Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 UM 200 sæti seldust í sölutilboði Úrvals-Útsýnar undir heitinu „Lokaútkall" sl. mánudag, en þessar ferðir voru auglýstar í heilsíðuauglýsingu í Morgunblað- inu á sunnudaginn. Bókað er í ferðimar með skömmum fyrir- vara, enda lagt af stað í flestar þeirra um næstu helgi. Biðröð var við ferðaskrifstofuna þegar starfsfólk mætti til vinnu á mánudagsmorgninum. Símkerfíð lét undan álaginu þegar opnað var og komst ekki aftur í gang fyrr en klukkustund síðar. Að sögn Tómasar Þórs Tómas- sonar markaðsstjóra var útvegað aukið gistirými og þegar upp var staðið í gærkvöldi höfðu tæplega 200 farþegar bókað ferðir. Leitað til ís- lendinga um heyverkun Afmælisblóm MORGUNBLAÐINU bárust íjölmargar heillaóskir í gær í tilefni 80 inni sést starfsfólk í móttöku og afgreiðslu blaðsins við hluta blóm- ára afmælis blaðsins, í samtölum, skeytum og með blómum. Á mynd- anna og þakkar Morgunblaðið allar hlýjar óskir í sinn garð. Skák Islenzka landsliðið í 5. sæti ÍSLENZKA landsliðið og það bandaríska skildu jöfn á heimsmeistarmóti landsliða í skák í síðustu umferð í gær. Bandaríkjamenn urðu þar með heimsmeistarar og Islendingar höfnuðu í fimmta sæti af 10. Úkraínumenn urðu í öðru sæti, Rússar þriðju, Armenar fjórðu, Lettar sjöttu, Kínveijar sjöundu, Usbekistar áttundu, Kúbumenn níundu og Sviss- lendingar urðu í 10nda sætinu. Húsbréfin lækka enn í fyrradag seldi Seðlabankinn um morguninn spariskírteini fyrir 96 milljónir króna og eftir að ávöxtun- arkrafan hafði verið lækkuð um 0,2% til viðbótar voru seld spariskír- teini fyrir 35 milljónir króna. Ríkis- bréf til sex og tólf mánaða voru seld fyrir 86 milljónir fyrrihluta dags, og síðari hluta dagsins fyrir 19 milljónir króna. Þess ber að geta að þá keypti Seðlabankinn einnig í dag Skák___________________________ Sports Illustrated skrifar um skákáhuga í Grímsey 20 Réttarhöld Réttarhöld yfír ungum banamönn- um hins tveggja ára James Bulger halda áfram 25 Frávísun Mannréttindanefnd Evrópu hefur vísað frá máli Þýsk-íslenska 26 Leiðari Sameining Renault og Volvo 26 Úr verinu ► íslendingur hefur rækjuveið- ar við Nýja Sjáland - Stofnvísi- tala gullkarfa Iækkar verulega - Skipin í Smugunni - íslenzka síldarfituvogin víða í notkun Myndosögur ► Auðvelt föndur - Saga eftir Eygló - Líf og fjör þjá krökkun- um í Kolaportinu - Krakkamir teikna - Tröllið hjá Orlando Magic - Drátthagi blýanturinn Svonabcyelr maðureöltur Ríkissjóður hagnast um 1.200 milljónir við 2% lækkun vaxta Skuldastaða heimilanna léttist um fjóra milljarða að mati félagsmálaráðherra ÁRLEG vaxtagjöld ríkissjóðs lækka um 800 milljónir króna við 1% Iækkun vaxta á innlendum markaði. Á móti kemur að vaxtatekjur ríkissjóðs minnka að líkindum um 200 milljónir króna, þannig að áhrifin á afkomu ríkissjóðs eru um 600 millj- ónir króna. Ef vextir lækka um 2 prósentustig þýðir það að öðru jöfnu 1.200 milljóna króna betri afkomu ríkissjóðs en annars. Þetta kemur meðal annars fram í grein Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra sem birt er í Morgunblaðinu í dag. að hve miklu leyti og hve lengi mismunurinn á 5% og 6% vöxtum sé að fullu bættur í gegnum vaxta- bótakerfið