Morgunblaðið - 21.10.1993, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993
jKristín Bjama-
dóttir - Minning
Fædd 29. júní 1943
Dáin 15. október 1993
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfí Jesús, í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfír mér.
(Hallgrimur Pétursson.)
í dag kveð ég með söknuði mína
ástkæru frænku og æskuvinkonu,
Kristínu Bjarnadóttur, sem verður
jarðsungin frá Hveragerðiskirkju í
dag. Hún var fædd 29. júní 1943
en lést 15. október sl. Hún var dótt-
ir hjónanna Guðrúnar Guðmunds-
dóttur og Bjarna Tómassonar er
lést 26. ágúst sl.
Stína var fjórða elst af ellefu
systkina hóp. Það koma í huga mér
svo margar æskuminningar okkar
frá því við vorum í Hveragerði. Þær
voru ljúfar stundimar er við áttum
sáman er við vorum að leik með
brúðurnar okkar og í ævintýraleikj-
um. Þar voru ávallt birta og gleði.
Elsku Stína, þú varst ein af þeim
sem betrumbæta lífið. Þú varst allt-
af svo blíð og góð og þú hafðir svo
margt að gefa, en aldrei kvartaðir
þú, þótt þú hefðir átt við vanheilsu
að stríða.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Gunna frænka og kæru
frændsystkini. Þótt sorgin sé mikil
og sárin grói seint þá getum við
huggað okkur við það að nú er hún
Stína okkar komin þangað sem
engar þjáningar eru til og eilíf birta
ríkir. Minningin um góða dóttur,
systur og frænku lifir og fyllir
hjörtu okkar þakklæti. Ég votta
ykkur mína dýpstu samúð á þessum
erfiðu tímamótum. Megi Guð
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Bryndís Jónsdóttir.
Á hverri sekúndu fæðist manns-
sál í heiminn. Nýtt ljós er tendr-
að, stjarna, sem ef til vill mun
tindra óvenju skært og hefur að
minnsta kosti sitt eigið litróf, sem
aldrei hefir áður verið augum lit-
ið. Ný vera, sem ef til vill á eftir
að dreifa um sig hugviti eða feg-
urð, kyssir jörðina. Enginn maður
er endurtekning annars manns
né verður heldur nokkurntíma
sjálfur endurtekinn. Hver ný vera
líkist þeim halastjörnum, sem
aðeins einu sinni um alla eilífð
snerta braut jarðarinnar og fara
á einni örskotsstund yfir hana
eftir björtum vegi sínum — leift-
ur, sem bregður snöggvast fyrir
milli tveggja eilífða af myrkri.
(Úr bókinni Ditta mannsbarn
eftir Martin Andersen Nexö í
þýðingu Einars Braga.)
Lífsgöngu mannsbarns er lokið.
Myndgerð sögunnar um Dittu
mannsbarn var á dagskrá Sjón-
varps kvöldið sem Kristín Bjarna-
dóttir dó. Það var við hæfi, því
sögupersónan Ditta og hún Stína
mín áttu sitthvað sameiginlegt;
hreinleika hjartans, einlægni,
greiðvikni og barnslegt sakleysi.
Við föllum í stafi gagnvart
hrekkleysi og einlægni barnsins —
öll þjóðin horfír full aðdáunar á
börnin tína út úr sér spekina í þátt-
um Hemma Gunn. Því veldur að
nokkru eftirsjá vegna þess sem
var. Við vitum hve undurfljótt
bernskan molnar utan af okkur —
við lærum að tileinka okkur lögmál
þau og leikreglur sem gilda í heimi
fullorðinna; að leyna innra manni,
gæta hagsmuna okkar, að skara
eld að eigin köku — og vera því
hæfílega tortryggin í garð annarra.
Við nefnum þetta gjarnan heil-
brigða skynsemi.
En til eru þeir sem vaxa aldrei
fullkomlega upp úr heimi barnsins.
Þeir varðveita alla tíð dýrmæta
eðliskosti og læra aldrei að sýnast.
