Morgunblaðið - 20.10.1993, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993
Palestínu-
maður lát-
inn laus
ÍSRAELAR létu í gær lausan
einn leiðtoga Paiestínumanna
úr fangelsi þar sem hann hef-
ur setið í 23 ár. Sögðust ísrael-
ar með þessu vilja þakka Pa-
lestínumönnum minna ofbeldi
frá undirritun friðarsáttmála
þjóðanna í september. Mögu-
legt er að fleiri Palestínumenn
verði látnir lausir í kjölfarið.
Rússar vinna
á í Eistlandi
RÚSSNESKI minnihlutinn í
Eistlandi styrkti verulega
stöðu sína í sveitastjómar-
kosningum í landinu um helg-
ina. Samkvæmt bráðabirgða-
niðurstöðum .kosninganna
verður flokkur Rússa stærstur
m.a. í höfuðborginni Tallinn,
en flokkurinn hlaut 27 af 64
fulltrúum. Kosningaþáttaka
Rússa var um 80% en aðeins
um helmingur Eistlendinga á
kjörskrá neyttu atkvæðisrétt-
ar síns.
Mafíutengsl
dómara rann-
sökuð
FIMM háttsettir dómarar á
Sikiley sæta nú rannsókn
vegna meintra mafíutengsla.
Einn dómaranna var í forsæti
dómstóls sem sýknaði 80
meinta glæpamenn við fjölda-
réttarhöld árið 1989.
Fellini næst
ekki úr dái
EKKI er búist við því að ít-
alski kvikmyndaleikstjórinn
Federico Fellini komist úr dá-
inu sem hann hefur verið í frá
því á sunnudag, að sögn lækna
í Róm í gær. Fellini varð fyrir
heilaskaða eftir hjartaáfall
sem hann fékk á sunnudag.
Fornhvalur
fundinn
í PERÚ hafa fundist stein-
gervingar af fornri hvalateg-
und, sem var uppi fyrir um
fímm milljónum ára. Dýrið
hafði skögultönn og flatt nef,
líkt og fjarskyldur _ ættingi
þess, rostungurinn. I breska
vísindaritinu Nature segir að
steingervðar leifamar sýni
fram á að hvalurinn hafi bæði
líkst rostungi og etið á svipað-
an hátt og hann.
Fangaskipti í
Bosníu
HUNDRUÐ múslimskra
fanga voru látnir lausir úr
króatískum fangabúðum í
gær. Markaði lausn þeirra
upphafíð að miklum fanga-
skiptum Króata og Bosníu-
manna. Létu Króatar um 700
fanga lausa en samkvæmt
samningi þeirra við Bosníu-
menn eiga þeir enn eftir að
láta um 1.000 manns lausa.
Bosníumenn láta 300 króa-
tíska fanga í skiptum.
Sérsveitir frá
Sómalíu
BILL Clinton, Bandaríkjafor-
seti samþykkti í gær að kalla
sérsveitir landhersins heim frá
Sómalíu. Er það liður í endur-
skipulagningu friðargæslu-
sveita Sameinuðu þjóðanna í
landinu.
Bhutto kjörin forsætisráðherra
BENAZIR Bhutto var kjörin forsætisráðherra Pakistans á þingi landsins í gær. Flokkur hennar, Þjóðarflokkur
Pakistans, varð sá stærsti í þingkosningum fyrr í mánuðinum en náði þó ekki meirihluta á þinginu. 36 þingmenn
úr öðrum flokkum greiddu henni atkvæði sitt í gær og hún hyggst mynda samsteypustjórn. Bhutto hrökklaðist
frá völdum fyrir þremur árum og átti _yfir höfði sér ákærur fyrir spillingu og óstjórn en verður nú áttundi for-
sætisráðherra landsins á átta árum. A myndinni óskar helsti keppinautur Bhutto, Nawaz Sharif, fyrrverandi
forsætisráðherra, henni til hamingju með sigurinn eftir atkvæðagreiðsluna.
Þýskaland
Uimiðfyrir
félagslegn
bótunum?
Bonn. Reuter.
STJÓRN Helmuts Kohls
kanslara í Þýskalandi
áformar að gera þá kröfu
tii einstaklinga, er þiggja
félagslega aðstoð, að þeir
vinni fyrir henni að hluta.
