Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 Heilsíðugrein í Sports Illustrated um skákáhuga í Grímsey „Eyjan numin af víkingum með einstakan skákáhuga“ í BANDARÍSKA íþróttavikuritinu Sports Illustrated, sem er eitt útbreiddasta og virtasta blað á sínu sviði í Bandaríkjunum, birt- ist fyrir stuttu heilsíðugrein um skákáhuga í Grímsey. Greinin er eftir Michael nokkurn Finkel og tengist bandaríska milljóna- mæringnum Daniel Willard Fiske sem gaf hverri fjölskyldu á eyjunni taflborð fyrir um öld. Þar er rætt við Friðrik Ólafsson, skrifstofusljóra Alþingis, um skákhefð íslendinga, sem segir m.a. að „langir vetrar með löngum dimmum skeiðum henta fyrir- taks vel til að rannsaka leiki.“ Þá er sagt að íslendingar eigi flesta stórmeistara á skák í heiminum, miðað við höfðatölu og þannig sé einn stórmeistari í skák á hverja 32 þúsund íbúa hér- lendis, en til samanburðar sé einn stórmeistari í skák á hverja 7,5 milljónir Bandaríkjamanna. „En hvergi í varðveittri sögu um skák á Islandi hefur ástin á íþróttinni verið jafn mikil og í Grímsey,“ segir í Sports Illustr- ated, „Eyjan var numin við mót 11. aldar af hóp víkinga með ein- stakan smekk fyrir skák. Fyrir utan fisk og fisk sem veiða þurfti, var fátt á Grímsey sem truflaði menn frá því að spila skák. Trufl- anir hefðu þó getað verið vel þegnar. Samkvæmt þjóðsögum bjó víkingur einn yfir getu til að muna hvern þann leik sem hann hafði leikið, böl sem fljótlega varð þess valdandi að hann mundi ekkert annað og bijálaðist. Aðrir sem tókust á við leikinn lágu vik- um saman í rúminu í einu, ófær- ir um að hreyfa sig þar til búið væri að upphugsa nýja hernað- aráætlun.“ Skákáhugi sérvitra Grímseyinga uppgötvast „í næstum níu aldir var skák- ástríða Grímseyinga nær ókunn- ug umheiminum," segir í grein- inni. „Þá gerðist það árið 1879 að sérviskulegt eðli eyjarskeggja var uppgötvað af jafn sérvitrum Ameríkana; Daniel Willard Fiske. Fiske var ferðalangur, málvís- indamaður og milljónamæringur sem lagði grundvöll að fyrstu Frjálsleg grein um skákiðkun í Grímsey GREININ í Sports Illustrated sem rekur á nokkuð fijálslegan hátt sögu skáklistar í Grímsey og örlög gjafar Willards Fiske. skákmeistarakeppni í Bandaríkj- unum árið 1857 og fregnaði af skákáhuganum í Grímsey þegar hann sigldi á gufuskipi um þessar slóðir. Hann fann til samkenndar með harðgeru utangarðslífinu á Grímsey og heillaðist umsvifa- laust af staðnum. An þess að hafa nokkru sinni stigið fæti í eyjuna, ákvað hann að gerast velgjörðarmaður hennar. Fiske sendi hverri einustu af fjöl- skyldunum ellefu sem þar bjuggu íburðarmikið tafl úr marmara. Hann setti seinna meir fé í fyrsta skóla eyjarinnar og bókasafn, og þegar hann lést 1904 ánafnaði hann Grímsey 12 þúsund dölum, sem var gríðarhá upphæð á þeim tíma. Töflin rykfalla og Fiske mát Eina trygga leiðin til Grímseyj- ar fram til 1931 þegar sandborin flugbraut var rudd þar, var með birgðaskipi sem sigldi þangað tvisvar á ári, ef veður leyfði. Þeg- ar flugvélar hófu hálftíma langt flug sitt frá meginlandinu, náði skákáhugi eyjarskeggja loks þjóðarathygli. Eftir einvígi Spas- skys og Fischers varð „landið fullkomlega skákbijálað," segir [Friðrik] Olafsson, og skólinn í Grímsey stóð fyrir skyldukennslu í skák. Og árið 1982 var furðu- legt skákmót sett á svið í eyjunni þar sem bestu skákmenn landsins tefldu með taflmönnum í fullri líkamsstærð á taflborði sem sett var á akbrautina. í dag er yfirbragð Grímseyjar í flestu keimlíkt því sem það hef- ur alltaf verið — vindbarinn út- vörður fiskveiða þar sem himinn- inn er hlaðinn lundum og máfum og þernum. Þar er enn aðeins stakur moldartroðningur, um hálfur annar kílómetri að