Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NOVEMBER 1993 Afsteypunnar virkt _____Myndlist Bragi Asgeirsson Franski myndhöggvarinn Aug- uste Rodin (1840-1917) telst óumdeilanlega einn nafnkennd- asti myndlistarmaður sem lifað hefur fram á þessa öld og jafn- framt sá sem greiðasta leið hefur átt út til fólksins. í verkum hans er einhver mikil- fengleg leikræn tjáning og innri þróttur sem eins og gneistar og geislar frá, hvort heldur um er að ræða hópmynd eða einungis hluta mannslíkamans, t.d. hönd. En tjáningin ein dugir þó engan veginn, ef ekki færi saman af- burða tilfinning fyrir rúmtaki og hinu formræna samspili innan þess. Þetta hefur verið nefnt rými á seinni tímum til 'útskýringar á ýmsum afbrigðum núlista, þó hér sé á ferð ævagamalt hugtak innan höggmyndalistarinnar. Táknhyggjan (symbolisminn), sem var svo áberandi á seinni hluta síðustu aldar og fram eftir þessari öld, kemur einnig við sögu í verkum Rodins ásamt skammti af hetjurómantík. Öll þessi mikla frásagnargleði varð til þess að ýmsir framsæknir listamenn tóku afstöðu gegn list Rodins, en á seinni tímum hefur vegur hans aftur vaxið og hlutur hans í upp- sláttarbókum aukist. Vísa má einnig til þess, að sumir nemendur Rodins og samverkamenn eins og Aristide Maillol (1861-1944), Charles Despiau (1874-1946) og Emile Antoine Bourdelle (1861- 1929) dýrkuðu hið hreina og sí- gilda form öðru fremur og létu hið frásagnarlega lönd og leið. Vafalítið er enginn listamaður jafn vel kynntur og Rodin á lista- söfnum heimsins og afsteypur verka hans hafa dreifst um allar jarðir og þannig munu vera á sér- stöku safni í Fíladelfíu afsteypur af öllum frumverkum Rodins- safnsins í Hotel Biron við Rue de Varenne í París. Glyptotekið í Kaupmannahöfn á mikið og fjölþætt safn af stytt- um hans og var þeim mjög vei komið fyrir í sérstökum sal lengi vel, og eitt hið áhrifamesta við safnið í mínum augum á mörgum heimsóknum mínum í upphafi námsferils míns ytra. Á safni vestrænnar myndlistar í Tókýó eru einnig margar af- steypur verka meistarans auk frumverka franskra málara, en þar fóru styttur hans að virka á mig, sem fullmikið af hinu góða, einkum vegna mikilfenglegra málverka landa hans og samtíðar- manna í frumgerð sinni. Það hefur líka ratað í ferðabæklinga, að innlit á safnið sé ekki mikils virði fyrir þá sem þekkja vel til evrópskrar listar, og má það vera rétt að sumu leyti en ekki vildi ég hafa misst af því vegna málverkanna. Sá sem séð hefur frumverk mikils meistara skilur og skynjar muninn á því og endurgerð þess, og þannig veit enginn hvað Davíð eftir Michaelangelo er fyrr en hann hefur séð frumgerðina í marmara á Galleria dell' Acca- demia í Flórens, og hnykkir þá mörgum við. Munurinn á frum- gerðinni og hinum mörgu endur- gerðum í gipsi víðs vegar um heiminn er meiri en tali tekur, því hvað frumgerðina snertir stendur maður frammi fyrir vinnubrögð- um sem naumast eiga sér hlið- stæðu.- Það var einmitt þegar Rodin leit myndir Michaelangelos í Flór- ens, að hann fékk þá hugljómun sem list hans nærðist af alla tíð síðan, og einkum hvað hinar ófull- gerðu styttur snillingsins áhrærir, en þær eru ekki síður mikilfeng- legar en hinar fullgerðu og fín- pússuðu. Og það er einmitt hin fínpúss- aða áferð sem einkennir afsteypur verka Rodins að Kjarvalsstöðum, en hún var síður einkenni verka hans í frumgerð þeirra og þannig er lögð áhersla á veðrunina á því fræga verki „Borgararnir í Cala- is" í Kaupmannahöfn, og sú marg- slungna áferð eykur mjög áhrifa- mátt þess. Það er líka langur veg- ur frá minnismerki Balzac á Bo- ulevard Raspail í París eða stytt- unni í Pére Lachaise kirkjugarðin- um til verkanna af honum í aust- ursal Kjarvalsstaða. Rodin var öðru fremur maður fjölþættra vinnubragða, og þann- ig vann hann beint í leirinn og gipsið, auk þess að brenna stund- um leirinn í stað þess (og auk þess) að taka af honum gipsmót og þá einmitt vegna fyllingarinnar í áferðinni. Allar uppsláttarbækur, sem og bækur um Rodin, greina frá því að hann hafi verið myndhöggvari og teiknari auk þess að