Samkvæmt heimildum inn-
an stjórnarinnar er þetta liður
í sparnaðartillögum vegna
íjárlaga næsta árs, sem
kynntar verða á föstudaginn.
Alls er ætlunin að skera niður
ríkisútgjöld um 21,2 milljarða
marka á næsta ári og enn
meira á komandi árum.
í því skyni er m.a. ætlunin
að krefjast þess af fullfrísku
fólki, sem fær félagslega að-
stoð, að það inni einhver störf
af hendi, sem koma samfé-
laginu til góða.
Yiðskiptabann á Haítí tekur gildi
Port-au-Prínce, Washington. Reuter.
VIÐSKIPTABANN Sameinuðu þjóðanna á Haítí tók gildi í gær og
níu bandarísk og kanadísk herskip voru við strönd landsins til að
fylgjast með skipaferðum þangað. Bob Dole, leiðtogi repúblikana
í öldungadeild Bandaríkjaþings, hugðist Ieggja fram frumvarp sem
myndi takmarka möguleika Bills Clintons á að beita hervaldi á Haítí.
Bannað verður að flytja inn
vopn, hergögn, lögreglubúnað og
olíu til Haítí. Oryggisráð Samein-
uðu þjóðanna s.amþykkti í vikunni
sem leið að setja bannið eftir að
leiðtogar hersins í landinu höfðu
brotið samkomulag sem náðst
hafði fýrir tilstilli Sameinuðu þjóð-
anna með því að neita að fara frá
völdum svo Jean-Bertrand Aristide
forseti, sem hefur verið í útlegð,
gæti tekið við embætti sínu að nýju.
Raoul Cedras, leiðtogi hersins,
sagði í sjónvarpsviðtali að við-
skiptabannið myndi hafa „hörmu-
legar afleiðingar" fyrir Haítíbúa.
Stjómarerindrekar í höfuðborg-
inni, Port-au-Prince, sögðu hins
vegar að bannið myndi hafa lítil
efnahagsleg áhrif í bráð og síst á
leiðtoga hersins og yfirstéttina.
Bob Dole hugðist í gær leggja
fram frumvarp sem kvæði á um
að Bandaríkjaþing fengi að ráða
meiru um það hvort hervaldi yrði
beitt á Haítí. „Ég er í grundvallar-
atriðum andvígur lagabreytingum
sem takmarka um of vald mitt til
að sinna stjórnarskrárbundinni
skyldu minni,“ sagði í bréfi sem
Bill Clinton sendi leiðtogum öld-
ungadeildarinnar.
Tilraunir til að bjarga lífi háhyrnings sem er sjúkur á sædýrasafni í Mexíkóborg
Komum ekki með Keiko nema
finna fyrst fjölskyldu hans
„VIÐ MUNUM ekki sækja um Ieyfi til þess að flytja háhyrning-
inn Keiko til íslands fyrr en væntanlegum rannsóknum við Is-
landsstrendur er lokið. A grundvelli þeirra og þess hvort við
finnum hjörðina sem hann tilheyrði verður ákveðið hvort reynt
verður að flylja hann til fyrri heimkynna til hressingar,“ sagði
Ken Balcomb, bandarískur sjávarlíffræðingur, í samtali við
Morgunblaðið í gær. Hann freistar þess að bjarga háhyrningi
í sædýrasafni í Mexíkóborg frá dauða og liður í því gæti verið
að senda hann til hressingardvalar við íslandsstrendur. Hann á
við húðsjúkdóm og lystarleysi að stríða og sagði Balcomb að
hann ætti vart nema hálft annað ár eftir ólifað við óbreyttar
aðstæður.
Balcomb hefur stundað rann-
sóknir á háhymingum í Puget-
sundi við Seattle á vesturströnd
Bandaríkjanna í 18 ár. Hann var
hér á ferð fyrir nokkru og ræddi
þá við Össur Skarphéðinsson
umhverfisráðherra, við fulltrúa
Hafrannsóknastofnunarinnar og
þingmenn um hugsanlegt sam-
starf um rannsóknir á háhyming-
um hér við land. Megintilgangur
þeirra er að reyna að finna „fjöl-
skyldu“ Keiko sem fangaður var
við suðurströnd íslands haustið
1981 og seldur í fyrstu til sæ-
dýrasafns við Niagara-fossana
en þaðan var hvalurinn seldur til
Mexíkóborgar.
