Morgunblaðið - 21.10.1993, Síða 14
14____________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993_
Næstsíðasta greinin
eftirJón Steinar
Gunnlaugsson
Ég hef orðið var við að furðu
margir virðast hafa fylgst með rit-
deilu þeirri sem ég hef átt í að
undanfömu við Sigurð Líndal pró-
fessor hér í blaðinu. Ég sem hélt
að allir aðrir en við Sigurður væru
hættir að lesa þessar greinar. Nú
verð ég að hryggja áhugasama les-
endur með því að hér birtist síðasta
grein mín og þar með næstsíðasta
greinin í þessum greinaflokki.
Nema Sigurður skrifi tvær í viðbót.
Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem
hann í knappri vörn reyndi að drepa
málum á dreif með langhundaskrif-
um.
Ruglingslegt og léttvægt
Ástæða þess að éghætti nú þess-
um skrifum er sú, að skrif Sigurðar
eru orðin svo mglingsleg og léttvæg
að það þjónar engum tilgangi að
vera andsnúinn skoðunum mínum.
Beitir hann fyrir sig sjálfsupphafn-
ingu sem hittir hann sjálfan fyrir
vegna þess að honum mistekst að
sýna fram á að hann verðskuldi
hana. í því sem hann segir rekur
hvað sig á annars horn. Þetta
kryddar hann svo með illmælgi í
minn garð. Aðferðir Sigurðar minna
helst á þrasæfíngar framhalds-
skólanema í ræðukeppnum þeirra.
Bið ég framhaldsskólanemana af-
sökunar á þessari samlíkingu.
Dæmi skulu nefnd um „standard-
inn“, sem Sigurður hefur valið sér.
í síðustu grein sinni heldur hann
því fram að Mannréttindadómstóll
Evrópu hafi ekki verið að „túlka“
11. gr. sáttmálans með dómi sínum
í leigubílstjóramálinu frá í sumar
heldur að setja lög. Þetta stafi af
því að dómstóllinn hafi aukið við
ákvæðið einhverju sem ekki kom
fram í textanum. í næstu grein sinni
á undan tók Sigurður hins vegar
dæmi sem átti að sýna muninn á
„túlkun“ og lagasetningu. Dæmið
var af 72. gr. íslensku stjórnar-
skrárinnar þar sem prentfrelsi er
verndað. Svo sem kunnugt er kveð-
ur það ákvæði aðeins á um rétt
manna til að láta í ljós hugsanir
sínar á prenti. Sigurður taldi það
vera rýmkandi Iögskýringu, þ.e.a.s.
tjáningarfrelsi án tillits til tjáning-
arhátta. M.ö.o. taldi hann „túlkun"
þessa leið til þess að í því fælist
eitthvað sem ekki stendur í textan-
um. Kenningar prófessorsins um
lögskýringar breytast því milli
blaðagreina eftir því hvað hentar
mælginni hveiju sinni.
Kenning um
lagasetningarvald dómstóla
Snemma í skrifum sínum kvart-
aði Sigurður yfir því að ég ræddi
ekki nóg um „lagasetningarvald"
dómstóla. Mér varð fyrir nokkrum
dögum ljóst hvers vegna hann vildi
tala um þetta. Það var nefnilega
að koma út nýtt hefti af Tímariti
lögfræðinga, þar sem birtist grein
eftir Sigurð um „stjórnskipulegt
vald dómstólanna". Hann hefur því
greinilega verið að hugsa um þetta
að undanförnu og því talið eðlilegt
að aðrir gerðu það líka. Grein Sig-
urðar í tímaritinu er frekar rugl-
ingsleg og tyrfin. í henni heldur
hann fram kenningu um að dóm-
stólar fari með vald til að setja laga-
reglur. Þetta hefur hann líka talið
í greinum sínum hér í blaðinu. Það
er hins vegar skrítið að bera þennan
málflutning hans saman við aðal-
gagnrýni hans á Mannréttindadóm-
stól Évrópu. Sú gagnrýni hefur
nefnilega veirð fólgin í því að dóm-
stóllinn hafi „farið út fyrir heimild-
„Þegar málatilbúnaður
prófessors Sigurðar
Líndals, sem hann hef-
ur birt lesendum Morg-
unblaðsins að undan-
förnu, er skoðaður nán-
ar, sýnist mér líklegt
að prófessorinn myndi
duga illa til starfa, þar
sem beita þarf ályktun-
arhæfni og ögun við
úrlausnarefni í deilum
milli manna í lífinu
sjálfu.“
ir sínar“ með dóminum frá í sum-
ar, þar sem hann hafí ekki verið
að „túlka“ sáttmálann heldur að
bæta við hann lagareglu. Enn sýn-
ist því prófessorinn tala gegn sjálf-
um sér í málflutningskappi sínu.
