Morgunblaðið - 21.10.1993, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993
Ég þakka öllum þeim mörgu, sem sýndu
mér hlýju og vinsemd á 90 ára afmceli mínu
11. október síðastliðinn og gerðu mér daginn
ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Viggó Nathanaelsson.
Áttir þú erfitt með að
vakna í morgun?
Prófaðu Rautt Eðal Ginseng og
árangurinn lætur ekki á sér standa.
Royal
súkkulaðibúðingur
- eftirlæti barnanna
Royak
Villibráðarhlaðborá okkar um síðustu belgi vakti
mikla hrifningu og við þökkum frábærar viðtökur.
Nú endurtökum við leikinn!
Gestgjafí veráur Rúnar Guðmundsson matreiðslumeistari.
Halldór Gunnarsson (Þokkabót) leikur
á píanóið föstudags- og laugardagskvöld.
Njótið lílsins yfir úrvalsréttum
úr íslenskrí náttúru.
. Veitingahúsið Naust
Borðapantanir í síma 17759 .i/irdr/r mrr) iáf
Morgunblaðið/ÚIfar Ágústsson
HÖFUNDUR slagorðsins, Hjálmar Björnsson, tekur við verðlaunum
úr hendi Orkubússtjóra, Kristjáns Haraldssonar.
Orkubúið beisl-
aðnáttúruafl
ísafirði.
f TENGSLUM við opið hús hjá Orkubúi Vestfjarða víðsvegar í kjör-
dæminu í ágúst sl. var fólki boðið upp á að taka þátt í slagorðasam-
keppni fyrir Orkubúið. 40.000 króna fyrstu verðlaunum var heitið
og fjórum 10.000 króna viðurkenningum. Verðlaunin voru afhent í
höfuðstöðvum fyrirtækisins á ísafirði í síðustu viku. Ólafur Helgi
Kjartansson sýslumaður, talsmaður dómnefndar, sagði að yfir 300
tillögur hefðu borist, en nefndin hefði verið einhuga um að besta
uppástungan að slagorði væri: Orkubúið beislað náttúruafl.
Laxárdalshreppur
Oánægja
með tillögur
um embætti
sýslumanns
Búðardal.
Á NÝAFSTAÐNUM hrepps-
nefndarfundi Laxárdalshrepps í
Búðardal kom skýrt fram sú
óánægja sem ríkir í Dölum út af
ákvörðunum um að leggja niður
sýslumannsembætti hér og hefur
hreppsnefnd Laxárdalshrepps
sent frá sér greinargerð til dóms-
málaráðherra.
í greinargerðinni mótmælir
hreppsnefnd Laxárdalshrepps harð-
lega tillögum að embætti sýslu-
mannsins í Búðardal verði lagt nið-
ur og lýsir yfir að hún geti undir
engum kringumstæðum fallist á
slíkar aðgerðir. Er skorað á ríkis-
stjórn að falla frá þeirri skelfmgu
í þjónustu ríkisins við íbúa Dala-
sýslu sem óhjákvæmilega fylgir
þessari ákvörðun.
Telur hreppsnefndin framkomn-
ar tilllögur um niðurlagningu sýslu-
mannsembættisins í Búðardal vera
algjörlega úr takt við þá umræðu
sem fór fram við endurskoðun
sýsluumdæma fyrir skömmu og
ennfremur að þær stangist á við
hugmyndir um dreifingu verkefna,
valds og þjónustu sem tengdar eru
áformum um sameiningu sveitarfé-
laga og breyttar áherslur í byggðar-
málum.
Þá telur hreppsnefnd Laxárdals-
hrepps að sá litli sparnaður sem ef
til vill má reikna með eftir niður-
lagningu embættis sýslumannsins í
Búðardal muni kosta þjóðarbúið
meira en sem honum nemur þegar
frá líður. Hreppsnefndin hefur áður
bent á hagræði og væntanlega
sparnað við að þjóna Reykhóla-
hreppi frá Búðardal.
