Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 35 hvort það hefði aldrei hent mig þá, að skynja það, að lífið hlyti að vera eilíft. Vinur! Ég, sem ekki hef skrifað sendibréf í þijátíu og fimm ár, sit hér og skrifa þér þetta bréf. Mitt síðasta sendibréf. Það er þökk mín og kveðja til þín. Það er kominn 18. október, Esjan faldar hvítu en þú hefur tekið dót þitt í klif, dregið tjaldhæla j)ína úr jörðu og ert lagður í ferð. Ég, sem veit hvert veganesti þú hefir, óttast ekki um þig í ferðinni en vona að þú fáir að ferðalokum að sannreyna, að það að gæta síns minnsta bróður beri í sér verklaun. Helgi Jónasson. Sumar andlátsfregnir eru þannig að menn setur hljóða yfir óvæntum og þungum tíðindum. Það kemur þó einnig fyrir að maður finnur til feginleika þegar löngu og erfiðu helstríði er lokið og hinn látni hefur fengið langþráða hvíld. Þá gildir einu þótt sá látni hafi verið slíkra mann- kosta að maður telji sig sjálfan ögn skárri af því að hafa kynnst honum. Einari Bjarnasyni kynntist ég fyrst þegar ég byijaði sem afleys- ingamaður í lögreglu sumarið 1963. Þá var manni víst gjarnast að leita félagskapar við þá sem voru nýlega byijaðir í liðinu. Hann skar sig nokk- uð úr, hæglátur, en fastur fyrir, ekki léttlyndur á efra borði, en með drýgri kímnigáfu en flestir. Það var eins og hann hefði ögn meiri lífs- reynslu en við hinir. Fáeinum misserum síðar vorum við byggingarfélagar. Nú er ein- kennilegt til þess að hugsa að fjórir skuli vera fallnir frá úr sex manna hópi sem þama hóf verk saman, þrír þeirra vel fyrir aldur fram. Það var snemma árs 1982 að Ein- ar bað mig um að koma með sér til verka, er hann bauð sig fram til formennsku í Lögreglufélagi Reykjavíkur. Þá hafði um hríð verið róstusamt í stéttarsamtökum lög- reglumanna, en Einar tók að sér það verkið að leiða félagið til betri sam- stöðu og trausts, á þann veg sem ég hygg að hefði vart verið öðrum fær. Hann tók síðan að sér for- mennsku í Landsambandi lögreglu- manna árið 1986 og gegndi henni í tvö ár. Ferill hans í félagsforystu var ekki langur, en Einar kom dijúgu í verk og var flestum mönnum ráða- betri. Það hjálpaði líka til að flestum þóttu sín mál betur komin hjá honum en öðrum. Einar Bjarnason var vinsæll mað- ur og vel metinn af félögum sínum. Honum var það tamast að vænta þess besta af hveijum og einum, og reyndin varð sú að fæstir vildu bregðast honum í því efni. Ég hef um það grun að hann hafi látið vandamál manna renna sér meir til rilja en lögreglumanni er hollt, og stundum tekið áhyggjurnar heim með sér. Ég veit líka að hann var oft góðviljaðri og víðsýnni en þeir geta leyft sér, sem standa í hags- munagæslu fyrir félaga sína, og ég sagði stundum við hann að hann væri full sanngjarn í sér til að standa í stéttarfélagsmálum. Við Einar ræddum oft saman um starfskjör og hagsmuni lögreglu- manna og vorum ekki alltaf á einu máli. Þó held ég að ég hafi aðeins einu sinni snuprað hann. Þá kvart- aði hann undan því að hann kynni lítið fyrir sér í íslensku. Þá sagði ég honum að skammast sín fyrir þessi orð, því hann hefði lært málið í há- skóla sveitanna og notið þess sem við malarbörnin færum á mis við. Sannast sagna hef ég heyrt fáa tala betra mál en Einar Bjarnason, og hann var flestum öðrum betri ræðu- maður. Jafnan var eins og hann tal- aði að vel ígrunduðu máli og það gat reynst erfitt verk að andmæla honum. Þegar Einar Bjarnason hætti for- ystustörfum í málum lögreglumanna var hann farinn að kenna meinsins er dró hann til dauða. Þó mun það líka hafa hvatt hann til að hætta að honum fannst hann hafa fengið lítt af gleði en nóg af vonbrigðum í því starfi. Hann hafði gengið til verka með heilindum, en sumir við- semjenda okkar lítt