Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 47 Hvað tilgangi þjónar Ríkisútvarpið? Frá Aöalheiði Jónsdóttur: HVERS konar Ríkisútvarp vill ís- lenska þjóðin hafa? — Vill hún sætta sig við að pólitískir vindbelgir innan stofnunarinnar reki þar linnulausan j áróður gegn sjónarmiðum sem eru andstæð þeirra eigin eins og marg- sinnis kemur fram bæði í stjórnun Þjóðarsálar á Rás 2 og umræðu- þáttum í Sjónvarpi, þar sem stjórn- lausir stjómendur vaða elginn og virðast fjarri því að skilja hlutverk sitt, láta móðan mása og taka gjarn- an stóran hluta þess tíma sem þætt- inum er ætlaður til að viðra eigin skoðanir, þótt þeirra hlutverk sé aðeins að hafa með að gera stjórn- unina? — Ég læt nægja að benda hér á þátt, sem mig minnir að héti því furðulega nafni: Á sauðkindin Island? Án þess að ég ætli að segja mik- j ið um þennan þátt, þá var nafnið ekki fáránlegra en flest það sem stjórnandinn hafði fram að færa. » Svo er að sjá sem á Sjónvarpinu sé orðin óviðunanleg yfirstjórn þessara mála og víst er um það að ■ mikið hefur því hrakað í seinni tíð. Margir menn innan stofnunarinnar hafa stjórnað mjög vel þáttum og ég hygg að ýmsir þeirra starfi þar enn en hvers vegna er þeim haldið til baka og í þeirra stað teknir glam- urgosar sem tekst að gera þættina afkáralega, þó að þar séu mættir menn, sem hafa bæði vilja og getu til að stuðla að góðum og fræðandi þætti? En burt séð frá þessu öllu væri gaman að vita hvaða tilgangi á að þjóna þáttaröð, sem mig minnir að nefndist: Þjóð í hlekkjum hugar- farsins og virtist eiga að sýna þjóð- inni í spegil fortíðar og kostaði víst um 12 milljónir að framleiða, að vísu horfði ég ekki á þennan saman- setning, en hefi ýmislegt um hann heyrt. Er ætlast til að litið sé á þetta sem sagnfræðilegar heimildir? — Ef svo er verður það að kallast al- varlegt mál. — Eftir því sem sagt var um þessa þætti eru þar nafn- greindir ýmsir menn, sem sagðir eru hafa framið grimmdarlegustu níðingsverk. — Eru ekki lágmarks- kröfur að fram séu lagðar öruggar sannanir fýrir slíkum sögum? Það hefir mér skilist að ekki sé gert, svo að slíkt hlýtur þá að skoðast sem tilhæfulausar gróusögur. Gróa á Leiti þótti ekki sérlega geðsleg sögusmetta, en sú Gróa sem þarna fer með söguburð sýnist þó margfalt skaðlegri og illvígari, þar sem ráðist er að látnum mönn- um og nöfn þeirra ötuð slíkum sví- virðingum. Væri ekki höfundi þessara þátta mestur greiði gerður með þvi að þurrka þá út? Væri það ekki líka heppilegast fyrir Sjónvarpið? Varla eykur það hróður þess að hafa stuðlað að framgangi þessa verks og tekið það til sýninga. Mörgum fannst víst nóg komið á því kær- leiksheimili, þótt ekki bættist þetta við — um þá hluti hefur margt ver- ið rætt og ritað og skal ekki fjölyrt um hér. En það mega þeir vita sem hlut eiga að máli, að þjóðin hlýtur að skilja hvar hundur liggur graf- inn, þótt allt eigi að vera í myrkrun- um hulið. Kannski hefði Ríkisútvarpið gott af að losa sig við allt sem veldur meinsemdum í stofnuninni, án þess mun varla því óhugnanlega gjörn- ingaveðri sem þar hefír ríkt um tíma linna ... Þjóðin á kröfu á að Ríkisút- varpið sýni óhlutdrægni og geri ekki mannamun og það er „hið versta mál“ ef stjórnmálaflokkar geta komið í veg fýrir það ... Þá er alveg eins gott að lofa einkavæð- ingunni að fá þett'a allt fýrir lítið eða ekkert eins og þeir heiðursmenn hafa lengi þráð. Það getur þá kannski lent í sama pakka og Stræt- isvagnar Reykjavíkur! AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 55, Reykjavík. Pennavinir Tékkneskur 26 ára karlmaður með áhuga á tónlist, sundi og list- málun: Miroslav Kacmar, Prostejovska c.101, Presov 08001, Czechoslovakia. Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á tónlist, póstkortasöfn- un o.fl.: Ellen Naana Quansah, c/o Mr. Cassius Richard Mends, P.O. Box K43, Cape Coast, Ghana. Sextán ára þýsk stúlka með áhuga á körfubolta, tennis, badmin- ton, ferðalögum, tónlist o.fl.: Tanja Cornelissen, Jakob-Kneip-Strasse 61, 40595 Diisseldorf, Germany. Frá Eistlandi skrifar 47 ára karl- maður vill skiptast á frímerkjum, mynt, orðum, heiðurspeningum og póstkortum: Andy Kirss, P.O. Box 106, EE 3300 Kuressaare, Estonia. Níu ára tékkneskur piltur með áhuga á dýrum: Jiri Bares, DNV 102, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. Miðborgin enn Frá Ásu Sigurðardóttur:. Lögreglan í Reykjavík á mikið undir því komið að hafa gott sam- starf við almenning. Þess vegna > ætti hún að láta sér vel líka þegar borgarbúar segja skoðanir sínar. Það lýsir alls ekki neinni óvild í hennar garð, þvert á móti áhuga. Merkileg þóttu mér orð rann- sóknarlögreglumanns í sjónvarps- I viðtali nýlega þess efnis, að spila- kassar espi unglinga til hnupls o.fl. afbrota. Þessu ætti að gefa gaum. Einnig þau orð landlæknis að of- beldi hafi nálega tvöfaldast eftir tilkomu glæpamynda í sjónvarpi. Þetta eru hlutir sem unnt er að færa til betri vegar. Hins vegar gagnar ekkert að herða lögregluað- gerðir í miðborginni, beita kylfum, táragasi og fjöldahandtökum, eins og aðstoðar yfírlögregluþjónn bend- ir réttilega á í Morgunblaðsgrein 26. október. Slíkar aðferðir kalla á mótleik óknyttastrákanna, gijót- kast, flöskubrot og annað verra. Yfírvöld í London hafa ekki viljað vopna sína lögreglu skambyssum, þótt hún hafí orðið að þola misjafnt. Lögregluliðið er skipað vel hæf- um mönnum sem borgarbúar bera traust til. Þó má sjá af blaðaskrifum að ýmsir hafa efasemdir um ómerkta lögreglubfla, falda sjón- varpsskerma og símahleranir sem gætu gengið of langt, þó að leyfðar séu. Þetta minnir um of á gamalt kerfí „austan tjalds“ sem viðkom- andi þjóðir hafa hrundið af sér. ÁSA SIGURÐARDÓTTIR, Ljósheimum 9, Reykjavík. V I I VELVAKANDI LELEG SÍMAÞJÓNUSTA Gunna hringdi í Velvakanda og var alveg öskureið yfír þeirri símaþjónustu sem hún fékk hjá fyrirtækinu íslenskum sjávaraf- urðum á dögunum. Hún þurfti að ná í tvo aðila þar og fékk loðin svör um hvenær hægt væri að ná í þá. Hún varð pirruð á þessu og kvartaði yfír því við símastúlkuna sem var að sögn Gunnu frek og hortug og endaði með því að símastúlkan skellti á hana. Slíka framkomu átti Gunna erfítt með að líða hjá fólki í þjónustugeiranum. ÍSKÓLA VANTAR í HAGKAUP Kári hringdi til að kvarta yfir því að í Hagkaupum er afar sjaldan hægt að fá sykurlaust ískóla, en nóg er til af öðrum sykurlausum gosdrykkjum. Hann gerði sér 10 ferðir í Hag- kaup í sumar og aldrei var þessi vara til. Einnig finnst honum furðu sæta hvað sumum merkj- um er gert hærra undir höfði en öðrum og nefndi hann kaffí sem dæmi. KURTEIS SÖLUBÖRN í KOLAPORTINU Einar fór í Kolaportið og var yfír sig hrifín af börnum sem þar voru að selja vörur í sölubás- um, því þau voru svo kurteis og yndisleg að eftir var tekið. „FRAMHJÁHALD“ Anna skrifaði Velvakanda og sagði að í tilefni af margum- ræddum sjónvarpsþætti um framhjáhald, þar sem einn þátt- takenda talaði um „framhjáhald innan gæsalappa", spunnust nokkrar umræður og vangaveltur meðal starfsfólks á skrifstofu geðdeildar Land- spítalans að Kleppi og kom út úr því eftirfarandi vísukorn: Framhjáhöldin finnast enn þótt fjarska mörgu spilli. Gerið ekkert, góðir menn, gæsalappa milli. TAPAÐ/FUNDIÐ Kápa tapaðist RAUÐBRÚN ullarkápa var tekin í misgripum á Fógetanum aðfaranótt laugardagsins. Sá sem kynni að hafa hana undir höndum vinsamlega skili henni á Fógetann eða hafí samband í síma 642163. Læða í óskilum GRÁBRÖNDÓTT-hvít læða fannst fyrir utan Laugarásvídeó við Laugarásveg föstudaginn 29. október sl. Hún er mjög blíð og greinilega heimilisköttur. Eigandinn getur vitjað hennar í síma 19425. Brúskur er týndur GULBRÖNDÓTTUR högni tapaðist frá heimili sínu í Hjálmholti mánudaginn 25. október. Hann er níu mánaða, eyrnamerktur og með bláa ól. Finnandi vinsamlega hringi í síma 677324. —---—T— —--— Enn um Breska togara ogíslandsmið 1889-1916 Frá Gunnari H. Ingimundarsyni: í Morgunblaðinu laugardaginn 16. október sl. birtist leiðrétting við frétt um útgáfu bókar á ensku, sem áður hafði verið gefín út undir heitinu Breskir togarar og íslandsmið 1889- 1916 eftir Jón Þ. Þór. Sú villa slædd- ist þá inn að Fjölvi hefði gefið hana út á íslensku 1982. Hið rétta er að Hið íslenska bókmenntafélag gaf bókina út í harðbandi árið 1982. Jafn- hliða var bókin gefín út í kilju í ritröð- inni Safn til sögu íslands og íslenskra bókmennta, öðrum flokki, II, 3. Báðar þessar útgáfur eru ennþá fáanlegar hjá Bókmenntafélaginu, en líklegt er að útgáfa kiljunnar hafí farið fram hjá bókasöfnum og bóka- söfnurum. Til frekari skýringar eru i í öðrum flokki Safns til sögu íslands ritin Njála í íslenskum skáldskap eft- ir Matthías Johannessen ritstjóra, 11,1. (1958) og Nöfn íslendinga árið 1703 eftir Ólaf Lárusson prófessor, II,.2. (1960). Auk þess má geta nýj- - asta ritsins í þessum sama flokki, II, 4.; Mannanöfn á íslandi samkvæmt manntölum 1801 og 1845, sundurlið- uð tala þeirra eftir sýslum. Bjöm Magnússon prófessor tók saman og taldi (1993). Með þessu hefti er lokið útgáfu annars bindis, annars flokks þessarar ritraðar. Þess má geta að ritröðin hefur komið óreglulega út í síðan 1852. GUNNAR H. INGIMUNDARSON HANDSALI > ETVSaNVH EIGENDUR HUSBREFA ATHUGIÐ Söluverð húsbrcfa getur verið mismunandi. Handsal hf. aðstoðar eigendur og seljendur húsbréfa við að finna besta fáanlegt verð fyrir húsbréfin á hverjum tíma. Leitið upplýsinga hjá húsbréfasölu Handsals hf. HANDSAL HF. LOGGILT VERÐBREFAFYRIRTÆKI • AÐILl AÐ VERÐBREFAÞINGIISLANDS ENGJATEIGI 9 • 105 REYKJAVIK • SÍMI 686111 ■ FAX 687611 Efþærkoma... ...þá væri afleitt að missa af þeim. ...verður dvölin engu síðri, enda varst þú hvort sem er ekki einn af þeim sem trúðir á komu þeirra. Hvernig sem fer... , ...þá erum við tilbúin að takast á við það sem að höndum ber. s Jarðarbúar, jafnt sem aðrar geimverur, verið velkomin að njóta helgarinnar hjá okkur. / : • ' • .• ' .. ,v Súkkat skemmtir föstudag og laugardag! Ekki missa af fyrstu áætluðu komu geimvera til jarðar, á Snæfellsjökul 5. nóvember 1993. Vinsamlegast staðfestið pantanir. HÓTEL BÚÐIR Staðasveit á Snæfellsnesi, sími 93-56700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.