Morgunblaðið - 20.10.1993, Síða 40

Morgunblaðið - 20.10.1993, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 40 er uppi í Breiðholti, þar sem krakkar geta komið inn þegar þeir vilja eða þurfa. Bl: En nú er lögreglustöð í Tryggvagötunni Stjáni: Já, en maður fer ekki þangað til að spjalla við lögguna eða fá ráðleggingar. Bl: Af hveiju ekki? Stjáni: Maður veit ekki hvernig yrði tekið á móti manni. En það þarf að vera einhver staður þar sem krakkar geta farið inn, án þess að það sé hringt í mömmu og pabba. Magga: Þar sem maður er látinn afskipta- laus en samt borin umhyggja fyrir því hvern- ig manni líður; hvort maður hefur verið lam- inn eða hvort maður er að drepast eða eitt- hvað svoleiðis. Hvað finnst ykkur um að foreldrar komi niður í bæ? Magga: Mér finnst þetta fáránleg hugmynd. Ef foreldrar ætla að fara að skipta sér eitt- hvað af krökkum niðri í bæ verða þeir bara teknir og lamdir. Þetta getur kannski verið gott ef það er einhver að drepast niðri í bæ en þetta getur líka komið krökkum í rosaleg vandræði. * Stjáni: Ég þekki dæmi um strák sem lenti í því að pabbi hans kom að sækja hann niður í bæ og hann var bara lagður í einelti það sem eftir var. Magga: Ég yrði bijáluð ef mamma ætlaði af fara að sækja mig niður í bæ. En nú eru reglurnar mjög skýrar. Þið megið ekki vera úti eftir kl. 22.00 og þið megið ekki drekka vín fyrr en eftir tví- tugt. Geta foreldrar ekki hreinlega bann- að ykkur þetta? Stjáni: Nei, það er ekki hægt að segja bara allt í einu nei. Og ég þekkti einn strák sem þurfti alltaf að fara heim klukkan átta og hann hefur alltaf verið félagslega bældur. Magga: Maður dettur bara út úr hópnum. Og við erum bara eins og fullorðið fólk. Við erum í skólanum allan daginn eins og fólk í vinnu og helgarnar eru eini tíminn sem við getum notað til að fá útrás. Við viljum bara fá áð skemmta okkur eins og fólk sem fer á Amsterdam eða Berlín; þetta er alveg eins. En nú lenda margir í vandræðum þegar þeir eru að byrja að drekka og vita ekki alveg hvað þeir eru að gera. Magga: Ef foreldrar vita að maður er að byija að drekka, þá finnst mér að þeir eigi að kenna manni það, í stað þess að banna manni það, því þá fer maður bara vitlaust að og lendir í vandræðum. Og eins ef foreldr- ar neita að kaupa fyrir krakka í ríkinu, þá fara þau bara og kaupa sér landa einhvers staðar og það getur verið miklu hættulegra. Hver væri besta lausnin á vandræðunum með unglinga í miðbænum. Stjáni: Að fá skemmtistað niðri í bæ fyrir yngri en 16 ára. Magga: Mér fannst fáránleg hug mynd að það myndi leysa eitt- hvað að hafa félagsmiðstöðvar opnar lengur. Unglingar vilja drekka og þeir fá ekki að gera það í félagsmið- stöðvunum. Þeir vilja líka hitta aðra krakka úr öðrumhverfum en fé- lagsmiðstöðvarnar eru bundnar við ákveðin hverfi. Skemmtistaður í miðbænum, t.d. þar sem Tunglið er myndi leysa málið. Leikari f rekar en lyfjafræðingur Eg var érfiður unglingur, frekar skap- stór og bólugrafinn. Ég var mikið í íþróttum. Lífið snerist að mestu leyti um fótbolta og skíði og að fela unglinga- bólurnar. Fermingarmyndin af mér er ein- hver sú ljótasta sem til er. Kannski er til ein ljótari og það er fermingarmyndin af tvíbura- bróður mínum. Auk þess var ég frekar við- skotaillur; það mátti lítið segja við mig eða skamma mig. Svo slóst ég auðvitað við bróður minn. Ég kem frá svo venju- legu heimili, maður er nánast minnihlutahópur ef foreldrar manns eru ennþá giftir. Ég gekk áfallalaust í gegn- um mína æsku og unglingsár, fyrir utan bólurnar auðvitað, þær voru stóri bömmer- inn. Það gerist í raun voða fátt á unglingsár- unum. Maður er í skólanum, íþróttum og slæst við bróður sinn en ekkert meira en það. Ég hef rekið mig á það að þeir sem drekka of fljótt af bikarnum, þeir sem eru aðaltöffararnir, heltast úr lestinni síðar meir og það verður einhvemvegin ekkert úr þeim. Þeir lenda í barneignum allt of ungir eða eitthvað þvíumlíkt. Óþægilegt atvik Þegar ég var ellefu ára skipti ég um skóla, fór úr Álftamýrarskóla yfir í Vogaskóla. Ég og bróðir minn höfðum notað gleraugu frá því við vorum sjö ára. Þetta vorn ógurlega ljót gleraugu sem höfðu verið keypt þeg- ar fjölskyldan var að spara og þegar við byijuðum í nýja skólanum neituð- um við að þau. Við bara og vissi kennarinn okkar ekki að við þyrftum gleraugu. Þegar hún loks upp- götvaði það tókst henni að sannfæra okkur um að setja þau upp. Við vorum tregir til og marg sannfærðum okkur um að enginn myndi hlæja. Svo settum