Þetta er raunar næg ástæða fyrir
mig til að hætta að skrifast á við
Sigurð. Hann sýnist greinilega ein-
fær um að deila við sjálfan sig.
Dómstólar dæma eftir
réttarheimildum
Vegna kenninga prófessors Sig-
urðar Líndals um lagasetningarvald
dómstóla er nauðsynlegt að benda
á að dómstólar fara ekki með neitt
slíkt vald. Dómstólar verða ávallt
að byggja niðurstöður sínar á rétt-
arheimildum. Verkefni dómstóls,
sem dæmir mál, er að leita uppi
þá réttarheimild sem við á og dæma
eftir henni. Forsendan fyrir þessu
starfi dómstólsins er sú, að aðeins
ein niðurstaða sé lögfræðilega rétt
í því ágreiningsefni sem til meðferð-
ar er. Þetta gildir þó að það kunni
að vera erfitt verk og flókið í ein-
stöku tilfelli að fínna þá réttarheim-
ild sem byggja ber dóminn á og þar
með hina réttu niðurstöðu. Verkefni
dómstólsins er engu að síður að
fínna hana. Dómsniðurstaðan á að
verða hin sama án tillits til þess
hvaða dómari dæmir. Við klæðum
dómara í skikkjur og setjum jafnvel
hárkollur á höfuð þeirra til að sýna
á táknrænan hátt þetta „persónu-
leysi“ dómaranna. Menn sem fara
með lagasetningarvald eru ekki
bundnir af þeim ströngu kröfum
sem dómarar verða að sæta, þegar
þeir komast að niðurstöðum. Við
meðferð slíks valds mega einstakir
menn sem með það fara beita alls
kyns mismunandi sjónarmiðum og
eru yfírleitt ekki bundnir af öðru
en eigin sannfæringu. Það er satt
að segja frekar önugt að sjá hvaða
sjónarmiðum kennarinn, sem kennir
laganemum meðferð réttarheim-
ilda, heldur að þeim í þessu efni.
Ómur fortíðar
Með illyrðum sínum hefur pró-
fessor Sigurður Líndal m.a. sakað
mig um að hafa tekið upp fallið
merki Þjóðviljans, eins og hann orð-
ar það, þegar ég hef gagnrýnt
Hæstarétt. Þetta er auðvitað til-
hæfulaust bull. Það er líka undar-
legt að fá þessa sendingu frá manni,
sem fyrir hálfum öðrum áratug
gekk til liðs við Þjóðviljann með
stofnun svokallaðs „Málfrelsis-
sjóðs", þar sem markmiðið var að
hvetja menn til að láta ekki dóma
Hæstaréttar í meiðyrðamálum aftra
sér frá að ausa svívirðingum yfir
samborgara sína. Það kom þá í
minn hlut að vekja sérstaka at-
hygli opinberlega með gönuhlaupi
Sigurðar. Einna helst má skilja
þessar ásakanir hans nú á mínar
hendur sem einhvers konar óm úr
Fómarkostnaður
„sérstöðunnar“
Um framboðsmál félagshyggjuflokksins
eftir Ólínu
Þorvarðardóttur
Nú þegar kosningaundirbúning-
ur er óðum að hefjast meðal stjórn-
málaflokkanna, fara línur að skýr-
ast varðandi hug félagshyggjuafl-
anna til hugsanlegs samstarfs eða
samfylkingar fyrir næstu borgar-
stjórnarkosningar. Undanfarin
misseri hafa staðið nokkrar þreif-
ingar þeirra á milli af því tilefni.
Sérstaða eða samstaða
Margt bendir til þess að einn af
öðrum muni gömlu félagshyggju-
flokkamir þó binda sig við eigið
framboð á „eigin forsendum" líkt
og ævinlega áður. Kvennalistinn
hefur þegar gert upp hug sinn, og
þótt formleg ákvörðun hafí ekki
verið tekin í Framsóknarflokknum
hefur borgarfulltrúi hans ítrekað
lýst því yfir við ijölmiðla að „aldr-
ei, aldrei“ skuli það verða að sá
góði flokkur láti vélast af fagurgala
um samstarf eða sameingu við aðra
flokka. Alþýðuflokkurinn mun taka
ákvörðun í þessari viku, og Alþýðu-
bandalagið undir lok mánaðarins.
