Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
25
De Benedetti yfirheyrður af saksóknara
Hlutabréf Oliv-
etti halda velli
á mörkuðunum
Róm. Reuter.
ITALSKI kaupsýslumaðurinn Carlo De Benedetti sætti ströngum
yfirheyrslum í gær en hann gaf sig fram við lögreglu í Mílanó
í gærmorgun. Skömmu áður höfðu yfirvöld gefið út á hann hand-
tökuskipun vegna meintrar aðildar að mútumálum og annarri
spillingu. De Benedetti var þegar í gær fluttur frá Mílanó til
yfirheyrslna í gömlu klaustri við ána Tíber, skammt frá Róm.
Honum var sleppt úr fangelsi í gærkvöldi og færður stofufangelsi
þess í stað. Hlutabréf í Olivetti-fyrirtækinu, sem hann stjórnar,
lækkuðu nokkuð á verðbréfamörkuðum í gærmorgun en réttu á
ný úr kútnum.
Lögmenn De Benedettis gerðu
sér í gærkvöldi vonir um að hann
þyrfti ekki að eyða nóttinni í fanga-
klefa. Auðjöfurinn fór sjálfur á fund
saksóknara fýrir nokkrum mánuð-
um og viðurkenndi að hafa beitt
mútum til að fá opinbera embættis-
menn á sitt band, hann hefði orðið
að gera það sama og allir aðrir fjár-
málamenn á Ítalíu.
Auk heimsþekktra stjórnmála-
Drengir fyrir rétti
MYNDATAKA er ekki leyfð við réttarhöld yfir hinum ungu banamönnum James Bulger en myndin
sýnir hvernig sakamannabekkurinn lítur út með augum teiknara.
Réttarhöldin yfir ungum banamönnum James Bulger
Sakbomingamir kenna
hvor öðmm um ódæðið
manna hafa nokkrir af fremstu
kaupsýslumönnum landsins nú orð-
ið rannsókn á spillingarmálum að
bráð og hafa sumir þeirra fyrirfarið
sér. Meðal þeirra var fyrrverandi
forstjóri Feruzzi-samsteypunnar,
Raul Gardini.
Olivetti-fyrirtækið, sem átt hefur
í miklum fjárhagserfiðleikum að
undanförnu, er hluti samsteypu sem
De Benedetti stjórnar. Er hún met-
in á 10 milljarða Bandaríkjadollara,
um 700 milljarða króna. Sérfræð-
ingar segja að fjárfestar muni fyrst
verða órólegir ef De Benedetti þurfi
að sitja lengi inni. Hann gerði Oli-
vetti, sem áður var þekkt fyrir rit-
vélaframleiðslu sína, að risafyrir-
tæki í tölvuiðnaði.
í samsteypunni eru fjölmiðlar á
borð við La Repubblica, er birti ítar-
lega frétt um handtökuskipunina,
einnig fjármálafyrirtæki og verk-
smiðjur. Að sögn La Repubblica
varaði saksóknari við því að De
Benedetti myndi ef til vill reyna að
eyðileggja sönnunargögn í málinu
sem hann ætti yfir höfði sér.
London. Daily Telegraph.
RICHARD Henriques saksóknari hélt því fram í gær við rétt-
arhöld yfir tveimur 11 ára drengjum í bænum Preston í norð-
urhluta Englands, að þeir hefðu af ráðnum hug ginnt tveggja
ára pilt, James Bulger, frá móður sinni í verslunarhúsi í Liver-
pool 12. ferbúar sl. og síðan murkað úr honum lífið. Hefðu
þeir gert sér fulla grein fyrir hugsanlegum afleiðingum verkn-
aðarins. „Burtséð frá aldri þeirra er því haldið fram að það
hafi verið ásetningur beggja að drepa James eða að minnsta
kosti að meiða hann mjög alvarlega. Og þeir vissu báðir að
misgjörð þeirra var alvarleg," sagði Henriques.
Saksóknarinn krafðist þess að
drengirnir yrðu dæmdir til lífstíð-
arhegningar. Þar sem þeir eru
ekki orðnir 15 ára er samkvæmt
breskum lögum aðeins hægt að
dæma þá til fangavistar að ákæru-
valdinu takist að sannfæra kvið-
dóm um að piltarnir hafi fyrirfram
gert sér fulla grein fyrir því að
þeir væru í þann mund að fremja
alvarlegan glæp.
