Morgunblaðið - 20.10.1993, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.10.1993, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 13 Léttir^- meöfærilegir viöhaldslitlir. Ávallt fyrírliggjandi. Góð varahlutaþjónusta. BJORNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 AMt tmwMs ÓMtcbfdiúsg stdhj Á undan timanum i 100 ár. fyrir steinsteypu. Armúla 29, simi 38640 FYRIRLI66JANDI: 6ÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR STEYPUSA6IR - HRJERIVELAR - SA6ARBLÖB - Vönduö (ramleiðsla. Sótt að sýslumönnum eftir Friðjón Þórðarson í athugasemduny við fjárlaga- frumvarpið, sem nú er fjallað um á Alþingi, segir m.a.: Boðskapur frumvarpsins er skýr. Þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður yerður að draga úr hallarekstri ríkissjóðs án þess að hækka skatta. Síðan er í all löngu máli rætt nánar um efnahagsstefnuna og markmið fjárlaga, aðgerðir stjórnvalda, trúverðuga stefnu í ríkisfjármál- um o.fl. Það er mála sannast, að rík þörf er á því að sýna ráðdeild og sparnað í opinberum rekstri, hvar sem því verður við komið. Sú vísa verður aldrei of oft kveðin. En niðurskurðarhnífurinn er líka mjög viðsjált og tvíeggjað vopn, sem beita verður af ýtrustu gætni. Höfundar fjárlagafrv. segja og, að þrátt fyrír strangt aðhald í ríkisútgjöldum sé kappkostað að tryggja þjónustu velferðarkerfis- ins. En hvernig verður því mark- miði náð? Bent er á, að sérstakt átak verði gert til að styrkja þjónustu ríkisins við almenning með sam- einingu stofnana. „í fyrsta áfanga er athyglinni beint að embættum sýslumanna og innheimtustofn- unum ríkisins,“ segir þar. Fullyrt er, að umrædd sameining sýslu- mannsembætta muni hafa veru- legan og vaxandi sparnað í för með sér. Þarna hygg ég, að höf- undar frv. láti stjórnast af ósk- hyggju fremur en raunsæi, nema ætlunin sé að draga stórlega úr þjónustu við almenning. En fleiri veigamikil rök verður að hafa í huga. I fyrsa lagi má nefna, að sýsl- urnar eiga sér fornar og djúpar rætur í sögu íslensku þjóðarinnar og menningu. í bókinni Landnám á Snæfellsnesi ræðir próf. Ólafur Lárusson um skiptingu landsins í umdæmi vegna allsheijarstjórn- ar og segir þar: „Nú á tímum tekur t.d. hvert alþingiskjördæmi og hvert sýsjufélag yfir ákveðið landsvæði. Á lýðveldistímanum voru hvorki goðorðin né þingin staðbundin með þeim hætti.“ En þetta breyttist. í lögbókinni Járnsíðu frá 1271 kemur fyrst fyrir nafnið Þórsnesþing sem heiti á tilteknu umdæmi. Síðar segir próf. Ólafur: „Þessi skipting landsins í vorþingsumdæmi varð grundvöllur sýsluskiptingarinnar, sem enn sér merki, því sumar sýslur landsins eru enn í dag kenndar við hina fornu vorþings- staði, svo sem Árnessýsla, Skaftafellssýsla og Þingeyjar- sýsla.