Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
Mats Sjölander og Mikael Öster undirbúa rétti kvöldsins í eldhúsi Hótel Holts. Hér eru þeir að útbúa
hörpudisk með trufflum og öðru góðgæti.
MEISTARAKOKKAR
Sýnishom af matseðli
Westra Piren á Holtinu
Tveir af matreiðslumeisturum
hins þekkta sænska veitinga-
staðar Westra Piren í Gautaborg,
Mikael Öster og Mats Sjölander,
hafa þessa vikuna séð um matargerð-
ina á Hótel Holti. Hefur gestum ver-
ið boðið upp á sjö rétta máltíð með
víni á vægu verði. Þeir segja þessa
rétti vera gott sýnishom af þeirri
matargerð, sem stunduð sé á Westra
Piren. Hún sé hvorki sænsk né frönsk
heldur einfaldlega „Westra Piren“.
Veitingastaðurinn er staðsettur við
mynni hafnarinnar í Gautaborg og
var hann opnaður í mai 1990. Öster-
íjölskyldan, sem á Westra Piren,
hefur einnig rekið Tanums Gastgi-
veri og fleiri staði um árabil.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
meðlimur Öster-íjöiskyldunnar er
gestakokkur á íslandi. Steinar Öster,
faðir Mikael, var í því hlutverki á
Naustinu fyrir um tíu árum. Þetta
er líka í fjórða skipti sem Mikael
kemur til Islands þó að þetta sé í
fyrsta skipti sem hann sé hér gesta-
kokkur.
COSPER
Hættu nú! Annars fáum við aldrei aftur frímiða!
„Þetta hefur lengi verið í deigl-
unni. Vigdís Finnbogadóttir hélt
móttöku á Westra Piren skömmu
eftir að við opnuðum og þá vorum
við með aðeins ístensk áhrif í matar-
gerðinni. Við höfum þar. að auki átt
samstarf við Hótel Holt í gegnum
Relaix & Chateux. Það er mjög mikil-
vægt að veitingastaðir sem eiga í
samskiptum séu í svipuðum gæða-
flokki en bæði við og Holt erum
„gourmet“-veitingahús,“ segir Öster.
Michelin-stjarna 1992
Westra Piren fékk hina eftirsóttu
Michelin-stjömu árið 1992 og hélt
henni áfram á þessu ári. Einungis
sjö staðir í Svíþjóð eru nú með
stjörnu, þ.a. tveir til viðbótar í Gauta-
borg og fjórir í Stokkhólmi. Staðirn-
ir vom fleiri fyrir nokkrum árum en
Öster segir efnahagskreppuna hafa
haft töluverð áhrif á sænsk veitinga-
hús. Það sé of dýrt fyrir flesta að
haida háum gæðaflokki á þessum
tímum og því sé megináherslan á
góða, einfalda og tiltölulega ódýra
rétti. „Við opnuðum hins vegar í
miðri kreppunni og höfum því miðað
allt við það ástand frá upphafi. Á
þessu ári hefur reksturinn gengið
framúrskarandi vel og var fullbókað
á hveiju einasta kvöldi frá bytjun
maí til loka september. Bókunarfyr-
irvarinn í sumar var tvær vikur ef
fólk vildi fá borð.“
Öster segir erfitt að skilgreina
matarstefnu Westra Piren sem hefð-
bundna eða ekki hefðbundna. Matar-
gerð í háum gæðaflokki byggi ávallt
á ákveðnum grunni en sé jafnframt
í stöðugri þróun. „Við höllum okkur
auðvitað í átt að Frakklandi enda
er uppruni svo margra hluta í matar-
gerð þaðan kominn. Hins vegar
leggjum við einnig áherslu á sænsk
hráefni og hugsunarhátt. Þannig
næst mun betri árangur en ef maður
reynir að apa eftir algjörlega frönsk-
um stíl sem hugsanlega á ekki við
að öllu leyti.“
Hann segir hugmyndina á bak við
kokkaskipti vera að læra hvor af
öðrum en einnig að gefa gestum
kost á að reyna eitthvað nýtt. í síð-
ustu viku sáu tveir af matreiðslu-
meisturum Hótel Holts, þeir Eiríkur
Ingi Friðgeirsson og Hallgrímur Þor-
láksson, um matargerðina á Westra
Piren og var það ! annað skipti sem
þangað komu gestakokkar.
íslenskir kokkar í Gautaborg
„Mér finnst líka mjög áhugavert
að fá að gestakokka hér á Holti.
Maturinn sem ég hef fengið í þau
skipti sem ég hef borðað hér hefur
verið frábær,“ segir Mikael Öster.
Hann og Eiríkur Ingi voru sam-
mála um að það hefði tekist mjög
vel til er matreiðslumeistarar Holts
sáu um matargerðina á Westra Pir-
en. Uppákoman hafði verið vel kynnt
í fjölmiðlum og var aðsókn því ágæt.
Svo vildi til að um svipað leyti var
verið að opna sýningu á verkum
Erró í borginni og kom hann ásamt
Sigríði Snævarr, sendiherra íslands
í Svíþjóð, og fuiltrúum úr íslensku
og sænsku listalífi í kvöldmat síðast-
liðinn laugardag.
VERSLUN
McEnroe
opnar
listhús
Tennisleikarinn John
McEnroe hefur sett á
stofn listhús í Soho á
Manhattan sem ber nafnið
„The John McEnroe Gall-
ery“. Listhúsið er að vísu
ennþá bara opið samkvæmt
beiðni, en áætlað er að það
verði opnað fyrir almenning
snemma árs 1994.
John McEnroe starfar nú við tenni-
slýsingar í sjónvarpi, en kannski verð-
ur hann virtur listsaii innan árs.
Tennisleikarinn, sem hef-
ur safnað listmunum und-
anfarin fimmtán ár, hefur
nýverið tekið sjö mánaða
námskeið í fræðunum. Með-
al þess sem hann hefur
lært er hvernig eigi að reka
listhús og hvemig þekkja
eigi verðmæta muni frá eft-
irlíkingum.
Kiwanis-menn sem lögðu leið sína á jökulinn. Morgunbiaðið/Aifons
KIWANIS-HREYFINGIN
Heimsfor setinn heim-
sækir Olafsvík
Arthur Svanberg heimsforseti
Kiwanis-hreyfingarinnar, eig-
inkona hans og fýlgdarlið komu til
Ólafsvíkur fyrir skömmu, þar sem
félagsmenn Kiwanis-klúbbsins
Korra tóku á móti þeim. Haldið var
beint á Snæfellsjökul, þrátt fyrir
að ekki viðraði vel. Var af þeim
sökum ekki hægt að fara alla leið
á toppinn. Arthur átti engin orð til
að lýsa hrifningu sinni og sagði í
samtali við Morgunblaðið að þrátt
fyrir leiðindaveður myndi hann
aldrei gleyma þessari ferð.
Að jöklaferðinni lokinni buðu
Kiwanis-menn til hádegisverðar á
heimili Ómars Þórhallssonar forseta
Korra. Var boðið upp á íslenskan
mat og kunnu hinir erlendu gestir
vel að meta veitingarnar, en meist-
arakokkurinn Þórður B. Ríkharðs-
son sá um matseld.
Alice og Arthur Svanberg kappklædd við upphaf ferðar sinnar á
Snæfellsjökul.
I