Morgunblaðið - 21.10.1993, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993
Verkefnið „Norræn æska - norræn list“
Ustamenn vinna með
grunnskólanemum
NYHAFIÐ er við Eyjafjörð samnorrænt verkefni sem kallast „Norræn
æska - norræn list,“ en um er að ræða verkefni sem byggist á því að
listamenn frá Norðurlöndunum heimsækja og vinna með börnum og
unglingum á aldrinum 10 til 16 ára. Þetta er tilraunaverkefni sem
stofnað er til og að mestu kostað af norrænu ráðherranefndinni og
sjóðum á hennar vegum. Eyjafjarðarsvæðið er eina svæðið hér á landi
sem tekur þátt í verkefninu að þessu sinni.
Verkefnið skiptist á tvö tímabil,
annars vegar koma 5 listamenn nú í
haust og síðan 5-8 listamenn á tíma-
bilinu frá febrúar til mars á næsta ári.
Sálarrannsókn-
arfélagið 40 ára
Sálarrannsóknarfélagið á Ak-
ureyri verður 40 ára í næstu
viku, eða miðvikudaginn 27.
október.
Af því tilefni verður opið hús hjá
félaginu næstkomandi laugardag,
23. október, frá kl. 14 til 18 í húsa-
kynnum félagsins á Strandgötu 37b
og er félögum boðið að koma og
kynna sér starfsemina um leið og
boðið verður upp á afmæliskaffí.
Næstu viðburðir hjá félaginu eru
skyggnilýsingarfundur í Lóni við
Hrísalund með Þórhalli Guðmunds-
syni miðli næsta sunnudag, 24.
október, og hefst hann kl. 20.30
og þá mun Ruby Gray miðill verða
með skyggnilýsingarfund á Strand-
götu 37b sunnudaginn 31. október
kl. 20.30.
Kristiina Hurmerinta frá Wasa í
Finnlandi hefur verið að vinna með
nemendum i Oddeyrarskóla og Lund-
arskóla á Akureyri við að skapa dág-
skrár fyrir brúðuleikhús að undan-
fömu, en síðan tekur Greta Hassel-
berg Klemetsen frá Horten í Noregi
við og vinnur með unglingum í fé-
lagsmiðstöðinni í Glerárskóla og
nemendum Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar við svonefnda „raku“-leir-
brennslu.
Olli Kortekangas frá Helsinki í
Finnlandi kemur á næstunni og vinn-
ur með börnum og unglingum í Tón-
listarskólanum á Akureyri og Tón-
listarskóla Eyjafjarðar við að setja
saman eigin tónlist.
Leikmyndagerð
í nóvember kemur Edward Fuglo
frá Klakksvík í Færeyjum og mun
hann vinna með nemendur í Þela-
merkurskóla, Valsárskóla og Greni-
víkurskóla að gerð leikmynda og við
myndsköpun. Þá mun Björn Asle
Tollan frá Þrándheimi í Noregi verða
í Þelamerkurskóla, Barnaskóla Akur-
eyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar
og vinna með nemendum við upp-
setningu leikrita.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
*
A markinu
FÓTBOLTI í frímínútunum er eflaust í efsta sæti vinsældalista unga fólks-
ins og eins og vant er fóru strákarnir í Barnaskóla Akureyrar í einn leik
í frímínútum gærdagsins, en stöllurnar Björg, íris og Helena klifu upp á
markið og hvöttu óspart.
Hótel Norðurland
Til sölu er fasteignin nr. 7 við Geislagötu á Akur-
eyri (Hótel Norðurland).
Um er að ræða húseign á 3 hæðum, steinsteypta
ásamt lóðarleiguréttindum og auk þess innbú.
í fasteigninni eru 28 2ja manna herbergi, lítill
fundarsalur og veitingasalur f. 60 manns ásamt bar.
Óskað er tilboðs í eignir þessar þar sem komi fram
sundurliðun miðað við fasteign annars vegar og
innbú hins vegar.
Eignir þessar eru til sýnis í samráði við undirritað-
an í síma 96-11543 eða hótelstjóra í síma
96-22600.
Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 12.00 föstudaginn
29. október nk. til -undirritaðs á skrifstofu hans í
GránufélagsgÖtu 4, Akureyri, eða í pósthólf 53,
602 Akureyri.
Hreinn Pálsson hrl.,
skiptastjóri.
Jón o g Baidur hafa gert út þrjá báta um ævina
Morgunblaðið/Rúnar Þór
matínn
Fugl og fiskur í
FÉLAGARNIR Jón Hauksson og Baldur Þorsteinsson hafa í sam-
einingu gert út þrjá báta um ævina og þá hafa þeir líka átt sam-
an skúr sem þeir hafa notað vegna útgerðarinnar niður við slipp.
