Morgunblaðið - 20.10.1993, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993
9
Stærðir 36-41 kr. 5.450,
Stærðir 40-47 kr. 5.650,
Leðurskór
m/höggdeyfi.
Litur: Svartur.
Póstsendum.
.*SkósaHan
Laugavegi 1,
sími 16584.
Láttu
sparnabinn
gerast
sjálfkrafa
Mörgum finnst fátt jafn auðvelt eins
og að eyða með greiðslukorti.
En að sama skapi er jafn auðvelt að
spara með greiðslukorti.
Þú gerist áskrifandi að spariskírteinum
ríkissjóðs og greiðir áskriftina
mánaðarlega með greiðslukortinu þínu.
Þannig verður sparnaðurinn sjálfvirkari
og þú hættir fljótlega að taka eftir því
að þú leggur fyrir í hverjum mánuði -
þar til þú færð yfirlit yfir sparnaðinn!
Áskrift með greiðslukorti er því ljós
punktur í mánaðarlegum
útgjöldum þínum.
Hringdu í síma 91-626040
(grænt númer 996699) og pantaðu
áskrift að spariskírteinum.
Það þarf aðeins eitt símtal til
að byrja að spara.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA *
Hverfisgötu 6, sími 91-626040
Afkoma ríkissjóðs 1985-94: Fjárlög og niðurstöður
Hér er um að raeða A-hlula rikissjóðs á areiðsljgrunni. Niðurstöðutalan 1993 er áælluð og 1994 er skv. (rumvarpi.
Ríkissjóðshallinn - opinber áætlanagerð
í Fréttabréfi um verðbréfaviðskipti, sem Verðbréfamarkaður Sam-
vinnubankans gefur út er sett fram sú skoðun að tíu milljarða ríkis-
sjóðshalli 1994 sé „innan ásættanlegra marka í Ijósi þeirra horfa sem
við blasa í þjóðarbúskapnum“. Hitt er sagt miður „ef raunveruleg
niðurstaða verður miklu verri [en áætlanir standa tilj eins og oftast
áður á undanförnum árum. Koma verður í veg fyrir að sú saga endur-
taki sig einn ganginn enn“.
Er 10 milljarða
ríkissjóðshalli
umof?
í októberhefti Frétta
um verðbréfaviðskipti
segir m.a.:
„Þótt ekki sé hægt að
gefa óyggjandi svar við
því hvort umræddur halli
sé of mikill er rétt að
benda á nokkur mikilvæg
atriði sem vert er að gefa
gaum. Spáð er að botni
hagsveiflunnar verði náð
á næsta ári og því er ekki
óeðlilegt að á því ári verði
ríkissjóður rekinn með
allnokkrum halla. Tíu
milljarða króna halli
[2,5% af landsframleiðslu]
getur í þvi [jósi varla tal-
ist óviðráðanlegur enda
hefur ríkissjóður alloft
verið rekinn með meiri
halla á undanfömum
ámm. Þannig var hallinn
3,3% af landsframleiðslu
1991 og 2,8% 1988, auk
þess stefnir í 3,2% halla
á þessu ári. Staða opin-
berra fjámiála hér á landi
er inn margt traustari en
í flestum nálægum lönd-
um. Meðal annars er bæði
hallinn og skuldastaðan
betri en meðaltöl sýna
fyrir aðildarríki OECD.
Talið er að hallinn á
rekstri hins opinbera
verði að meðaltali um
4,2% af iandsframleiðslu
í aðildanákjum OECD á
þessu ári og heildarskuld-
iraar að meðaltali um
66% af landsframleiðslu.
Sambærilegar tölur hér á
landi eru 3,2% annars
vegar og 50% hins vegar.
Sé eingöngu litið til Evr-
ópuríkja er þessi sama-
burður okkur enn meira
í hag þvi áætlað er að
halli hins opinbera í Evr-
ópu verði að meðaltali
hvorki meiri né miuni en
7,1% af landsframleiðslu
á líðandi ári.
Af þessu má sjá að lik-
lega er tíu miHjarða halli
á rikissjóði ekki óviðun-
andi við núverandi að-
stæður. Áhyggjuefnið er
hins vegar að hallinn á
ríkissjóði hefur í reynd
iðulega orðið miklu meiri
en markmið fjárlaga-
frumvarps eða fjíirlaga.