Innan þess að meirihluti verði fyrir
ákvörðun um sérframboð beggja
undir eigin listabókstaf.
Á þessari stundu stefnir því í
sömu sundrungu meðal félags-
hyggjuflokkanna og kjósendum
hefur verið boðið uppá í borgar-
stjórnarkosningum hingað til. Á
þeirri stundu hagnast einungis einn
aðili og það er Sjálfstæðisflokkur-
inn, sem þrátt fyrir vaxandi óvin-
sældir gæti haldið meirihluta sínum
í Reykjavík, með innan við. 50%
atkvæða.
Þjónustuskortur og
skuldasöfnun
Á þeim ellefu árum sem Sjálf-
stæðismenn hafa haft tögl og
hagldir í borginni hefur margt farið
á verri veg við stjórnun hennar.
Þrátt fyrir þá staðreynd að núver-
andi meirihluti tók við nánast skuld-
lausu búi úr hendi hins svokallaða
„vinstri meirihluta“ árið 1982, hef-
ur skuldastaða borgarinnar versnað
að miklum mun, einkum á yfir-
standandi kjörttmabili. Skuldahlut-
fallið nálgast nú að verða 70% af
skatttekjum borgarinnar og hefur
þar með ríflega tvöfaldast á fímm
árum. Á næsta ári stefnir í að af-
borganir langtímalána verði rúmur
milljarður króna.
Þessi hrikalega skuldasöfnun er
bein afleiðing af því framkvæmda-
fyllerí sem Sjálfstæðisflokkurinn
lenti á, fljótlega eftir valdatöku sína
í borginni. Forsjárlaust var ráðist í
hvert stórvirkið á fætur. öðru og
framkvæmdir æddu fram úr áætl-
unum. Á sama tíma jókst þörfin
fyrir ýmiss konar þjónustu, t.d.
dagvistun barna og öldrunarúrræði
(nú bíða á bilinu 200-300 manns
í sárri neyð eftir úrræðum), almenn-
ingssamgöngum hrakaði og svo
mætti áfram telja.
Þrátt fyrir þessa þróun hafa sjálf-
stæðismenn í þrígang náð að endur-
heimta meirihlutaumboð sitt í borg-
inni. Ástæðurnar fyrir því eru tvær.
Sú fyrri lýtur að sinnuleysi og deyfð
fréttamiðla sem með þögn sinni
hafa reist þykkan varnarmúr um-
hverfis ráðamenn Reykjavíkur. Þótt
samhljómur hafi verið góður í mál-
flutningi stjórnarandstöðunnar í
borgarstjórn, hefur gagnrýni minni-
hlutans hreinlega verið kæfð í því
þagnarskjóli sem Sjálfstæðismenn
hafa lifað og starfað við undanfarin
ellefu ár. Seinni ástæðan er sundr-
ung félagshyggjuaflanna. Þrátt fyr-
ir góðan vilja, ágætt samstarf og
ötulan málflutning, hafa minni-
hlutahóparnir aldrei sett fram raun-
hæft mótvægi við Sjálfstæðisflokk-
inn þegar kemur að sjálfum kosn-
ingum.
Sjö eða átta mótframboð
Reynslan sýnir okkur, að því
fleiri sem mótframboðin eru gegn
Sjálfstæðisflokknum, þeim mun
hraklegri er útkoma þeirra í kosn-
ingum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
aldrei unnið stærri sigur í Reykja-
vík heldur en i síðustu borgarstjórn-
arkosningum þegar hann atti kapps
við sex mótframboð, og hlaut 62%
atkvæða.
Ef allir þeir aðilar sem buðu fram
í síðustu borgarstjórnarkosningum
tækju ákvörðun um sérframboð að
þessu sinni, þ.á m. þau stjómmála-
öfl sem stóðu að Nýjum vettvangi,
gæti svo farið að framboðin gegn
Sjálfstæðisflokknum yrðu að þessu
sinni sjö, jafnvel átta: Alþýðubanda-
lag, Framsóknarflokkur, Kvenna-
listi, Alþýðuflokkur, Samtök um
Nýjan vettang og Reykjavíkurfé-
lagið Betri borg (angi af Borgara-
/
Ólína Þorvarðardóttir.
