Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
37
okkur ekki. Einar naut samverunnar
án þess að þurfa að fylla í hana með
einhverju skrafí. Það var þessi sam-
vera sem hann saknaði hvað mest
eftir að hann varð blindur. í viðtali
við Einar í „Sögu blindra á íslandi",
sem þessi samantekt byggir að hluta
til á, kvartar hann yfir einangrun,
sem sennilega fylgdi sjónmissinum
og það að fara aðeins 13 ára að
heiman. Um leið þótti mörgum full-
orðnum Einar vera erfiður í sam-
skiptum, því að hann var fastheldinn
á eigin skoðanir. Hann vildi standa
á eigin fótum og ráða sínu lífi. Þeg-
ar Einar festi kaup á bíl til að kom-
ast upp í sveit á sólríkum sumardög-
um eða til að heimsækja ættingja,
sýndi hann þessa sterku sjálfsbjarg-
arviðleitni sína.
Eftir ferðalag á heimaslóðimar
sumarið 1989 veiktist Einar af þeim
heilasjúkdómi sem átti eftir að verða
honum að aldurtila. Við sjúkdóminn
missti hann getuna til að kortleggja
umhverfið í minninu og varð því
mikið til rúmliggjandi eftir það. Síð-
ustu fjögur ár æfi sinnar lá Einar á
Hrafnistu þar sem hann lést 27.
október síðastliðinn.
Sævar Tjörvason.
Ó, hve sælir eruð þér, sem genguð
inn til hvíldar guði hjá og fenguð
í friði fundið
fjötra leysta’ er líf á jörð er bundið.
Kom, ó, Jesú, kom oss burt að búa,
bönd vor leys og heim oss leyf að snúa;
lát þeim, er þreytast,
þráða hvíld í himnaríki veitast.
(Helgi Hálfdánarson)
Einar var sonur hjónanna Svövu
Einarsdóttur alþingisskrifara Þor-
kelssonar próf. á Staðarstað Eyjólfs-
sonar og Guðgeirs trésmiðs Ög-
mundssonar skálds og handlæknis í
Görðum Jóhannessonar. Ættir Ein-
ars má rekja meira og minna á Snæ-
fellsnes. Systkini hans eru Katrín
(1912), lést ung, Aðalheiður (1913),
býr í Kópavogi, Guðmundur (1915),
rakari í Hafnarfirði, nú látinn, Mar-
ía (1918), býr í Keflavík, Árni
(1923), trésmiður í Keflavík, Katrín
(1926), býr í Kópavogi, og Hrafn-
kell (1928), rakari í Reykjavík, nú
látinn.
Einar Guðgeirsson ólst upp á
Hellissandi. Hann var rólyndismaður
og barngóður. Snemma á ævinni
verður hann fyrir því slysi að missa
annað augað sem ágerðist svo að
hann missti hitt ljka. Lítið fór fyrir
heilsugæslu á þessum tíma og langt
að fara með sjúklinga, jafnvel hættu-
legar leiðir eins og Olafsvíkurenni
og Fróðárheiði. Menn treystu á Guð
og lukkuna í þessum efnum. Einar
var orðinn blindur sem unglingur
og hafði það að sjálfsögðu áhrif á
allt hans líf. Eftir að Einar kom til
Reykjavíkur fór hann að vinna á
Grundarstíg 11 í burstagerð sem var
svo upphafið að Blindrafélaginu.
Hann var einn af stofnfélögum
Blindrafélagsins. Þar hafði hann svo
vinnu og samastað, í Hamrahlíð 17.
Einar var móðurbróðir minn og
vinur. Ég fór oft með foreldrum
mínum til hans í heimsóknir og ég
man hvað mér þótti þeir hlutir sem
hann átti sérstakir. Okkar samband
var ágætt. Hann nýtti sér það óspart
að fá mig í gönguferðir með sér út
um allt, þegar hann kom í heimsókn
til okkar. Ekki lét hann fötlun sína
aftra sér í að komast hingað og
þangað. Hann gerði mikið af því að
heimsækja systkini sín. Við fórum
saman á æskuslóðir hans á Hellis-
sandi, er ég var 12 ára. Var þá kom-
ið við á ýmsum stöðum, sem Einar
vildi koma á. Honum var vel tekið
enda þekkti hann marga. Þetta er í
eina skiptið sem ég hef verið þarna
°g liggja þó rætur okkar þar. Eftir
að hann fékk sér bifreið gerðum við
víðreist. Mest þótti honum gaman
að fara upp að Elliðavatni í sumarbú-
stað, sem vinkona hans átti. Vinkona
hans var Guðrún Jónsdóttir frá
Asparvík á Ströndum og er látin
fyrir nokkrum mánuðum. Þarna gat
hann gengið fijáls úti í náttúrunni.