Þá em auðvitað fleiri at-
riði opinberra fjámiála
sem skipta máli í þessu
sambandi en halli ríkis-
sjóðs, m.a. lánsfjárþörfín
og afkoma sveitarfé-
laga...“
Pjárlagnáætl-
anir standast
illa
„Á þessu ári er talið
að hallinn verði 12,3 miHj-
arðar króna samanborið
við 6,2 milljarða í fjárlög-
um. Hallinn hefur þvi nær
tvöfaldast frá fjárlögum.
Og liðandi ár er síður en
svo einsdæmi. Frá árinu
1985 hefur raunvemlega
afkoma ríkissjóðs aðeins
einu sinni verið betri en
fjárlög gerðu ráð fyrir.
Þetta var árið 1987. Öll
hin árin varð raunveru-
legur halli meiri en fjár-
lagahallinn ... Þannig var
fjárlagahallúm að meðal-
tali 0,7% af landsfram-
leiðlu á árunum 1985-
1993 samanborið við 2,2%
í reynd. Hallinn á tímabil-
inu í heild hefur því að
jafnaði reynzt ríflega tvö-
falt meiri en áformað
var. Munurinn á hallanum
ög raunverulegum niður-
stöðum samsvarað að
meðaltali 1,4% af lands-
framleiðslu eða um 5,5
miHjörðum króna. Sé sag-
an einhver vísbending um
hver halli ríkissjóðs verð-
ur á næsta ári liggur
beint við að áætla að hami
verði a.m.k 15 milljarðar
króna...“
íjármálaráðherra hef-
ur tíundað nokkrar
ástæður þess að ver fór
en áætlað var 1993. Skatt-
tekjur reyndust 3.165
m.kr lægri en áætlað var
vegna þrenginga í þjóðar-
búskapnum, aflasam-
dráttar, verðfalls sjávar-
vöm, minni tekna af sölu
eigna o.sv.frv. Útgjöld
reyndust 2.925 m.kr.
hærri en áætlað var
vegna kjarasammnga sl.
vor, framlaga til atvinnu-
skapandi verkefna og
stóraukinna atvinnuleys-
isbóta.
Fréttabréfið segir „fá-
títt í nálægum löndum að
jafn afdrifaríkar ákvarð-
anir séu teknar í ríkisfjár-
málum og hér á landi eft-
ir að inn á fjárlagaárið
er komið. í þvi sambandi
nægir að rifja upp að
mikið gekk á í Bandaríkj-
unum fyrr á þessu ári
áður en tillögur Clintons
forseta um ráðstafanir til
að auka atvinnu náðu
fram að ganga. Fjárhæð-
in sem þar var deilt um
nam þó einungis 0,2% af
landsframleiðslu. Til
samanburðar samsvör-
uðu kj araráðstafanir
ríkisstjórnarinnar síða-
stliðið vor 0,8% af lands-
framleiðslu".
SPENNANDIFJÁRFESTING
í ERLENDUM
/ V
VERÐBREFASJOÐUM
VÍB hefur nú til sölu erlenda verðbréfa-
sjóði sem stjórnað er af James Capel í
Bretlandi. James Capel rekur 18
verðbréfasjóði, þar af 7 vísitölusjóði, en
fyrirtækið hefur einbeitt sér að rekstri
þeirra og náð hvað bestum árangri í
heiminum á því sviði.
Kaupendur geta valið um sjóði sem
íjárfesta í verðbréfum í Bretlandi,
Evrópu, Bandaríkjunum, Japan eða
Asíu. Verðbréfasjóðir James Capel eru
ædaðir til langtímaávöxtunar og hefur
ávöxtun þeirra að jafnaði verið góð.
Ráðgjafar VÍB veita frekari
upplýsingar um verðbréfasjóði James'
Capel og einnig er hægt að fá sendar
upplýsingar í pósti.
Verið velkomin í VÍB!
I síma 91 - 681530 erhœgtad fá uppljsmgar um verdbréfasjóði
James Capel.
JAMES CAPEL
Já takk, ég \il fá
sendar upplýsingar
um verðbréfasjóði
James Capel.
Nafn: __________
Heimili:________
Póstfang: “
Sími:-----------
VlB
I VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. j
1----- Ármúla 13a, 155 fíeykjavík. --‘