Þeir sem umgangast slíkt fólk geta
hins vegar margt af því lært.
Kristín Bjarnadóttir, sem nú er
kvödd, var til dæmis heill skóli í
nægjusemi — eiginleika sem þjóð-
ina, eins og hún leggur sig, skortir
sáran. Efnisleg gæði skiptu hana
litlu, hún var gjörsamlega laus við
löngun til þess að eiga ei'tthvað.
Hún krafðist lítils sjálfri sér til
handa, en hafði þeim mun meiri
ánægju af því að víkja einhveiju
að öðrum.
Stína ólst upp í Hveragerði, í
húsinu á Breiðumörk 5, sem alltaf
var „heima“. Fjölskyldan var stór,
systkinin mörg og þar sem Stína
var elst systranna, kom í hennar
hlut að líta eftir þeim yrigri, eftir
því sem geta hennar leyfði. Því
hlutverki sinnti hún af trúmennsku,
enda var það henni létt, þar sem
hún var bæði barngóð og þolinmóð.
Yngri systur hennar guldu henni
fóstrið ríkulega þegar hún fluttist
síðar á ævinni í sambýli fyrir
þroskahefta ásamt Hildi systur
sinní. Systurnar hafa heimsótt
Stínu og Hildi eins oft og því varð
við komið og gerðu þeim kleift að
heimsækja aldraða foreldra sína í
Hveragerði og vera heima nætur-
sakir. Stína var með afbrigðum
ættrækin og bar hag foreldra sinna
og systkina mjög fyrir brjósti. Hún
vildi allt fyrir sína nánustu gera,
og raunar ekki bara þá, því að leit-
un var að greiðviknari og ósporlat-
ari manneskju. Það sem í hennar
valdi stóð að gera, það gerði hún
þegjandi og hljóðalaust og áður en
við varð litið. Henni var þetta eng-
in fóm, heldur sjálfsagt mál. Stína
var þó síður en svo nein meinlæta-
manneskja. Hún kunni að njóta lífs-
ins. Hún var afar lagleg og fíngerð
og hafði gaman af því að vera fal-
lega klædd. Hún naut þess að ferð-
ast, að syngja, að sauma út, að
slaka á í heita pottinum, að borða
góðan1 mat, og hún elskaði birtu
og sól.
Fyrir þremur árum fórum við
Stína og Björk systir hennar í
skemmtilega og eftirminnilega sól-
arlandaferð. Það er gott að hugsa
til þess nú, að sú ferð varð að veru-
leika, meðan Stína hafði enn heilsu
til að njóta þess. En heilsu hennar
fór síðan hrakandi og fyrir rúmu
ári greindist hjá henni beinkrabba-
mein. Þetta ár var henni erfítt,
barátta við sjúkdóminn og nú
föðurmissir fyrir skömmu. Síðasti
spölurinn var þrautaganga. En líf-
slöngunin var sterk þó að kraftam-
ir væru á þrotum og inn á milli
komu bjartari dagar. Elsku Stína
mín lifði það að halda upp á fimm-
tugsafmælið sitt. Þann dag ljómaði
hún af gleði. Hún sat svo fín og
brosandi í stól og tók á móti gestum
í sól og sumri. Og þó að af henni
væri dregið gat hún með hjálp fjöl-
skyldunnar ferðast m.a. til Akur-
eyrar í sumar. Heimahlynning
Krabbameinsfélagsins gerði það
svo mögulegt að Stína þurfti aldrei
að yfírgefa heimili sitt. Hún dó
umkringd sambýlisfólki sínu, systr-
um og starfsfólki og það er ómetan-
legt, ekki aðeins fyrir hana, heldur
þá sem eftir lifa.
Þó að leiðir okkar Stínu hafi
skilið síðastliðið vor, hafði ég
spurnir af heilsufari hennar þessa
mánuði sem hún átti ólifaða. Ég
er fegin að hafa farið að hugboði,
ekið austur á Selfoss tveim dögum
áður en hún skildi við þetta líf og
kvatt hana. Fyrir það er ég þakk-
lát nú.