„Margt bendir til þess
að einn af öðrum muni
gömlu félagshyggju-
flokkarnir þó binda sig
við eigið framboð á
„eigin forsendum“ líkt
og ævinlega áður.“
flokknum sem væntanlega byði þá
fram með Albert Guðmundsson í
broddi fylkingar). En þrír síðastöldu
aðilarnir stóðu sameiginlega að
framboði Nýs vettvangs í síðustu
kosningum ásamt Æskulýðsfylk-
ingu Alþýðubandalagsins. Eru þá
ótalin tvö framboð sem komu fram
í síðustu kosningum, Flokkur
mannsins og Græna framboðið.
Við þessar aðstæður myndu þús-
undir atkvæða ónýtast i skiptingu
milli minnihlutaflokkanna. En það
þýðir að fómarkostnaðurinn við það
að halda „sérstöðunni" gæti numið
allt að þremur borgarfulltrúum.
Maður hlýtur að spyija sig hvort
„sérstaðan“ sé þess virði, þegar
Jón Steinar Gunnlaugsson
fortíðinni; yfirbót sem hann nú vill
gera fyrir frumhlaupið forðum. Allt
er þetta fremur aumkunarvert.
Þegar málatilbúnaður prófessors
Sigurðar Líndals, sem hann hefur
birt lesendum Morgunblaðsins að
undanförnu, er skoðaður nánar,
sýnist mér líklegt að prófessorinn
myndi duga illa til starfa, þar sem
beita þarf ályktunarhæfni og ögun
við úrlausnarefni í deilum milli
manna í lífinu sjálfu. Ég hef aldrei
talið að neitt væri hæft í þeim orð-
um breska rithöfundarins Bernards
Shaw, sem hér fara á eftir. Til þess
þekki ég allt of marga nýta menn
úr röðum kennara. Ég hef hins
vegar öðlast betri skilning á merk-
ingu þeirra eftir að hafa lesið skrif
Sigurðar Líndals að undanförnu:
„He who can, does,
he who can not, téaches"
sem útleggst:
„Sá sem getur, gerir,
sá sem getur ekki, kennir".
Höfundur er hæsta-
réttarlögmaður.
málefnaágreiningur milli félags-
hyggjuflokkanna er nánast enginn.
Mitt svar er nei. Þar með er verið
að sundra kröftum sem farsælast
væri að sameina, sé mönnum á
annað borð einhver alvara með því
að þeir vilji hnekkja meirihlutaveldi
íhaldsins og koma á breytingum til
batnaðar.
Orð og ábyrgð
Allir sem einn hafa fulltrúar
minnihlutaflokkanna í Reykjavík
gefið fögur fyrirheit um það sem
koma skal „þegar nýr meirihluti
taki við völdum í Reykjavík“. Þá
muni Strætisvagnar Reykjavíkur
aftur færðir í hendur réttra eig-
enda, Reykvíkinga sjálfra, svo
dæmi sé tekið. En hvað þýða slík
fyrirheit í reynd?
Því miður er staðreyndin sú að
enginn hinna núverandi minnihluta-
flokka eða fylkinga í borgarstjórn
Reykjavíkur er þess umkominn að
breyta nokkru eftir kosningar upp
á sitt einsdæmi. Af fimmtán fulltrú-
um í borgarstjórn skipta minni-
hlutaflokkarnir með sér fimm: Nýr
vettvangur hefur tvo, en Alþýðu-
bandalag, Framsóknarflokkur og
Kvennalisti hafa einn hver. Liðs-
munurinn er svo augljós, að allt tal
um „breytingar" er innihaldslaust
nema þessir aðilar séu tilbúnir til
þess að sameinast um menn og
málefni, og skapa þar með pólitíska
þyngd sem vegur á móti Sjálfstæð-
isflokknum. Að öðrum kosti eru
yfirlýsingar væntanlegra frambjóð-
enda um „breytingar" og „betri tíð“
einungis innihalds- og ábyrgðar-
laust tal.
Hvort sú verður raunin skal ósagt
látið - en kjósendur munu vafalaust
fylgjast grannt með framvindu
málsins. Niðurstaða félagshyggju-
flokkanna verður hinn raunverulegi
prófsteinn á trúverðugleika þeirra,
því nú reynir á það hvort orð og
ábyrgð haldast í hendur.
Höfundur er borgarfulltrúi fyrir
Nýjan vettvang.