„Ég fékk ef til vill ekki mjög
jákvæðar undirtektir en er þó
bjartsýnn því ég verð var við að
íslendingar hafa mikinn áhuga á
hvalarannsóknum. Ég var beðinn
um að gera nánari grein fyrir
hugmyndum mínum um útfærslu
og fyrirkomulag rannsóknanna,
sem ég geri ráð fyrir að geti tek-
ið tvö til þrjú ár, og mun skila
skriflegum tillögum þar að lút-
andi í næstu viku,“ sagði
Balcomb í samtalinu við Morgun-
blaðið.
- Nú hefur óskum um að flytja
háhyrninga til landsins til heilsu-
bótardvalar verið hafnað til
þessa. Ef þú biður um leyfi til
að koma með Keiko hingað ótt-
astu ekki sömu niðurstöðu?
„Ég þykist vita að fyrri um-
sóknir hafi verið fljótfæmislega
grundaðar og ekki studdar við-
hlítandi rökum. Ég mun ekki
biðja um að fá að koma hingað
með Keiko nema að undangengn-
um rannsóknum til að fmna út
hvort það er yfírleitt skynsamlegt
að flytja dýrið alla þessa leið.
Og það er algjör forsenda að
finna fjölskyldu hans.“
- Færi svo að allar forsendur
verði fyrir hendi til að sækja um
leyfi til að koma hingað með
dýrið og erindi þar að lútandi
yrði synjað, hvernig tækirðu því?
„Ef sú staða kæmi upp og góð
rök yrðu færð fyrir slíkri synjun
yrði að taka því.“
Kvikmyndasijarnan
ATRIÐI úr myndinni „Frelsum
Villa“ sem gerði hvalinn Keiko
frægan. Ungur vinur hans
hvetur hann hér til að stökkva
yfir brimgarð út I frelsið. í
þessu atriði var raunar notað
líkan af hvalnum.
Kemst Keiko í talsamband við
hvalaþjarðir við ísland?
- Þú ráðgerir að spila fyrir
háhyrninginn upptökur af hljóð-
um háhyrninga úr norðurhöfum
svo hann geti lært „mállýsku“
þeirra?
„Það hefur verið gert og við-
brögð hans eru athyglisverð.
Ætlunin er að koma honum í
beint „talsamband" við háhyrn-
inga við íslandsstrendur. Það er
tiltölulega auðvelt að leysa það
tæknilega með því að setja hátal-
ara og hljóðnema í laugina og
koma honum þannig með sendi-
búnaði í samband við háhyminga
hér við land. Þetta er ekki flókn-
ara en að koma á símasambandi
milli þín og mín. Finnum við íjöl-
skyldu hans munum við kanna
með þessum hætti hvort sam-
skipti takast með honum og
frændum hans. Höfum við þegar
fengið góðar undirtektir um að-
stoð frá fyrirtæki sem framleiðir
búnað af þessu tagi.“
- Er ekki nærtækast að bjarga
dýrinu með því að setja öflugan
kæli- og hreinsibúnað í laugina
sem því er haldið í?
„Það er einn valkosturinn og
verður reyndar okkar fyrsta við-
fangsefni. En eina varanlega
lausnin er að koma dýrinu í
venjulegan sjó. Laugin sem það
dvelst í er of lítil og í henni er
heimatilbúinn gervisjór. Hún er
auk þess í 7.000 feta hæð yfir
sjávarmáli," sagði Balcomb.
Fær ferska síld frá íslandi
Meðal þess sem reynt verður
til að glæða matarlyst Keikos er
að gefa honum ferska síld af ís-
landsmiðum. „Islenskt fískmeti
er besta fóðrið sem völ er á. Það
eru tvær 28 kílóa sendingar á
leið til Mexíkó frá Höfn í Horna-
firði og Eskifirði. Sýni hann síld-
inni mikinn áhuga og verði engar
skorður reistar við innflutningi
hennar geri ég ráð fyrir að við
munum láta senda um eitt tonn
af síld í viku hverri til Mexíkó,“
sagði Balcomb að lokum.