fást við málmætingu og sumar nefna hann jafnvel einnig málara, en tekið er þá fram að hann hafi öðru fremur verið myndhöggvari og hitt hafi aðallega verið undir- búningsriss að höggmyndum, hvíld frá þeim eða hugmynda- vinna í öðrum efnivið. Er svo er komið er hins vegar alveg óhætt að nefna Rodin mynd- höggvara og teiknara, því að teikningar hans hafa öðlast mikla frægð á seinni árum og margur sem hafnar honum sem mynd- höggvara, dáir hann sem teikn- ara. Um inntakið í list Rodins er hins vegar alveg á hreinu í upp- sláttarbókum, en hann var hlið- stæða málaranna sem fönguðu augnablikið, ljósbrigði og litróf náttúrunnar, þ.e. impressionist- anna, og það sem einkenndi verk hans var öðru fremur hið munúð- arfulla og ástþrungna. Þetta kem- ur einkum fram í teikningunum, sem hann málaði iðulega með vatnslit, þar eru strikin ofurfín, létt og lifandi og konan er sem blómknappur er breiðir úr sér í allri sinni eðlislægu nekt. Því miður verður að segja eins og er, að það er ekki alveg hinn rétti Rodin, sem kynntur er að Kjarvalsstöðum, og ég persónu- lega dái og elska, heldur afsteyp- ur verka hans, sem auk þess glampar og glóir i vegna harðrar ogstingandi lýsingar. Á sýninguna vantar verk úr gipsi og marmara, svo og verk í brenndum leir, og ekkert verk er þarna frá hendi meistarans í frumgerð sinni. ekki einu sinni ein lítil teikning né málmæting. Og þriðja útgáfan af Hliði vitis, sem sérstaklega var vakin athygli á, var upprunalega mótuð í leir en var steypt fyrir safnið árið 1991 (!),. og þó í henni finnist arkitektóniskur samhljómur með endanlegri gerð er enn langt í land, eins og allir geta séð. Einhvern veginn minnir þetta mig á „nýja antík", sem á svo miklum vinsældum að fagna hér á landi. Einnig finnst mér jafn mikið skorta á sanna mynd af Rodin á sýningunni og í kvik- myndinni um ástir hans og Cam- ille Claudel í sjónvarpinu sl. föstu- dag. Munurinn er einungis sá, að myndin var ekki upp á marga fiska og á köflum hrútleiðinleg en hins vegar eru styttur Rodins aldrei leiðinlegar, einungis mis- jafnlega sannar. Verð ég að viðurkenna mikil vonbrigði mín, þótt skynja megi formræna meistaratakta í af- steypunum, en þær eru bara svo skelfilega gljáandi að minnir á afsteypur í listmunaverzlun sem lengi var á miðjum Laugavegi, en er nú komin í listhúsið í Laugar- dal. Hin stóra og veglega sýning- arskrá upplýsir meira að segja að sumar myndirnar, t.d. hin fræga mynd „Kossinn", hafi verið Rodin á vinnustofu sinni. steyptar í ótölulegum eintaka- fjölda! Og hvað það fræga og heillandi verk snertir er allt annar hand- leggur að sjá það í gipsi eða marmara en í bronsi. Ljósmynd- irnar á veggjunum bæta ýmislegt upp, og án þeirra væri sýningin sýnu risminni, því að í þeim er einmitt rétta andrúmið og stund- um kemur greinilega fram ýmis- legt í gipsverkunum á ljósmynd- unum, sem hefur tapast við yfir- færsluna í brons. Mögulegt hefði jafnvel verið að kynna vandaðar litprentanir af gips- og bronsverkum Rodins ásamt teikningunum, en það er ekki gert og er miður, en sé það til að hlífa siðgæðisvitund fólks, sem aldrei kemur á sýningar nema til að sýna sig og sjá aðra, hefur það tekist fullkomlega. Satt að segja spyr maður um tilgang slíkrar- sýningar og af hverju hún sé hingað komin, því að það eru þúsundir íslendinga ef ekki tugþúsundir sem hafa fengið tækifæri til að dást að verkum Rodins á Glyptotekinu f Kaupmannahöfn, sem gefur mun raunsannari hugmynd um snilli hans, og margir hafa vafalaust komið á Rodin-safnið í París. Ég get helst hvatt sem flesta áhugasama, sem skoða þessa sýn- ingu og eiga leið um París, að láta sitt fyrsta verk vera að skoða Rodin-safnið, því að þeir kynnast ekki hinum sanna Rodin á þessari sýningu, fá rétt nasasjón af snilli hans. Má geta þess, að safnið er steinsnar frá Les Invalides her- minjasafninu, þar sem jarðneskar leyfar Napóleons, Fochs mar- skálks og fleiri mikilmenna fran- skrar sögu eru til húsa. Þá skal þess getið að Kjarvals- staðir er frekar strembin bygging til sýninga á höggmyndum nema með uppstokkun húsnæðisins, líkt