reynst traustsins verðir. Skömmu síðar gekkst Einar undir mikinn og erfiðan uppskurð og þótt nokkrar vonir væru um bata kom brátt í ljós að stefndi á verri veg. Hann kom aftur til vinnu um skeið, en sjúkdómurinn náði æ harðari tök- um á honum. Baráttan varð löng og hörð en jafnaðargeð hans virtist meira en í meðallagi og hann gerði oftast lítið úr veikindum sínum. Það var þó öllum ljóst er sáu hann, að hveiju stefndi. Forfeður vorir töldu mann þá fýrst fullreyndan, þegar sást hvernig hann brást við, er hann hlaut sár eða bana. Einar Bjarnason háði lengri og harðari rimmu við dauðann en flestir aðrir. Hann stóðst þá þraut á þann veg sem fáum er ætlandi. Hann mun ekki fljótt gleymast þeim sem kynntust honum. Jóhannes Jónasson. Vinur okkar, ferðafélagi og aðal- varðstjóri í lögregluliði Reykjavíkur, Einar Bragason, lést á heimili sínu aðfaranótt 19. þessa mánaðar. Þessi vinur okkar átti í löngum og erfiðum veikindum síðastliðin fimm ár þannig að við vissum að hveiju dró, það gat ekki farið á annan veg en nú hefur orðið. Einar okkar var mikil hetja í sjúk- dómsbaráttu sinni. Sigrún kona Ein- ars og börn hans studdu mjög vel við þessa hetju I löngu stríði. Kom stuðningur þeirra best í ljós með því að Einár fékk að ljúka þessu lífi í faðmi fjölskyldu sinnar í Mávahlíð 25. Þar vildi hann vera og þar vildi hann deyja. Einar Bjarnason var spilafélagi sumra okkar, ferðafélagi, veiðifélagi og síðast en ekki síst, verkstjóri okkar á vinnustað. Fyrir alla þessa hluti viljum við þakka. Einnig fyrir að hafa orðið þess aðnjótandi að kynnast svo heilsteyptum persónu- leika sem Einar var. Það var sama að hveiju hann gekk, hann tók á máli eins og það lá fyrir hveiju sinni. Einar var félagshyggjumaður og vann mikið að málefnum lögreglu- manna. Hann varð á félagsmálaferli sínum formaður bæði Lögreglu- félags Reykjavíkur og Landsam- bands lögreglumanna. Einar var víðlesinn, hafði ferðast mikið um heiminn og átti gott með að tjá sig á erlendum tungumálum. Við ferðuðumst með Einari innan- lands eftir að hann var orðinn veik- ur. Við fórum í ferð til Aðalvikur á Hornströndum. Þar naut Einar sín vel í ósnortinni náttúru. Þar var spilað, en einnig mikið rætt um lifn- aðarhætti fólks sem byggði þennan útkjálka — þessa nyrstu byggð Vest- fjarða. Umhverfið á þessum stað virtist hæfa Einari vel. Síðasta ferð sem við fórum með Einari var dagana 1.-3. júlí 1992. Sú ferð var farin í Lónssveit, sem var sveitin hans Einars. Er við kom- um að Hjörleifshöfða bað hann okk- ur að stoppa. Hann ætlaði að sýna okkur höfðann og segja okkur sögu hans. Það gerði hann með miklum sóma, sagði frá útræði og lifnaðar- háttum fólks sem þarna bjó á síð- ustu öld. I góðu veðri fórum við undir leið- sögn Einars um sveitina. Við fórum til dæmis upp með Jökulsánni að Hraunkoti og fundum við nú vel að Einar var á heimavelli, hann kunni frá mörgu að segja. Ferðir okkar út fyrir borgina urðu nú ekki fleiri, en oft var komið saman í Mávahlíð- inni eða annars staðar, gripið í spil og slegið á létta strengi. Að Ieiðarlokum þökkum við kynn- in og samverustundirnar. Sigrúnu og ástvinum öllum vottum við samúð okkar. Ferða- og spilafélagar, Kristinn, Helgi, Friðrik, Krist- leifur, Sigurbjörn og Ingi- björg. Einar vinur minn, vinnufélagi, og veiðifélagi, er dáinn eftir harða bar- áttu við manninn með ljáinn, og þar var ekkert gefíð eftir fyrr en í fulla hnefana, enda Einar baráttumaður og þrautseigur með afbrigðum. Okkar kynni hófust á vordögum 1965, þegar við urðum vinnufélag- ar, en ekki urðu þau náin fyrst í stað, því að honum sem var rólegur, yfirvegaður og orðvar, hefur senni- lega þótt ég vera heldur hávær og óspar á lýsingarorð um menn og málefni. í