“ Öldum saman hafa þessi emb- ætti þróast í byggðum landsins. Sýslumenn hafa átt margþættu hlutverki að gegna. í fyrsta lagi sem fulltrúar hins opinbera valds í mörgum greinum, en jafnframt í vaxandi mæli fulltrúar hér- aðsbúa, þjónustumenn, leiðbein- endur á ýmsum sviðum og gæslu- menn þess réttar, sem hver mað- ur á að fá notið frá vöggu til grafar. Lögin um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem gengu í gildi á miðju ári 1992, mörkuðu viss þáttaskil, þó meiri í orði en á borði. Ég skal ekki gera þau að umtalsefni hér, að- eins nefna eitt atriði. Hvað eftir annað var tekið fram í greinargerð með því frv., at- hugasemdum og umræðum, að stefnan væri sú að efla sýslu- mannsembættin, þó að dómstörf væru frá þeim skilin. Dæmi: „Ráðgert er að auki, að fjöldi nýrra verkefna færist til sýslu- manna." — Annað dæmi: „í þeirri verkaskiptingu, sem ráðgerð er milli héraðsdómstóla og sýslu- manna með framangreindum lagabreytingum, er byggt á því meginmarkmiði að sú þjónusta, sem stofnanir þessar veita al- menningi, verði í éins ríkum mæli og unnt er í höndum sýsiu- manna, þannig að eigi þurfi að leita hennar um langan veg. “ Það er að vísu rétt, að nokkuð hefur verið fært af nýjum verk- efnum til sýslumanna, en á því sviði má gera miklu meira. Ég nefni tillögur og álit nefndar, sem skipuð var af forsætisráðherra til að athuga flutning ríkisstofnana. Formaður hennar var Þorvaldur Garðar, fyrrv. alþingismaður. Nefnd þessi skilaði áliti í júlí sl. Þar er m.a. rætt um almenn umboðsstörf, sem sýslumenn hafa á hendieða geta annast með góðu móti. Ályktunartillaga nefndar- innar er þessi: Sýslumannsemb- ætti landsins, utan höfuðborgar- svæðis, verði gerð að almennum umboðsstofnunum fyrir svæðis- bundna stjórnsýslu framkvæmda- valdsins í héraði. Þessar tillögur fjárlagafrv. um að leggja niður 9 sýslumenn í einu skoti hafa vakið mikla at- hygli. Þær hafa verið nefndar aðför að sýslumönnum og má það til sanns vegar færa. Það fer ekkert á milli mála, að hér er um hæpnar tillögur að ræða. Mér er ekki kunnugt um, að nokkurt samráð hafi verið haft við stjórn sýslumannafélags- ins um þetta né heldur einstaka sýslumenn. Þetta er þó vissulega málefni, sem varðar þá miklu, svo og allan almenning í þessu landi. Sé litið á þær breytingar, sem rætt er um, að gerðar verði á Vesturlandi, þá sýnast þær vera næsta furðulegar, svo sem að sameina Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu og flytja síðan sýslumann- inn úr Borgarnesi út á Akranes. Vafalaust munu íbúar Borgar- fjarðarhéraðs segja skoðun sína á þessum tillögum. Ég mun á hinn bóginn láta falla nokkur orð um sýslumannsembættið í Dala- sýslu, þar sem ég er algerlega andvígur því, að það embætti verði lagt niður. Dalasýsla nær frá Gljúfurá sunnan megin Hvammsfjarðar og fyrir botn hans eins og vötn deila og í Gilsfjarðarbotn. Þessi landa- mæri sýslufélagsins hafa staðið óhögguð frá því á fyrri hluta 15. aldar. Fer því senn að líða að sex alda afmæli sýslunnar. „Dalasýsla er með minni héruð- um landsins að flatarmáli og næst fólksfæsta sýslan, þeirra er um aldir hafa verið sjálfstæð sýslufélög, eins og nú er háttað um íbúatölu héraðanna,11 segir Þorteinn sýslumaður Þorsteinsson Friðjón Þórðarson „Sérstaklega skal á það bent að Búðardalur er mjög vel staðsettur í samgöngukerfi lands- ins og vegir fara batn- andi ár frá ári svo að segja til allra átta. Það er því kjörinn staður fyrir embætti af þessu tagi og góður byggða- kjarni.“ í Árbók Ferðafélags íslands frá 1947 og enn segir hann: „Það sem einkum ber af um Dalasýslu, er það, hversu sögufræg hún er. Dalasýsla á ein allra héraða nær óslitna skráða sögu frá landn- ámstíð.