Jón og Baldur byggðu sér skúr
við smábátahöfnina niður við slipp
á sínum tíma og þar hafa þeir
haft miðstöð útgerðarinnar, en
þeim finnst miður hvernig skúram-
ir á staðnum hafa verið að drabb-
ast niður. „Það hefur verið talað
um að rífa þessa skúra í mörg ár,
þannig að enginn hefur gert neitt
í því að halda þeim við,“ sögðu
þeir og bentu á að margir vildu
gjaman hafa þama aðstöðu áfram.
Fugl og fiskur
Bátur Jóns Haukssonar og
Baldurs Þorsteinssonar er í landi
þessa stundina, þeir eru að gera
hann kláran. Síðan er ætlunin að
fara út og ná sér bæði í fugl og
fisk í matinn, renna fyrir þorsk
og skjóta svartfugl.
Fyrirhuguð bygging við Amtsbókasafnið á Akureyri
Ráðgert að fresta fram-
kvæmdunum um eitt ár
MENNINGARMÁLANEFND
Akureyrar bókaði á fundi sín-
um fyrir skömmu að hún harm-
aði að nú er ráðgert að seinka
framkvæmdum við viðbygg-
ingu við Amtsbókasafnið á Ak-
ureyri. Fram kemur í bókun
nefndarinnar að safnið, sem er
elsta stofnun bæjarins, búi við
óviðunandi aðstæður, allri
starfsemi þess til mikils baga
og treystir nefndin því að sam-
staða ríki meðal bæjarfulltrúa
um að framkvæmdir tefjist ekki
meira en nú hafi verið ákveðið.
Lárus Zophaníasson amtsbóka-
vörður sagðist ekki hafa fengið
óyggjandi staðfest að fyrirhuguðum
framkvæmdum yrði frestað, en
vissulega hefði hann heyrt af slíkum
áformum og væri þá rætt um að
fresta framkvæmdum um eitt ár.
Við gerð þriggja ára áætlunar um
rekstur og framkvæmdir á vegum
bæjarins, sem samþykkt var fyrir
nokkru, var gert ráð fyrir að á
næsta ári yrði varið 45 milljónum
til þessa verks og á árinu 1995
færu 55 milljónir króna til verksins.
Bækur í tonnavís fluttar
Amtsbókasafnið á Akureyri hef-
ur búið við þröng húsakynni síðustu
ár og var svo komið að gólf á efri
hæð sliguðust undan þunga bóka
og blaða. Þegar hafa nokkur tonn
af bókum og blöðum verið flutt í
geymslu í húsakynnum aldraðra við
Víðilund, um 500 kassar voru flutt-
ir þangað síðasta vetur og nú ný-
lega á milli 200 og 300 kassar.
Tveir staifsmenn, sem fengið hafa
vinnu við atvinnuátak sem Akur-
eyrarbær hefur staðið að, hafa ver-
ið við það að pakka bókum í kassa
og flytja í geymslu til að létta á
gólfum safnsins.
Guðmundur Jónsson arkitekt
hefur teiknað viðbótarbyggingu við
Amtsbókasafnið og sagði Lárus að
starfsmenn safnsins hefðu verið
FJALLAÐ var um ýmis mál sem
snúa að skólastjórnun á nám-
stefnu sem Skólastjóra- og skóla-
meistarafélag íslands efndi til á
Akureyri fyrir skömmu.
Þekktir og eftirsóttir norrænir
fyrirlesarar á þessu sviði fluttu er-
indi á námstefnunni, Henning Jo-
hansson, prófessor við Högskolan í
Luleá fjallaði um hlutverk skóla-
stjórnenda og Bert Stalhammar, dr.
phil. rektor við Skolledarhögskolan
i Örebro ræddi um breyttar áherslur
við skólastjórnun.
ósköp ánægðir þegar ákveðið hefði
verið að gera eitthvað í málum
safnsins, en eins og útlit væri fyr-
ir nú væri hann smeykur um að
framkvæmdum yrði frestað enn
um sinn.
Þá ijallaði Steinunn H. Lárus-
dóttir, skólastjóri, um skilvirkni og
stjómun, dr. Börkur Hansen dósent
við Kennaraháskóla íslands og
Ólafur H. Jóhannsson M.ed. endur-
menntunarstjóri við sama skóla
fjölluðu um rannsókn sem gerð var
á störfum íslenskra skólastjóra og
'Haukur Viggósson M.ed. skýrði frá
nokkrum niðurstöðum úr saman-
burðarrannsókn sem gerð var á
störfum skólastjóra annars vegar í
Lundi í Svíþjóð og hins vegar í
Reykjavík, en rannsóknin er liður í
doktorsnámi Hauks.
Skólastjórar á fundi.
Fjallað um málefni skóla-
stjórnunar á námstefnu