miðað við hóflega íbúð- areign og meðaltekjur. Sjá bls. 14. Hvannatúni í Andakíl. í HAUST barst Rannsóknastofn- un landbúnaðarins bréf frá þýsk- um bónda f nágrenni Hamborg- ar. Hann lýsir þar staðháttum og segir að rignt hafi linnulítið síðan í lok júní og nú sé grasið skemmt í rót, en á litlu búi sínu sé heyfengur aðalfóður bú- stofnsins. Hann álítur að á íslandi sé meg- inhluti fóðurs verkaður sem hey og spyr hvemig íslendingar fari að. Bútæknideild Rala miðlaði upp- lýsingum um rúlluverkun hér og er það í fyrsta sinn sem það lætur í té ráðleggingar um heyverkun beint til bænda í öðrum löndum. D.J. Heimilin bæta skuldastöðu sína í greininni kemur ennfremur fram að sú vaxtalækkun sem ríkis- stjómin hefur lýst yfir að hún ætli sér að ná fram muni hafa víð- tæk áhrif til að bæta skuldastöðu heimilanna og megi gera ráð fyrir að hún léttist um fjóra milljarða króna á ári, en á móti komi að eitthvað muni draga úr vaxtabót- um í gegnum skattakerfið, þar sem vaxtaútgjöld lækki. Mikilvægt sé að heimilin nýti þessa vaxtalækkun til þess að bæta skuldastöðu sína en ekki til þess að auka fjárfesting- ar. Það sé varhugavert ef það svig- rúm sem skapast vegna vaxta- lækkunarinnar sé notað til að taka neyslulán eða auka fjárfestingu. í greininni er einnig fjallað um mismunandi kjör á húsbréfum þar sem nú er í undirbúningi útgáfa húsbréfaflokks með 5% vöxtum, en húsbréf hafa hingað til annað: hvort borið 5,75% vexti eða 6%. í greininni segir að líklegt sé að ekkert verði að gert varðandi þau fasteignaverðbréf sem beri hærri vextina og sé ljóst að ávinningur þeirra skuldara felist fyrst og fremst í því sem komi fyrir til- verknað vaxtabótakerfisins sem sé eigna- og tekjutengt. Athuga þurfí Enn frekari raunvaxtalækkun varð á ríkisbréfum í gær Seðlabankinn lækkaði ávöxt- unarkröfuna um 0,3-0,4% SEÐLABANKINN lækkaði ávöxtunarkröfu á ríkisbréfum á eftirmarkaði um 0,3-0,4 prósentustig í gær og ávöxtunar- krafa húsbréfa hélt einnig áfram að lækka í gær. Samtals námu viðskipti með ríkisskuldabréf í gær rúmum 367 millj- ónum króna. Við opnun Verðbréfaþings í gær- morgun tilkynnti Seðlabankinn um enn frekari lækkun ávöxtunarkröfu sinnar á ríkisbréfum á eftirmark- aði, eða um 0,2% og voru seld spari- skírteini fyrir 100 milljónir króna, fram undir hádegi, og ríkisbréf fyr- ir 49 milljónir króna. Laust fyrir hádegi í gær lækkaði Seðlabankinn ávöxtunarkröfu sína enn um 0,1%, þannig að á hádegi í gær höfðu raunvextir á ríkisbréfum lækkað um 1,45% frá því sl. föstudag. Síð- degis var ávöxtunarkrafa á ríkis- bréfum og ríkisvíxlum lækkuð um 0,1% til viðbótar. Samtals seldust spariskírteini fyrir 115 milljónir króna í gær, ríkisbréf fyrir 102,4 milljónir og ríkisvíxlar fyrir 150 milljónir. Ríkisvíxlar höfðu þá ekki selst á eftirmarkaði í hálfan mán- uð, en salan í gær er talin benda til að markaðurinn búist við að vext- ir á ríkisvíxlum lækki enn. ríkisbréf fyrir 8 milljónir króna. í gær lækkaði ávöxtunarkrafa húsbréfa enn, í 6,15%, og hefur ekki verið lægri. Viðskipti með hús- bréf voru lítil í gær, aðeins fyrir 13,5 milljónir króna á Verðbréfa- þingi. • • Ortröð í „Loka- útkalli“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.