Morgunblaðið - 20.10.1993, Page 2

Morgunblaðið - 20.10.1993, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 Fimmtomi náðustúr 251 kastí Ólafsvík. INGIBJÖRG SH 174, 14 tonna dragnótabátur, sem gerður er út frá Ólafsvík, fékk í gær 25-30 tonna kast fyrir utan Hellissand. Skipverjarnir, Jóhannes Jóhann- esson skipstjóri og Sigurður Þröstur Gunnarsson, náðu nótinni ekki inn og drógu hana til hafnar í Ólafsvík. Aðeins náðust fimm tonn á land þar sem nótin rifnaði á leiðinni í land og mestur hluti aflans fór í sjóinn. Jóhannes og Sigurður köstuðu í svokallaðri Keldu og fylltu nótina þannig að „hún ældi fram úr sér“, eins og Jóhannes orðaði það og telur hann að 25-30 tonn hafi verið í nót- inni þegar hún fylltist. Þeir voru þrjá tíma á leiðinni til Ólafsvíkur, sjóleið sem vanalega er 20-30 mín- útna stím. Hefndargjöf „Við sprengdum nótina rétt áður en við komum inn í höfnina og erum búnir að missa óhemju mikið. Maður nær yfirleitt ekki aflanum þegar maður fyllir á svona litlum bátum. Þá er þetta bara hefndargjöf," sagði Jóhannes sem rétt gaf sér tíma til að hlaupa úr aðgerð og tala við fréttaritara í gærkvöldi. Þrír bátar komu Ingibjörginni til aðstoðar í höfninni í Ólafsvík. Pokinn var hífður upp í Skálavíkina, trillan Linni hélt Skálavíkinni frá bryggju og síðan lagðist Vísir SH að Ingi- björginni og lyfti belgnum þannig að fískurinn streymdi fram í pok- ann. Skipveijar þessara báta hjálp- uðust allir að við að blóðga fiskinn jafnóðum og hann náðist upp. Þótti mönnum hart að ná svo litlum hluta aflans en þegar upp var staðið voru aðeins um fimm tonn í körunum. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á bryggjunni og ríkti mikil stemmn- ing meðan atið stóð yfir. Fiskurinn, sem er 10-15 kíló að meðalþyngd, verður seldur á fisk- markaði Snæfellsness. - Alfons ♦ ♦ ♦ Hafnarfjörður Drengur hjól- aði á bifreið ELLEFU ára drengur hjólaði á bíl á níunda tímanum í gærkvöldi á Bæjarbraut í Hafnarfirði á móts við verslunina Garðakaup. Drengurinn kom hjólandi eftir götunni og skall aftan á bflnum sem hafði hægt á sér til að beygja. Drengurinn féll þá í götuna. Hann var fluttur á slysadeild Borgarspítala eftir atburðinn því óvíst var talið hversu meiðsl hans væru mikil. Að sögn vakthafandi læknis slapp hann að mestu óskadd- aður fyrir utan fáeina marbletti. í dag Skattar_________________________ Skattar hafa hækkað um tæpa 1,5 milljarða í tíð ríkisstjórnarinnar 17 Keldur Viðgerð er hafin á gamla bænum að Keldum 19 Jqfnrétti_______________________ Jafnréttisþing krefst kynjakvóta á framboðsUstum stjómmálaflokk- anna 28 Leiðari____________________ Umræður á Alþingi um varnarmál 22 Meirihluti taliiin fyrir nauðasamningum Miklalax í atkvæðagreiðslu í dag Fyrirtækið greiði 20% krafna á þremur árum LÁNARDROTTNAR Miklalax í Fljótum munu í dag greiða atkvæði um nauðasamningsfrumvarp sem felur í sér, að sögn Brynjars Níelsson- ar hdl., umsjónarmanns nauðasamninganna, að fyrirtækinu verði gef- in eftir 80% af höfuðstóli þeirra 140 milljóna króna almennu krafna sem lýst hefur verið vegna nauðasamningsins. Fyrirtækið býðst til að greiða 20% krafnanna með þremur árlegum afborgunum, fyrst 15. nóvember á næsta ári, verðtryggt og með 5% vöxtum. Atvinnutrygg- ingasjóður og Byggðastofnun, sem hefur þegar afskrifað í bókhaldi sínu 480 milljónir af 560 milljóna lánum til fyrirtækisins, eiga sam- tals um 90 milljónir af þeim kröfum sem lýst hefur verið við samning- ana og munu því fara með um 64% atkvæða á fundinum í dag. Aðrir sem lýstu stærstu kröfum við nauðasamningana eru Búnaðar- bankinn með 12,8 milljónir, Fóður- blandan á 11 milljóna króna kröfu, Fljótahreppur á 4,5 milljóna króna kröfu, Siglufjarðarbær 5,5 milljónir og Siglufjarðarleið 5 milljónir króna. Talið