Morgunblaðið - 20.10.1993, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993
Sagan af Kristni Kí-
kóta og Stefáni Pansa
Bókmenntir
Soffía Auður Birgisdóttir
Stefán Jón Hafstein. New York!
New York! eða Ameríkuannáll
Kristins Jóns Guðmundssonar
frá 1986 til þessa dags. Sönn
saga. Mál og menning 1993.
Ungur íslendingur, Kristinn Jón
Guðmundsson, afræður að afloknu
stúdentsprófi og fárra ára stefnu-
lausu harki í Reykjavík að svala
ævintýra- og útþrá sinni og halda
utan. Farmiði var keyptur og stefn-
an sett á Ameríku, land tækifær-
anna og hins stóra draums. Það
var haustið 1986 sem Kristinn Jón
lenti í New York og þar hefur
hann dvalið síðan, í stefnulausu
harki, fram á þennan dag. Það er
þessi dvöl Kristins Jóns í stórborg-
inni og það sem þar hefur á daga
hans drifíð sem er umgjörð þessar-
ar bókar, sem fært hefur í letur
(að mestu) Stefán Jón Hafstein.
Bygging bókarinnar er
skemmtileg og all óvenjuleg. Krist-
inn Jón hefur sent Stefáni Jóni
annál sem hann hefur sjálfur ritað
um líf sitt í New York og texti
þessa annáls liggur síðan sem leið-
arhnoði í gegnum bókina. Stefán
Jón bútar hann niður og skýtur
skáletruðum inn í eigin texta með
jöfnu millibili. Annállinn, hinn upp-
runalegi texti, er síðan uppspretta
og viðmið þess texta sem Stefán
Jón skrifar sjálfur. Þannig ræðast
þessir tveir textar við og takast á
í gegnum alla bókina. En New
York! New York! er meira en saga
Kristins Jóns, í hans eigin túlkun
og túlkun Stefáns Jóns. Hún er
líka ferðasaga Stefáns Jóns, stór-
borgar- og mannlífslýsing. Víða
tekst Stefáni Jóni prýðilega upp í
ferðasögu sinni. Sérstaklega vil ég
nefna að bókin geymir margar
ógleymanlegar persónulýsingar,
Stefáni Jóni tekst oft að lýsa fólki
á áhrifamikinn og sterkan hátt
með fáum orðum. En viðamesta
persónulýsingin er vitanlega lýsing
aðalpersónunnar, hetjunnar, eða
öllu heldur and-hetjunnar Kristins
Jóns Guðmundssonar. Það er í
persónu hans sem allir aðrir þræð-
ir frásagnarinnar mætast og það
er í persónu hans sem ráðgáta
bókarinnar býr. Hver er hann?
Kristinn Jón líkir sjálfum sér við
Egil Skallagrímsson, telur sig eiga
ógleði heimalningsins og útþrána
sameiginlega með víkingnum
fræga. Þar þrýtur líka samanburð-
urinn. Fátt er langsóttara en að
líkja Kristni Jóni við víkinga. Litla
landvinninga hefur hann haft af
útivist sinni, engin lofkvæði kveðið
konungum - en frægð hefur hann
þó hlotið nokkra. Kristinn Jón er
frægur á meðal hinna lægstu settu
á götum stórborgarinnar fyrir að
vera laus á fé, gjafmildur i meira
lagi; þeir kalla hann Bankann.
Hann er banki sem hægt er að
taka endalaust út úr en krefst aldr-
ei endurgjalds. Því er ekki svo far-
ið að Kristni Jóni sé það svo ljúft
að gefa næstum því alla þá fáu
dollara sem hann vinnur sér inn
með flugritadreifingu og sendla-
störfum á götum New York, en
okkur er gefið að skilja að hann
hafi hvorki kjark, dug né hjarta í
sér til 'db neita aðgangshörðum
útigangsmönnum, eiturlyfjaneyt-
endum, crack-mellum og öðru
ógæfusömu fólki um aura meðan
hann einhveija á. Og olnbogabörn
stórborgarinnar hafa gengið vand-
Stefán Jón Hafstein
lega á lagið og mergsjúga hinn
góðhjartaða íslending á hveijum
útborgunardegi. Þannig er saga
hans kannski víkingasaga með
öfugum formerkjum, saga af hug-
deigum nútíma víkingi sem fer
utan, lætur harðsvíraða stórborg-
arbúa gera síendurtekin strand-
högg í buddu sína; lofkvæði hans
eru gæskulegar athugasemdir um
mellur sem misnota hann.
í lýsingu Stefáns Jóns og við-
mælenda hans á Kristni Jóni er
lögð áhersla á að lýsa honum sem
góðhjörtuðum sakleysingja, sem
óprúttið fólk notfærir sér og mis-
notar af hjartans lyst. En hérna
er eitthvað sem ekki gengur upp.