og var gert með eftirminnilegri sýningu verka Thorvaldsens um árið. Hver meiri háttar höggmynd hefði helst þurft sérstaka með- höndlun og sveigjanlega lýsingu til að fá notið sín. Vonandi verður það svo ekki næsta skrefið að kynna okkur t.d. eftirprentanir af verkum Delacro- ix, Monet, van Gogh eða annarra mikilhæfra samlanda Rodins á myndlistarsviðinu á veggjum Rjarvalsstaða. Gleymum ekki, að hér er verið að „kynna" myndhöggvara, sem er mun betur þekktur flestum myndhöggvurum jarðkringlunnar á Islandi, að Einari Jónssyni ein- um undanskildum, og þess vegna gera menn nokkrar kröfur til kynningarinnar og hér vilja menn sjá blóð, tár og svita, en ekki eftir- gerðir í eins konar súkkulaðihjúp. Þrátt fyrir allt og vel það, verð- skuldar meistari Auguste Rodin nánari kynningu í blaðinu. Og til að skapa meiri skoðanalega vídd í rýni á mikilsháttar sýningar hefur verið ákveðið að fara að tveimur hliðum að þeim, og mun Eiríkur Þorláksson starfsbróðir minn skrifa um það sem honum hugnast af æviferli listamannsins. Bókaflóðið að hefjast Utgáfa Fróða og Æskunnar HJÁ Fróða koma út margar bækur og af ýmsu tagi, en út- gáfa Æskunnar er með minnsta móti að þessu sinni. Fróði Þorgrímur Þráinsson skrifar um ungmenni í útilegu í skáldsögunni Spor í myrkri. Sundur og saman er fyrsta skáldsaga Jónínu Leósdóttur og fjallar hún um unglinga á kross- götum. Háskaleikur nefnist ný spennu- saga eftir Stephen King í þýðingu Gúðbrandar Gíslasonar. Saltbragð hörundsins eftir frönsku skáldkonuna Benoite Gro- ult hefur verið rómuð víða. Guðrún Finnbogadóttir þýðir bókina. Strákarnir okkar eftir Sigmund Ó. Steinarsson fjallar ítarlega um íslenskan handknattleik. Arnar Guðmundsson og Unnar Ingvarsson fjalla um umdeildan þátt sögunnar í bókinni Bruggið og bannárin. Þú gefst aldrei upp, Sigga, er ævisaga Sigríðar Rósu Kristins- dóttur skráð af Elísabetu Þorgeirs- dóttur. Til eru fræ — saga Hauks Morthens söngvara er eftir Jónas Jónasson. Manga með svarta vanga er um Margréti Sigurðardóttur frá Hvammi í Langadal og skráð af Ómari Ragnarssyni. NBA — þeir bestu eftir Eggert Þór Aðalsteinsson fjaliar um bandarísku körfuknattleiksmenn- ina í NBA-deildinni. Spennandi spurningakeppni eft- ir Guðjón Inga Eiríksson er eins og nafnið bendir til leikjabók. Leiksystur og labbakútar er ný barnabók eftir Helgu Möller, en Puntrófur og pottormar, frumraun hennar á því sviði, vakti athygli. Hrakningar og björgunarafrek eru efni Helnauðar eftir Eirík S. Eiríksson. Æskan Róbert — ævisaga listamanns er bók sem Æskan gefur út um Róbert Arnfinnsson leikara. Eð- varð Ingólfsson skráir. Vorið kallar. Ljóð og söngvar eftir Margréti Jónsdóttur. í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Margrétar hefur verið tekið saman úrval barnaljóða hennar. Leiðréttíng í frétt um væntanlegar bækur frá bókaútgáfunni Iðunni var barna- og unglingabók eftir Iðunni Steinsdóttur rangnefnd. Bókin heitir Er allt að verða vitiaust! Þess má geta að Gegnum þyrni- gerðið eftir Iðunni er nýkomin út á þýsku. ------------------1------------••'—¦-------------------------- - ----'-----------------------------------------1-------------------------1——¦---------- Helgi Sæmundsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson með nýju bók- ina, „Sóldagar". Nýjar bækur Ljóð Guðmundar Inga SÓLDAGAR er heildaryóðasafn Guðmundar Inga Kristíánssonar á Kirkjubóli í Bjarnardal í Ön- undarfirði. Efni „Sóldaga" eru fimm bækur skáldsins, Sólstafir, Sólbráð, Sóldögg, Sólborgir og Sólfar, en að auki úrval kvæða þess frá seinni árum. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Guðmundur Ingi er listhagur á mál og rím og gerðist snemma sér- stæður meðal íslenskra nútíma- skálda. Jafnframt er hann heims- borgari sem Iætur síg varða fram- tíð mannkyns og örlög veraldar." Útgefandi er Hörpuútgáfan. Helgi Sæmundsson bjó yóðasafn- ið til prentunar. Bókin er 339 bls. Prentvinnsla og bókband er unnið í Odda hf. Kápumynd er eftir Rafn Hafnfjörð. Bókin kost- ar 3.420 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.