Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993
17
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÓMAR FRIÐRIKSSON
Skattabreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar
Hækkuðu skatta að
raunffildi um tæpa
1,5 milljarða króna
Tekjur ríkissjóðs hafa minnkað um 7-8 milljarða vegna efnahagssamdráttar
SKATTABREYTINGAR í TB
NÚVERANDIRÍKISSTJÚRNAR
I. Fjárlög 1992
Tekjuáhrif m.v.
heilt ár í millj. kr.
á verðlagi 1994
600
6P 1. Tekjuskattur einstaklinga (bamabætur, sjómannaafsláttur) 2. Tekjuskattur fyrirtækja - fækkun undanþága (flárfestingarfánasjóðir) 725 155
i 3. Innflutningsgjöld - Lækkun jöfnunargjalds - Hækkun á innflutningsgjaldi bifreiða o.fl. II. Fjáriög 1993 -260 -415 135 2.075
1. Tekjuskattur einstaklinga, nettó 400
- Hækkun skatthlutfalls um 1,5%, 5% hátekjusk., lækkun persónuafsl. - Framlög til sveitarfélaga á móti niðurfellingu aðstöðugjalds - Breytingar á vaxtabótakerfinu - kemur til framkvæmda 1994 4.000 -4.000 400
2. Tekjuskatturfyrirtækja - Lækkun skatthlutfalls úr 45% í 39% árið 1993 og í 33% árið 1994 - Breikkun stofns (niðurfelling framlags i fjárfestingarsjóði, afnám aðstööogj.) -400 -800 400
\4T ' 3. Sérstakt bensíngjald (4,50krónuráiítra) 825
4. Breytingar á vörugjöldum (afnám vörugjalds á ýmsum byggingarvörum,
lækkun a bílum)
-300
5. Uækkun á gjaldeyrissköttum - kemur til framkvæmda í þremur
áföngum (1993-1995)
-300
6. Virðisaukaskattur, fækkun undanþága 2.100
-14% VSK á húshitun, afnotagjöld, bækur, blöö og tímarit 1.550
-14% á ferðaþjónustu frá og meö 1. janúar 1994 550
7. Lækkun tryggingagjalds á ferðaþjónustu 1. janúar 1994 *
III. Frumvarp 1994
-250
-1.190
1. Breytingar á tekjustofnum rikis og sveitarfélaga vegna afnáms
aðstöðugjalds 100
- Lækkun tekjuskatts um 1,5% -3.400
- Afnám skatts á skrifstofu- og verslunarhúsnæði -470
- Niðurfelling á framlagi ríkis til sveitarfélaga vegna niðurfellingar aðstöðugj. 4.000
- Hækkun bensíngjalds á móti niðurfellingu landsútvars á olíufélög 145
- Viðbótarhagnaður ÁTVR vegna niðurfellingar landsútsvars 325
- Viðbótarríkisframl. í Jöfnunarsjóð sveitarf. í móti niðurfellingu landsútvars -500
EES 2. Innflutnings- og vörugjöld - EES-áhrif -100
vsk 3.14% virðisaukaskattur á matvæli -3.100
'M 4. Tryggingagjald - Hækkun tryggingagjalds um 0,35% á aWinnurekendur 1.410 560
- 0,5% atvinnutryggingagjald á launþega 1.000
- Hækkun barnabótaauka -150
% 5. Fjármagnstekjuskattur ** 500
I 6. Ábyrgðargjald 0
| - 0,2% ábyrðgargjald 400
- Framlag I Ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota -400
Tímabilið 1992-1994 1.485 milljónir kr.
* Pess má geta aö tryggingagjald á útflutningsgreinar var fellt niöur tímabundiö á árinu 1993 og er sú ráðstöfun talin kosta
ríkissjóó tæplega milljarð króna.
" Áætlun um tekjur af fjdrmagnstekjuskatti er óviss. Gert er ráð fyrir að tekjur á énnu 1994 verði óverulegar og að hámarki
150 m.kr. Miðað við fyrirliggjandi hugmyndir um útfærslu má ætla að tekjur á heilu ári geti numið nálægt 500 m.kr.
_____________________________________________________Hoimild: FJARMÁLARAÐUNEYTIÐ, Efnahagsskrilstola
ÞÆR skattabreyting-ar sem orðið
hafa í tíð núverandi ríkisstjórn-
ar, það er frá árinu 1991, hafa
leitt til þess að skattar, beinir
og óbeinir, hafa hækkað að raun-
gildi um 1.485 milljónir króna
að meðtöldum þeim breytingum
sem ákveðnar hafa verið í fjár-
lagafrumvarpi næsta árs, sam-
kvæmt yfirliti sem fékkst hjá
efmahagsskrifstofu fjármála-
ráðuneytisins. Eru fjárhæðimar
framreiknaðar til verðlags eins
og það er áætlað á árinu 1994.