lengd, og húsin 20 á eyjunni þjappa sér enn saman meðfram suðurströnd- inni, eins og til að halda á sér hita. Þegar grannt er skoðað koma í ljós rafkaplar sem liggja á milli húsa, og í felum inn á milli grösugra þúfna eru þó nokk- uð margir gervihnattadiskar. Bókasafnið sem byggt var fyr- ir fé Fiskes er enn á sínum stað, en safn hans af skákbókum ligg- ur út í horni og safnar ryki. Málverk af Fiske hangir uppi í bókasafninu; hann er með strang- an, næstum stingandi svip, eins og hann horfist í augu við yfirvof- andi mátleik. Undir myndinni er eina marmarataflið sem eftir er á eyjunni — örlög hinna tíu eru öllum hulin. Taflið hefur greini- lega verið ónotað lengi; röð tafl- mannanna er óregluleg. „í raun- inni teflum við ekki lengur,“ út- skýrir Sigrún Óladóttir, sem bor- in er og barnfædd á eyjunni og gegnir nú hlutverki óopinbers leiðsögumanns hennar. „Tímarnir hafa breyst. Við erum með sjón- varp og útvarp og þess háttar, og sá leikur sem við leikum aðal- lega er Nintendo.“ Innanlandsflugfélögin mótmæla virðisaukaskatti á farþegaflug FLUGFÉLÖGIN sem fljúga með farþega í áætlunarflugi innanlands hafa tekið sig saman og mótmælt fyrirhuguðum virðisaukaskatti á farþegaflug innanlands frá og með næstu áramótum. Félögin eru Ern- ir hf., Flugfélag Austurlands hf., Flugfélag Norðurlands hf., Flugleið- ir hf. og íslandsflug hf. Samkvæmt upplýsingum frá þeim myndi skatt- lagningin hækka flugfargjöld um 9-10% sem aftur myndi óhjákvæmi- lega leiða til fækkunar farþega og samdráttar í þjónustu. Flugfélögin ætla á næstu dögum að leita eftir viðræðum við stjórnvöld um framtíð- arfyrirkomuiag skattlagningar á innanlandsflug á Islandi. Ný gjaldskrá fyr- ir skautasvellið BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar íþrótta- og tómstunda- ráðs um að hafin verði sala á 30 miða korti og að gjald fyrir börn verði 1.500 krónur eða 50 kr. fyrir hvert skipti á skautasvellinu. Er það 50% afsláttur frá almennum aðgangseyri barna. Forsvarsmenn flugfélaganna telja að skattlagningin myndi þýða allt að 140 milljón króna kostnaðarauka í innanlandsflugi. Til frádráttar kæmu þær almennu aðgerðir, sem ríkisstjómin hefur þegar hrundið í framkvæmd til styrktar atvinnulíf- inu, þ.e. afnám aðstöðugjalds og lækkun tryggingargjalds. Eftir stæði samt sem áður 109 milljón króna kostnaðarauki vegna skattaðgerða. Forsvarsmenn flugfélaganna benda á að vegna mikillar hagræðingar í innanlandsflugi undanfarin ár, m.a. með fækkun flugvéla, hafi menn loks eygt von til þess að koma greininni á réttan kjöl. Forsendum þess sé nú gjörsamlega kippt í burtu ef af skatt- lagningu verður. Eykur á mismunun milli landshluta í greinargerð sem flugfélögin hafa tekið saman um málið og sent þing- mönnum og sveitarstjórnarmönnum kemur fram að skattlagningin sam- ræmist ekki opinberri stefnu í byggðamálum og auki á mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgar- svæðis vegna þeirra erinda sem landsbyggðarfólk þarf nauðsynlega að reka í höfuðborginni og einnig milli iandshluta innbyrðis vegna mis- hárrar gjaldtöku eftir fjarlægðum frá höfuðborginni. Kemur til viðbótar ígildi söluskatts Flugvallagjald hefur verið inn- heimt af farþegum í innanlandsflugi síðan 1975 og er það nú 165 krónur á hverja brottför. Það var tekið upp í staðinn fyrir söluskatt sem var ákveðið hlutfall. Krónutalan var hærri eftir því sem flogið var lengra og fargjaldið sjálft var hærra og þótti skatturinn ósanngjarn. Með því að taka upp virðisaukaskatt á innan- landsflug yrði horfið til fyrra fyrir- komulags. Mismunun milli íbúa landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis yrði aukin og íbúum landsbyggðar yrði mismunað