Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
294. tbl. 81. árg.
FOSTUDAGUR 24. DESEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Gleðileg jól
1 fr * y *•' •
- • V' i' t..
g ***-*<£_ *
.. . .\ - ■. . .
. tj, y- ■ .- *#r*
■' £•- -:..•.'Jfcás^ • -«£& i: -'-'• V*
S&M&
'• * ZfÆ&íkjhF*
.vN*:?3s*
*-*&»**#*■• ‘
Von um pólitíska iausn Bosníu-deilunnar fyrir jól brostin
Morgunblaðið/RAX
Hóta að draga tilboð
um aukið land tíl baka
Brussel. Reuter.
LEIÐTOGAR stríðandi fylkinga í Bosníu náðu ekki samkomulagi í gær
um pólitíska lausn deilumála i Brussel í gær, að sögn Owens lávarðar
sáttasemjara. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hótaði í gær-
kvöldi að draga til baka öll tilboð um að láta af hendi land til múslima
féllust þeir ekki á friðartillögur í síðasta lagi 15. janúar.
Ákveðið var að ný samningalota
leiðtoga þjóðarbrotanna í Bosníu,
Serba, Króata og múslima, hæfist í
Genf 15. janúar næstkomandi. Í
Leibowitz segir að tvö efni í heil-
anum, taugapeptíð Y og galanín,
hafi áhrif á matarlystina. Mikið af
taugapeptíð Y auki löngun manna
í kolefni og galanín valdi fíkn í fítu.
Mikið magn af þessum efnum í
heilanum valdi því þrálátu ofáti og
offitu.
millitíðinni munu fulltrúar múslima
og Króata hittast og freista þess að
semja um aðgang hugsanlegs ríkis
múslima að sjó, en það er eitt erfið-
Prófessorinn segir ennfremur að
næringarefni í jólasteikinni verki
sem fíkniefni á heilann. „Því meira
sem við borðum af fitu því meira
viljum við.“
Sjá „Jólasteikin verkar eins
og fíkniefni ...“ á bls. 34.
asta viðfangsefni friðarviðræðn-
anna, að sögn Owens lávarðar.
Bosníu-Króatar slökuðu á kröfum
sínum er þeir féllust á að Evrópu-
bandalagið tæki við stjórn borgar-
innar Mostar sem er illa leikin eftir
margra mánaða bardaga Króata og
múslima um hana. Óleystur er hins
vegar ágreiningur um stöðu
Sarajevo og aðgang múslima að sjó
og nákvæma skiptingu Bosníu í þrjú
ríki.
í gær lokuðu Bosníu-Króatar
landamærum Króatíu sem liggja að
yfirráðasvæði þeirra og tóku fyrir
flutning hjálpargagna til Bosníu.
Með því móti hafa þeir í raun tekið
fyrir landflutninga til Sarajevo og
Mið-Bosníu.
Sáttasemjararnir Owen lávarður
og Thorvald Stoltenberg höfðu lagt
áherslu á að reyna finna pólitíska
lausn Bosníudeilunnar fyrir jól eftir
að Serbar og Króatar höfðu boðist
til að láta af hendi meira landsvæði
til múslima. I gær lögðu þeir hart
að fulltrúum deiluaðila að tryggja
að jólagrið í Bosníu, sem samist
hefur um frá Þorláksmessu til 15.
janúar, verði haldin.
Matarlyst ræðst af
efnum í heilanum
Lundúnum. The Daily Telegraph.
BANDARÍSKUR prófessor, Sarah Leibowitz, segir að matarlyst
manna ráðist ekki fyrst og fremst af skynfærunum, svo sem lyktar-
og bragðskyni, heldur af flókinni efnastarfsemi í heilanum.
Reuter
Gamli hluti Kölnar undir vatni
RÍN flæddi yfir bakka sína á svæðinu frá Koblenz til Diisseldorf í
Þýskalandi í gær og fóru stórir hlutar Kölnar og Bonnar undir vatn.
Gamli borgarhluti Kölnar fór allur undir vatn en myndin sýnir hvern-
ig Rín hefur vaxið hátt yfir bakka sína þar. Yfírborðið er nú rúm-
lega tíu metrum hærra en venjulega. Aðeins var hægt að komast
um borgina á bátum. Að minnsta kosti fimm manns drukknuðu eða
biðu bana af völdum flóða í Þýskalandi og ein kona í Frakklandi
þar sem flóðin eru hin mestu á öldinni. Var Signa við að flæða yfir
bakka sína í París í gær. Urkoma undanfarnar tvær vikur hefur
valdið gífurlegri röskun á samgöngum og daglegu lífi í Frakklandi,
Þýskalandi, Hollandi, Belgíu og Lúxemborg.