Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 Stefna í heilbrigðis- niáluin barna og ungl- inga er nauðsynleg eftirHerthu W. Jónsdóttur Þegar rætt er um vistun sjúkra barna og unglinga, er oft spurt hver sé stefna heilbrigðisyfirvalda og oft án þess að fá svör. Nokkur undanfarin ár hafa þáverandi heil- brigðismálaráðherrar verið spurðir um slíka stefnu. Á haustfundi hjúkrunarforstjóra og hjúkrunar- framkvæmdastjóra, þ. 22. okt. sl., var núverandi _ heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Guðmun- ur Arni Stefánsson, spurður hvort hann hefði áætlanir um stefnu í heilbrigðismálum barna og ungl- inga. Hann svaraði að svo væri ekki en ræddi síðan um stöðu barnadeiidanna. Mjög brýnt er að stjórnvöld vinni heildarstefnu í heilbrigðis- málum barna og unglinga. Þar er átt við forvarnir til að hindra sjúk- dóma og slys, sem skóla og heilsu- gæslustöðvar gætu séð um að hluta, sem og úrlausnir vegna veikinda og slysa, þar með talin aðstaða á sjúkrahúsum. Þau 36 ár sem liðin eru frá því fyrsta barnadeildin var opnuð á Landspítalanum hefur ekki verið mótuð ákveðin stefna varðandi sjúkrahúsvistun barna og ungl- inga. Síðan hafa tvær barnadeildir verið opnaðar, ein á Landakoti og önnur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þessi ár hafa skapast vissar hefðir fremur en stefna varðandi verkaskiptingu, en þó mjög ómarkvisst. Bamadeildirnar tvær hér á höfuðborgarsvæðinu hafa skipt með sér bráðavöktum þannig að Barnaspítali Hringsins á Landspítala hefur sinnt z/3 af vaktabyrði hvers mánaðar, en bamadeildin á Landakoti ‘A . Nú, þegar talað er um að flytja bama- deildina frá Landakoti, er mjög brýnt að skoða gaumgæfilega hvar hagkvæmast er að koma þeirri starfsemi fyrir. í þeirri umræðu verður að hafa í huga- hagsmuni skjólstæðinganna út frá þjóðhags- legu sjónarmiði, þannig að hag- kvæmni og sparnaður sé í fyrir- rúmi. Ennfremur þarf að horfa til framtíðar. Kvenfélagið Hringurinn hefur barist fyrir því svo áratugum skiptir að sérhannaður barnaspít- ali verði byggður, og nú hefur Stjórnarnefnd Ríkisspítala ákveðið að barnaspítali verði byggður á lóð Landspítala á ámnum 1994- 1997. Undirbúningur er kominn vel af stað og því skiptir miklu máli að allir taki höndum saman og sameinist um að flýta byggingu bamaspítala svo hægt sé að veita börnum og unglingum þá bestu sjúkrahúsþjónustu sem völ er á. Þangað til sá draumur rætist, að sérhannaður barnaspítali verði að vemleika, má færa rök fyrir því að Barnaspítali Hringsins taki að sér bráðavaktir höfuðborgar- svæðisins og aðra nauðsynlega sérhæfða þjónustu, í stað þess að byggja upp stóra deild á Borgar- spítala eins og rætt hefur verið um. Vistun sjúkra barna Varðandi aðstöðu og vistun sjúkra barna eru tvö megin mark- mið sem eiga vaxandi fylgi að fagna víða erlendis: 1. Forðast í lengstu lög að barn leggist á sjúkrahús, þ.e. veita læknismeðferð utan sjúkrahúss og bjóða upp á heimahjúkrun eða meðferð á göngudeildum. 