Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 23 Fjölmenni á tón- listardegi í Garði Garði. ^ ^ TÓNLISTARSKÓLANEMAR á Suðurnesjum komu saman í nýja íþróttahúsinu okkar í tilefni tónlistardags. 600-700 manns komu á tónleikana víðs vegar að af Suðurnesjum. Mikill fjöldi upprennandi tónlist- armanna tók þátt í flutningi tón- listarinnar sem að mestu voru ís- lenzk verk. Samkomunni lauk með fjöldasöng við undirleik hljóm- sveitar tónlistarskólanna. Nokkur þúsund manns hafa far- ið í gegnum íþróttahúsið frá því það var opnað. Hefir verið uppá- koma fiest kvöld þar sem sýndar hafa verið flestar íþróttagreinar og hafa áhorfendur verið mjög margir öll kvöldin. Fjöldi manns hefir notfært sér sundlaugina en ekki hefir verið borgað fyrir afnot af mannvirkjunum þessa fyrstu viku. Forsvarsmenn hússins og byggðarlagsins eru að vonum kátir þessa dagana en vonast er til að heimamenn nýti sér húsið til hins ýtrasta. - Arnór Morgunblaðið/Arnór Tónlistarfólk framtíðarinnar BÖRNIN skipuðu veglegan sess á Tónlistardögum sem Suðurnesjamenn héldu í Garðinum. Athugasemdir Rík- isendurskoðunar Ekki hlut- verk Land- græðslunn- ar að stunda hrossarækt LANDGRÆÐSLA ríkisins hefur haft telq'ur og gjöld vegna hrossa í hennar eigu en samkvæmt forða- gæsluskýrslu frá nóvember 1992 voru 62 hross I eigu Landgræðsl- unnar. Ríkisendurskoðun telur að það samrýmist ekki hlutverki landgræðslunnar að stunda hrossarækt og hefur beint því til landbúnaðarráðuneytisins að taka mál þetta til athugunar. Ríkisendurskoðun yfírfór bókhald Landgræðslunnar i mars sl. og gerði ýmsar athugasemdir. í skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings kemur fram að nú þegar sé búið að bæta úr ýmsu sem athugasemdir voru gerðar við. Ríkisendurskoðun gerði m.a. athugasemdir við að land- græðslan fór 25 millj. kr. fram úr flárheimild síðasta árs fyrst og fremst vegna stofnkostnaðar án heimilda. Gerðar voru athugasemdir við að einungis hluti af aðkeyptum akstri stofnunarinnar hafi verið í þágu stofnunarinnar en að öðru leyti hafi verið um að ræða akstur starfs- manna til og frá vinnu. Gerð var athugasemd við að starfsmönnum væri greitt fyrir akstur umfram 1.000 km. á ári, án þess að fyrir lægju samningar um akstur og að greiðslur til starfsmanna vegna akst- urs til og frá vinnu væru ekki sam- kvæmt kjarasamningum. Þá taldi Ríkisendurskoðun að ekki væri sam- ræmi í greiðslum fyrir afnot af hús- næði í eigu Landgræðslunnar og dæmi væru um að ekkert væri greitt fyrir afnotin. ----♦ » ♦--- Vörur með 4% kjötinnihaldi án vörugjalds Landbúnaðarráðherra telur að niðurstaða viðræðna við EB um landbúnaðarmál sé viðunandi fyrir Islendinga. Jón Helgason, Fram- sóknarflokki, gerði fyrirspurn til landbúnaðarráðherra á Alþingi varðandi þetta efni og hvernig hefði tekist að standa vörð um hagsmuni landbúnaðarins. I svari Halldórs Blöndals landbún- aðarráðherra kom fram að enn hefði ekki verið gengið frá öllum atriðum í þessum viðræðum en í heild virtist niðurstaðan viðunandi fyrir íslend- inga. Hann sagði að EB hefði gert kröfu um að vörur með allt að 10% kjötinnihaldi yrðu án vörugjalds en íslendingar viljað miða við 1%. Gerð hefði verið málamiðlun um að kjöt- innihaldið mætti vera 4% sem hann taldi að varla myndi skaða íslenska hagsmuni. Núer tvöfaldur Saðast var haiin 80325.000kr. Spilaðu með fyrir kl. 4 á miðvikudaginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.