ágústmánuði 1973, þegar vaktin fór í veiðiferð inn að Þórisvatni ásamt mökum og börnum, var ákveðið að við fjórir vaktfélagar, Einar, ég, Kristinn Óskar og Guð- mundur Guðveigsson, færum aftur til veiða í sama mánuði, og var ferð- inni heitið í Staðarsveit á Snæfells- nesi. Síðan var það árvisst að við fær- um til veiða, og renndum við fyrir bæði silung og lax. Víða var leitað fanga en mest vorum við í Staðar- hólsá og Hvolsá í Saurbæ í Dala- sýslu. Fórum við oftast tvær ferðir á sumri. Þá fyrri um miðjan júlí, og vorum við þá í tjaldi með konum og börnum. Síðari ferðin var farin um mánaðamótin ágúst-september og gistum við þá í veiðihúsinu við Hvolsá ásamt konum okkar. Þá var oft glatt á hjalla, alltaf tekin upp spil og spilaðar nokkrar „bertur“ á kvöldin og jafnvel í hvíld- inni frá ánni 'um hádegi. í þessum ferðum okkar til veiða er mér minnisstæðust ein setning, sem Einar sagði, þegar veiði var treg, eitt sinn í Dölum, og lýsir hon- um afar vel: „Strákar mínir, það er ekki hungursneyð á íslandi. Hvernig er það á ekki að fara að stokka spilin?" Tilefnið var það að við hinir vorúm eitthvað daufir yfir fískileys- inu. Við vorum saman á vakt frá 1966 til 1991, en þá hætti hann störfum vegna veikinda. Lengst af var hann yfirmaður minn á vaktinni, en Einar var þess háttar maður að flestum þótti vænt um hann, því að hann var sanngjarn og umgekkst undir- menn eins og fjölskyldu sína, með föðurlegu umburðarlyndi og um- hyggju. Enginn skyldi þó halda að hann hafi verið skaplaus, þeir kom- ust að því sem reyndu að troða hon- um um tær. Hrekkjóttur var hann nokkuð, en alltaf var það græsku- laust. Einar var hár, grannur, beinvax- inn, með sterkleg bein og handsterk- ur, ljós yfírlitum með þetta bjarta, góða svipmót sem ávann sér traust. Hann brást því ekki. Ég og kona mín nutum gestrisni Einar og hans ágætu konu, Sigrún- ar, oftar en tölu verði á komið, og þar var ekki komið að tómum kofan- um, því að Sigrún er frábær í að útbúa veislu fyrir vini heimilisins, sem og aðra. Og þegar maður var orðinn svo saddur af veisluföngum að ekki varð meiru við bætt, sagði Einar gjarnan: Hvernig er þetta, ætlarðu að svívirða konu mína með því að fá þér ekki meira? Elsku Sigrún, við Margrét sendum þér og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Einar vinur minn, far þú vel, ég sakna þín mikið. Kristleifur Guðbjörnsson. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leynist strengur i bijósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt aupakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson.) Þessar ljóðlínur komu upp í hug- ann þegar ég minnist vinar og sam- ferðarmanns sem kallaður var brott á hádegi lífs síns. Einar Bjarnason aðalvarðstjóri var vissulega sá mað- ur sem með brosi sínu og mannkær- leika gat breytt dimmu í dagsljós. Og víst var hann málsvari lítilmagn- ans sem oftar en ekki kemur við sögu þeirra manna sem valið hafa sér löggæslustörf sem starfsvett- vang. Starf lögreglumannsins ein- kennist öðru fremur af samskiptum við það ógæfusama fólk sem orðið hefur undir í lífsbaráttunni; fólk sem vegna félagslegra aðstæðna og bágra kjara hefur misstigið sig á hinni beinu braut réttvísinnar. Einar Bjarnason hafði þann fágæta eigin- leika lögreglumannsins að fínna þann streng sem bærðist í bijósti þessa fólks. Hann skynjaði fljótt þær tilfinningar sem bærðust með þessu ólánssama fólki og bar gæfu til þess að sjá að á bak við harðan skrápinn leyndist oft viðkvæm sál. í starfi sínu sem varðstjóri og síðar aðal- varðstjóri gætti Einar þess að setja sig ekki í dómarasæti og viðhafði jafnan þá reglu að enginn maður er sekur fyrr en sekt hans hefur verið sönnuð. Gilti þá einu hvort hann fékkst við