Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐURB/C
STOFNAÐ 1913
239. tbl. 81.árg.
FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Varnarmálaráðherra Bandaríkianna
Vill enga fjölgun
aðildamkja í bráð
Travemiinde. Reuter.
LES Aspin, varnarraálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi varaar-
málaráðherra Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem hófst í Þýska-
landi í gær, að Bandaríkjastjórn væri andvíg því að Austur-Evrópu-
ríki fengju aðild að bandalaginu í bráð. Hann lagði ennfremur til að
NATO semdi hernaðaráætlun um hvernig bregðast ætti við „nýju kjarn-
orkuvánni", þ.e. hættunni á útbreiðslu kjarnorkuvopna í kjölfar hruns
Sovétríkjanna.
Aspin lagði til að NATO gerði
samninga um samvinnu í varnarmái-
um við fyrrverandi kommúnistaríki
Austur-Evrópu. Hann sagði við
blaðamenn að tillögunni hefði verið
vel tekið og hún yrði líklega rædd
á leiðtogafundi NATO í Brussel í
janúar. Hann sagði að þau lönd sem
vildu slíkan samning yrðu að fallast
á að taka þátt í heræfingum NATO
Breyt-
ingar hjá
Lloyd’s
London. Rcuter.
BRESKA tryggingafélagið
Lloyd’s samþykkti í gær að leyfa
hópfjárfestingar að fyrirtækinu.
Til þessa hafa fjárfestar eða sk.
„nöfn“ tekið á sig algjöra sjálf-
skuldarábyrgð á tryggingum.
Þessi breyting var samþykkt með
miklum meirihluta atkvæða sem lið-
ur í allsheijar uppstokkun á fyrir-
tækinu. Greiddu rúmlega tólf þús-
und „nöfn“ atkvæði með breyting-
unni en tæplega 750 voru á móti.
Lloyd’s hefur á undanförnum
þremur árum tapað um sex hundruð
milljörðum íslenskra króna. Eiga
mörg „nöfn“ yfir höfði sér persónu-
legt gjaldþrot vegna þessa.
Hinir nýju fjárfestar munu ekki
þurfa að taka á sig ábyrgð vegna
eldri krafna og takmarkaða ábyrgð
vegna nýrra krafna.
og hugsanlegri friðargæslu á vegum
bandalagsins, gera útgjöld sín til
varnarmála opinber og setja heri
sína undir borgaralega stjórn.
Aspin vildi ekki skýra blaðamönn-
um frá hugmyndum sínum um að-
gerðir gegn „nýju kjarnorkuvánni“
í smáatriðum. „Þetta er gjörbreyttur
heimur," sagði varnarmálaráðherr-
ann og lagði áherslu á að Evrópu
gæti bráðlega stafað hætta af út-
breiðslu kjarnavopna, sem gætu
komist í hendur hryðjuverkamanna
eða óvinveittra ríkja. Bandarískir
embættismenn sögðu hins vegar að
bandaríska varnarmálaráðuneytið
væri að vinna að viðamikilli áætlun,
sem fæli meðal annars í sér bættar
varnir gegn eldflaugum og betri
njósnastarfsemi. „Við vonumst til
að koma með eitthvað sem leiðtoga-
fundur NATO getur samþykkt í jan-
úar,“ sagði Aspin.
Reuter
Öngþveiti á Orly
MIKLAR truflanir urðu á flugumferð um báða helstu
flugvelli Parísar, Orly og Charles de Gaulle, vegna
verkfalla starfsfólks í gær. Um þúsund starfsmenn
réðust til dæmis inn á Orly-flugvöll, veltu farangur-
skerrum og kveiktu elda á flugbrautum. Vilja starfs-
mennirnir mótmæla þeim áformum flugfélagsins Air
France að fækka starfsfólki um fjögur þúsund. Sagði
Bernard Attali, forstjóri félagsins, að ekki kæmi til
greina að hvika frá þessari ákvörðun. Nauðsynlegt
væri að fækka starfsmönnum ætti Air France að lifa
af. Bernard Bosson samgönguráðherra sagði óhugs-
andi að endurskoða þessi áform og að ríkisstjórnin
væri reiðubúin að beita valdi til að koma í veg fyrir
að verkföllin trufluðu fiug eriendra flugfélaga.
Kozyrev útilokar hernaðarafskipti Rússa af átökunum í Georgíu
Stjómarherinn nær bænum
Poti á sitt vald í gagnsókn
Tbilisi. Reuter.
GEORGÍSKI sljórnarherinn hóf í gær gagnsókn gegn uppreisnar-
mönnum og stuðningsmönnum Zviads Gamsakhurdia, fyrrverandi
forseta, og náði aftur á sitt vald þremur bæjum, þar á meðal Poti
á Svartahafsströnd. Þá hratt herinn árás uppreisnarmanna á
Kutaisi, næststærstu borg í Georgíu, og einnig á bæinn Tskhaltubo
skammt þar frá.
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hótar sjónvarpsstöðvunum
Dregið verði úr ofbeldi
í sjónvarpinu nú þegar
Washington. Reuter.
JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, varaði bandarísk-
ar sjónvarpsstöðvar við í gær og sagði, að annaðhvort skæru þær
verulega niður ofbeldisfull atriði í dagskrá sinni eða ríkissljórnin
neyddi þær til þess. Lýsti hún þessu yfir á fundi með viðskipta-
nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings.
Reno sagði, að best væri, að sjón-
varpsstöðvarnar hefðu sjáifar frum-
kvæði að því að draga úr ofbeldinu
en tók af öll tvímæli um, að gerðu
þær það ekki myndi stjórnin sker-
ast í leikinn af hörku.
Gangist við ábyrgðinni
„Ég er orðin þreytt á undanfærsl-
um og aðgerðaleysi. Ég fer ekki
fram á annað en að skemmtanaiðn-
aðurinn gangist við ábyrgð sinni
ög vinni með okkur að lausn þessa
vanda og byiji á því nú þegar,“
sagði Reno en viðskiptanefndin hef-
ur í smíðum frumvarp til laga um
bann við ofbeldi í myndum, sem
börn hafa aðgang að. Þá er einnig
fyrirhugað að skylda framleiðendur
til að vara við ofbeldisfullum atrið-
um áður en sýning hefst og meðan
á henni stendur og kveðið verður á
um opinbera könnun fjórum sinnum
á ári á ofbeldi í sjónvarpi.
Leitar aðstoðar auglýsenda
Reno vísaði á bug þeirri gagn-
rýni, að fyrirhuguð lög jafngiltu
ritskoðun eða brytu í bága við mál-
frelsisákvæði stjórnarskrárinnar.
Reno rekur einnig áróður fyrir því,
að auglýsendur neiti að styðja of-
beldisfullt efni; að sjónvarpsmynd-
um verði gefin ákveðin einkunn í
hlutfalli við ofbeldið og ekki verði
aðeins dregið úr ofbeldi á besta
sýningartíma, heldur verði einnig
framleiddar myndir, serh mæli gegn
ofbeldi og byssunotkun.
Talsmaður varnarmálaráðu-
neytisins sagði, að stjórnarherinn
hefði fyrst hrundið árásinni á
Kutaisi en síðan fylgt sigrinum
eftir með sókn inn á það svæði,
sem liðsmenn Gamsakhurdia
höfðu lagt undir sig. Hefði hann
þá náð bæjunum Lanschkhuti og
Khoni og hafnarbænum Poti. Er
um mjög mikilvægan sigur að
ræða ef rétt er því um Poti fara
mestallir flutningar til Georgíu.
Vopnaflutningar Rússa
, Að sögn innanríkisráðuneytisins
í Georgíu beittu herir beggja bryn-
vörðum bifreiðum og stórskotaliði
í átökunum í gær en mannfall var
þó ekki mikið. Þá sagði rússneska
fréttastofan Interfax og hafði eft-
ir vitnum, að rússneskir hermenn,
sem eru með bækistöð í Kutaisi,
hefðu flutt þaðan mikið af þunga-
vopnum. Ekki var þó vitað hvert
þau voru flutt.
Edúard Shevardnadze, leiðtogi
Georgíu, sagði sl. mánudag, að
stjórnarherinn, sem er samansett-
ur af nokkrum mistrúum fylking-
um, væri kominn að því að hrynja
saman og skoraði á Rússa að koma
til hjálpar. Þeir hafa hins vegar
tekið því þunglega en útiloka ekki,
að her frá nokkrum samveldisríkj-
um taki að sér að veija mikilvæg-
ustu samgönguleiðir í landinu.
Talsmaður rússneska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í gær að Rúss-
ar hefðu ákveðið að verða við því
að veija samgönguleiðina frá Poti
til nágrannaríkjanna Armeníu og
Azerbajdzhan. Verða notaðar her-
sveitir sem þegar eru staðsettar í
Georgíu. Sagði talsmaðurinn þetta
vera friðargæsluverkefni og í því
fælist því ekki afskipti af innri
málefnum Georgíu.
Andrei Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði hins vegar
í París í gær að Rússar myndu
ekki skipta sér af átökunum í
Georgíu þrátt fyrir beiðni Shev-
ardnadze. „Það er ekki okkar af
skipta okkur einhveiju sem líkist
helst borgarastyijöld. Það á georg-
íska þjóðin að gera sjálf,“ sagði
Kozyrev.
Abkhözum boðin sjálfstjórn?
Ítar-Tass fréttastofan rússn-
eska sagði í gær, að háttsettur,
georgískur embættismaður hefði
hvatt til viðræðna við aðskilnaðar-
sinna í Abkhazíu og lýst yfír, að
Abkhazía ætti að hafa sjálfstjórn
innan Georgíu. Sú var einmitt
krafa Abkhaza áður en þeir hófu
uppreisn gegn stjórninni í Tbilisi
en ólíklegt er, að þeir láti sér það
nægja nú. Þeir ráða öllu héraðinu
og telja sig sjálfstætt ríki.