Morgunblaðið - 20.10.1993, Page 16

Morgunblaðið - 20.10.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 Tillögur um skiptingu 60 milljóna til atvinnumála kvenna Á milli 370 og 560 konur tengjast fjárveitingunni Deildar stöður og námsaðstoð meðal nýmæla SVOKALLAÐAR deildar stöður og námsaðstoð eru meðal nýmæla í tillögum starfshóps um skiptingu 60 milljóna króna framlags úr ríkis- sjóði til atvinnumála kvenna. Ráðgert er að um 5,4 milljónir fari til námsaðstoðar, 20,4 miiyónir til verkefna á vegum sveitarfélaga og 33,6 milljónir til einkaaðila. Tillögurnar gera ráð fyrir að 53 konur verði styrktar til náms, 96 konur njóti góðs af styrkveitingu til sveitar- félaga og 220 til 410 konum nýtist framlag til einkaaðila. Ríkisstjórnin ákvað í tengslum við kjarasamninga á miðju ári 1993 að veita 1.000 milljónum til atvinnu- mála og er 60 milljóna króna fram- lag til atvinnumála kvenna hluti af því. Ákveðið var að skipa starfshóp til að gera tillögur að skiptingu fjár- ins og tók hún mið af eftirfarandi atriðum í starfi sínu, þ.e. að höfð væri hliðsjón af tölum um atvinnu- leysi, að styrkir rynnu til kvenna á atvinnuleysisskrá að öðru jöfnu, að styrkir nýttust einkum ófaglærðum verkakonum og að leitast væri við að ná varnlegum árangri. Sótt var um yfír 300 milljónir en starfshópurinn hefur nú gert tillögu um skiptingu fjárins. Samkvæmt þeim renna 5.443.000 kr. til náms- aðstoðar til atvinnulausra kvenna, 20.445.000 til verkefna á vegum sveitarfélaga, 33.660.000 til einka- aðila en 452.000 kr. er óráðstafað. Gert er ráð fyrir að hluti af því fari í kostnað vegna vinnu starfshóps. Námsaðstoð Hulda Finnbogadóttir, formaður starfshópsins, sagði að námsaðstoð til atvinnulausra kvenna væri ein af nýmælum í tillögunum. Hún færi fram í þremur skólum. MFA sæi um grunnnám, einkum ætlað ófag- lærðum verkakonum, og færi kennsla í hefðbundunum greinum fram í gegnum eitt verkefni. Endur- menntunarstofnun Háskólans yrði svo með grunnnám í viðskiptafræði fyrir lengra komna, t.d. í rekstrar- hagfræði, gæðastjómun og stefnu- mótun fyrirtækis, og Stjórnunarfé- lagið tæki að sér kennslu í grunn- þáttum við rekstur fyrirtækja. Myndi nám í tveimur síðartöidu skólunum einkum gagnast konum úr VR. Aðspurð sagði Hulda að tekið yrði á móti 12 konum hjá MFA, 25 hjá Éndurmenntunarstofnun og 16 hjá Stjómunarféiaginu. Styrkir til námsins verða auglýstir til umsókn- ar á næstunni. Deildar stöður Annað nýmæli í tillögunum em svokallaðar deildar stöður eða vinnuskipti og felast í því að starfs- maður í fullu starfí fer í hlutastarf á móti námi. Hulda sagði að eitt sveitarfélag, Hveragerði, hefði sótt um styrk til að gera tilraun af þessu .tagi. „Þar em 16 konur í starfí á heilsustofnun. Þær minnka allar við sig starfíð um ‘A þannig að þær fara í starf að 2A og nám að ‘/3. Með þessum hætti rýmka þær fyrir 8 atvinnulausum konum sem koma inn í sömu vinnu og námshlutföllum. Svo fara allar konumar 24 í nám í Fjölbrautaskólanum á Suðurlandi, fyrst í fomám og síðan í nám sem styrkir þær í starfínu, þ,e. þjónustu- starfí við við heilsustofnun sem ætlar að byggja sig upp og markaðs- setja sig erlendis," sagði Hulda, en konumar vinna hjá NLFÍ í Hvera- gerði. Full laun verða greidd fyrir vinnuskiptin þó um sé að ræða bæði starf og nám. Hulda minntist í framhaldinu á að verkefnið sameinaði a.m.k. þrennt, þ.e. að minnka atvinnuleysi, afla reynslu og þekkingar. Deildar stöður af þessu tagi em við lýði víða erlendis og kvaðst Hulda ekki efast um að hægt væri að nýta hugmyndina annars staðar á land- inu. Af skyldum hugmyndum má nefna að Reykjavíkurborg sótti um styrk til að