við upp gler- augun... bekkurinn sprakk af hlátri..., kennarinn líka. Þau voru svo ljót, þetta voru ljótustu STJÖRNUR OG STÓRFISKAR gleraugu í heimi. En við létum þetta ekki á okkur fá og allt var orðið gott um hádegi. Langaði að verða leikari Þetta byijaði allt þegar ég var mjög ung- ur. Frænka mín sagði við mig þegar ég var sjö ára að ég ætti að verða leikari. Ég var alltaf að herma eftir einhveijum og var kynn- ir á skólaskemmtun þeg- ar ég var sex ára. Ég fór á öll leiklistarnámskeið og var mikið í leiklist þegar ég var í mennta- skóla. Á útskriftarárinu mínu dró ég mig út úr íþróttunum og einbeitti mér að leiklistinni og ákvað þá að leggja hana fyrir mig. Um sumarið fór ég svo til New York í sumarleiklistarskóla. Eg var þar í nokkrar vikur en fríkaði svo út á borginni, kom aftur heim og skráði mig í lyfjafræði. Þar var ég í fjórar vikur og stundi af leiðindum, hætti svo í því, lagðist undir feld, var þunglyndur og las kvennabókmenntir. Þá ákvað ég endan- lega að verða leikari. Ég held að þarna hafi ég líka ákveðið að skrifa bækur. Þessar kvennabókmenntir fóru eitthvað öfugt ofaní mig og ég var viss um að ég gæti skrifað betri bækur en þetta. Ég sótti um í Leiklistar- skólann og komst inn. Síðan ég útskrifaðist er ég bæði búinn að vinna í leikhúsi og í sjónvarpinu, aðallega í barnaefni, bæði að sjá um þætti og leika. Ég byijaði að skrifa barnabókina „Goggi og Gijóni" þegar ég var ennþá í Leiklistarskólan- um, en kláraði hana ekki fyrr en töluvert síðar. Ég er að skrifa aðra bók núna sem heitir „Goggi og Grjóni 2“. Að lokum Ég hvet alla unglinga til að koma í Tjarnar- bíó að sjá „Standandi pínu“ og sjá til þess að Reykjavfk verði ekki borg eins og lýst er í leikritinu. SAMVISKUSPURNINGIN Trúir þú áæðri máttarvöld? ELIN HILMARSD0TTIR 0G KRISTLAUG MARÍA SIGURDARDÓTTIR Ástandið í miðbænum Hvað finnst ykkur um ástandið í miðbæn- um? Magga: Þetta er náttúrulega ekki gott ástand, það er einhver barinn um hveija ein- ustu helgi liggur við. Eru mestu vandræðin á Torginu sjálfu? Magga: Já, og í Hafnar- stræti. Stjáni: Það eru líka oft læti uppi í Banka- stræti, fyrir utan Hans Pedersen. Magga: Og þetta versnar um allan helming þegar full- orðna fólkið kemur út af pöbbunum. Þá koma þessir fullu karlar inn í þvöguna og það kless- ast allir saman og rekast hver á annan og það endar bara með slagsmálum á hveiju horni. Stjáni: Það ætti bara að hafa fijálsan lokun- artíma á skemmtistöðum þannig að fólk geti gengið inn og út þegar það vill og það séu ekki allir að þyrpast út á sama tíma. Magga: En þetta er samt sjaldan eitthvað alvarlegt. Oftast eru þetta bara einhveijar vinastimpingar. Stjáni: Umfjöllunin í íjölmiðlum er svo ofsa- Iega neikvæð. Það er gert allt of mikið úr þessu. Magga: Já, mamma er farin að tala um að það sé bara happdrætti hvort maður komi heill heim. Stjáni: Það eru svo geðveikislega fá prósent sem lenda í einhveiju. ^ Magga: Maður passar bara að halda hópinn og vera ekki að fara þar sem maður veit að eitthvað getur komið fyrir. Stjáni: Já, maður fer til dæmis ekki inn í sundið bak við Fredda nema maður vilji ein- hver vandræði. Magga: Og mér finnst ofsalega fáránlegt að atburðurinn með stelpuna skuli draga alla þessa umræðu upp. Stjáni: Núna er allt í einu komið unglinga- vandamál í miðbænum. Magga: Það er auðvitað rétt að þetta er vandamál en af hveiju er ekki búið að gera eitthvað fyrr? Af hveiju fyrst núna? Er það ekki bara af því að þetta voru stelpur sem gerðu þetta? Stjáni: Ef þetta hefði verið strákur að beija strák þá hefði þetta bara verið venjuleg frétt. ~*Magga: En af hveiju ekki stelpur að betja stelpur eins og strákar að beija stráka? Mér finnst það bara alveg jafn eðlilegt. Stjáni: Eða jafn óeðlilegt. Magga: Já, einmitt. Vantar fleiri lögregluþjóna í bæinn? Magga: Það þyrftu kannski ekki að vera fleiri löggur, þær bara gera ekki neitt. Þær sitja bara inni í einhveiju bílum uppi í Banka- stræti og þora ekkert að labba um á torginu þar sem allt er að gerast. Stjáni: Flestir sem ég þekki láta sig hverfa ef löggan kemur. Annars eru þeir bara tekn- vdr og farið með þá í eitthvert athvarf þar sem þeir þurfa að bíða í tvo klukkutíma eða eitt- hvað. Magga: Sumir krakkar hafa leyfi frá foreldr- um sínum til að vera niðri í bæ og mér finnst að löggan eigi ekkert að vera að skipta sér af persónulegum málum. Hvað á lögreglan þá að gera? Stjáni: Hún gæti opnað svona útibú eins og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.