Morgunblaðið - 21.10.1993, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.10.1993, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993 Umdeilt atriði í kvikmynd klippt Los Angeles. Reuter. WALT Disney-fyrirtækið til- kynnti í gær, að það atriði kvik- myndarinnar „The Program", sem sýnir unga menn, leikmenn í bandarísku fótboltaliði, liggja á fjölfarinni hraðbraut, yrði klippt burt. Er ástæðan sú, að ungur maður lét lífið og tveir slösuðust alvarlega þegar þeir voru að leika eftir atriðið í myndinni. Fá eða engin dæmi eru um ákvörðun af þessu tagi í Bandaríkj- unum en í tilkynningu Disney sagði, að búið yrði að fjarlægja atriðið úr myndinni á morgun, föstudag, en verið er að sýna hana um öll Banda- ríkin. Myndin segir annars frá há- skólaliði í fótbolta og í einu atriðinu leggjast ungu mennirnir flötum bein- um á hraðbraut til að sýna hvað þeir eru kaldir karlar. Áherslan á ábyrgðarleysi í yfirlýsingu frá Touchstone Pict- ures, sem framleiddi myndina og er í eigu Disney-samsteypunnar, sagði, að í „The Program" væri raunar lögð áhersla á ábyrgðarleysi ungu mannanna en samt væri ekki hægt að loka augunúm fyrir því, að ein- hveijum dytti í hug að apa kjána- skapinn eftir. Því hefði verið ákveðið klippa burt atriðið. Eins og fyrr segir er einn maður látinn og tveir alvarlega slasaðir eftir að hafa líkt eftir atriðinu og þúsundir unglinga um öll Bandaríkin hafa stundað þennan hættulega leik. Sýnishorn úr söluskrá: Bflar við allra hæfi Toyota Landcruiser VX '81, turbo diesel, rauðsans., ekinn 43 þ. km., sóllúga, álfelgur, sjálf- skiptur, 7 manna. Verð 3800 þús. stgr., sk. á ód. Daihatsu Applause 4x4 '81, grásans, ekinn 41 þ. km. Verð 1050 þús., sk. á 4-500 þús. kr. bíl. MMC Pajero, stuttur, V-6 '92, rauður, ekinn 17 þ. km., upp- haekkaður, 33“ dekk, álfelgur, aukaljós. Verð 3 millj., sk. á ód. Sálfræðingar, sem tjá sig um málið, segja, að unglingum finnist gjama sem þeim séu allir vegir færir auk þess sem manneskjan sé aldrei jafn varnarlaus fyrir múgsefjun og þrýst- ingi frá hópnum og á unglingsárun- um. ----» ♦ ♦--- Rússland Hvatt til samtarfs flokka Moskvu. Reuter. VJATSJESLAV Volkov, háttsett- ur samverkamaður Boris Jeltsíns Rússlandsforseta, hvatti til þess í fyrradag að pólitísk samtök, sem hliðholl væru forsetanum og ráðgerðu framboð við þingkosn- ingamar í desember, tækju höndum saman um að koma í veg fyrir að flokkar fjandsamir for- setanum næðu fótfestu á þingi. Áskorun Volkovs þykir endur- spegla ótta um að klofningur kunni að skapast í röðum stuðningsmanna forsetans, í fylkingar hófsamra og frjálslyndra. „Tveimur til þremur vikum fyrir kosningarnar hyggjumst við stefna leiðtogum flokka og fylkinga til þess að stofna bandalag," sagði Volkov en hann er áhrifamaður í Rússneskum valkosti, helsta flokki stuðningsmanna Jeltsíns. „Við verðum að sameinast um að beina ekki spjótum okkar hverir að öðrum á lokasprettinum," sagði Volkov. Hann sagðist allt eins eiga von á því að ýmsir flokkar frjálslyndra tækju ekki þátt í bandalagi af þessu tagi vegna persónulegs metnaðar foringja þeirra. Ljóst þykir að litið yrði á það sem sviksemi við forset- ann að neita taka þátt í kosninga- bandalagi. í húfí er að ná yfirhönd- inni á þingj. Eftir áhættuna sem Jeltsín tók með því að leysa upp fulltrúaþingið má hann ekki við því að missa tökin á nýju löggjafarsam- kundunni. Háttsettir rússneskir embættis- menn telja að stjómarandstæðing- ar, samtök sem setja kommúnisma á oddinn, njóti 10-30% fylgis, og vígi þeirra sé sterkast í dreifbýli. MMC L-300 4 x 4 bus '91, grár, ekinn 41 þ. km. V. 1900 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLXi 4x4 '91, hlaðbakur hvítur, ekinn 49 þ. km. Verð 1150 þús. stgr. Nú er rétti tíminn til að kaupa eða selja - vantar allar gerðir bifreiða á skrá og á staðinn Rannsókn á nauðlendingu SAS-þotu í Svíþjóð árið 1991 BILASALAN BÍLOSHÖFDA 3 S. 670333 Nauðlendingin ÞAÐ þótti ganga kraftaverki næst að enginn skyldi láta lífið í nauðlendingu SAS-vélar við Arlanda-flug- völl fyrir tveimur árum. Efri myndin var tekin á slysstaðnum og neðri myndin er af flugmanninum, en talið er að hann kunni að hafa gert mistök. Urðu flughetj- urnii á mistök? í niðurstöðum rannsóknar Bandarísku umferðaröryggisstofn- unarinnar (NTSB) á nauðlendingu SAS-þotu við Arlanda-flugvöll í desember 1991 er fullyrt að flugmenn þotunnar hefðu átt að getað komið í veg fyrir óhappið. A sínum tíma var talað um að flugstjórinn, Stefan Rasmussen, hefði drýgt hetjudáð þar sem allir farþegar komust lífs af úr nauðlendingunni. í