Morgunblaðið - 21.10.1993, Síða 35

Morgunblaðið - 21.10.1993, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993 35 Guðrún Helgadóttir Ustrup — Minning í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar, Kristínu Bjarnadóttur. Krist- ín var dóttir hjónanna Guðrúnar Guðmundsdóttur og Bjarna Tómas- sonar, uppalin í Hveragerði. Árið 1982 fluttist hún á Selfoss og lést þar á heimili sínu, Árvegi 8,15. október sl. eftir erfið veikindi. Það sem kemur upp í huga okkar er hversu þægileg persóna hún var, traust og umhyggjusöm. Það lýsir hennar innri manni best hve börn hændust að henni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama, en orðstír, deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Með þessum fáu orðum viljum við þakka henni samfylgdina. Móð- ur og aðstandendum vottum við samúð okkar allra. Blessuð sé minn- ing hennar. Hildur, Jón, Haraldur, Þórhallur, Steinunn, Sigurbjörg, Anna, Helga, Katrín, Asta, Inga Dóra, Hrafnhild- ur, Sigríður, Ólavía, og Jensey. í dag kveðjum við systur okkar og mágkonu, Kristínu Bjarnadótt- ur, sem lést á heimili sínu 15. þessa mánaðar eftir erfið veikindi síðustu mánuði. • Kristín fæddist 29. júní 1943 á Blesastöðum á Skeiðum, dóttir hjónanna Bjarna Tómassonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur. Var nún ijórða í röð ellefu systkina. Þegar hún var á fyrsta ári fluttist hún með foreldrum sínum í Hvera- gerði og þar bjó hún hjá þeim til ársins 1978. Þá fluttist hún til Reykjavíkur þar sem hún bjó á sam- býli þroskaheftra í Sigluvogi í írjög- ur ár. Árið 1982 fluttist hún aftur austur fýrir ijall, að þessu sinni að Árvegi 8 á Selfossi. Þar hafði þá verið stofnað sambýli og eignaðist hún þar heimili ásamt Hildi systur sinni. Á Árveginum bjó hún til dauðadags og .stundaði vinnu á Selfossi á meðan kraftar og heilsa entust. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar við minnumst Stínu á þessari stundu. Má þar nefna alla þá miklu þolinmæði og blíðu sem hún sýndi systkinum sínum, og alla þá hjálp sem hún lagði af mörkum við heimilishaldið á Breiðumörk- inni. Og ekki var lítil sú hjálp sem fólst í umönnun yngri systkina sinna, og margar voru bænirnar og vísurnar sem hún kenndi þeim. Stína hafði mjög gaman af söng, og margan sönginn raulaði hún með systkinum sínum. En ekki munum við síst minnast Stínu fyrir dugnað henanr og vinnu- semi alla tíð. Þrátt fyrir að hún hafi aldrei gengið heil til skógar, stundaði hún ávallt vinnu, og þau eru ófá störfín sem hún hefur unn- ið um ævina. Var sama á hveiju gekk, aldrei heyrðist hún kvarta, enda voru þolinmæði og samvisku- semi ákaflega ríkir þættir í fari hennar. Mikið yndi hafði Stína af ferða- lögum og á síðari árum fór hún nokkrar ferðir til útlanda sér til mikillar ánægju. Og þrátt fyrir veik- indin fór hún á liðnu sumri í ferða- lag norður til Akureyrar í heimsókn til systur sinnar. Við viljum að lokum færa öllum sem starfað hafa á sambýlunum þau ár sem Stína hefur búið þar þakkir fyrir að hafa gert henni mögulegt að búa sér þar heimili. Sérstakar þakkir viljum við færa þeim sem annast hafa hana í veik- indum hennar undanfarna mánuði. Um leið og við vottum móður okkar og tengdamóður, Guðrúnu Guðmundsdóttur, samúð okkar og biðjum henni allrar blessunar, vilj- um við kveðja Stínu með einum þeirra sálma sem henni voru kæ- rastir. