Morgunblaðið - 21.10.1993, Page 32

Morgunblaðið - 21.10.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1993 Ársþing Bridssambands íslands Fleiri sveitir í úrslita- keppni Islandsmótsins Tíu svejtir munu keppa til úr- slita um íslandsmeistaratitilinn í brids sem fram fer í vor og 40 sveitir spila í undankeppninni. Þessar breytingar á Islandsmótinu voru samþykktar á ársþingi Brids- sambandsins sem fram fór sl. sunnudag. Milli þrjátíu og fjörutíu manns mættu á þingið víðs vegar að af land- inu. Forseti Bridssambandsins, Helgi Jóhannsson gerði grein fyrir starf- semi sambandsins á sl. starfsári. Helztu áherzluatriði í máli hans voru árangur bridslandsliðanna á sl. ári, hin gífurlega fjölgun félaga innan sambandsins, en þeim hefur fjölgað úr 42 frá árinu 1990 í 52. Þá sagði Helgi breytinga að vænta í húsnæðis- málum sambandsins mjög fljótlega. Stjórn sambandsins var öll end- urkosin ef frá er talið að Steingrímur Gautur Kristjánsson gaf ekki kost á sér og var Guðmundur Páll Arnarson kosinn í hans stað en stjórn sam- bandsins er annars þannig skipuð: Morgunblaðið/V. Hansen Strandamenn vilja fá að fjölga fé um 500 ærgildi. Nýlega var réttað á Ströndum en sláturfé er nú flutt á Hólmavík til slátrunar. Morgunblaðið/Arnór Svipmynd frá Bridssambandsþinginu. Við háborðið frá vinstri: Ólaf- ur Ólafsson Hvolsvelli fundarsljóri, Hjalti Elíasson fv. forseti Brids- sambandsins í ræðustól, Helgi Jóhannsson forseti, Valgerður Krist- jónsdóttir ritari og Krislján Hauksson, gjaldkeri. Arneshreppur Helgi Jóhannsson forseti, Guðmund- ur Sv. Hermannsson varaforseti, Kristján Hauksson er gjaldkeri, Val- gerður Kristjónsdóttir er ritari en meðstjórnendur eru auk Guðmundar Páls, Brynjólfur Gestsson og Einar . Guðmundsson. Af öðrum málum sem skipta hinn almenna spiiara nokkru máli má nefna að kvöldgjald spilara til brids- sambandsins var ákveðið 70 krónur en var 60 krónur. Þá var kynnt keppni sem sambandið er að hleypa af stokkunum en það er kjördæma- keppni sem spiluð verður í tveimur deildum. Húsavík Foreldrar vinna við gerð æfingavaUar Fundur um efl- ingu atvinnu Trékyllisvík Á FUNDI sem haldinn var nýlega í samkomuhúsinu í Árneshreppi var rætt um hvernig mætti efla atvinnu í hreppnum og tryggja áframhald- andi byggð. Fundarmenn voru sammála um að bættar samgöngur væru forgangsverkefni fyrir sveitina og að framhaldið byggðist að miklu leyti á þróun þeirra. Húsavík. MIKILL knattspymuáhugi er og hefur lengi verið á Húsavík, ekki síst meðal þeirra yngstu og talið er að í sumar hafi hátt í 200 ung- menni stundað knattspyrnuæfing- ar. Þó tveir fullkomnir vellir séu í bænum hefur mjög skort á æf- ingasvæði og þá sérstaklega fyrir þá yngstu. í haust fengu áhugasamir foreldr- ar til umráða gamalt tún, um 7000 fm, á svonefndu Króklágaholti sem er austan vegar, ofan við Haukamýr- ina og hófu þar byggingu á 70 x 100 metra æfingavelli. Það þurfti fyrst að rista túnið og jafna undirstöðu og síðan þekja flötinn aftur. Þetta var mikið verk en foreldrar sýndu því mikinn áhuga og unnu af kappi með ungmennunum. Foreldrar tyrfa æfingavöllin í sjálfboðavinnu. Morgunblaðið/Silli Verkinu miðar vel Tvö fyrirtæki studdu þessa fram- kvæmd sérstaklega