Morgunblaðið - 20.10.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993
11
Kammersveit
Reylgavíkur býður til
20. starfsárs síns
Heldur fimm tónleika í stað fernra
í TILEFNI 20 ára afmælis Kammersveitarinnar verða fimm tónleik-
ar á árinu í stað femra. Engir tónleikanna verða þó nefndir afmæl-
istónleikar en afmælisins minnst á öllum tónleikunum. Verkefnavals-
nefnd Kammersveitarinnar ákvað, að í tilefni afmælisins yrðu ein-
göngu verk til flutnings í vetur sem áður hafa verið flutt á tónleik-
um Kammersveitarinnar.
Segja má að með þessu vilji Kam-
merseitin rifja upp liðin ár. Valin
voru sérstök uppáhaldsverk þó ekki
hafi verið hægt að hafa þau öll með
og eru einir tónleikar helgaðir ís-
lenskum verksum sem samin voru
fyrir Kammersveitina eða frum-
fluttar af henni.
Að vanda leggja margir okkar
bestu hljóðfæraleikarar, einsögvar-
ar og stjómenda Kammersveitinni
lið í vetur en að auki koma fram
með henni Matej Sare, óbóleikari
frá Slóveníu, sem búsettur er á ís-
landi í vgtur og Gintautas Kevis-
has, píanóleikari frá Litháen, en
hann er framkvæmdastjóri Fíl-
hamóníunnar í Litháen sem bauð
mörgum íslenskum tónlistarmönn-
um til tónleikahalds í Litháen 1991
og 1992.
Auk tónleikahalds á þessum vetri
munu koma út tveir geisladiskar
með leik Kammersveitarinnar. Ann-
ar geisladiskurinn er helgaður verk-
um eftir Pál P. Pálsson og verður
hann gefinn út í samvinnu við ís-
lenska tónverkamiðstöð og Ríkisút-
varpið. A hinum geisladisknum
verða Jólatónleikar Kammersveit-
arinnar 1992. Hann verður gefinn
út af Kammersveitinni í tilefni af-
Aldrei til friðs
_________Leiklist______________
Bolli Gústavsson
Leikfélag Akureyrar AFTUR-
GÖNGUR. Höfundur: Henrik Ib-
sen Þýðing: Bjarni Benediktsson
frá Hofteigi. Leikstjórn: Sveinn
Einarsson. Leikmynd og búning-
ar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing:
Ingvar Björnsson.
Það bar eitt sinn til á góðviðris-
degi í Ósló, að listmálarinn Erik
Werenskiold gekk fram á Henrik
Ibsen þar sem hann var að grand-
skoða nokkur ný hús. Skáldið tók
ekki strax undir kveðju Werenski-
olds, heldur virtist með allan hugann
við athuganir sína. „Jæja, ert þú
svona áhugasamur um byggingar-
list?“ spurði málarinn. „Að sjálf-
sögðu; hún er sérgrein mín,“ svaraði
Ibsen.
Sannarlega hlýtur hver sem sér
leikritið Afturgöngur að sannfærast
um að höfundurinn hefur byggt
verkið á ákveðnum og krefjandi lög-
málum, eins og byggingameistari,
og hlýtt þeim út í æsar. Ibsen vann
með þeim hætti þegar nokkuð var
liðið á höfundarferil hans og þau
vinnubrögð hafa haft ótvíræð áhrif
á góðskáld leikbókmennta beggja
megin Atlantshafsins. Enginn
hrekkur heldur við, þegar því er
haldið fram að viðfangsefni og efni-
stök skáldsins hafí haft djúp áhrif á
þá senj leggja stund á sálarfræði,
heimspeki (ekki síst siðfræðiþáttinn)
og skyldar rannsóknargreinar sem
fjalla um mannlegt eðli og marg-
þætt viðbrögð þess. Ibsen er áleit-
inn, aldrei til friðs. Kröfuharka hans
er með ólíkindum. Sögu hans sjálfs
þarf ekki að rekja hér, ekki andleg
áföll æskuára, sem varanleg áhrif
höfðu á skáldferil hans. Hann horfð-
ist fast í augu við hverskyns von-
brigði og sem rithöfundur sveigði
hann forðum af leið sem honum var
hugstæð. Þegar honum þótti Norð-
menn bregðast Dönum í ófriðnum
1864 sagði hann skilið við róman-
tíska aðdáun á fortíðinni í skáldskap
sínum, en sneri sér að samtíð sinni.
Og það gerði hann því eindregnar
sem á leið. Skilyrðislaus hlýðni við
köllunina, ströng manngildissiðfræði
og alvöruþrungin hugsjónastefna,
fremur andhverf gamansemi, höfðu
skotið föstum rótum í huga skálds-
ins.