Hann naut þess mikið að komast í
snertingu við náttúruna og heyra
fuglasönginn óma. Síðustu árin
dvaldist hann á Hrafnistu í Reykja-
vík.
Megi Einar í friði fara og góður
Guð veita honum hina eilífu hvíid.
Þórður Árnason.
Þuríður Sigmjóns-
dóttir — Minning
Fædd 3. nóvember 1912
Dáin 25. október 1993
Mig langar í örfáum orðum til að
minnast ömmusystur minnar, Þuríð-
ar Siguijónsdóttur, sem lézt á Land-
spítalanum 25. október síðastliðinn.
Þura frænka starfaði sem sauma-
kona áratugum saman og kynntist
ég henni best í gegnum þá iðju henn-
ar. Fyrir um það bil tíu árum fór ég
að leita til hennar sem saumakonu.
Þura var alltaf heilsuhraust og saum-
aði hveija flíkina á fætur annarri þó
að hún væri komin á áttræðisaldur.
Þrátt fyrir að aldursmunur okkar
Þuru væri yfir 50 ár þá var ekki
kynslóðabilinu fyrir að fara í þau
mörgu skipti sem við hittumst vegna
saumaskapar. Þura brosti gjaman
yfir þeim hugmyndum sem táningur-
inn lagði fyrir hana, en alltaf gat
hún framkvæmt þær.
Ég kynntist Þuru frænku sem
glaðlyndri, hjartahlýrri og greiðvik-
inni konu sem mikil eftirsjá er að,
en ekki má samt gleyma að þakka
fyrir að hennar naut við í heil 80 ár.
Þura er nú farin á fund eigin-
manns síns, Yngva Finnbogasonar,
sem lézt fyrir nokkrum ámm, en við
sem sitjum áfram í þessari jarðvist
þökkum Þuru fyrir allt það sem hún
gaf okkur.
Þeir sem eru nú að kveðja systur,
mömmu og ömmu eiga um sárt að
binda og votta ég þeim og öðrum
aðstandendum alla mína samúð.
Hafdís Hansdóttir.
Aðfaranótt mánudagsins 25. októ-
ber sl. andaðist á Landspítalanum
amma okkar, Þuríður Siguijónsdótt-
ir. Amma Þura, eins og við krakkam-
ir kölluðum hana tók alltaf vel á
móti okkur þegar við komum til
Reykjavíkur og var orðjnn sjálfsagð-
ur hlutur að gista í Álfheimunum.
Það var gott að koma til ömmu og
var hún alltaf að hafa áhyggjur af
því að gefa fólki nóg að borða og
nutu heimabakaðar flatkökur og
gijónagrautur mikilla vinsælda. Allt-
af var opið hús í Álfheimunum bæði
fyrir vini og vandamenn og fengu
allir gistingu sem vildu hvenær sem
var. Amma var alltaf gamansöm og
hafði gaman að sprella bæði í fjöl-
skylduboðum og með vinkonum sín-
um. Það var ekki mikið mál fyrir
hana að setja á svið eitt leikrit og
hanna búninga á liðið. Ef fatamálin
voru í ólestri, t.d. fyrir dansleik, þá
var oft taiað við ömmu, og báðum
við hana að hjálpa okkur að sníða
flíkina, en hún var þeim kostum
gædd að geta sniðið eftir myndum
sem maður sýndi henni hvort sem
var úr tískublöðum eða eitthvað sem
við höfðum rissað á blað. Oftast end-
aði „hjálpin“ með því að flíkin var
fullsaumuð næsta dag.
Amma þurfti alltaf að vera að,
iðulega fór hún í laugarnar á morgn-
ana, en eftir hádegi saumaði hún.
Það var árlegur viðburður í mörg ár
að amma Þura kæmi norður á Sauð-
árkrók á haustin að tína ber og var
ekki að spyija að henni. Hún hljóp
upp um allar hlíðar eftir beijum
hvernig sem viðraði þannig að við
krakkarnir höfðum ekki við henni.
