Morgunblaðið - 20.10.1993, Síða 5

Morgunblaðið - 20.10.1993, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 5 Tveggja kílómetra vegarkafli milli Jaðarsels og Elliðavatnsvegar Ný brú yfir EUiðaái’ vígð NÝR vegur, Breiðholtsbrauí milli Rauðavatns og Breiðholts, og ný brú yfir Elliðaár voru formlega opnuð í gær. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri gerði grein fyrir mannvirkjunum og Halldór Blöndal samgönguráðherra talaði m.a. í stuttu máli um framkvæmdir við þjóðvegi í þéttbýli á höfuðborgar- svæðinu. Að því loknu klippti hann á borða og opnaði brúna. Vegurinn auðveldar akstur milli syðri hluta höfuðborgarsvæð- isins og Suðurlands og styttir leiðina um 3 km. Hann auðveld- ar einnig íbúum Seláss leið að Reykjanesbraut. Þá léttir hann nokkuð á umferð um gatnamót Vesturlandsvegar og Höfða- bakka og einnig gatnamót Bæjarháls og Höfðabakka. Sá kafli Breiðholtsbrautar sem nú var formlega vígður er tveir kílómetrar að lengd, liggur á milli Jaðarsels og Elliðavatnsvegar og er vegurinn að hluta til sprengdur niður í Vatnsendahæð. A gatna- mótum við Jaðarsel eru umferðar- ljós og rétt austan við Jaðarsel eru undirgöng sem nýtast t.d. fyrir börn sem leið eiga í skíðabrekku sunnan Breiðholtsbrautar. Á milli Suðurfells og Breiðholtsbrautar er hljóðmön. Gert er ráð fyrir að til að byija með verði umferð á þess- um vegarkafla um 4.000 bílar á dag að meðaltali ailt árið. Lagnir inni í stálkápum Nýja brúin er 69,6 metrar að lengd og 14,7 metrar að breidd. Þar af er akbraut 8 metrar, steypt- ar bríkur með akriði 1,35 metrar hver o g þar fyrir utan tvær tveggja metra breiðar stálkápur. Inni í þeim eru lagnir Rafmagnsveitu, Hita- veitu og Vatnsveitu Reykjavíkur og Pósts & síma. Þetta var gert til að hylja lagnirnar og einnig til að lágmarka hæð brúarinnar. Brúin er í þremur höfum og eru millistöpl- ar grannar stálsúlur sem steypt er í. Sitthvoru megin árinnar eru göngu- og reiðstígar undir brúnni. Kostnaður 260 milljónir Linuhönnun hf. var aðalhönnuð- ur mannvirkja og hafði eftirlit með brúarframkvæmdum. Eftirlit með byggingu vegarins hafði Verk- fræðistofa Björns Ólafssonar. SH- verktakar hófu brúarsmíði en urðu gjaldþrota snemma í verkinu. Verk- ið var þá boðið út að nýju og samdi Vegagerð ríkisins þá við Istak hf. sem lauk verkinu. JVJ hf. var verk- taki vegarlagningar. Verkið hófst um miðjan nóvember á síðasta ári og lýkur heildarfrágangi nú um miðjan nóvember. Heildarkostnað- ur við verkið er um 260 milljónir króna og þar af kostar brúin um 90 milljónir. Morgunblaðið/Þorkell Klippt á borða HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra klipplr á borða þegar nýja brúin yfir Elliðaár var vígð í gær. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri aðstoðar ráðherrann. Að því loknu var umferð hleypt yfir brúna. - 0 < | við Suðurlandsveg Bakkar Hólar BREIÐHOLT Skógar Selás <Þ S e 2 km Berg Fell —JJndirgðng <^'SBRAUT~~)fm Ný brú--------' £ Rauðavatn C» 3J x A Reiðhöliin , Elliðavatn Launavísitala hækk- ar um 0,1% Obreytt byggjng- arvísitala VÍSITALA byggingarkostnaðar fyrir nóvember er óbreytt frá fyrra mánuði samkvæmt útreikn- ingum Hagstofu Islands eftir verðlagi um miðjan október. Þá hefur Hagstofan reiknað út launavísitölu fyrir október miðað við meðallaun í september sl. og er vístalan 131,5 stig, eða 0,1% hærri en í fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur byggingarvísitalan hækkað um 3,5%, en undanfarna þtjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,7%, sem jafngildir 6,8% hækkun á ári. Launavístala sem gildir við út- reikning greiðslumarks fasteigna- veðlána tekur einnig 0,1% hækkun, og er hún því 2.875 stig í nóvem- ber 1993. ----».♦- ♦- Borgarráð Nýr bygg- mgarfulltrúi BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Magnús Sædal Svavars- son í starf byggingarf ulltrúa Reykjavíkurborgar. Þrettán um- sóknir bárust um starfið. Jafnframt var samþykkt að Þor- móður Sveinsson arkitekt verði ráð- inn yfirarkitekt hjá embættinu og jafnframt staðgengill byggingar- fulltrúa. slitlag á umferdarþung stigahús Þar sem umferðarþunginn er mestur duga aðeins varan- legar lausnir. Við bjóðum mikið úrvai af níðsterkum og fallegum stigahúsateppum sem endast. QMánaðartilboð Nokkrar gerðir á einstöku sértilboði í einn mánuð. o 50% afsláttur Dreglar og mottur vegna sameignar á hálfvirði. QTeppahreinsivél Ávísun á teppahreinsivél ásamt hreinsiefni í einn dag fylgir með í kaupunum. o Ókeypis Skoðið úrvalið, sannfærist um gæðin og Ókeypis blettahreinsiefni fylgir. fáið tilboð ykkur að kostnaðarlausu - það kemur ánægjulega á óvart! Umboðsmenn um land allt. /'PJ'N PfrtSfl Visa raðgreiðslur, allt að 18 mánuðir. Engin útborgun. vBy l-al* 'vi| Euro Kredit, allt að 11 mánuðir. Engin útborgun. tp T&ppaland Parketgólf Grensásvegi 13, sími 813577 og 671717.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.