2. Stytta sjúkrahúsdvöl eins og hægt er, sé ekki komist hjá inn- lögn. Samkvæmt þessum markmið- um er ljóst að aukinn skilningur er á því að barni líður best í eigin umhverfi og er öruggast með sín- uin nánustu skyldme'nnum. Á ráðstefnu um Heilbrigði barna 2000 (Child Health 2000), er haldin var í Vancouver í Kanada á síðasta ári, var mikið rætt um stuðning við fjölskylduna, fræðslu til foreldra og barna, heimahjúkr- un, eða það sem kallað hefur ver- ið „frá sjúkrahúsi til samfélags“. Þar var einnig rætt um sérhæfingu í hjúkrun og Hospice fyrir börn, svo unnt væri að veita hjúkrun í umhverfi barnsins. Hertha W. Jónsdóttir „Það væri skref aftur á bak ef peningar væru settir í að byggja upp stóra sérhæfða deild fyrir börn á Borgarspít- ala og bygging Barna- spítala tefðist. Því skul- um við ekki láta slíkt gerast, heldur vinna að stefnu í heilbrigðismál- um barna og unglinga sem stuðlar að einni sterkri sjúkrastofnun.“ Á Barnaspítala Hringsins hefur mörg undanfarin ár verið unnið markvisst að þeim megin mark- miðum sem áður hafa verið nefnd og starfseminni breytt til að aðlag- ast nýjum viðhorfum. Deildum hefur verið breytt í 5-daga deild,, opin mánudag til föstudags, þar sem miðað er við stuttar innlagn- ir, og hinsvegar dagdeild, þar sem einungis er um að ræða vistun frá morgni til síðdegis. í undirbúningi ( er frekari útfærsla á slíkum rekstri, þar sem fleiri og fleiri geta notfært sér hana. Ennfremur hafa hjúkrunarfræðingar veitt fræðslu í skólum og leikskólum um einstök sjúkdómstilfelli. Þó ( þetta sé enn í litlum mæli er þó verið að mæta þörfinni og vinna að hugtakinu „frá sjúkrahúsi til samfélags". Fræðslan er m.a. til að auka meðferðarheldni og koma í veg fyrir endurinnlagnir. Á þessu ári var enn bætt við þjónustuna og opnað bókasafn fyrir foreldra, þar sem völ er á sérstaklega völdu efni um ýmsa sjúkdóma. Barnaspítali — sterk sjúkrastofnun íslendingar geta verið mjög stoltir af þeirri þróun sem hefur orðið í barnalækningum og barna- hjúkrun hér á landi og á það við um allar barnadeildir landsins. Það sem skiptir mestu máli er sú menntun, starfsreynsla, þekking og mannkærleiki sem starfsfólk barnadeilda býr yfír. . Það sem okkur vantar er betra \ húsnæði. Nýr barnaspítali er í far- vatninu. Við skulum því flýta okk- ur hægt nú þegar verið er að tala um að flytja barnadeildina á Landakoti í húsnæði í B-álmu Borgarspítala, sem upphaflega var hannað fyrir aldraða. Fyrir þetta húsnæði hafa lands- menn greitt háar upphæðir í Framkvæmdasjóð aldraðra í þeirri góðu trú að það kæmi öldruðum að gagni. í þessu millibilsástandi þar til nýr barnaspítali rís er eðli- legast að skipta verkum á skyn- samlegan hátt. Nú þegar eru mörg börn innlögð á Borgarspítala af Framleiðni sjávarútvegs er mun meiri en í öðr- um atvinnugreinum Athugasemdir vegna viðtals við Harald Sumarliðason Framleiðni sjávarútvegs eftir Halldór G. Eyjólfsson Á undanförnum árum hefur hlútfall sjávarútvegs í vöruútflutn- ingi þjóðarinnar aukist á nýjan leik og er nú orðið rúm 80% vöru- útflutningstekna þjóðarinnar, sjá nánar mynd 1. Þessi þróun hefur átt sér stað á sama tíma og afla- samdráttur hefur orðið. Aflasam- drátturinn