Það læðist fljótlega að manni sá
grunur að í samanburði sínum á
Agli Skallagrímssyni og sjálfum
sér glitti einmitt í hárfína íroníu
Kristins Jóns. Það er sannfæring
mín að Kristinn Jón sé ekki allur
þar sem hann er séður. Út úr bók-
inni má lesa mótmynd við mynd
sakleysingjans og fórnarlambs sem
liggur á yfirborðinu. Það er mynd
af ungum uppreisnarmanni sem
vill ekki beygja sig utan þess með
glott á vör. Kristinn Jón játar þetta
seint í bókinni þegar hann „segist
alltaf hafa verið upp á kant við
hefðbundið borgaralegt líf. Líka
sem unglingur (181). En það
kveikir grun um tvíræðni og annan
skilning á aðalpersónunni. Texti
Stefáns Jóns er ágætlega skrifað-.
ur, lipur, skemmtileg blanda af
kjarngóðri íslensku og enskuslett-
um, slangi úr mállýsku borgarinn-
ar. Hæfir efninu en er kannski
eilítið of upphafinn á stundum.
Texti Kristins Jóns er hins vegar
óborganlega fyndinn og beinlínis
gegnsýrður háði. Kristinn Jón
byggir sjálfur undir þá lýsingu sem
undirstrikar sakleysi og hjarta-
gæsku hans. En hann gerir það
með greinilegum ýkjum og hann
leikur sér sífellt að klisjum. Þetta
kemur einna gleggst fram í lýsing-
um hans á samskiptum sínum við
hitt kynið svo og í lýsingum hans
á hjónabandinu sem hann „lenti í“.
Þar nálgast lýsingar Kristins Jóns
ómengaðan ærslaleik:
í rökkrinu leit ég andlit brúðar-
innar. Hérinn síflissandi hafði
breyst í næsta sjálfsörugga
kvenveru með blik í augum. I
eldhúsinu greip hún skyndilega
í mitt karlmannlega líffæri. Eg
hrökklaðist undan „Chris, you
are married now!“ skrækti sú
nýgifta með öllu sínu spænska
offorsi, „Chris, you have to stop
being shy ...“ (87)
í sínum eigin texta segir Krist-
inn Jón okkur óborganlega sögu
af hrakförum sínum á götum stór-
borgarinnar sem minnir í stíl helst
á þá frægu Harmsögu ævi minnar
eftir Jóhannes Birkiland, eða jafn-
vel á söguna af riddaranum
sjónumhrygga sem hélt vonglaður
á vit ævintýranna í bók Cervantes
fyrr á öldum. Don Kíkóti fór yfirum
á of miklum lestri riddarasagna
og vildi sjálfur halda út í heim,
sigra og frelsa ungmeyjar í nauð-
um. Með sér hafði hann hinn dygga
auðtrúa þjón sinn Sankó Pansa.
Kristinn Jón vildi að sögn feta í
fótspor íslenskra víkinga og fara
utan. I New York berst hann mátt-
leysislega við nokkrar kerlingar
sem vilja stjórna lífi hans og frels-
ar crack-mellur úr viðjum frá-
hvarfseinkenna - um stundarsak-
ir. í fótspor hans fetar hinn dyggi
(og auðtrúa?) Stefán Jón og skráir
sögu sem gaman er að lesa.
Brekkulækur - 5 herb. með bílskúr
- hagstæð áhvílandi lán
Höfum í sölu 5 herb. íbúð á 2. hæð í góðu húsi við
Brekkulæk. íbúðin skiptist í 2 saml. stofur og 3 svefn-
herb. m.m. íbúðin er öll í mjög góðu ástandi með góð-
um innr. Skápar í öllum herb. Parket. Sérþvherb. í íbúð-
inni. Bílskúr. Hagst. langtímalán áhv. 3,1 millj. Bein
sala eða skipti á 140-160 fm einbýlis- eða raðhúsi.
EIGNASALAN, Ingólfsstræti 8,
símar 19540,19191 og 619191.
911 RH 91 97H LÁRUS Þ' VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJORi .
fa! I VV b I 0 / W KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasau
Til sýnis og sölu meðal annarra athyglisverðra eigna:
í Laugardal, skammtfrá Sundlaugunum
Glæsileg 5 herb. efri haeð, 124,2 fm. Nýtt parket, gler o.fl. Gott for-
stofuherb. með sérsnyrtingu. Góður bílskúr. Langtímalán kr. 6,2 millj.
Skipti möguleg á 3ja-4ra herb. íb. í lyftuhúsi með húsverði.
Endaíbúð - sérþvottahús - bílskúr
Stór og góð 5 herb. íb. á 2. hæð, 116,1 fm við Stelkshóla. Skipti
möguleg á 3ja herb. íb. t.d. í nágr. Útsýnisstaður. Gott verð.
Nokkrar
ódýrar 2ja og 3ja herb. íbúðir og ennfremur nokkrar mjög ódýrar eins
herb. íb. í borginni. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga.
Þurfum að útvega
einbhús eða raðhús, 110-140 fm. Má þarfn. endurb. Traustir kaupendur.