Meðfylgjandi yfirlit sýnir allar
breytingar sem orðið hafa á skatta-
löggjöfinni, til hækkunar og lækk-
unar í tíð ríkisstjórnarinnar en hins
vegar er ekki tekið tillit til áhrifa
efnahagssamdráttar á hefðbundna
tekjustofna ríkissjóðs, en talið er að
þau nemi samanlagt 7-8 milljörðum
króna til lækkunar -á þessu tímabili.
Heildarskattbyrði, þ.e. skatttekjur
ríkissjóðs sem hlutfall af landsfram-
leiðslu, hækkaði nokkuð árið 1992
eða um 0,8% en hefur aftur farið
lækkandi og eru áætlaðar 24,5% á
næsta ári.
Rétt er að taka fram að yfirlitið
sýnir áætluð tekjuáhrif af einstökum
breytingum miðað við heilt ár, en
það sýnir ekki hvernig þau falla til
á hvert almanaksár. Sem dæmi má
taka áformaða lækkun virðisauka-
skatts á matvælum sem talin er
. skerða tekjur ríkissjóðs um rúmlega
3 milljarða króna á heilu ári. Áhrifín
á afkomu ríkissjóðs á næsta ári,
mgtin á greiðslugrunni í samræmi
við uppgjörsaðferðir fjárlaga, eru
hins vegar nokkru minni, eða kring-
um 2,5 milljarðar króna. Þetta skýr-
ist af því að virðisaukaskattur er
innheimtur með tveggja mánaða töf,
þannig að lækkunin hefur aðeins
áhrif á tíu mánuði af tólf á næsta
ári. Afgangurinn, rúmlega 500 millj.
kr., kemur fram í lægri tekjum og
þar með lakari afkomu á árinu 1995.
Einnig er rétt að benda á að miðað
við fyrirliggjandi hugmyndir um út-
færslu fjármagnstekjuskatts er talið
að hann skili 500 millj. kr. á heilu
ári en þar sem ekki er gert ráð fyrir
að hann öðlist gildi fyrr en um mitt
næsta ári muni hann í raun ekki
skila nema 150 millj. króna í ríkis-
sjóð á næsta ári.
Stefnt að lækkun skatta 1994
Þær breytingar sem áformað er
að hrinda í framkvæmd samkvæmt
fjárlagafrumvarpi næsta árs fela í
• sér að skattar eiga að lækka um
tæplega 1,2 milljarða kr. að raun-
gildi. Þó verður einnig að taka tillit
til ýmissa skattbreytinga, sem vega
þar á móti, sem samþykktar voru á
Alþingi síðastliðinn vetur, en koma
ekki að fullu fram fyrr en á næsta
ári. Þar á meðal má nefna lækkun
vaxtabóta um 400 millj. kr. og 14%
virðisaukaskatt á ferðaþjónustu frá
og með 1. janúar 1994, sem er talin
skila 550 millj. kr. á heilu ári.
Á yfirstandandi ári hækkaði tekju-
skattshlutfall einstaklinga um 1,5%
tímabundið til að bæta sveitarfélög-
um upp tekjumissi vegna niðurfell-
ingar aðstöðugjalds. Gengur sú
hækkun til baka um áramótin. Þá
var ákveðið að leggja á sérstakan
5% hátekjuskatt sem kemur að fullu
til framkvæmda á næsta ári en
stærsta einstaka breytingin sem fól
í sér auknar skattálögur á yfírstand-
andi ári var ákvörðun um að 14%
virðisskatt á ýmsa neysluþætti, sem
áður voru undanþegnir skattheimt-
unni og hafa þegar tekið gildi hvað
varðar húshitun, afnotagjöld, bækur,
blöð og tímarit.
Á næsta ári verða verulegar breyt-
ingar og tilfærslur í skattamálum,
fyrst og frenist vegna breytinga á
tekjustofnum ríkis og sveitarfélaga
vegna afnáms aðstöðugjalds. Tekju-
skattur fyrirtækja verður lækkaður
ennfrekar og ýmsar tilfærslur eru á
milli skattstofna vegna gildistöku
EES-samningsins. Hvað sveitarfélög
varðar er annars vegar gert ráð fyr-
ir að útsvar sveitarfélaga hækki að
meðaltali um 1,5% þegar tekjuskatt-
ur ríkisins lækkar um sama hlutfall.
Hins vegar er skattur á skrifstofu-
og verslunarhúsnæði felldur niður,
sem lækkar tekjur ríkissjóðs að áætl-
að er um 470 millj. en svigrúm sveit-
arfélaga til frekari tekjuöflunar af
fasteignasköttum verður aukið að
sama skapi.