hefur verið mestur í þorski, en þess má geta að verð- mæti þorskafla hefur verið 40-45% af heildarafla lands- manna. Árangur fyrirtækja í sjáv- arútvegi á undanförnum árum er því enn athyglisverðari samanbor- ið við aðrar atvinnugreinar. í viðtali við Morgunblaðið síð- astliðinn sunnudag segir Haraldur Sumarliðason formaður nýstofn- aðra Samtaka iðnaðarins: „Því miður hefur geysileg sóun verið stunduð í sjávarútveginum og hún hefur ekki aðeins verið þeirri at- vinnugrein erfið heldur hefur hún komið sérstaklega illa niður á iðn- aðinum.“ Þegar undirritaður las fyrrnefnt viðtal átti hann erfítt með að átta sig á hvað hinn ný- kjömi formaður væri að fara og þá sérstaklega hvað hann ætti við með tilvitnuninni hér að ofan. Staðreynd málsins er nefnilega sú að sjávarútvegur hefur á undan- förnum árum náð langtum meiri framleiðniaukningu en iðnaðurinn „Þegar litið er á fram- leiðni fjármagns kemur í ljós að framleiðni- aukningin í sjávarút- vegi hefur aukist um 4%, en minnkað um 40% hjá iðnaði, að frátalinni stóriðju. Þegar litið er á árangur þjóðfélagsins í heild þá hefur fram- leiðni fjármagns minnkað um 14%.“ og á það bæði við, um framleiðni mælda í fjármagni og vinnuafli. Þjóðhagsstofnun hefur reiknað Halldór G. Eyjólfsson út framleiðni vinnuafls og fjár- magns undanfarin 18 ár fyrir mis- munandi atvinnugreinar, sjá mynd 2 og 3. Niðurstöður þessara út- reikninga sýna að framleiðni vinnuafls í sjávarútvegi á tímabil- inu 1973-1990 hafi aukist um 58%, en í iðnaði er aukningin 39% og í verslun er framleiðniaukning- in 20%. Þegar litið er á framleiðni fjármagns þá kemur í ljós að fram- leiðniaukningin í sjávarútvegi hef- ur aukist um 4%, en minnkað um 40% hjá iðnaði, að frátalinni stór- iðju. Þegar litið er á árangur þjóð- félagsins í heild þá hefur fram- leiðni ijármagns minnkað um 14%. Þessar tölur staðfesta að sjávar- útvegurinn hefur staðið sig afar vel miðað við aðrar atvinnugrein- ar. Fullyrðingar Haraldar Sumarl- iðasonar um geysilega sóun í sjáv- arútveginum eiga því ekki við rök að styðjast, ef mið er tekið af öðrum atvinnugreinum. Núllstefnan Á undanförnum árum hefur sjávarútvegurinn búið við núll- stefnu. Með núllstefnu er átt við þá stefnu stjórnvalda að skrá gengið þannig að sjávarútvegur- inn sé rekinn án hagnaðar að meðaltali. Þetta hefur verið gert með því skammta íslenskum út- flutningi og þar með sjávarútveg- inum tekjur, sem fást af sölu þess erlenda gjaldeyris, sem fengist hefur með sölu vara á erlendum markaði. Með þessu móti hafa stjórnvöld gefið neyslunni (inn- flutningnum) meira svigrúm en framleiðslunni. Ein af megin af- leiðingum núllstefnunnar er sú að skuldir hafa hlaðist upp hjá sjávar- útvegsfyrirtækjum og eru þær nú um 110 milljarðar. Núllstefnan i í I Verðmaeti vöruútflutnings 1980 - 1992 Hlutfallsleg skipting í % 100 Mynd 1 Framleiöni fjármagns Vísltölur 1973 = 100 «3fin*M0o>o-Nn>tin'Ot'000>i hhr'hl'C-hOOCOCCOOCOMCCOOOOCOI O'O'CTvQ'O'ýO'CöO'O'CöO'b'O'J' Heimild; Þjóöhagsstofnun Mynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.