• • •
Góðar eignir óskast
íVesturborginni
og gamla bænum.
Opið á laugardaginn.
AIMENNÁ
FASTEIGNASAIAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Sýnishorn úr söluskrá:
★ Sólbaðsstofa. 8 bekkir. Gott verð.
★ Fasteignasala. 20% hlutur og starf.
★ Kertaumboð. 30 ár á markaðnum.
★ Heildverslun með klæðningarefni.
★ Heiidverslun með skófatnað.
★ Hverfiskrá í þéttbyggðu hverfi.
★ Matsölustaður. Mánaðarvelta 3 millj.
★ Bjór- og matsölustaður niðri í bæ.
★ Snyrtivörubúð á Laugavegi.
★ Barnafatabúð á Laugavegi. Gott verð.
★ Fataverslun í Kringlunni 8-12.
★ Hársnyrtistofa í verslunarmiðstöð.
★ Blómabúð. Gjafavörur.
★ Sérverslun með sportvörur.
★ Skóverslun á einstökum kjörum.
★ Sérstakt verktakafyrirtæki fyrir bílstjóra.
★ Innréttingar. Smásala. Uppsetning.
★ Málningarverksmiðja til flutnings.
★ Sælgætisverksmiðja.
★ Lítið trésmíðaverkstæði. Næg verkefni.
rS7TnT17TlTT1?ETTVi1
SUDURVERI
SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Frábær fyrsti diskur Sigurðar
Jass
Guðjón Guðmundsson
Gengið á lagið er geisladiskur með
tíu frumsömdum lögum Sigurðar
Flosasonar og fyrsti sólódiskur
þessa mikilvirka jasstónlistar-
manns. Sigurður staðið fyrir mörg-
um jassuppákomum síðustu miss-
eri og verið óþreytandi við að boða
fagnaðarerindið. Tónlistina á
disknum frumflutti hann á eftir-
minnilegum tónleikum í Hafnar-
borg síðastliðið sumar á Listahátíð
í Hafnarfirði. Skömmu síðar var
diskurinn tekinn upp en með Sig-
urði á disknum leikur einvala lið
jasstónlistarmanna, Eyþór Gunn-
arsson á píanó, Svíinn Ulf Adáker
á trompet og flygilhorn, Daninn
Lennart Ginmann á kontrabassa
og Pétur Östlund á trommur.
Það er skemmst frá því að segja
að Gengið á lagið er metnaðar-
fyllsta og markvissasta jassútgáfa
hérlendis nokkru sinni og hjálpast
þar margt að. Hljóðfæraleikur er
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E uht
v/Reykjanesbraut. l —ftu
Kopavogi, sími
571800
V.W. Vento 2000 QL
'93, 5 g., ek. 8 þ., rafm. í öllu, spoiler,
samlitaöir stuöarar, álflegur, sóllúga,
þjófavörn o.fl. V. 1640 þús.
eins og hann gerist bestur, með
hreint frábærri hryndeild undir
stjórn Östlunds, áberandi og þekki-
legum hljómi Ginmanns og bláum
hljómum og tæknilega fullkomnum
sólóum hjá Eyþóri, sem hefur skip-
að sér í hóp bestu jasspíanista
Evrópu! Hlustið bara á diskinn.
Auk þess sýnir Sigurður svo að
ekki verður um villst að hann er
afar flinkur lagasmiður, hvort sem
er í ballöðum eða bíbopp- (ríbopp?)
lögum. Lagasmíðar eru allar með
rætur í eldri skólanum en þó með
ferskum nýgræðlingum sem eink-
um teýgja sig út úr hinni skrifuðu
tónlist í sköpunarkrafti þessara
úrvalsjassista í spuna.
Gengið á lagið ér titillag disksins
og nokkurs konar samnefnari fyrir
stærstan hluta verkanna, þar sem
gangandi bassa Ginmanns er í for-
grunni dálítið Mingusarlegra tón-
smíða. Lögin eru öll í sama gæða-
flokki en þó sakar ekki að tína út
og nefna sérstaklega perlur eins
og Allt er svalt, gullfallega melód-
íu með smekklegum spunaköflum
undir suður-amerískum hrynjanda,
og In Memoriam, tregafullri bal-
löðu þar sem Sigurður hemur ofs-
ann, sem annars vill oft grípa hann
í hraðari verkum, og málar tilfinn-
ingalegar myndir í veikum tónum
með altsaxófóninum. Einnig verð-
ur að minnast á Gamlar syndir,
meiriháttar svingstykki með svalri
tilfinningu.
Sigurður er dæmi um listamann
sem nýtir hæfileika sína og með-
spilara sinna til hins ítrasta, og
það sem meira er', þá fullnýtir hann
starfslaun sem honum falla í skaut
og tækifæri sem þeim fylgja með
eftirtektarverðum hætti og auðgar
annars fábreytilegt jasslíf lands-
manna mikið. Höfum Sigurð á
starfslaunum.