Morgunblaðið - 21.10.1993, Side 31

Morgunblaðið - 21.10.1993, Side 31
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson FÉLAGAR í Norræna félaginu í Þorlákshöfn við bálköstínn í Selvogs- fjöru. Norræna félagið í Þorlákshöfn Þorlákshöfn. NORRÆNA félagið í Þorlákshöfn er ekki nema þriggja ára gamalt en samt sem áður er starfsemi þess í miklum blóma. I félaginu eru yfir 50 félagar. Síðastliðið starfsár hófst með bókmenntakynningu sem haldin var í tengslum við Norræna bók- menntadagskrá í Reykjavík. Þar komu fram norrænir höfundar sem lásu úr verkum sínum og spjölluðu um þau. Þetta voru þau Ann-Cath Westley frá Noregi, Carl Jóhann Jenssen frá Færeyjum og Thorgny Lindgren frá Svíþjóð. Heimir Páls- son, bókmenntafræðingur var með í för og flutti hann stuttan inngang að kynningunni. Nokkuð vel var mætt í sal Grunnskólans og góður rómur gerður að þessari notalegu stund. Árleg jólakvöldvaka var haldin í desember. Þar voru á borðum nor- rænir jólaréttir og flutt voru skemmtiatriði tengd hverju Norður- landanna. Tókst þetta í alla staði mjög vel og í ár verður kvöldvaka haldin á svipuðum tíma og væntan- lega með sama sniði. Aðalfundur ársins 1993 var hald- inn að Strönd í Selvogi þann 23. júní í tengslum við Jónsmessuhátíð félagsins". Þar bar ýmis mál á góma auk venjulegra aðalfundarstarfa. Að loknum aðalfundinum var farið út í vorblíðuna og grillað í fjör- unni. Kveikt var í bálkesti sem unglingadeildin hlóð meðan á aðal- fundinum stóð, sungið við bálið og farið í leiki þar sem allir tóku þátt, ungir sem aldnir. Hér eru ótaldir stjórnarfundir og óformlegir rabbfundir félagsmanna en af þessari upptalningu má sjá að starfíð er bæði blómlegt og skemmtilegt. - J.H.S. morgunuiauiu/neiga junasuouir I áheitagöngu KRAKKARNIR söfnuðu 150 þús. kr. í áheitagöngu sem farin var frá Tálknafirði til Patreksfjarðar. Félagsmiðstöð opn- uð á Tálknafirði ^ Tálknafirði. Á NÆSTUNNI mun verða opnuð félagsmiðstöð á Tálknafirði en Tálknafjarðarhreppur hefur tek- ið á leigu 115 fm húsnæði hjá Eyrasparisjóði undir miðstöðina. Á undanförnum árum hefur æskulýðs- og íþróttanefnd leitað að hentugu húsnæði undir starfsemina en ekki orðið ágengt fýrr en núna. Nemendur í elstu bekkjum Grunnskóla Tálknaíjarðar hafa undanfarið unnið við að standsetja húsnæðið. Helgina 8.-9. október var hrundið af stað fjáröflun til kaupa m.a. á hljómtækjum og ýmsu af því sem þarf til að koma hús- næðinu í stand. Foreldrafélag grunnskólans hélt kökubasar á laugardeginum og gekk hann mjög vel. Á sunnudeginum gengu nem- endur áheitagöngu en hún fólst í því að ganga frá Tálknafirði til Patreksfjarðar með mann í sjúkra- börum. Gengan var skipulögð þann- ig að sex gengu í einu og héldu á börunum og skiptust nemendur á að liggja í þeim. Skipt var um hópa á klukkutíma fresti og hvíldu nem- endur í bifreiðum sem fylgdu göngunni eftir. Alls söfnuðustu um 150 þús. krónur. Ennfremur hafa foreldrar og fyrirtæki gefíð málri- ingu til miðstöðvarinnar. Mikill og góður félagsandi er meðal grunnskólanema á Tálkna- firði og verður tilkoma miðstöðvar- innar sá hlekkur sem vantaði í þeirri starfsemi sem haldið er uppi fyrir börn og unglinga, bæði á vegum grunnskólans og einnig á vegum Ungmennafélags Tálknafjarðar. - Helga. RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • Qnoveimco ÞáKVIFTIJR OG HnTABLÁSARAR Staðlaðar einingar hitablásara frá Novenco til loftræsingar og lofthitunar í íbúðarhús, skemmur, bílskúra, veitingahús og verkstæði. Höfum einnig þakblásara og þakhettur fyrir skemmur, skrifstofubyggingar, verkstæði o.fl. Novenco er dönsk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsibúnaði og hitablásurum. RAFVÉLAVERKSTÆÐI FÁLKANS HÖFÐABAKKA 9 • SlMI: 91-685518 Mótorvindingar, dæluviðgerðir og allar almennar ratvélaviðgerðir. Pekking Reynsla Pjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 51 74 • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.