“ Allir þekkja þá byggðaröskun, sem orðið hefur hér á landi á þessari öld. Byggðaþróunaráætl- un fyrir Dalasýslu og Austur- Barðastrandarsýslu, Dalabyggð- aráætlun, var samþykkt af stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 29. september 1980 og staðfest á fundi í ríkisstjórn íslands 13. febrúar 1981. Þar er að sjálfsögðu byggt á því, að Dalasýsla verði áfram sjálfstætt hérað, en ekki fylgifé annarra stærri umdæma. Að mínum dómi hefur sýslu- mannsembættið í Búðardal lengi verið vel rekið. Á þetta ekki síst við um innheimtuna. Þorsteinn Þorsteinsson var þar sýslumaður frá 1920-1955. Síðan undirritað- ur frá 1955-1965. Ég hygg, að Þorsteinn hafí öll sín ár innheimt hveija krónu af opinberum gjöld- um og skilað í ríkissjóð. Ég tók hann mér til fyrirmyndar að þessu leyti og náði því marki í 9 ár. Þetta þýðir, að í 44 ár samfleytt voru öll álögð gjöld innheimt að fullu. Mun slíkt fátítt. Engir eftir- stöðvalistar. Öllu skilað á sinn stað. Hreint borð í innheimtunni. Enn er embættið í góðu lagi. Aðsetur þess er í nýju stjórnsýslu- húsi í Búðardal. Það er tækni- vætt á nútímavísu og vel að því búið á allan hátt. Þar vinna auk sýslumanns, tveir starfsmenn, svo og einn lögreglustjóri. Ólafur Stefán Sigurðsson, sýslumaður, var skipaður í embætti 5. febrúar sl.’Ekki er mér kunnugt um, að nokkur fyrirvari væri gerður við hann þess efnis að embættið yrði bráðlega lagt niður. Sérstaklega skal á það bent að Búðardalur er mjög vel staðsettur í samgöngukerfi landsins og veg- ir fara batnandi ár frá ári svo að segja til allra átta. Það er því kjörinn staður fyrir embætti af þessu tagi og góður byggða- kjarni. Þangað þurfa margir að leggja leið sína og hvað sem gert verður er útilokað að þurrka út alla þá þjónustu, sem þar er veitt. Sparnaður af því að leggja emb- ættið niður gæti valdið ráðamönn- um sárum vonbrigðum. Það er aðeins ein röksemd, sem svo mætti kalla, sem vert er að skoða ögn nánar. Það er fólksfæð: in í héraðinu og lítið flatarmál!! í fyrsta lagi er því til að svara, að íslandi verður aldrei skipt niður eins og skákborði í jafnstóra og jafnfjölmenna reiti. í öðru lagi skulum við íslendingar gæta okk- ar, þegar um höfðatöluregluna er að ræða. Þjóðskáldið Einar Benediktsson, sýslumaður, kvað um síðustu aldamót: „Vort land er í dögum af annarri öld, nú rís elding þess tíma, sem fáliðann virðir." Þessa reglu er smáþjóðum hollt að muna, bæði í erlendum og innlendum samskiptum. Að endingu skal tekið fram, að mér er bæði ljúft og skylt að benda ráðamönnum okkar á leiðir til sparnaðar í ríkiskerfinu, sé þess óskað, þó að slík hollráð rúmist ekki í þessari grein. En fyrir alla muni látið niðrskurðar- hnífinn ekki valda stórslysum og óbætanlegu tjóni á þeirri öld, sem svo miklar vonir voru bundnar við í íslenskum byggðum og þrátt fyrir allt hefur skilað okkur svo langt áleiðis til batnandi þjóðlífs og bjartari daga. Höfundur var dómsmálaráðherra 1980-1983. irww WWWWWWWW SPARIÐ ALLT AÐ 50% OG IHHHHI SETJIÐ SAMAN SJALF B, ‘jörninn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Gerðu verðsamanburð — Það borgar sig. Eldhúsinnréttingar. Fataskápar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.