ráða 50 atvinnulausar konur til aðhlynningarstarfa vegna heilsdagsskóla í grunnskólum borg- arinnar. Konumar verða í hálfu starfí og á móti í námi hjá Náms- flokkum Reykjavíkur. Þær stunda nám í grunngreinum og námsgrein- um sem nýtast þeim í starfí, s.s. næringarfræði, slysahjálp o.fl. Styrkir til einkaaðila Við úthlutun til einkaaðiia hafði starfshópurinn í huga að styrkir rynnu til nýsköpunar, stofn- og rekstrarkostnaðar, til framþróunar, hönnunar og markaðssetningar og til aðhlynningarstarfa. Sem dæmi um styrkveitingar má nefna að gert er ráð fyrir styrkveitingu til sauma- skaps hvers konar, vinnslu sjávaraf- urða, vinnslu úr íslenskum jurtum, iðnaðar, handverks hvers konar, minjagripagerðar, leikfangagerðar, kvennasmiðja og aðhlynningar grunnskólabama, fatlaðra barna, alzheimersjúklinga o.fl. Starfshópurinn leggur til að reynt verði að draga lærdóm af fjárstuðn- ingnum með því að meta árangur aðgerðanna eftir tiltekinn tíma og settar verði leiðbeinandi reglur í ljósi fenginnar reynslu. Frumsýning á föstudag Atriði úr Englar í Ameríku sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýn- ir nk. föstudag. Leikfélag Reykjavíkur Englar í Amer- íku frumsýndir LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir n.k. föstudag 22. október leikritið Engla i Ameríku eftir bandariska leikskáldið Tony Kus- hner. Veturliði Guðnason þýðir verkið sem var frumflutt fyrir tveimur árum og er frumsýningin í Borgarieikhúsinu fyrsta svið- setningin á verkinu utan enskumælandi lands. Englar í Ameríku skiptist í tvo hluta; sá fyrri heitir: Nýtt árþúsund nálgast en sá síðari: Perestroika. Það er fyrri hlutinn sem er á fjölum Borgarleikhússins en hann hefur hlotið ýmsa viðurkenningu:; Bæði Pulitzer- og Tony-verðlaunin vest,- anhafs og viðurkenningar gagn- rýnenda og leikhússfólks í Bret- landi. Það er Hlín Agnarsdóttir sem setur verkið á svið en Stígur Stein- þórsson hannar leikmyndina. Þau Stígur og íris Ólöf Sigurjónsdóttir sjá um búninga en lýsing er í hönd- um Elfars Bjamasonar. Þórólfur Eiríksson gerir hljóðmynd og tón- list fyrir sýninguna en Dramaturg er Páll Baldvin Baldinsson. Leik- endur í Englum í Ameríku eru átta talsins en leika alls tuttugu hlut- verk, þeir eru: Árni Pétur Guðjóns- son, Ellert A. Ingimundarson, Elva Ósk Óskarsdóttir, Jakob Þór Ein- arsson, Jón Hjartarson, Magnús Jónsson, Margrét Ólafsdóttir og Steinunn Ólafsdóttir. Englar í Ameríku er átakamikið verk en fullt af leiftrandi kímni. Það hefur að geyma atriði og tals- máta sem ekki er við hæfí bama og gæti angrað viðkvæmt fólk. Útrás fyr- ir yngri ökumenn FYRSTU helg- ina sem „go- kart“-brautin var opin sóttu á fjórða hundrað manns brautina, flestir á aldrin- um 17-25 ára. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Kappakstursbrautm vinsæl FYRSTA innanhússkappakstursbrautin hérlendis var opnuð um helg- ina í Fákafeni og fyrstu þijá dagana höfðu hátt í fjögur hundruð gestir prófað „gokart“-bílana, sem þar eru leigðir. „Það kom hérna fólk á öllum aldri frá tólf ára til fimmtugs, en bílarnir eru sérhannað- ir fyrir akstur af þessu tagi,“ sagði Karl Gunnlaugsson í samtali við Morgunblaðið, en hann er einn af rekstraraðilum brautarinnar. „Það er greinilega mikill áhugi á fyrirtækjum og félögum að ieigja svona kappakstri og ég hef trú á að yngri ökumenn fái útrás héma innandyra fyrir akstursgleðina og aki þá rólegar í almennri umferð. í vetur verðum við síðan með mót fyrir almenning og ætlum að bjóða aðstöðuna fyrir starfsmenn og fé- lagsmenn. Eg held að það yrði góð upplyfting fyrir vinnusama Islend- inga í skammdegismyrkrinu, sem fljótlega sækir að,“ sagði Karl að lokum. Aðalfundur Okkar manna OKKAR menn, félag fréttaritara Morgunblaðsms, heldur aðalfund sinn í Leikstofu KringJukrárinnar í Borgarkringlunni á morgun, fimmtudag, og hefst fundurinn klukkan 19. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða afhentar viðurkenningar og flutt verða framsöguerindi um mál- efni fréttaritara og umræður um málið verða á eftir. Liðlega 100 fréttaritarar Morgunblaðsins á landsbyggðinni eru í félaginu Okkar mönnum sem hefur það hlutverk að auka kynni fréttaritara og efla fréttaskrif Morgunblaðsins. í fréttatilkynningu frá félaginu eru fréttaritarar hvattir til að fjöl- menna á fundinn. Akvörðun um framkvæmd- ir við Korpúlfsstaði mið- ist við kostnaðaráætlanir ÓLÍNA Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að unnar verði tvær kostnaðaráætlanir byggðar á mis- munandi forsendum vegna framkvæmda við Korpúlfsstaði. í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að áætlun um endurreisn Korpúlfsstaða hafi ávallt miðast við að þar yrði alhliða menningar- og listamiðstöð og að hluti hússins yrði nýttur undir safn Errós. Enn- fremur að ákvarðanir um framhald framkvæmda yrðu að sjálfsögðu- ekki teknar fyrr en kostnaðaráætlanir liggja fyrir. í greinargerð Ólínu með tillögunni kemur fram að forsendur hafi breyst og að ljóst sé að 5-10% útveggja séu nýtanlegir. Spurningin sé hvort ekki sé hagkvæmast að huga að nýrri staðsetningu Errós-safns, jafnvel nýbyggingu. Á sama tíma mætti stefna að endurreisn Korpúlfsstaða í öðru skyni en áður, þ. e. að endur- reisa húsið í upprunalegri mynd og þá ef til vill sem útibú frá Árbæjar- safni eða sem menningar- og félags- miðstöð fyrir hverfíð. Frestun Guðrún Ögmundsdóttir, Kvenna- lista, ítrekaði í sinni bókun fyrri til- lögu um frestun framkvæmda en að húsið yrði gert heilt, vatns- og vind- þétt, þannig að um frekari skemmd- ir yrði ekki að ræða. Þá segir: „Nú er komið annað upp á teningnum og þarf að endurbyggja allt húsið. Við teljum að endurskoða eigi svona geysilega fjárfrek verkefni og fresta þeim, þar sem staða borgarsjóðs leyf- ir ekki slíkt á næstu árum.“ Ögrun Sigrún Magnúsdóttir, Framsókn- arflokki, segir í sinni bókun að Korp- úlfsstaðir séu vissulega sérstakt mannvirki, sem hafí sett svip sinn á Ráðinn að- stoðarfor- stjóri SYR SVERRIR Arngrímsson hefur ver- ið ráðinn aðstoðarforstjóri Strætis- vagna Reykjavíkur hf. Borgar- stjórn samþykkti fyrir skömmu að Strætisvögnum Reykjavíkur yrði breytt í hlutafélag. Við þá breyt- ingu verður nokkur áherslumunur á rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Verða verkefni Sverris á sviði fjár- málastjórnar, starfsmannamála og skrifstofustjómar hins nýja félags sem taka mun formlega til starfa 1. desember nk. Sverrir útskrifaðist árið 1981 sem viðskiptafræðingur frá Háskóla ís- lands. Hann starfaði með síðasta námsári sem starfsmannastjóri Iðnað- arbanka íslands hf. en varð fjármála- stjóri Hörpu hf. á árunum 1981 til umhverfíð en nú hafí verið kveðinn upp sá dómur að húsið sé ónýtt. Hún telji það ögrun við almenning ef að setja á 1.500 millj. í listamiðstöð á þrengingartímum, sem í útliti er eft- irlíking af mjólkurbúinu Korpúlfs- stöðum. Ekkert reki verkið áfram. Það séu til teikningar og útlitsmynd- ir af húsinu og hægt að ráðast í fram- kvæmdir þegar betur árar. Sverrir Arngrímsson 1989. Um mitt ár 1989 varð hann framkvæmdastjóri Meistara- og verk- takasambands byggingamanna til vorsins 1993. Hann hefur um skeið starfað hjá Landssambandi iðnaðar- manna. Sambýliskona Sverris er Elísabet Böðvarsdóttir og eiga þau tvö böm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.