harðsvíraðan sí- brotamann götunnar eða utangarðs- manninn sem átti hvergi höfði sínu að halla. Þegar ég kveð varðstjóra minn og læriföður í löggæslumálum er mér efst í huga mannkærleikurinn og réttsýnin sem einkenndi lífsstarf Einars Bjarnasonar. Sem nýliði skynjaði ég fljótt þann viðkvæma streng sem bærðist í bijósti hans; streng sem hann lék svo listilega vel á þegar illa áraði í lífí skjólstæðinga hans. Af öðrum samferðarmönnum í lögreglunni á ég honum einna mest að þakka. Hann kenndi mér að bera virðingu fyrir manneskjunni og fékk mig til þess að skilja að löggæslustörf snúast ekki einungis um kaldan lagabókstafinn — heldur fyrst og síðast um fólk með mann- legar tilfinningar. Þannig mun ég minnast Einars Bjarnasonar. Á bak við borðalagðan embættismanninn leyndist heimspekingur og sálfræð- ingur sem miðlaði af manngæsku sinni og réttsýni svo eftir var tekið. Um leið og ég votta eiginkonu hans og öðrum aðstandendum samúð kveð ég mætan mann með söknuði og virðingu. Það smáa var stórt í harmanna heim, - höpp og slys bera dularlíki, - og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki. - En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. (Einar Benediktsson.) Ragnheiður Davíðsdóttir. Hvað vannstu Drottins veröld til þarfa? Þess verður þú spurður um sólarlag. (E.Ben.) Engan veit ég fráhverfari því að tíunda verk sín og velgjörðir en Ein- ar Bjarnason var, enda þurfti hann þess ekki með. Tæpast heldur frammi fyrir skap- ara sínu, sem hafði reynt hann lengi á jarðneskan mælikvarða. Leiðir okkar Einars lágu saman fyrir nærri 30 árum er við vorum vaktarfélagar um nokkura ára skeið. Helstu einkenni hans og höfuðkostir voru jafnvægið, hógværðin og góð- vildin. Jafnvægi í öllu hans fasi og athöfnum, gamni og alvöru, hóg- værð og festu. Hann var vörpulegur og bjartur yfirlitum. Einar var tild- urslaus í hinu efnislega, ein leitaði gjarnan í vit bókmenntanna, var víð- lesinn, og ræktaði garðinn sinn í fyllstu merkingu. Sem vænta mátti fólu starfsfélag- arnir honum forystu í stéttarfélagi þeirra og landssamtökum. Megi þeim auðnast að gjalda honum verkalaunin með því að tileinka sér verklag hans og viðhorf. Hann var sígild fyrirmynd. Góður drengur hefur kvatt. Hann mætti örlögum sínum af hugprýði og reisn. „Jafnan er dimmast undir dögunina." Senn birtir og um sólar- upprás heldur vinur okkar út á akur- inn, út á stræti og torg, „meira að starfa Guðs um geim“. „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns,“ sagði Jesús Kristur. Einar lætur eftir sig dýr- mætan sjóð og þar fengu fjölmargir skerf. Ég þakka fyrir mig og mína. Veri hann kært kvaddur, friður og ljós veri með fjölskyldu hans. Sig. Steindór Pálsson. Sálufélagi hverfur og eftir verður meiri tómleiki en orð fá lýst. Raunar var aðdragandi að láti Einars Bjarnasonar svo langur, svo ótrúlega langur, að það gaf tíma til að horf- ast í augu við þá ísköldu staðreynd, að öll barátta þess manns, sem nú er ákaft syrgður, við að sigrast á dauðanum var vita vonlaus. Enda þótt Einar vissi upp á hár, að karl- mennska hans og sálarstyrkur gögn- uðu ekki til að leggja dauðann að velli, þá hélt hann hugrekki og reisn fram til hinztu stundar og sýndu ekki af sér minnsta bilbug. Karl- mennsku var Einar gæddur í ótrú- legum mæli og gumaði aldrei af. Þannig var Einar Bjarnason lög- regluforingi í Reykjavík — einstakur persónuleiki sem minnti á glæsileg- ustu hetjumar í íslendingasögunum okkar — ekkert víl — engin væll á hveiju sem valt. Það varð alltaf óþægilegra og óþægilegra að hitta hann og tala við hann, hvort sem það var heima hjá honum í Hlíðunum eða símleiðis, en hið síðargreinda var algengara undir lokin. Ekki eru. nema þijár vikur síðan