Amma hafði alltaf verið heilsuhraust
og talaði hún um aumingja gamla
fólkið (en hún taldi sig aldrei þar í
flokki) sem lægi sjúkt og jafnvel
ósjálfbjarga á spítölum og öðrum
stofnunum og var það von hennar
að hún ætti aldrei eftir að verða
þannig. Enda sagði amma við eitt
okkar nokkrum dögum áður en hún
dó, og var hún þá að mestu rúmliggj-
andi, að þetta væri ömurlegt að vera
svona ósjálfbjarga og vildi hún frem-
ur fá að fara en að vera svona lengi.
Það virðist mjög óréttlátt að hún
skuli yfirgefa okkur svo skyndilega
löngu áður en tími hennar var kom-
inn. Þegar hugsað er til baka gerum
við okkur grein fyrir því hvað þessi
hjartagóða kona sem amma okkar
var gaf okkur mikið. Ekki hefði
nokkur maður ímyndað sér fyrir ári
síðan að amma Þura væri að halda
upp á sitt síðasta afmæli þegar hún
varð 80 ára og bauð allri fjölskyld-
unni. á.Hótel Örk. Er.það.von okkar.
að amma Þura fái að hvíla í friði.
Minning hennar mun ávallt geymd í
hjarta okkar.
Jóhanna Lára, Berglind og
Páll Ragnar.
Elskuleg vinkona mín, Þuríður
Siguijónsdóttir, Álfheimum 46, er
dáin. Já, hún var meira en vinkona
mín. Við vorum jafn gamlar, skírðar
og fermdar saman og alveg óaðskilj-
anlegar alltaf að leika. Nóg var að
gera, byggja yfir horn, leggi og
kjálka að ógleymdu. fínu brúnkökun-
um sem við bökuðum og skreyttum
með steinum, sóleyjarblöðum og fífl-
um.
Við ólumst upp í tvíbýli, tveir
torfbæir með nokkurra metra milli-
bili. Þar liðu okkar fyrstu níu ár, en
svo þurftu fjölskyldurnar að flytja
og þá var draumurinn búinn. Ég
verð ekki svo gömul að ég gleymi
hve mikið var grátið þegar farið var
að kveðja leiksystkini sín, og fundir
urðu færri og mikið hvað okkur leidd-
ist.
Svo liðu unglingsárin og sjaldnar
var hist, en alltaf sama hlýjan. Þeg-
ar við vorum orðnar fulltíða stúlkur
og búnar að stofna fjölskyldu þá
byijuðu heimsóknir upp á nýtt, og
þegar börnin okkar stækkuðu og
gátu verið ein heima kvöldstund, þá
fórum við hvort til annars á laugar-
dagskvöldi tvisvar yfir veturinn til
að spila. Þá var stundum mikið fjör
og mikið hlegið. Ég held að klukkan
hafi stundum verið orðin nokkuð
margt þegar hætt var.
Tvö síðastliðin vor vorum við Þura
eins og hún var kölluð saman á Laug-
arvatni í eina viku á íþróttanám-
skeiði okkur til gagns og gamans.
Þegar við skildum þá var ákveðið
að fara næsta vor, en nú er hún
farin í enn lengra ferðalag. Það er
Guð sem ræður, en ég er með sökn-
uð og sár í hjarta.
Að endingu votta ég öllum að-
standendum innilega samúð mína.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Ólöf Guðmundsdóttir.
Mér er ljúft að minnast tengda-
móður minnar Þuríðar Siguijónsdótt-
ur sem lést 25. október sl. rétt tæp-
lega 81 árs að aldri.
Þuríður fæddist í Geirshlíð í Miðd-
ölum 3. nóvember 1912. Hún var
dóttir Siguijóns Jónssonar og Krist-
ínar Ásgeirsdóttur sem lengst af
bjuggu í Kirkjuskógi í Miðdölum í
Dalasýslu með sinn stóra barnahóp,
en systkinin voru átta og var Þuríður
fimmta í röðinni. Þuríður giftist
Yngva Finnbogasyni frá Sauðafelli í
Dölum 1938, en hann lést 8. júní
1989.
