann erfir fjölda flokksráðinna starfsmanna en getur ekki hróflað við þeim. Menntun, reynsla og hæfni Rökin fyrir því að menntun, reynsla og hæfni ráði vali á embætt- ismönnum ríkisins en ekki stjórn- málaskoðanir eru augljós. Þannig á að tryggja að færustu menn sem völ er á starfí hjá ríkinu. Allir eiga mik- ið undir því að hæfileikaríkir menn starfí þar ekki síst í æðri stöðum. Jafnframt er mikilvægt að hlutlægni einkenni stjórnsýsluna og tillit til al- mannahags en ekki flokkshagsmuna. Yfirleitt er ráðherra að velja embætt- ismenn til frambúðar en ekki um skamma hríð og því er augljóst að sömu sjónarmið eiga alltaf að ráða en ekki hagur hvers flokks hveiju sinni. Fjárhagsleg rök geta einnig mælt með því að hlutlægni sé beitt við val á embættismönnum. Þannig segir Pétur Blöndal stærðfræðingur, einn umsækjenda um starf forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, að mikl- 'ir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi að forstjórinn kunni skil á trygginga- málum og fjármálum og geti samið af viti við klókar stéttir eins og lækna og tannlækna. Þessar reglur sem nefndar hafa verið virðast eiga mikla samsvörun og fylgi í huga almennings. Stjórn- málamenn aðhyllast það einnig í orði kveðnu að ekki sé rétt að menn velj- ist til starfa hjá ríkinu á grundvelli flokksaðildar. Mýmörg dæmi eru samt um ásakanir þess efnis að flokkslitur eða flokkshollusta hafí ráðið vali á opinberum embættis- mönnum. Björn Bjarnason alþingis- maður telur ekki unnt að alhæfa um að flokkshollusta skipti almennt miklu máli við val á opinberam emb- ættismönnum. Rannsaka þurfí málið vandlega áður en hægt er að halda slíku fram. En sem betur fer sé stjórnsýslan að verða gagnsærri en verið hefur og skýrar reglur séu fyr- ir mestu. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins segist ekki vilja sýkna sinn flokk, það sé alkunna að það séu þó nokkur brögð að pólitískum mann- aráðningum á íslandi. En umræðan nú um Alþýðuflokkinn sé blásin út til að draga athygli frá hinni raun- verulegu pólitísku spillingu sem felist í því að stjórnmálamenn líti á sig sem fulltrúa landshluta og hagsmunaafla. Svavar Gestsson alþingismaður segir aðra flokka en Alþýðubandalagið hafa stundað pólitískar stöðuveiting- ar. Flokkurinn ætli á næstunni að flytja frumvörp á Alþingi þar sem vald ráðherra verði temprað að þessu leyti. En þótt ásakanir komi fram um flokksráðningar er auðvitað ekki þar með sagt að fagleg sjónarmið hafi ekki í raun ráðið ferðinni. Stjórnmála- menn sem svara eiga fyrir slíkar stöðuveitingar segja iðulega: Menn eiga ekki að gjalda þess að þeir hafa verið í stjómmálum. Slíku er nú kannski auðveldast að svara með því að spyija hvenær umsækjendur um opinbera stöðu hafi goldið þess að vera í sama flokki og ráðherrann. En haldi ráðherrar því fram að fagleg sjónarmið hafí ráðið verða þeir að geta sýnt fram á að ákvörðun hafi verið undirbúin eins vel og kostur var og öll sjónarmið og gögn sem máli skiptu legið fyrir. Liður í undirbúningi er að auglýsa opinberar stöður samkvæmt því sem segir í 5. gr. 1. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Rök- in era auðvitað þau að tryggja að úrval manna standi til boða þegar staða er veitt. Einnig tryggir þessi regla að almenningur viti hvað er á seyði í stjórnsýslunni. Töluverður misbrestur er á að lausar stöður séu auglýstar í Lögbirtingarblaðinu eins og lög kveða á um. Samkvæmt 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.