sá, er þetta skrifar, bjallaði í Einar til að segja honum í fáum dráttum af ferð sinni norður í Fljót í Skagafírði, sem er orðinn árlegur viðburður 20. septem- ber — þ.e.a.s. í vertíðralok sigl- fírzkra stangveiðimanna. Fyrir þrem árum sýndi Einar greinarhöfundi þann heiður að koma með í slíka ferð á bjeemmvaffinum. Það var rannsóknarefni út af fýrir sig að sjá þá hittast Einar og Braga Magg, skáld og listamann af Stapadalsætt að vestan, fyrrum lögreglumann á ísafírði og Sigló til margra ára, sem alltaf minnti á Marshall MacCloud að hugrekki og hreinskilni í starfí, en Bragi er allra manna beztur og skemmtilegastur. Þeir voru góðir saman hann og Einar, þeir kolleg- arnir. Bragi er potturinn og pannan í ritúali lokadags stangveiðimanna, sem byijar eldsnemma um morgun- inn og endar í æðislegri veizlu, þar á Illugastöðum. í þessari ferð var Einar orðinn mjög sjúkur, en lét á engu bera — og þá var hann ekki farinn að vinna á ný, eftir alvarlegan uppskurð (þann fyrsta). Leiðin norð- ur var með blæ. Éinar sagði sitthvað af sjálfum sér — eins konar sögu- kafla af sjálfum sér, t.a.m. þá er hann upplifði og stundaði ævintýri í vesturvegi, þ.e.a.s. í júess. Þessi ferð með Einari var sérkennileg og gaf þeim, sem þetta ritar, mikið. Hvergi er jafngott að kynnast per- sónu eins og að ferðast með henni eins og var raunin á í þessu tilfelli. Einar sat þarna við hliðina á greinar- höfundi í framsæti biskæbláa bje- emmvaffsins, klæddur lopapeysu, í litum, sem minntu á haustið og veð- ur lífsins. Hann gaf mikið af sjálfum sér þessa ferð eins og svo oft áður. Kynni af Einari vini mínum voru _ orðin býsna löng allt frá því árið 1964, þá er sá er þetta ritar, var blaðamaður á Vísi og fékk leyfi þá- verandi lögreglustjóra Sigurjóns Sigurðssonar til að vera með reyk- vísku lögreglunni á patról og niðri á stöðinni og fylgjast með vörðum laganna í starfi, einkum í skjóli nætur. Einar Bjarnason var þá ung- ur lögreglumaður, ljós yfirlitum og norrænni í útliti en gengur og gerist með drengilegri svip, en flestir aðrir menn, sem maður hefur mætt á lífs- leiðinni. Einar var sagður frækn og hugaður lögreglumaður, þegar hann var óbreyttur liðsmaður eða áður en hann gerðist kapteinn (aðalvarð- stjóri) í liðinu. Hann bjargaði mörg- um mannslífum frá drukknun við • höfnina með því að kasta sér til sunds í ísköldum sjónum og draga vitstola fólk upp úr og jafnvel lífga það við á staðnum. Slíkar karl- mennskuraunir unnu fáir í lögreglu- liðinu betur en Einar Bjarnason. Jálkar, harðjaxlar í liðinu tala með virðingu um hugrekki Einars í ákvörðunum og færni. „Hann var sterkur og vel gerður," sagði einn liðsmanna nýlega, en sá kallar ekki allt ömmu sína. Eftir að Einar varð yfirmaður, varð hann allt öðru vísi stjórnandi — lögguforingi en aðrir, að því að sagt er. Hann hafði bein í nefinu, ef því var að skipta, en hins vegar ljúfur, kíminn og oft hlýr. Fáum mönnum hef ég kynnzt í seinni tíð (vinátta okkar og sálufélag fór vaxandi af ýmsum ástæðum) — já, fáum hef ég kynnzt, sem var jafn glöggskyggn á menn og mál- efni eins og Einar — og enginn, alls enginn, var jafn óvilhallur og rétt- sýnn eins og hann — langar mig til að bæta við. Það er góð tilfinning að virða, en geta þó brugðið yfír á vinahót, sem var Einars vandi. Og nú er hann farinn allt of snemma, blessaður og tómið er nístandi — en huggun harmi gegn, að hann þarf ekki að kveljast meir. Hann talaði nokkuð oft um dauðann — sallarólegur og æðrulaus eins og sæmir karlmenni. í augum mínum verður Einar alltaf lifandi eins og bestu kaflar gullaldarbók- mennta okkar. Requiescat in pace. p.t. Hamraborg, ísafirði, Steingrímur St. Th. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.