Morgunblaðið - 10.10.1993, Síða 31

Morgunblaðið - 10.10.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 31 ATVIN N MMAUGL YSINGA R Umboðsmenn óskast Bolungarvík, Grundarfjörður, Reyðarfjörður og Fáskrúðsfjörður. Upplýsingar í síma 691113. flfanngiiitlMUifeffr Framkvæmdastjóri Handknattleikssamband íslands óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Viðkom- andi þarf að geta hafið störf fljótlega. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir öllum daglegum rekstri sambandsins (erlendum samskiptum - markaðsmálum - fjármála- stjórnun - samskiptum við aðildarfélög og stuðningsfyrirtæki). Leitað er að drífandi og kröftugum einstakl- ingi með þekkingu á rekstri og félagsmálum. Góð tungumálakunnátta er algjört skilyrði. Laun samningsatriði. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu sendist Ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, Reykja- vík. Umsóknarfrestur er til 18. okt. nk. QlÐNT ÍÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐN I N CARÞJ ÓN Ll STA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 íslenska saltfélagið hf. Vaktstjóri og viðhaldsmaður í f ramleiðsluiðnaði íslenska saltfélagið hf. á Reykjanesi óskar nú þegar að ráða vaktstjóra í framleiðslu- deild og viðhaldsmann í viðhaldsdeild fyrirtækisins. Verksmiðjan framleiðir matarsalt og nýþróað heilsusalt með eimingu á jarðsjó. Framleiðsl- an er samfelld allan sólarhringinn alla daga vikunnar og er unnð á 12 tíma vöktum. Vaktstjórar bera ábyrgð á afköstum og gæð- um framleiðslunnar hver á sinni vakt. Það er því nauðsynlegt að viðkomandi setji sig inn í framleiðsluferilinn- og aðferðir auk uppþyggingu vélbúnaðarins. Þá þurfa vaktstjórar einnig að geta skipulagt og tekið virkan þátt í verkefnum vaktarinnar. Ennfremur munu vaktstjórar taka þátt í uppbyggingu fyrirbyggjandi viðhaldskerfis. Verksmiðjan samanstendur af lögnum, tönk- um, eimingarkerfum, dælum, lokum, skilvind- um, stýribúnaði og þurrkurum auk búnaðar til þurrvinnslu á salti. Bæði störfin krefjast menntunar sem svarar til vélstjóra og a.m.k. 5 ára starfsreynslu við tilsvarandi störf, auk þess sem viðhaldsstarf- ið krefst rafsuðuþekkingar. Tungumálakunnátta er mjög æskileg. Við bjóðum sjálfstætt starf í ungu og kraft- miklu fyrirtæki sem hefur umtalsverða vaxt- armöguleika. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 20. okt. til: íslenska saltfélagið hf., pósthólf 174, 230 Keflavík. Skrifstofa KSÍ Knattspyrnusamband íslands auglýsir laus til umsóknar tvö störf á skrifstofu KSÍ. 1. Um er að ræða fullt starf sem felst í þátt- töku í öllu starfi er varðar þjónustu við knattspyrnuhreyfinguna, starf með stjórn og nefndum KSÍ auk almennra skrifstofu- starfa samkvæmt nánari skilgreiningu þar um. 2. Um er að ræða 80% starf (vinnutími 9.00-15.00) sem felst í þátttöku í öllu starfi er varðar þjónustu við knattspyrnu- hreyfinguna, starf með stjórn og nefndum KSI auk almennra ritarastarfa samkvæmt nánari skilgreiningu þar um. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á störfum knattspyrnuhreyfingarinnar, reynslu í skrifstofustörfum, hafi starfað við tölvur og hafi góða kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli. Frekari upplýsingar um störfin gefur Snorri Finnlaugsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í síma 814444. Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar Mbl., merktum: „KSÍ - 12123“, í síðasta lagi 20. október nk. KSÍ. Deildarstjóri Þekkt þjónustufyrirtæki á sviði sjávarútvegs óskar að ráða deildarstjóra. Starfið: ★ Rekstur deildarinnar. ★ Sölu- og markaðsmál. ★ Innkaup og samningagerð. Hæfniskröfur: Leitað er að aðila sem kann að koma vöru og þjónustu á framfæri. Goð sambönd og tengsl í sjávarútvegi skil- yrði ásamt reynslu af stjórnunarstörfum. Hér er á ferðinni gott tækifæri, fyrir aðila með frumkvæði, til að sýna árangur í starfi. Nánari upplýsingar veitirTorfi Markússonfrá k. 9-12 í síma 679595. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Rekstrarstjóri" fyrir 16. október nk. RÁÐGAKÐURhf. SIJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688 Byggingaverk- fræðingur/ byggingatækni- fræðingur Fyrirtæki í Reykjavík með umfangsmiklar verklegar framkvæmdir óskar eftir að ráða byggingaverkfræðing/byggingatæknifræðing. Starfið felst aðallega í áætlana- og samn- ingagerð ásamt ýmsum verkefnum tengdum framkvæmdum. Hæfniskröfur eru að viðkomandi séu með ofangreinda menntun, hafi starfað við verk- legar framkvæmdir og séu með góða reynslu af tölvunotkun (Windows; Word, Excel o.fl.). Umsóknarfrestur er til og með 13. október nk. Umsóknir sendist til skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá kl. 9-15, þar sem eyðublöð fást. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. f§® Skólavördustig la - 101 Reykjavlk - Sími 621355 Aldraðir - heimilishjálp Tek að mér aðstoð við aldraða í heimahúsum hálfan eða allan daginn. Hef mikla reynslu í umönnun aldraðra. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast hringið í síma 74679 á kvöldin. St. Franciskusspítalinn, Stykkishólmi Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantar strax eða sem allra fyrst á almenna hjúkrunar- og öldrunardeild. Stykkishólmur er um 1250 manna byggðar- lag þar sem periur breiðfirskrar náttúru glitra í hlaðvarpanum. í Stykkishólmi er einsetinn grunnskóli með framhaldsdeild (tvö ár), kröftugum tónlistar- skóla auk góðs leikskóla (4 tímar á dag). Tiltölulega auðvelt er að fá dagmömmu. Ný íþróttamiðstöð er í bænum og gefur hún mikla möguleika á fjölbreyttri íþróttaiðkan. Góður kirkjukór fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Mikil eftirspurn er eftir fólki í almenna vinnu (fyrir maka). Húsnæði íboði Góð laun Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj- andi starfi í hinu fallega umhverfi okkar, þá hafðu samband við Lidwinu (hjúkrunarfor- stjóra) eða Róbert (framkvæmdastjóra) í síma 93-81128. Frá Háskóla íslands Við heimspekideild eru eftirtaldar lektors- stöður lausar til umsóknar: Lektorsstaða f almennri bókmenntafræði. Lektorinn þarf að geta annast kennslu í forn- klassískum bókmenntum. Áætlað er að ráða í stöðuna til þriggja ára frá 1. ágúst 1994 en um stöðuna gilda reglur um ráðningar í sérstakar kennarastöður við Háskóla ís- lands. Lektorsstaða í almennum málvfsindum. Lektorinn þarf að geta annast kennslu í hug- myndasögu greinarinnar og samtímalegri málgreiningu (hljóðkerfisfræði, beyginga- fræði o.fl.). Áætlað er að ráða í stöðuna til þriggja ára frá 1. ágúst 1994 en um stöðuna gilda reglur um ráðningar í sérstakar kenna- rastöður við Háskóla íslands. Lektorsstaða f heimspeki. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérhæft sig í heimspeki miðalda og trúarheimspeki. Áætlað er að ráða í stöðuna til þriggja ára frá 1. ágúst 1994 en um stöðuna gilda reglur um ráðning- ar í sérstakar kennarastöður við Háskóla íslands. Umsækjendur um ofangreindar stöður, skulu láta fylgja umsóknum sfnum rækilega skýrslu um vísindastörf þau eru þeir hafa unnið, ritsmfðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknunum skulu send eintök af vfsindalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir greinagerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda verði honum veitt staðan. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðuneytis. Umsóknar- frestur er til 14. nóvember 1993 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suður- götu, 101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.