mikið með því að lána tæki endurgjaldslaust. Bjöm Sigurðsson lánaði ýtu til að slétta völlinn og Skipaafgreiðsla Húsavíkur lagði til lyftara og vörubíl. Veðurblíðan í haust hefur orðið til þess að verki þessu hefur miðað vel áfram og útlit er fyrir að völlurinn verði tilbúinn til æfinga í vor. Fram- tak þetta sýndi að margt er hægt að gera ef menn hafa áhuga á að standa saman. - Fréttaiitari Hreppsnefnd Árneshrepps hefur formlega óskað eftir að Kaupfélag Steingrímsfjarðar reki áfram verslun í Norðurfírði. Fundarmenn voru sam- mála um að aukning. fullvirðisréttar um 500 ærgildi kæmi sér vel fyrir sveitina. Rætt var um að sækja um stuðning til Framleiðnisjóðs til kvóta- kaupa. Einnig þarf að bæta aðstöðu til saltfískverkunar í Norðurfírði og á Djúpuvík. Rekaviður og ferðamenn Þá var rætt um aukna vinnslu úr rekaviði þar sem slíkt er mögulegt. Það kom fram að einn bóndi í sveit- inni hefur góðan markað fyrir unninn reka. Hugsanlega mætti nýta þann markað betur með aukinni samvinnu rekabænda. Fundarmenn voru sam- mála um að auka mætti ferðaþjón- ustu ef samgöngumál kæmust í við- unandi horf. í framhaldi af því var rætt um að þörf væri á átaki í um- FERÐATILBOÐ í VIKU # FERÐATILBOÐ í VIKU # FERÐATILBOÐ í VIKU • FERÐATILBOÐ í VIKU Taktu flu 3 gerðir dömukaðlapeysur, 5 litir með og án rúllukraga. Verðáðurkr. 2.295,- 2 Ferðatilboð Herragallabuxur. Verð áður kr.Tr995,- Stærðir »2-128. Vexð-ááur-krHi29S,- Ferðatilboð ism Ferðatilboð Moonboots barna. YeriLáðue-kr.-hí 9 5 Ferðatilboð m ' Rúllukragapeysur barna. Stærðir 128-164. Verðjðufckn-t?«*5,- Ferðatilboð Nú færðu ofangreindar vörur á einstöku ferðatilboði f viku,2l.-27 okt. Lyftu þér nú upp og nýttu þér ferðatilboð í verslunum Hagkaups í vikunni. Ef Hagkaup er ekki f byggðarlaginu þá er hægt að notfæra sér þjónustu Póstverslunar Hagkaups.grænt sfmanúmer 99 66 80. Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. HAGKAUP hverfísmálum, bæði hjá einstakling- um og sveitarfélaginu. Einnig var hugur í mönnum að setja upp skilti þar sem fram kæmi fræðsla um merka staði og ömefni í sveitinni. Verkefnisstjóri er Karl Sigurgeirsson. V. Hansen. Útivist í fjallaferð um veturnætur ÚTIVIST efnir til ferðar í Jökulg- il, Landmannalaugar og Land- mannahelli þar sem gist verður í vistlegum skála næstu helgi 22.-24. október. Töfrar Jökulgils felast ekki hvað síst í hinni miklu litadýrð sem gilið býr yfír. Fjöllin sem mynda umgjörð gilsins eru úr súru bergi, lípariti, sem víða eru soðin í sundur af brenni- steinsgufum en Jökulgil tileyrir hinni svonefndu Torfajökulsmegineldstöð sem afmarkast af útbreiðslu súra bergsins á þessu svæði. í miðri meg- ineldstöðinni er talin vera askja allt að 15 km í þvermál og þar með sú stærsta á landinu og innan hennar eitt mesta háhitasvæði landsins. Litadýrðin verður þess valdandi að alltaf virðist vera sól í Jökulgili þrátt fyrir dimmviðri allt í kring, segir í fréttatilkynningu frá Útivist. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 Ertidrykkjur Glæsileg kíilli- hlaðborð fallegir síilir og mjög gtkl þjðmista. lipjilýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HÍTEL LIFTLEIIIt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.