En þá er vandlifað, ef meiin
bregðast sjálfum sér með þvf að lúta
skyldunni. Það er meginstefíð í Aft-
urgöngum. Ibsen lauk að semja
þetta leikrit árið 1881, en næst á
undan því fór Brúðuheimilið, sem
hann iauk við 1879. Það var raunar
upphaf þeirra umdeildu og mögnuðu
nútímaharmieikja sem hófu Ibsen til
vegs sem áhrifavald í mótum hefðar
sem enst hefur til þessa dags. í
Brúðuheimilinu opnast hyldjúp gjá
milli þess lögmálsreyrða, formfasta
samfélags, karlasamfélags, sem svo
er nefnt á vorum tímum, og hinnar
óstýrlátu, lífsglöðu konu, já hennar
Nóru, sem á fáum dægrum vaknar
óvænt til vitundar um manngildi sitt,
sem er í fjötrum. Hún yfirgefur hús
og heimili, til þess að geta gert sér
ljóst, hvort hefur á réttu að standa,
samfélagið eða hún. í Afturgöngum
kafar Ibsen enn dýpra í sama við-
fangsefni. Þegar frú Alving viður-
kennir lífsblekkingu sína, lætur hún
sér.ekki nægja að rekja lögmál og
kröfur samfélagsins til rótar, heldur
leggur hún áherslu á að sannreyna
samrunnið áhrifavald samfélags og
fortíðar á skapferli, hugsun, já, hinn
margslungna örlagavef. í þessum
verkum sínum fullkomnar Ibsen þá
aðferð að láta þá atburði sem skipta
meginmáli um framvindu leiksins,
hafa gerst löngu áður en tjöldin eru
dregin frá. Þeir eru afhjúpaðir og
leiddir til lykta á þeirri stundu sem
við dveljumst í leikhúsinu. Það er
raunar engin nýlunda og má rekja
aftur til Sofoklesar. En þessa aðferð
gerði Ibsen að leiðandi reglu í leikrit-
un samtímans og hann þróaði hana
áfram frá einu verki sínu til annars.
I upphafí þessarar umsagnar var lít-
illega minnst á samskipti listmálar-
ans Eriks Werenskiolds og Ibsens,
en sá fyrrnefndi málaði m.a. nokkrar
myndir af skáldinu. Þegar Aftur-
göngur voru frumsýndar árið 1906
í einkaleikhúsi Max Reynhard, gerði
listmálarinn Edvard Munck sviðs-
mynd, sem í alþjóðlegri leikhússögu
er nefnd sem frábært dæmi um það
hvernig sviðsmyndir geta skýrt og
lagt áherslu á innra líf leikrita.
Munk kunni_ full skil á skelfíngunni
- hræðslu Ósvalds, frú Alvings, já,
var henni gerkunnugur af eigin
reynslu. Allt í stofu frú Alvings, frá
svarta hægindastólnum til fjöl-
skyldumynda á veggjum, sem voru
á litinn eins og „sýkt tannhold“,
ógnþrungið fjallið sem blasti við út
um stofugluggann þótti auka á
dramatískan geðblæ þessa örlaga-
þrungna leiks.
Ekki er hinni myndrænu hefð
fylgt út í æsar í sýningu Leikfélags
Akureyrar, en eigi að síður eru litirn-
ir valdnir af augljósri tilfinningu
fyrir verkinu: svartir veggir, haugar
af haustlaufi fremst á sviði, raun-
verulegar birkihríslur með fallandi
laufskrúði úti fyrir gluggum, sem
ljósameistarinn, Ingvar Björnsson,
spilar á með snjallri ljósabeitingu.
Og litir búninga eru valdir af kost-
gæfni. Kjóll frú Arvings er einmitt
með þeim dapurlegu dimmbleika lit,
sem svartur bakgrunnur gefur þá
eigind sem við á. Þannig hefur hönn-
Kammersveitin leikur í Áskirkju. Myndin prýðir forsíðu vetrardag-
skrár sveitarinnar.
mælisins og er væntanlegur um
miðjan nóvember.
Áskriftarverð verður hið sama
og í fyrra og vill Kammersveitin
með því bjóða sínum tryggu áskrif-
endum á eina tónleika. Verð áskrift-
ar er 3500 kr. en aðgangur að ein-
stökum tónleikum er 1200 kr. Veitt-
ur verður afsláttur fyrir ellilífeyris-
þega og skólafólk.
Fyrstu tónleikamir á efnis-
skránni verða í Áskirkju 24. októ-
ber klukkan 17. Þar verður leikinn
kvartett í F-dúr fyrir óbó og strengi
KV 370 eftir Mozart, sextett í Es-
dúr fyrir tvö hom og strengi op.
81b eftir Beethoven og Verklárte
Nacht op. 4 fyrir strengjasextett
eftir Schönberg. Matej Sarc leikur
á óbó, en Jósef Ognibene og Þorkel
Jóelsson á hom.
21. nóvember verða tónleikar síð-
an í Bústaðakirkju, en jólaatónleik-
ar verða í Áskirkju 12. desember.