danska blaðinu Berlinske tid- ende segir að þotan, sem er af teg- undinni McDonnell Douglas MD-80 sé útbúin sjálfvirkum miðlunarbún- aði fyrir eldsneyti, sem taki mið af þyngd, loftmótstöðu og hita. Þegar þotan hóf sig til flugs frá Arlanda-flugvelli, 27. desember 1991, losnaði ísing af vængjunum og sogaðist inn í hreyfilinn. Við það ofhitnuðu hreyflarnir og gang- truflanir heyrðust áður en drapst á þeim. í skýrslunni segir að flug- mennirnir hefðu átt að aftengja miðlunarútbúnaðinn um leið og þeir urðu varir við að hreyflarnir ofhitnuðu og koma þar með í veg fyrir að það dræpist á þeim. Hins vegar hrósa þeir sem að rannsókn- inni stóðu, flugmönnunum fyrir sjálfa nauðlendinguna, sem allir farþegarnir, 129 að tölu lifðu af. Aðstoðarflugmaður Rasmussens segir ekki við þá að sakast, þar sem þeir hafi ekki vitað að aftengja ætti sjálfvirka miðlunarútbúnaðinn í neyðartilvikum. Hefur sænska blaðið Aftonbladet eftir yfirmanni flugdeildar SAS að félagið hafi heldur ekki haft vitneskju um að þessi búnaður væri í þotunum, ekki hefði verið óskað eftir honum, og flugmenn því ekki verið þjálfaðir í notkun hans við neyðaraðstæður. Sænska flugslysanefndin lýsti þvi yfir í gær að hún tæki ekki undir ásakanir bandarísku rann- sóknaraðilana um að flugmönnun- um væri um að kenna. Meginorsök slyssins væri ísing og að SAS hefði ekki séð um að afísing véla flugfé- lagsins væri i fullkomnu lagi. Bruðlar Bamahjálp SÞ á meðan bömín svelta? Lundúnum. The Daily Telegraph. FORRÁÐAMÖNNUM Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, tókst nýlega að afstýra því að höfuðstöðvar stofnunarinnar yrðu fluttar frá Manhattan í úthverfí í New York. Flutningurinn hefði sparað jafnvirði 18,7 mil(jarða króna. Á sama tíma halda sveltandi börn áfram að lepja dauðann úr skel. Starfsmenn UNICEF eru 6.288 sammála þeim sem hann tali við“. og yfírmaður þeirra, James P. Grant, sem er 71 árs og með 8,2 milljónir í árslaun, hefur stjórnað stofnuninni frá árinu 1980. Jafnvel þeir sem hafa gagnrýnt hann viður- kenna að hann sé mikill fjárafla- maður sem hafi gert UNICEF kleift að tvöfalda tekjur sínar, en stofn- unin fjármagnar rekstur sinn al- gjöriega með fijálsum framlögum ólíkt öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Úr tengslum við raunveruleikann Þeir sem gagnrýna Grant segja hann hins vegar hégómlegan og veiklyndan mann sem sé „alltaf Nú um stundir sé hann sammála þröngum hópi manna með „réttar“ stjómmálaskoðanir og háskólapróf í heilbrigðisfræðum sem hafi lagt skrifstofur stofnunarinnar í New York undir sig. Hvað hugmynda- fræðina varðar sé þeim uppsigað við stórfyrirtæki og þeir séu upp á kant við iðnvæddu ríkin. „Þeir sem stjóma starfínu í þriðja heiminum standa sig í stykk- inu en það er ekki nokkur leið að tala við mennina í höfuðstöðvun- um,“ sagði háttsettur maður í lyíja- fyrirtæki. „Það er mikilvægara fyr- ir þá að hafa réttar stjórnmálaskoð- anir en að koma einhveiju í verk. Flestir þeirra hafa aldrei kynnst heiminum eins og hann er. Þeir em andvígir fyrirtækjunum en hafa ekki hugmynd um hvað eigi að koma í stað þeirra. Stóra vanda- málið við stofnunina er að hana skortir leiðtoga.“ Talið er að hartnær þriðjungur starfsmanna UNICEF hafí litla þekkingu á viðfangi stofnunarinnar. Fjölmiðlasýningar Grant þykir mikið gefinn fyrir aðgerðir sem komast á forsíður dagblaðanna, svo sem viðamiklar og dýrar bólusetningarherferðir, en margir embættismenn WHO telja að slíkar „fjölmiðlasýningar" beri lítinn árangur þegar til langs tíma sé litið. Grant átti meðal annars frumkvæði að því að bílalest á veg- um stofnunarinnar var send til Sarajevo fyrr á árinu eftir að sam- ið hafði verið um frið í eina viku. Bílamir fluttu meðal annars fatnað sem framleiddur var í Serbíu. Mú- slimar í Bosníu neituðu að taka við honum. Grant birtir árlega skýrslu um stöðu barna í heiminum, með yfir- lýsingum sem vekja mikla eftir- tekt, svo sem um að tvær milljónir bama muni deyja í Afríku fyrir aldamót af völdum alnæmis og að eina von álfunnar felist í því að 9.000 milljarða skuldir hennar verði afskrifaðar. Hann hefur einn- ig sagt að Gobi-áætlunin, sem hann telur eitt af helstu afreksverkum sínum, bjargi hálfri milljón barna frá dauða á ári. „Slíkar áætlanir skapa mikinn fyrirgang en tölurnar vekja grunsemdir,11 sagði heimild- armaður í heilbrigðiskerfinu. „Hin raunverulega lausn felst í fram- kvæmdaáætlunum sem taka lang- an tíma. Vandinn er hins vegar sá að þær eru ekki til þess fallnar að vekja eftirtekt."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.