Þuríður og Yngvi hófu búskap í
Reykjavík og bjuggu þar alla tíð,
lengst af í Álfheimum 46. Börnin
urðu þijú Siguijón Svavar, kvæntur
Margréti Valdimardóttur, Hulda, gift
Arnari Laxdal Snorrasyni, og Mar-
grét, gift undirrituðum. Barnabörnin
eru sjö talsins og bamabarnabörnin
þijú. Nú eru liðin tæp þijátíu ár síð-
an ég kynntist þessum sómahjónum
og hafa þessi ár verið bæði skemmti-
leg og lærdómsrík. Þuríður var smá-
vaxin fínleg kona, sívinnandi og
stjanandi við þá sem í kringum hana
voru. Við tengdabörnin fórum ekki
varhluta af þessari hugulsemi og lét
hún heldur meira með okkur en sín
eigin börn. Þuríður lagði fyrir sig
saumaskap með heimilisstörfunum
og saumaði föt á fólk af miklum
myndarskap alveg fram að þeim tíma
er hún veiktist, fyrir rúmum tveim
árum af þeim sjúkdómi sem nú hefur
dregið hana til dauða.
Arið 1967 fórum við Margrét með
þeim Þuríði og Yngva til Danmerkur
í heimsókn til sonarins Svavars í
ógleymanlega ferð. Það var meðal
annars ekið um Panmörku þvera og
’ j.éiidilanga ag J hita„ og.taugatitringi.
hraðbrautanna kom vel í ljós jafnað-
argeð Þuríðar sem brosti út að eyrum
og naut hverrar mínútu ferðarinnar.
Eftir að við Margrét fluttum til Sauð-
árkróks hittumst við sjaldnar, en
oftast komu Þuríður og Yngvi til
okkar í heimsókn einu sinni á ári og
var þá oft reynt að koma seinnipart
sumars. Notaði Þuríður þá tækifærið
til að fara til beija sem virtist vera
henni mikil tilbreyting og skemmtun
frá borgarlífinu. Börnin okkar fóru
ekki varhluta af þessum heimsóknum
og það eru ófá spilin sem spiluð voru
og sögur sagðar og lesnar af ömmu
og afa.
Þau skipti sem ég og fjölskylda
mín lögðum undir okkur heimilið í
Álfheimunum eru ótalin og alltaf var
okkur tekið fagnandi og með stór-
veislum. Þuríður var glaðleg í fasi
og lét ekki amstur lífsins slá sig út
af laginu. Þetta kom vel í Ijós þegar
hún veiktist og varð að gangast und-
ir erfiða skurðaðgerð 1991 en þá kom
bjartsýnin og góða skapið hennar
aftur á fætur á ótrúlega skömmum
tíma. Það voru ekki liðnar nema þijár
vikur frá uppskurðinum þegar hún
var mætt á ættarmót vestur í Dölum,
ótrúlega hress og naut samverunnar
við ættingja, vini og æskustöðvamar.
Fólk gat varla leynt áhyggjum sín-
um á kvöldvöku ættarmótsins þegar
Þuríður tók að stíga dans eins og
ekkert hefði í skorist, brosandi og
glaðleg að vanda og naut augnabliks-
ins. Ekki virtist þessi uppákoma tefja
fyrir batanum sem við vonuðum að
yrði varanlegur og á áttræðis af-
mæli sínu í fyrra þegar Þuríður bauð
ti! veislu á Hótel Ork var sama uppi
á teningnum, dans, glens og gaman.
En allt tekur enda, sjúkdómurinn tók
sig upp á ný og endalokin urðu ekki
umflúin.
Ég kveð hér með vinsemd og virð-
ingu góða konu sem reyndist mér
vel. Það verður einkennilegt að koma
til Reykjavíkur eftir þetta og geta
ekki heimsótt ömmu Þuru í Alfhei-
munum.
Páll Pálsson.
Hún Þura móðursystir mín er dáin,
þvi verð ég víst að trúa þó sannar-
lega eigi ég erfitt með það. Á þessum
81. afmælisdegi sínum verður hún
kvödd hinstu kveðju. Ef ekki hefðu
tekið sig upp veikindi hennar hefði
hún eflaust átt mörg ár eftir, en úr
því sem komið var þá má þakka fyr-
ir að sjúkdómslegan skyldi ekki verða
lengri. Hún hafði öðlast þá gæfu í
lífinu að hafa góða heilsu þar til sjúk-
dómur gerði vart við sig á árinu
1991 og gekkst hún þá undir upp-
skurð og komst til góðrar heilsu þar
til sjúkdómurinn tók sig upp að nýju
nú síðla sumars.
Minningar mínar um Þuru frænku
og fjölskyldu hennar ná til bernsku-
áranna, en á annan í jólum hvert ár,
sem einmitt er afmælisdagur Sigur-
jóns, sonar hennar, komu fjölskyldur
systkina hennar saman á heimili
hennar og Yngva manns hennar til
að halda saman afmælis- og jóla-
fagnað.