Á nýju ári verða tónleikar í Lista-
safni íslands, 6. febrúar og loks í
Áskirkju 20. mars. í stjórn Kamm-
ersveitar Reykjavíkur eiga sæti Rut
Ingólfsdóttir, Guðríður S. Sigurðar-
dóttir og Hólmfríður Þóroddsdóttir.
Sunna Borg í hlutverki frú Alving og Krislján Franklín í hlutverki
Ósvalds.
uður lejkmyndar og búninga, Elín
Edda Ármannsdóttir, mótað heil-
steypta umgerð um uppgjör þeirrar
óhamingjusömu konu sem allt verkið
hverfist um.
Það er óhætt að óska atvinnuleik-
húsinu á Akureyri til hamingju með
þessa afmælissýningu, en um þessar
mundir eru liðnir tveir áratugir frá
því það var stofnað á traustum
grunni gamallar hefðar sem til varð
í félagi áhugamanna.
Sýningin hefur á sér hefðbundið
snið, en hún er unnin af miklum
metnaðl og er í alla staði samboðin
Henrik Ibsen. Leikstjórinn, Sveinn
Einarsson, hefur ekki legið á liði
sínu, enda hefur hann ekki alls fyrir
löngu getið sér frægðarorð í Dana-
veldi fyrir stjórn á þessu sama verki.
Það hefur auðsjáanlega ekki stigið
honum svo til höfuðs að hann hafí
hugsað sér að slappa af eða vægja
þeim sem hér koma við sögu á öllu
fámennari bæjum. Hann þarf ekki
að kvarta undan þeim efnivið sem
honum er í hendur fenginn. Hefir
Sveinn náð að móta trausta og svip-
sterka sýningu þar sem hverju smá-
atriði virðist til skila haldið. .
Sunna Borg leikur frú Alving af
mjög sterkri innlifun og mikilli reisn,
en ofleikur hvegi, heldur gætir nauð-
synlegrar hófsemi í hreyfingum,
svipbrigðum og raddbeitingu. Sam-
leikur hennar og Sigurðar Karlsson-
ar er afbragðsgóður. Hinn tilfinn-
ingahefti og eilítið barnalegi sálu-
sorgari er túlkaður af öryggi. Og
ósjálfrátt kom mér í huga, þegar sá
slétti, felldi og svartklæddi embætt-
ismaður birtist, það sem Laxness
skrifar í Skáldatíma af býsna miklu
alvöruleysi um Freud og Ibsen, en
þar segir um hinn síðamefnda: „ ...
og Ibsen, sem ég les enn í dag í
orðlausri undrun yfír því af hve mik-
illi lotníngu, hátíðleik og andakt
hann endist til að fjalla um þesskon-
ar frakkaklædda konsúla, prófessora
og grósséra utanaf landi, sem í aug-
um nútímans mundu vera sjálfskap-
að inventar í skrípaleiki."
Séra Manders er einmitt af þessu
tagi, já, hann er sannarlega frakka-
klæddur og á mörkum þess að vera
hlægilegur, en Sigurður gætir per-
sónunnar vel í næsta hófsömum og
vönduðum leik. Osvald Alving list-
málara, einkason frúarinnar, leikur
Kristján Franklín Magnús. Þetta er
vandasamt hlutverk, sýnir reikula
og sjúka sál og krefst nákvæmni í
átökum, sem ná hámarki nær leiks-
lokum. Kristján Franklín er sann-
færandi í leik sínum. Samleikur hans
og Sunnu er áhrifamikill og minni-
legur, þegar flett er ofan af blekk-
ingunum, allur sannleikurinn kemur
í ljós og örvæntingin blasir við.
Þráin Karlsson sýnir traustan leik
í hlutverki Jakobs snikkara, þessa
grófa en bragðvísa lágstéttarmanns
sem ásamt dóttur sinni er andstæða
þess tiginborna fólks sem fyrr er
upp talið. Rósa Guðný Þórsdóttir fer
vel með hlutverk stúlkunnar.
Um þýðingu Bjarna Benedikts-
sonar frá Hofteigi þarf ekki að fjöl-
yrða. Hún er á vönduðu máli og til-
gerðarlausu.
Heildarsvipur þessarar sýningar
L.A. er klassískur og vandaður og
ærin ástæða er til þess að hvetja
unnendur góðrar leiklistar til þess
að láta hana ekki fram hjá sér fara.
Raftækin
renna út
II a n d ry k s u g u r
'ÍÉ*fe
Gerð:
AH 7910.
,S t r (i u j d r n
R a f ni a g n v h n ífa r
Gerð:
EM3961.
Kr.
1990,-
V' tiff l uj d r n
Gerð:
WA2170
K uff i k ö n n u r
Á r a x t a p r e s s u r
Gerð:
ES3551.
Fdst ii III Id nd allt
EINAR
FARESTVEIT
&C0 hf
Borgartúni 28, sími 622900