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engii, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson) Systkini, mágar og mágkona. Fædd 25. september 1903 Dáin 15. október 1993 Guðrún var fædd á Geirmundar- hóli í Hrollleifsdal í Skagafjarðar- sýslu. Voru foreldrar hennar þau Helgi Pétursson og Margrét Sigurð- ardóttir. Ólst Guðrún þar upp og síðar á Siglufirði. Systkinin voru átta talsins og komust sex til full- orðinsára. Vegna veikinda móður ólst hún upp hjá læknishjónunum á Siglufirði, þeim Camillu Hallgríms- son og Guðmundi Hallgrímssyni, þar sem henni fæddist dóttirin Cam- illa Pétursdóttir. Pétur faðir hennar var síðan læknir á Akureyri um áratugaskeið. Fluttist Guðrún til Reykjavíkur með dóttur sína unga, þar sem hún kynntist síðar manni sínum, Lárusi Ustrup, dönskum bátasmið. Fluttust þau til Vejle í Danmörku skömmu fyrir stríð og urðu þar innlyksa á stríðsárunum. Var Camilla þá í fóstri hjá föð- urömmu sinni og föðursystur á ís- landi. Að stríði loknu komu þau hjón aftur til íslands og bjuggu þau lengst af á Laugavegi 37 og var Guðrún þar heimilisföst allt til 1972 að hún fluttist að Norðurbrún 1. Tókst mikil vinátta með þeim hjón- um og heimilisfólki á Laugavegi 37 og 39, þeim hjónum Árna Jónssyni og Lilju og síðar Kristjönu dóttur þeirra og afkomendum hennar. Lár- us lést 1962 langt um aldur fram og var hann hinn mesti smiður og það er erftt að trúa að Sonni skuli vera farinn fyrir fullt og allt. Þú varst einn af þeim örfáu sem maður hleypir inn í innsta hring hjartans vegna þinnar fágætu til- finningadýptar og næmni. í gegn- um tíðina leið stundum langur tími milli þess að við hittumst, en það breytti engu, það var alltaf jafn gott að hitta þig aftur. Mér finnst þú hafa verið vel gerð- ur maður og ég er stoltur af að hafa átt þig sem vin. Ég vona sann- arlega að ég geti hitt þig i öðrum heimi. Það síðasta sem þú gafst mér er djúp hugleiðing um dauðann og tilgang lífsins og það að djúp og einlæg tengsl við aðra mann- eskju er hið raunverulega gull í þessum heimi, takk, elsku vinur. Ég votta eiginkonu, systur og mági og öðrum aðstandendum alla mína samúð. Guðmundur Haraldsson. Sonny er dáinn! Ég trúði ekki mínum augum þegar ég las minn- ingargrein um hann sl. fimmtudag, ég átti svo bágt með að trúa því að ég gæti aldrei talað við hann aftur, aldrei hlegið með honum eða séð hann. Mér fannst þetta svo hræðilega óréttlátt og einhvern veginn fannst vandvirkur með eindæmum. Lárus reyndist Camillu dóttur Guðrúnar sem hinn besti faðir og síðar börn- um hennar sem afi. Hún er gift Ásgrími Stefáni Björnssyni, stýri- manni og fyrrverandi erindreka Slysavarnafélagsins. Þeirra börn eru þijú, en einn drengur lést 8 ára og voru því alls 4. Guðrún var með eindæmum barnelsk og hændust börn að henni. Hafði hún hina mestu ánægju af að víkja góðu að börnum og gleðja aðra. Barnabarnabörnin eru nú alls 10 og sakna þau langömmu sinnar sáran og þakka henni fyrir allar ánægjustundirnar á liðnum árum. Guðrún var hress og ern allt fram til síðustu stundar, en sjónin farin að gefa sig hin síðustu ár. Hafði hún hina mestu ánægju af öllum mannfögnuði og var matargerð og veisluhöld það sem hún hafði hvað mesta ánægju af. Eru ógleymanleg- ar allar góðgerðimar sem hún töfr- aði fram þegar gesti bar að garði og þá einkum fyrir hina yngri. Sjúkdómslega hennar var ekki löng, en hún var þó rúmföst á Land- spítalanum á níræðisafmælisdag- inn, en fór þó heim að nokkrum dögum liðnum. Var hún lögð aftur inn á hjartadeild Landspítalans, þar sem hún lést nokkrum dögum seinna. Við afkomendur hennar þökkum henni fyrir ailar gleði- stundirnar á liðnum árum. Megi minning hennar lifa um ókomin ár. Agnar og fjölskylda. mér Guð hefði tekið hann alltof snemma frá okkur og ég varð reið yfir að fá ekki að segja honum allt sem ég átti eftir að segja honum, en það vill oft verða þannig að maður bíður of lengi og einn daginn er það