- Kristjana
Það kom síðan í ljós að höfundur
þess var einn af starfsmönnum
Orkubúsins, Hjálmar Björnsson há-
spennuvirki. Uppástungurnar sem
hlutu viðurkenningur voru: Orkubú
Vestfjarða - afl í heimabyggð, höf-
undur Ástvaldur Bjömson, Fjár-
sjóður í fallvötnum - Orkubú Vest-
fjarða og Auðlind í almannaþágu -
Orkubú Vestfjarða, höfundur Pétur
Bjarnason fræðslustjóri og Orku-
búið - ljóslifandi, höfundur Vigdís
Jakobsdóttir og Jakob Falur Garð-
arsson.
I greinargerð dómnefndar segir
um verðlaunatillöguna: „Slagorðið
er einfalt og grípandi, vísar til þess
að hlutverk Orkubúsins er að beisla
náttúruauðlindir Vestfjarða, íbúum
héraðsins til farsældar. Tilvísunin
er margræð og má m.a. benda á
frægustu galdramenn landsins. Það
er göldrum líkast að beisla áður
óhamin vatnsföll þannig að menn
njóti þeirra heima í stofu.“
Ekki er ólíklegt að þessi hug-
mynd standi Hjálmari nærri því að
þegar aðrir Vestfirðingar hanga
bölvandi heima í stofu við kertaljós
og kulda í bandvitlausu vetrar-
veðri, gæti hann verið sitjandi á
þverslá háspennustaurs við að koma
beisluðu náttúruaflinu inn á heimil-
in laminn af náttúruöflunum sem
ekki verða beisluð. En hann og sam-
starfsmenn hans eru þekktir fyrir
ótrúlega þrautseigju og áræði við
viðgerðir á háspennulínum á fjöllum
uppi í stormum og stórhríðum.
- Úlfar
HJÁ ANDRÉSI
Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta.
Nýsending af jakkafötum...Verð kr. 14.900
Ný sending af fauelsbuxum .Verð kr. 1.790-5.600
Yfirhafnir og peysur í úrvali.
Stakar buxur í úrvali.Verð frá kr. 1.000-5.600
Heilnæm og náttúruleg húsakynni!
McÉumJkméí
100% náttúruleg málning og yfirborðsefni.
Fyrir arkitekta, málara, byggingamenn og allt áhugafólk!
Hjónin Rosi B. og Freddy Carlsen
halda námskeið um heilnæm húsakynni
og eiginleika náttúruefna frá livos, laug-
ardaginn 23. okt. að Hótel Loftleiðum
kl. 11 til 17.
Livos -fyrirtækið var stofhað fyrir 20 ár-
um undir áhrifum ffá mannspeki
Innifalið: gögn, hádegisverðarhlað-
borð og miðdegiskaffi.
Verð: kr 4.500,-
Skráning hiá:
Hrímgull í síma: 628484
Laugavegi 84,3ja hæð, fax: 628414
Náttúrulegt Jyrir nýja tíma!
Morgunblaðið/Alfons
Snjófell
leggur geim-
verum lið
Tryggvi Konráðsson hjá ferða-
þjónustunni Snjófelli á Arnarstapa
er tilbúinn að ljá ferðamönnum
og geimverum þjónustu sína en
þeirra er vænst á Snæfellsjökul
þann 5. nóvember.
Hefur Tryggvi átta snjósleða til
umráða svo flestir sem ætla að nota
þá þjónustu ættu að koma á jökulinn
í tæka tíð svo þeir missi ekki af
mesta stórviðburði aldarinnar er
geimverurnar koma í heimsókn. Eins
og sjá má á myndinni hefur Tryggvi
látið útbúa spjald á bifreið sína til
að minna fólk á þann viðburð sem er
í vændum.
Fyrirlestur með Gurudev
Heimsvitund -
Hvernig getur sjálfsvitund einstaklTngsins
stuðlað að bættu heimsástandi ?
Fyrirlesturinn verður í íþróttahúsinu við Strandgötu í
Hafnarfirði, föstudaginn 22. október, kl. 19:45 - 22:00.
lóeastöðin
HEIMSUOS
Skeifunni 19, 2. hæð, sími: 91-679181.
Verð: 1.000 kr. Aðgöngumiðasala í Jógastöðinni Heimsljósi
alla virka daga frá ki. 17:00 - 19:00 og við innganginn frá kl. 18:30.