Vegna aldurs sakborninganna
var fjölmiðlum einungis leyft að
kalla þá barn A og barn B. Þeir
eru ákærðir fyrir mannrán og
morð og tilraun til mannráns því
rétt áður en þeim tókst að ginna
Bulger í burtu frá móður sinni, að
sögn Henriques, tókst konu á síð-
ustu stundu að koma í veg fyrir
að þeir tældu jafn gamlan son
hennar burt.
Að sögn saksóknara námu pilt-
arnir tveir Bulger á brott er móðir
hans beið í biðröð í verslun. Streitt-
ist hann stundum á móti á fjög-
urra kílómetra göngu til morðstað-
arins og létu þeir þá höggin dynja
á honum og sögðu fólki sem undr-
aðist framferði þeirra að þetta
væri óþægur bróðir sem væri að
óhlýðnast þeim.
Henriques sagði líkkrufningu
hafa leitt í ljós að pilturinn hefði
verið laminn með múrsteinum og
járnstöngum. Lífið hefði smám
saman verið murkað úr honum.
Hefðu piltarnir skilið líkið eftir síð-
degis á járnbrautarteinum í hverf-
inu Walton -og þar hefði lest ekið
yfir það árla næsta dag. Mannrán-
ið átti sér stað á föstudag en líkið
fannst ekki fyrr en á sunnudag.
Neita sakargiftum
Sakborningarnir tveir neita öll-
um sakargiftum. Skýrt var frá því
á öðrum degi réttarhaldanna í gær
hvernig þeir kenndu hvor öðrum
um verknaðinn við yfirheyrslur hjá
lögreglu. Á fyrstu dögum yfir-
heyrslunnar eru þeir sagðir hafa
logið að lögreglu og breytt fram-
burði sínum ítrekað áður en þeir
leystu frá skjóðunni.
Fulltrúar félagsmálastofnunar
Liverpool hafa fylgt drengjunum
inn í réttarsalinn og setið við hlið
þeirra þar en piltarnir eru vistaðir
hvor á sínum stað á vegum stofn-
unarinnar. í salnum sátu þeir
hoknir með krosslagðar hendur og
virtust ekki botna neitt í neinu.
Þegar ákæra á hendur þeim var
lesin sýndi A engin viðbrögð. Þeg-
ar Henriques lýsti í smáatriðum
meðferð þeirra á James Bulger
byijaði B að kjökra og tók um
handlegg fylgdarmanns síns og
hallaði sér að honum. Foreldrar B
hafa verið í réttarsalnum tvo fyrstu
dagana. Sömuleiðis hefur Ralph
Bulger, faðir hins myrta, verið við-
staddur en kona hans, sem komin
er átta mánuði á leið, ekki.
—..---------
Ræður Deng Xiaopings
Biðraðir við
bókabúðir
Peking. Reuter.
NÝTT safn af mikilvægum ræð-
um Deng Xiaopings, helsta
valdamanns í Kína, kom í versl-
anir í Peking í gær og var barist
um ritið. „Langar biðraðir voru
við allar helstu bókaverslanir
höfuðborgarinnar, “ sagði opin-
bera fréttastofan Xinhua.
í ræðunum, sem nú voru að koma
út og sumar í fyrsta sinn opinber-
lega er m.a. fjallað um efnahagsum-
bætur, framtíð Hong Kong, einnig
þá ákvörðun stjómvalda kommún-
ista að bijóta á bak aftur uppreisn-
ina á Torgi hins himneska friðar
árið 1989.
Kvennagaldur er reykvísk ástarsaga sem gerist í nútímanum. Aðalpersónan,
skarpgreindur fjölmiðlamaður á fertugsaldri, nýtur mikillar kvenhylli enda hefur hann
hlotið viðurnefnið „eftirsóttasti piparsveinn landsins". í Ijós kemur hins vegar að ást
hans er gædd meiri hita en úthaldi. í samkvæmi einu tekur atburðarásin óvænta stefnu
og afleiðingarnar verða í samræmi við það.
Við sögu koma nokkrar bráðlifandi persónur - dæmigert nútímafólk á besta aldri -
sem í mörgum tilvikum mun orka kunnuglega á lesendur.
<á
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
Kvennagaldurs,
Björgúlfur Olafsson, er 31 árs
Reykvíkingur. Hann hefur áður
sent frá sér tvær skáldsögur sem
báðar nutu mikilla vinsælda
meöal íslenskra lesenda.
<4
HF