Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993
„égbýst L/iS aé þú \Atir þaé, dð
Alam/yia haliarþig :, spóa-tót ‘'þe^ar
þu heyrir ekhL btL. "
Ast er...
Með
morgunkaffinu
8-2.
að sameinast um eina
regnhlíf
TM Reg. U.S Pat Off.—all rlghts reservod
® 1993 Los Angetes Times Syndicate
/ cot o,
Þið getið fengið hann þegar ég i
hef lokið mér af.
HÖGNI HREKKVÍSI
// PyfcJAPLLÍONUe SÆLL. . EINHVEJSAJ
Ti/V\ANN V6RJEJUR AO L*RA."
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Eyðum ekki um efni fram
Frá Margréti Sæmundsdóttur:
AÐ GEFNU tilefni vegna ummæla
Júlíusar Hafstein í morgunþætti
Rásar tvö 15. október sl. um að
hagkvæmt sé að byggja Korpúlfs-
staði á næstu 15 árum, vil ég
koma eftirfarandi athugasemd á
framfæri.
Korpúlfsstaðanefnd leggur nú
til að sögn Júlíusar Hafstein að
listamiðstöð sem á að rísa á Korp-
úlfsstöðum verði byggð á 15 árum,
100 milljónir eiga að fara til bygg-
ingarinnar á ári eða samtals 1500
milljónir. Þetta þýðir að árið 2008
á byggingin að vera fullbúin. Að
byggja á svo löngum tíma er eitt-
hvað það óskynsamlegasta sem
hægt er að gera. Sorglegt dæmi
er bygging þjóðarbókhlöðu sem
hefur staðið yfír í 16 ár og enn
sér ekki fyrir endann á. Vaxta-
kostnaður við þjóðarbókhlöðu
skiptir hundruðum milljóna.
Gefum okkuru að raunvextir
séu 7% á ári. Vaxtakostnaður á
byggingatíma er þá rúmlega 800
milljónir króna til viðbótar áætluð-
um byggingakostnaði upp á
fimmtán hundruð milljónir. Hækk-
un byggingarkostnaðar er því um
50% vegna vaxta á byggingatí-
manum, heildarbyggingarkostn-
aður verður þá tvö þúsund og þijú
hundruð milljónir (fyrir utan hús-
búnað). Vilja skattborgarar borga
800 milljónir í vexti vegna Korp-
úlfsstaða? Hefur borgarsjóður ekki
eitthvað annað og þarfara við pen-
ingana að gera? Við Kvennalista-
konur getum ekki samþykkt aðra
eins óráðsíu og mótmælum svona
vitleysu. Ef ekki er hægt að byggja
á stuttum tíma á að fresta bygg-
ingu Korpúlfsstaða og hefjast ekki
handa fyrr en efnahagur borgar-
innar leyfir það. Það er kreppa í
þjóðfélaginu öllu, líka hjá Reykja-
víkurborg. Staða borgarsjóðs hef-
ur versnað mikið á síðustu árum.
Skuldir hafa tvöfaldast á þremur
árum og eru nú 72.000 kr. á hvern
borgarbúa en voru 36.000 kr. árið
1989. Þessi erfiða staða krefst
aðhalds og varfæmi í fjárfesting-
um á næstunni.
Reykjavíkurborg keypti
Morgunblaðshúsið fyrir borgar-
bókasafn og endurbygging Iðnó
stendur nú yfir. Þessar tvær bygg-
ingar eru ærin verkefni í menning-
armálum fyrir borgarsjóð á næstu
árum.
Allar ákvarðanir í kringum
Korpúlfsstaði virðast teknar í fljót-
fæmi og umræðan ber þess merki
að menn hafa ekki reiknað dæmið
til enda. Listamenn halda því fram
að tilviljanakenndar og duttlunga-
fullar framkvæmdiri á menningar-
sviðinu beri því oft vitni að illa og
Frá Ásgeiri R. Helgasyni:
FYRIR hönd fræðslunefndar nor-
rænu krabbameinsfélaganna
(NCU) vil ég koma á framfæri
þökkum til Guðmundar Árna Stef-
ánssonar heilbrigðisráðherra fyrir
stuðning hans við baráttu samtak-
anna fyrir rétti barna til að alast
upp í reyklausu umhverfi. Á ráð-
stefnu tóbaksvarnarfólks á vegum
norrænu krabbameinsfélaganna í
Osló 11. október síðastliðinn lýsti
hann yfir stuðningi við þessa bar-
áttu samtakanna með nærveru
sinni og ræðu. Slíkur stuðningur
yfirmanna heilbrigðismála er
krabbameinsfélögunum ómetan-
legur stuðningurí erfiðri baráttu
þar sem tóbaksiðnaðurinn beitir
öllum brögðum til að vinna gegn
hvers konar löggjöf um takmark-
anir reykinga. Megin niðurstaða
ófagmannlega sé að verki staðið
og ákvörðunarréttur og umsagnir
listamanna séu fyrir borð bornar.
Listamenn fá ekki að sitja í Korp-
úlfsstaðanefnd og heldur ekki í
nefnd um uppbyggingu Iðnó.
Það er ekki verið að tala um
neina smáaura þegar Korpúlfs-
staðir eru annars vegar, skuld-
binding upp á tvö þúsund og þijú
hundruð milljónir er ekkert smá
mál. Á meðan slík lægð er í efna-
hag landsins er ófært að hefja
framkvæmdir við jafn dýra bygg-
ingu og Listmiðstöðina á Korpúlfs-
stöðum.
MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR,
varaborgarfulltrúi Kvennalistans,
Hvassaleiti 77,
Reykjavík.
Oslóarráðstefnunnar var að tób-
aksreykur í umhverfinu væri börn-
um ekki aðeins skaðlegur heldur
væru börn sem alast upp við óbein-
ar reykingar í mun meiri hættu
að verða sjálf reykingamenn á
unglingsárum en börn sem alast
upp á reyklausum heimilum. Þetta
var m.a. stutt með áralöngum
rannsóknum á reykingavenjum ís-
lenskra barna og unglinga og vakti
erindi Sveins Magnússonar læknis
um íslenska tóbaksvamarstarfið
vemlega athygli. Það var og sam-
dóma álit þátttakenda (að fulltrú-
um tóbaksiðnaðarins undanskild-
um) að bann við hvers konar aug-
lýsingum á tóbaki væri nauðsynleg
forsenda fyrir árangursríku tóbak-
svarnarstarfi.
ÁSGEIR R. HELGASON,
Karolinska sjúkrahúsinu,
Stokkhólmi, Svíþjóð.
Þakkir til heil-
brigðisráðherra
Víkverji skrifar
Sennilega er ákveðin hugarfars-
breyting að eiga sér stað í ís-
lensku þjóðfélagi um þessar mundir
- hugarfarsbreyting sem lýsir sér í
því að almenningur segir nú: Hing-
að og ekki Iengra!, þegar honum
er nóg boðið. Víkveiji telur sig hafa
orðið varan við þessa afstöðu al-
mennings, í tengslum við þjóðfé-
lagsumræðu og fjölmiðlaumfjöllun
um ákveðin mál, að undanfömu.
Þar má nefna sjálfdæmi Hæstarétt-
ar um eigin kjör í formi yfirvinnu,
sem hann ákvað sjálfum sér. Al-
menningur er hneykslaður á því að
þessi virðulega stofnun, sem á að
vera hafin yfir alla gagnrýni, skuli
notfæra sér „glufu“ f Iögum, til
þess að bæta eigin kjör á sama tíma
og þjóðin öll verður að sætta sig,
ekki bara við óbreytt kjör, heldur
í mörgum tilvikum við lakari kjör
en áður.
xxx
Sömu sögu er að segja af bif-
reiðakaupum hins opinbera,
handa ákveðnum toppum embættis-
mannakerfisins. Almenningi ofbauð
að keyptur skyldi fimm milljóna
króna jeppi handa Jón Sigurðssyni,
seðlabankastjóra til þess að hann
kæmist til og frá vinnu. Enda varð
niðurstaðan sú að Jón tók þá
ákvörðun að láta kaupin ganga til
baka. Sömuleiðis fínnst almenningi
nóg um að Guðmundur Malmquist
forstjóri Byggðastofnunar skuli
þurfa fjögurra milljóna króna jeppa
til samskonar brúks; og enn ofbýð-
ur almenningi að forstjóri Þjóðhags-
stofnunar, Þórður Friðjónsson, skuli
þurfa þriggja milljóna króna jeppa
til að flytja sig í og úr vinnu.
xxx
Fyrir nokkrum árum hefði varla
heyrst hósti eða stuna út af
svona meðferð á fjármunum hins
opinbera. En í dag, í miðjum öldu-
dal aflabrests og efnahagskreppu,
er það óásættanlegt í hugum al-
mennings, að þeir sem kynna svart-
nættið fyrir landsmönnum, í formi
sótsvartrar þjóðhagsspár, skulda-
stöðu við útlönd, aflabrests, gengis-
sigs og -fellinga þurfi á slíkum
lúxusfákum að halda á kostnað
skattborgaranna til þess eins að
komast til vinnu. Það telst ekki
lengur til gildra svara, í hugum
almennra launþega þessa lands,
þegar þeir sem fyrir jeppakaupum
standa, eða hyggjast nýta torfæru-
tröllin til þess eins að komast nokk-
urra kílómetraleið til og frá vinnu,
segja eitthvað á þá leið, að þetta
séu bara þau kjör sem þeir hafi
búið við, eða að þetta hafi nú ávallt
verið svona, og því verði ekki breytt
á einni nóttu. Það er fyrst og fremst
sú mikla umræða sem farið hefur
fram í landinu að undanförnu, sem
er orsök þess að ráðamenn eru að
taka við sér og ætla í það minnsta
að endurskoða reglur um fríðindi
„séra Jónanna“!
xxx
að sem ráðamenn þessa lands
þurfa að átta sig á, er að al-
menningur sættir sig ekki við taum-
lausa sóun almannafjár, óheft
ferðalög ráðamanna til útlanda,
samanber sendinefndina mann-
mörgu, sem endilega þurfti nú að
sitja ársfund Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins í Washington, „sællar
minningar“ á sama tíma og þessir
sömu ráðamenn boða aðhald, niður-
skurð og spamað á öllum sviðum,
vegna minnkandi þjóðartekna. Að-
haldið verður einnig að ná til þeirra
sjálfra, á borði, ekki bara í orði.
Einungis þannig verður mark tak-
andi á slíkum predikunum.