um seinan. Guð hefur ætlað honum eitthvað annað, tíminn hans var kominn og ég veit að hann er kominn á betri stað. Ég og Sonny umgengumst mikið á okkar unglingsárum og tengd- umst sterkum vináttuböndum. Arið 1982 fluttist ég frá Sviþjóð til ís- lands og hittumt við ekki aftur fyrr en árið 1988-1989. Þá var ég flutt vestur og eitt kvöldið var bankað hjá mér. Ég fer til dyra og þar stendur enginn annar en Sonny. Mikið var ég glöð að sjá hann aftur. Svo þegar hann fékk vinnu á ísafirði eitt sumar, þá kom hann oft og heimsótti mig og höfðum við mikið að tala um. Þótt það liðu mörg ár á milli án þess að við hefð- um nokkurt samband, þá var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Ég get sagt að vin eins og Sonny eign- ast maður ekki oft á lífsleiðinni, sannur vinur sem myndi gera allt fyrir mann ef hann gæti. Eg á eft- ir að sakna hans sárt. Ég vil votta foreldrum, systkin- um, syni hans og öllum ástvinum samúð mína. Guð geymi þig, elsku Sonny minn. Við eigum eftir að hittast á ný, það veit ég. Þín María. t Konan mín, móðir okkar, amma, dóttir og systir, HALLDÓRA LINDA INGÓLFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 22. október kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Heilavemd. GuSmundur Kristmannsson, Margrét, Bryndís, Rúnar, Hafsteinn, barnabarn, Þóra Þorsteinsdóttir, Sigþór Hallgrimsson, og systkini. Sigurður Markús Sig- urðsson - Minning Fæddur 22. júlí 1961 Dáinn 3. október 1993 + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HELGADÓTTIR USTRUP, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudaginn 21. október, kl. 15.00. Camilla Pétursdóttir, Ásgrimur St. Björnsson, Þorbjörg Ásgrímsdóttir, Helgi Gunnarsson, Agnar G.L. Asgrímsson, Edda Guðbjörnsdóttir, Ásgrfmur L. Ásgrfmsson, Sigurður Hjaltested og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, ÁRNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR frá Garðbæ, Kirkjubraut 17, Innri-Njarðvfk, sem lést 18. október sl., verður jarðsungin frá Innri-Njarðvfkur- kirkju föstudaginn 22. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Innri-Njarðvíkur- kirkju. Árni Sigurðsson. + Eiginkona mín, ÁSTA FRIÐRIKSDÓTTIR HANSEN fyrrum húsfreyja á Svaðastöðum, Skagafirði, til heimili á Hólavegi 25, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 23. október kl. 14.00. Fyrir hönd barna, tengdadóttur, barnabarna og barnabarnabarns, Friðrik Pálmason. + Elskulegur sonur okkar og bróðir, ÞÓR SÆVARSSON garðyrkjufræðingur, Heiðmörk, Biskupstungum, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 22. október kl. 13.30. Karitas Óskarsdóttir, Sævar Magnússon, Ómar Sævarsson, Reynir Sævarsson, Jóna Dfsa Sævarsdóttir. + Móðir mín, ÞÓRDÍS G.BRIDDE, sem lést í Borgarspítalanum 11. þ.m., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 22. október, kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag íslands. Hermann Bridde, Anna G. Ármannsdóttir, Hafdís J. Bridde, Ólafur Ólafsson, börn og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinsemd og virðingu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, RICHARDT RYEL, Sölleröd Park121-17, 2840 Holte, Danmörku. Helga Ryel. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför ODDS ÁGÚSTSSONAR fyrrverandi útvegsbónda, Ystabæ, Hrfsey, sfðar kaupmanns á Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Hlíðar. Rannveig Magnúsdóttir, Magna J. Oddsdóttir, Óskar Bernharðsson, Gústaf R. Oddsson, Ute Stellý Oddsson, Ágúst J. Oddsson, Helena Theresa Oddsson, Gunnþórunn Oddsdóttir, Páll S. Jónsson, Olga P. Oddsdóttir, Magnús Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.