Það var engin spurning um ferme-
trafjölda á þessum árum, það var
nóg pláss fyrir aila í litlu íbúðinni
þeirra. Það var glatt á hjalla og allt-
af kom einhver jólasveinn í heimsókn
til að gleðja bömin og man ég ekki
betur en hún frænka mín hafi bmgð-
ið sér gervi jólasveinsins, ef þvi var
skipta og sýndi þá ýmis tilþrif sem
vöktu kátínu bæði hjá börnum og
fullorðnum. í eðli sínu var hún hægl-
át kona en leyndi á sér og það hef
ég fregnað frá móður minni að hún
hafi á seinni árum verið liðtæk í að
bregða sér í hin ýmsu gervi, á góðum
stundum í þeim félagsskap sem hún
var meðlimur í.
Tengsl mín við Þum og fjölskj Idu
hennar á mínum yngri ámm vom
e.t.v. meiri vegna þess að Hulda
dóttir hennar og ég erum jafnöldmr.
Þura giftist miklum ágætismanni,
Yngva Finnbogasyni, sem ættaður
var frá Sauðafelli í Dölum, sömu
sveit og hún, en hún var ættuð frá
Kirkjuskógi. Þau bjuggu alla tíð í
Reykjavík og eignuðust þijú börn,
Huldu, Siguijón Svavar og Margréti.
Á heimili þeirra ólst einnig upp dótt-
urdóttirin Inga Þuríður.
Er Yngvi lést árið 1989 höfðu þau
átt saman rúmlega 50 hamingjurík
ár, en það gat varla farið fram hjá
neinum að þau vom hamingjusöm
hjón. Þau kunnu að spila úr því sem
þau höfðu. Þar fór saman rólegt fas,
hagsýni, nægjusemi og einstök
snyrtimennska. Ég veit að fráfall
Yngva var henni mikið áfall en hún
var ekki vön að flíka tilfinningum
sínum og tókst á við það eins og
annað í lífinu.
Lífsstarf hennar var alla tíð á
heimilinu því jafnframt húsmóður-
störfunum starfaði hún sem sauma-
kona og átti í gegnum árin sína föstu
viðskiptavini. Það var með ólíkindum
hverju hún gat afkastað. Ég efa stór- -
lega að það séu margir í fjölskyld-
unni sem hafi ekki einhvern tímann
eignast eitthvað sem hún hafði saum-
að. En hún saumaði ekki bara fatn-
að, það lék allt í höndunum á henni,
hvort sem það var að búa eitthvað
til, til að prýða heimilið eða gleðja
einhvern í fjölskyldunni. Það var
ekki hávaði eða fyrirgangur í kring-
um hana, allt var unnið af sömu
yfirvegun, sama hve mikið var að
gera.
Það var alltaf notalegt að heim-
sækja þau hjónin í Álfheimana, alltaf
var tími til að spjalla aðeins og leita
frétta um leið og þegnar voru veiting-
ar. Það er alltaf mannbætandi að
kynnast góðu fólki og ekki síst fyrir
börn að umgangast slíkt fólk.
Þó að segja megi að 80 ár séu
hár aldur þá finnst hvorki mér né
öðrum að hún Þura frænka hafi ver-
ið orðin gömul kona. Hún hélt sinni
reisn meðan heilsan leyfði og var
ungleg svo að af bar. í því sambandi
minnist ég orða konu, er sagði eitt
sinn við mig: „Mikið vildi ég, að þeg-
ar ég verð gömul þá geti ég orðið
eins og hún Þura frænka þín.“ Und-
ir þessi orð get ég heils hugar tekið.
Það er komið að kveðjustund og
ég kveð þessa frænku mína og þakka
fyrir það sem hún gerði fyrir mig
og mína fjölskyldu. Börnunum henn-
ar og fjölskyldum þeirra, barnabörn-
um, bamabarnabörnum svo og eftir-
lifandi systkinum votta ég samúð
mína, en minningin um mæta konu
verður ekki frá þeim tekin.
Blessuð sé minning Þuríðar Sigur-
jónsdóttur.
Svanhildur Hilmarsdóttir.
Þetta er minning'arkort
Slysavarnafélags íslands
Skrifstofan sendirpau bæði
innanlandsog utan.
Þau fást með enskum, dönskum eða
þýskum texta.
Sími SVFÍer 627000.
Gjaldið er innheimt með gíró.