Stærsta einstaka breytingin sem
Tekjur ríkissjóðs
1988 til 1994
Á venölagi 1994
milljarðar kr.
Hlutfall al landsframleiðslu
veldur því að skattar eiga að lækka
að raungildi á næsta ári er ákvörðun
um að lækka virðisaukaskatt af
matvælum úr 24,5% í 14% um ára-
mótin. Á mðti kemur þó nýr skattur,
atvinnutryggingagjaldið, sem áætlað
er að skili 1.560 millj. á næsta ári.
Til að koma til móts við barnafjöl-
skyldur er barnabótaauki hækkaður
á móti. um 150 millj. kr.
Sértelyur hækkuðu um 1,5
milljarða
Sértekjur og þjónustugjöld verða
tæplega 6,6 milljarðar kr. á næsta
ári skv. fjárlagafrumvarpinu sam-
anborið við um fimm milljarða árið
1991 og hafa hækkað að raungildi
um nálægt 1,5 milljarða kr. skv.
upplýsingum sem fengust í fjármála-
ráðuneytinu. Áætlun um hveiju þjón-
ustugjöldin hafa skilað er þó tals-
verðri óvissu háð, sérstaklega í heil-
brigðiskerfinu þar sem þessi gjöld
eru fyrirferðarmest og er nú unnið
að athugun á hækkun þeirra í fjár-
mála- og heilbrigðisráðuneytinu að
beiðni fjárlaganefndar.
Munurinn á sköttum og þjónustu-
gjöldum er sá, að skattar eru lagðir
á almenna skattstofna eins og tekj-
ur, eignir, vörur og þjónustu. Þjón-
ustugjöld eru hins vegar greiðslur
þeirra sem nota tiltekna þjónustu.
Hafa sértekjumar verið flokkaðar
gjaldamegin í fjárlögum til lækkunar
á útgjaldaliðum ráðuneyta og stofn-
ana en koma ekki fram sem tekjur
hjá ríkissjóði.
Heilsukort 400 millj. kr.
Hefur því verið haldið fram að
heilsukort vegna sjúkratrygginga
sem senda á til allra landsmanna,
16 ára og eldri eftir áramót, séu í
raun auknar skattaálögur eða nef-
skattur, þar sem greiðendur þeirra
eru ekki eingöngu þeir sem njóta
þjónustunnar. Eiga skírteinin að
skila Tryggingastofnun ríkisins 400
millj. kr. á næsta ári. Tekjurnar eru
hins vegar færðar gjaldamegin í fjár-
lögum til lækkunar á útgjöldum og
koma ekki fram sem auknar skatt-
tekjur ríkisins.
Hefur verið litið svo á að heilsu-
kortin séu sértekjur Tryggingastofn-
unar vegna þess að stofnunin á að
sjá um innheimtu þeirra og fjármun-
irnir að renna beint til hennar. Við-
mælendur í fjármála- og heilbrigðis-
ráðuneytinu voru sammála um að
heilsukortin væru ekki skattur í
venjubundnum skilningi vegna þess
að þarna sé um vaifijálsa greiðslu
að ræða. Einstaklingum er boðið að
kaupa kortin á 2.000 krónur en eru
ekki skyldugir til þess.
BÍLAR
til sölu
Nissan Sunny, árg. '91, sjálfsk., 4 d.,
grár, ek. 27 þús. Verð 880 þús.
MMC Lancer, árg. '89, sjálfsk., 4 d.,
blár, ek. 83 þús. Verð 680 þús.
Mazda 323F, árg. '91, sjálfsk., 5 d„
grár, ek. 33 þús. Verð 1.050 þús.
MMC Colt GLX, árg. '85,5 g„ 5 d„
rauður, ek. 86 þús. Verð 300 þús.
MMC Laiicer, árg. '90,5 g„ 5 d„ grár,
ek. 54 þús. Verð 860 þús.
Hyundai Elantra, árg. '93,5 g„ 4 d„
hvítur, ek. 6 þús. Verð 1.150 þús.
Daihatsu Charade, áig. '88,5 g„ 5 d„
rauður, ek. 51 þús. Verð 420 þús.
Daihatsu Charade, árg. '90, sjálfsk., 4 d„
rauður, ek. 32 þús. Verð 680 þús..
MMC Colt, árg. '87,5 g„ 3 d„ hvítur,
ek. 127 þús. Verð 320 þús.
BIFREIDAR &
LANDBÚNAÐARVÉLARHF.
Suðuriandsbraut 14,
sími 6312 00, beinn sími 814060