Það hlýtur að vera þeim sem
kveður nokkurs virði, og eftirlifend-
um harmabót, að fara héðan af
heimi vammlaus og í sátt við aðra.
Það gerði Stína. Hún hélt sinni
barnatrú allt til enda og ég trúi
því einfaldlega að þeir sem það
gera, gangi inn í sitt himnaríki.
Þar á hún von góðrar heimkomu.
Móður hennar og systkinum sendi
ég einlægar samúðarkveðjur. Þau
umvöfðu Stínu kærleika í erfiðri
sjúkdómslegu, en á engan er hallað
þegar Björk systir hennar er nefnd
sérstaklega. Úmhyggja hennar alla
tíð fyrir velferð systra sinna er ein-
stök og hún var í bókstaflegri
merkingu vakin og sofin yfir systur
sinni síðasta spölinn. Mikil og erfíð
breyting verður líka á högum Hild-
ar minnar við þessi umskipti, og
það er ósk mín að henni gefist
styrkur til að taka því.
Guðrún Ægisdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
THORBERQ PÁLL JÓNASSON,
Dalbraut 20,
lést þriðjudaginn 19. október í Borgarspítalanum.
Ehsabet Karlsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn og fósturfaðir,
GUNNAR GISSURARSON,
Þórufelli 14,
Reykjavfk,
andaðist á hjartadeild Landspítalans 11. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðrún Guðjónsdóttir,
Eggert Þór Bernharðsson.
t
Dóttir okkar og systir,
DÖGG BJÖRNSDÓTTIR
frá Luxembourg,
verður jarðsungin frá Garðakirkju föstudaginn 22. október
kl. 15.00.
Sigriður Aradóttir,
Björn Finnbjörnsson,
Guðmundur Ari Björnsson,
Finnbjörn Björnsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN HERMANNSSON,
Furugrund 40,
Kópavogi,
lést þann 19. október.
Elín Jónsdóttir,
Elínbjört Jónsdóttir, Tryggvi Páll Friðriksson,
Petra Jónsdóttir, Kristján Jón Karlsson,
Arnþrúður Jónsdóttir, Sveinn Magnússon,
Hermann Jónsson, Guðrún Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Ástkœr eiginmaður minn, faðír okkar,
tengdafaðir og afi,
MARGEIR ÁSGEIRSSON
frá Hnífsdal,
lést í sjúkrahúsinu í Keflavík, miðviku-
daginn 20. október.
dagmn 20. október.
Ásthildur Árnadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
ÓLAFUR STEINSSON
frá Kirkjulæk,
lést í Landspítalanum 19. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Jónsdóttir.
Móðir okkar. t VIKTORfA KETILSDÓTTIR
frá Kaðlastöðum,
Stokkseyri,
andaðist í Ljósheimum, Selfossi, 19. október sl.
Bjarnfríður Símonardóttir, Ketill Símonarson.
t
Móðurbróðir okkar,
STEINGRÍMUR JÓHANNESSON,
Svfnavatni,
Austur-Húnavatnssýslu,
verður jarðsunginn frá Svfnavatnskirkju laugardaginn 23. október
kl. 14.00.
Systkinabörn hins látna.
Bróðir okkar, t ÁRNI ÞÓRARINN ÁRNASON
frá Holti í Aðalvík,
til heimilis á Hringbraut 136,
Keflavik,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. október
kl. 14.00. Kristján Árnason og systkini.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSTHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Ljósalandi,
Seltjarnarnesi,
sem lést á Hrafnistu, Reykjavík,
12. þ.m., verður jarðsungin frá Seltjarn-
arneskirkju föstudaginn 22. október
kl. 13.30.
Halldór Ben Þorsteinsson, Sólveig Sigurðardóttir,
Benedikt Þorsteinsson, Anna Albertsdóttir,
Steinþór Þorsteinsson, Elísabet Brynjólfsdóttir,
Jónína Þorsteinsdóttir,
Erla Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.