innbyrðis. Eykur á erfiðleika á erlendum mörkuðum Flugfélögin benda á að innan- landsflugið taki í vaxandi mæli þátt í þjónustu við erlenda ferðamenn og um leið uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Fyrirtæki í ferða- þjónustu eigi nú í erfiðleikum á mörk- uðum erlendis vegna þess hve verð- lag er almennt hátt hér á landi. Við- bótar skattlagning myndi enn auka á þessa erfiðleika og í mörgum tilvik- um gera þjónustuna óseljanlega, einkum þegar haft sé í huga að hótel- verð muni að líkindum einnig hækka vegna aukinnar skattheimtu. Gjaldskrá fyrir börn verður þá þannig að aðgangseyrir er 100 kr., fimmtán miða kort kosta 1.000 kr. og 30 miða kort 1.500 kr. Gjald- skráin var samþykkt í borgarráði með þremur samhljóða atkvæðum. Sigrún Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokks og Guðrún Ög- mundsdóttir fulltrúi Kvennalista, bókuðu að þær sætu hjá um hækk- un á 30 miða aðgangskortum. Ný- lega hafí gjaldskrá að skautasvell- inu verið hækkuð um 100% eða úr 50 kr. í 100 kr. Til að milda gjald- skrárhækkunina hafi verið sam- þykkt að bjóða 30 miða kort á 1.200 kr. og koma þannig til móts við einstaklinga og/eða fjölskyldur sem iðka skautaíþrótt af krafti. Þær geti því ekki fallist á þessa hækkun. Guðrún Ágústsdóttir fulltrúi Al- þýðubandalagsins og Kristín Á. Ólafsdóttir fulltrúi Nýs vettvangs, lýstu stuðningi við bókunina. Frekari útfærsla landhelginnar TILLAGA til þingsályktunar um frekari útfærslu landhelginnar og aukin réttindi Islendinga á úthafinu var lögð fram á Alþingi í gær og er það þingflokkur Alþýðubandalagsins sem að henni stendur. Lagt er til að Alþingi kjósi sjö manna nefnd skipaða fulltrúum allra þingflokka til að kanna möguleika á frekari útfærslu islensku efnahagslögsögunn- ar. Nefndin geri einnig tillögur um hvernig afla skuli ýtrustu réttinda íslendingum til handa á hafsvæðum sem liggja að íslensku efnahagslög- sögunni og á úthafinu. Fyrirlestur um makamissi í greinargerð með tillögunni segir m.a. að veiðar íslenskra skipa á fjar- lægum miðum á aiþjóðlegum haf- svæðum hefðu vakið upp umræður um hagsmuni Isiendinga sem úthafs- veiðiþjóðar. Úthafsveiðar Aflaverðmæti íslenskra skipa af veiðum utan efnahagslögsögunnar gæti orðið fjórir milljarðar á þessu ári vegna veiða í Smugunni í Bar- entshafi, rækjuveiða við strönd Kanada og veiða á Reykjaneshrygg. Þeir sem mest hefðu beitt sér á þessu sviði, svo sem hópur útgerðarmanna skipa er veitt hafa í Smugunni, teldu fjölmarga möguleika koma til greina. Til viðbótar þeim möguleikum sem nú eru nýttir hefðu verið nefndar veiðar á Hutton-Rockall-svæðinu utan 200 mílna marka frá ströndum Bretlandseyja, veiðar á grálúðu og fleiri tegundum á svæðum milli lög- sögu íslands, Grænlands og Kanada suðvestur í höfum og veiðar við Sval- barða. Fyr^tj flutpipgsfnaðijr tiljög- úiiaf'er Steihgrímúf í. Sígfussöh. A SÉRA Sigfínnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur Borgarspítal- ans, flytur annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, erindi á vegum Nýrrar dögunar um makamissi. Erindið hefst klukkan 20 í safn- aðarheimilj Grensáskirkju, (Að,því ióknú miun sýfgjáridí 'segjá frá reynsiu sinni og síðan fara fram umræður og spurningum verður svarað. Þessir fundir eru ölium opnir. í fréttatilkynningu samtakanna segir, að þau bjóði einnig uppá símaþjópustu yið syrgjendur • á s'unriúdögiim kí. 15-I7.‘ ^.... Samtökin hafa tekið upp þá nýbreytni að bjóða upp á það sem þau kalla !nærhópavinnu“ en fellt niður opnu húsin í bili a.m.k. Fyrir- lestrar eru haldnir fyrsta fimmtu- dagskvöld í hverjum mánuði og að þeim loknum skráir fólk sig í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.