er að flestir þessara aðila gjaldi nauðasamningunum jáyrði sitt. Landsbankinn andvígur en lýsti ekki kröfu Talið var að Landsbanki íslands væri andvígur nauðasamningum en bankinn lýsti ekki 12-13 milljóna króna kröfu sem hann átti í fyrirtæk- ið. Því er talið, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, að tilskilinn 80% meirihluti kröfuhafa með 80% kröfufjárhæðar á bak við sig sam- þykki nauðasamningsfrumvarpið. Nauðasamningur tekur aðeins til almennra krafna þannig að fyrirtæk- ið þarf eftir sem áður að greiða veð- skuldir. Þar er um að ræða um 120 milljóna króna skuld við Búnaðar- banka og 25 milljóna króna veð- skuld við íslandsbanka. Þá hefur eins og fyrr sagði stjórn Byggða- stofnunar samþykkt að afskrifa veð- skuldir niður í 120 milljónir króna sem hvfla skuli á 1. veðrétti og end- urgreiðist á 15 árum með jöfnum afborgunum á sex mánaða fresti, í fyrsta skipti 1. febrúar 1997. Um síðastliðin áramót voru heild- arskuldir Miklalax um 800 milljónir króna, þar af átti Byggðastofnun um 560 milljóna króna kröfu. Fái fyrirtækið eftirgefnar 110 milljónir af 140 milljóna króna kröfum við nauðasamninginn hefur samkvæmt því tekist að lækka skuldir þess um á sjötta hundrað milljóna króna. ► Botnfiskafli fer minnkandi - Á ^ Verðlaunahafar spuminga- síldveiðum í Berufjarðarál - Auka íeiks - Charles Barkley - Kanína sölu sjávarafurða í smápakkning- í afmælisgjöf - Sögur um máv og um - Togaraskýrslan - Loðnu- afa og Pása - Pennavinir - Brand- stofninn í Barentshafi á niðurleið arar - Þrautir - Krakkar teikna 30 miiy. í nýtt lilutafé Eigendur fyrirtækisins hafa und- anfarið staðið í hlutafjársöfnun og munu þegar liggja fyrir vilyrði um 30 miiljóna króna nýtt hlutafé, sam- kvæmt upplýsingum Brynjars Níels- sonar. Gangi áætlanir fyrirtækisins eftir verður það eftir hina fjárhags- legu endurskipulagningu í stakk búið til að slátra árlega 6-800 tonn- um af fiski sem gefa miðað við nú- verandi aðstæður ríflega 200 millj- óna króna árstekjur. Að frátöldum fjármagnskostnaði nemi fastur rekstrarkostnaður hins vegar um 100 milljónum króna. Morgunblaðið/Þorkell A þingi Verkamannasambandsins ÞINGFULLTRÚAR á 17. þingi Verkamannasambands íslands sem sett var í gærkvöldi. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Björn Grétar Sveinsson formaður VMSÍ sitja fyrir miðju í fremstu röð. Formaður Verkamannasambandsins Segja á samningi upp verði ekki breytmgar BJÖRN GRÉTAR Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, sagði í setningarræðu á 17. þingi VMSÍ í gærkvöldi, að segja beri upp kjarasamningum verði ekki grundvallarbreyting á fyrirætlunum stjórnvalda. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, tók í sama streng í ávarpi við upphaf þingsins. Bjöm Grétar sagði að kjarasamn- ingarnir hefðu ekki gengið eftir eins og til stóð. Vextir væru háir sem aldrei fyrr, allt útlit væri fyrir að fallið yrði frá fjármagnsskatti um áramót en í staðinn teknir upp nýir skattar í formi heilsukorta og at- vinnutryggingargjalds þar sem ekki væri tekið tillit til tekna. í drögum að fjárlögum vantaði stórar fjárhæð- ir uppá að staðið væri við framlög til atvinnumála. Kaupmáttarspár sem gerðar hefðu verið í tengslum við kjarasamninga hefðu ekki gengið eftir, ekki síst vegna gengisfellingar. „Stjórnvöldum var á sínum tíma gerð rækilega grein fyrir því að það væri algjör forsenda fyrir framleng- ingu samninganna að til að fjár- magna lækkun matarskattsins kæmi ekki til greina almenn skattlagning. Vegna alls þessa sem hér hefur ver- ið nefnt er ekki spurning í mínum huga að segja beri samningunum upp, verði ekki grundvallarbreyting á fyrirætlunum stjórnvalda eins og þær hafa verið kynntar," sagði Björn Grétar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.