Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 Reykjavík Skátabúðin, Snorrabraut 60 Risa Flugeldamarkaður, Mörkinni 1 á móts við MacDonalds Glóbus, Lágmúla 5 Nóatún JL-húsinu, Hringbraut 121 Við Landsbjargarhúsið, Stangarhyl 1 Bílabúð Benna, Vagnhöfða 23 Kjöt og Fiskur, Mjódd Skátaheimilið við Breiðholtskjör, Arnarbakka 2 Skátaheimili Skjöldunga, Sólheimum 21A Húsasmiðjan, Skútuvogi Bílheimar, Fosshálsi 1 „ Kaupa flugelda hjá Landsbjörg - og styrkja gott málejha...!“ Kópavogur Toyota, Nýbýlavegi 8 Hjálparsveitarskemma við Hafnarbraut 1 Smiðjuvegi 4 Teitur Jónasson, Dalvegi 14 (við Reykjanesbraut) ★ Aðaldalur og nágrenni Hjálparsveit skáta, Aðaldal Egilsstaðir Hjálparsveitarhúsið við Miðás 10 * Garðabær + Vestmannaeyjar .. . . . ' + i/iA Crji/nrf/n 30 Hjálparsveitarhúsið við Bæjarbraut Sómi, Gilsbúð 9 Við Frigg, Lyngási Skátaheimilið Álftanesi Barðaströnd Hjálparsveitin Lómfell ^ Ísafjörður Skátaheimilið Blönduós Hjálparsveitarhúsiö Efstubraut 3 Varmahlíð * Flugbjörgunarsveitarhúsið Skátaheimilið við Faxastíg 38 * Hella Flugbjörgunarsveitarhúsið Flúðir Hjálparsveitin Snækollur, hjálparsveitarhúsi Selfoss og nágrenni Hjálparsveitin Tintron, Austurvegi 22 í tilefni dagsins, Eyrarvegi 19 r 11 Dalvík Hjálparsveitarhúsið við Sandskeið 26B Akureyri Stór-flugeldamarkaður Lundi Bílasalan Stórholt - Toyota, Óseyri 4 Söluskúrvið Hagkaup, Furuvöllum 17 Við Hita hf., Draupnisgötu Eyjafjarðar- sveit Hveragerði Hjálparsveitarhús, Austurmörk 9 Njarðvík Hjálparsveitarhúsið, Holtsgötu 51 Söluskúr við Samkaup Keflavík * Hús björgunarsveitarinnar Stakks, Iðavöllum 3D Áhaldahús Keflavíkur við Vesturbraut Söluskúr við Tjarnargötu og nagrenm Hjálparsveitin Dalbjörg * * -*■ é : * FLUGELDAMARKAÐIR LANDSBJARGAR Formaður landbúnaðarnefndar Alþingis Búvörulagabreyting ekki bundin við EES EGILL Jónsson formaður landbúnaðarnefndar Alþingis segir að ekki sé hægt að túlka þá breytingu, sem varð á búvörulögunum á mánudag, þannig að hún snúi eingöngu að tilteknum milliríkjasamn- ingi, það er að segja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Með lögunum fær landbúnaðarráðherra heimild til innflutnings á landbúnaðarvörum í samræmi við ákvæði í fríverslunar og milli- ríkjasamningum. Ranglega var sagt í frétt um breytingu á búvöru- lögum í Morgunblaðinu á miðvikudag, að fram hefði komið hjá Agli við umræðu um málið á Alþingi, að lagabreytingin snúi að- eins að skuldbindingum vegna EES-samningsins. Alþingi samþykkti á mánudag nýtt ákvæði í búvörulögum um áðumefnda heimild landbúnaðar- ráðherra til innflutnings á land- búnaðarvörum og jafnframt heim- ild til ráðherrans að beita verðjöfn- unargjöldum við þann innflutning. í nefndaráliti minnihluta land- búnaðamefndar Alþingis segir að skýrt hafi komið fram við fram- sögu ráðherra og í starfi nefndar- innar, að þær breytingar sem verið væri að framkvæma snéra einvörð- ungu að skuldbindingum sem leiddu af samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið en ekki GATT-samkomulaginu. Jóhannes Geir Sigurgeirsson þingmaður Framsóknarflokksins ítrekaði þetta í umræðum um mál- ið og sagði að ef menn skoðuðu lagatextann kæmi í ljós að þessi breyting væri ekki nægjanleg til að taka á því hvernig beita megi tollaígildum við GATT-samning- inn. Samkvæmt lagatextanum væri ekki hægt að beita hærri jöfn- unargjöldum en sem næmi mis- muni á innlendu og erlendu hráefn- isverði. Tollígildi GATT-samkomu- lagsins væru ekki bundin slíkum skilyrðum og því væri alveg ljóst að fara yrði í frekari lagavinnu vegna GATT. Engu þarf að breyta Egill Jónsson formaður landbún- aðamefndar Alþingis sagði við Morgunblaðið, að sú ákvörðun sem felst í breytingunni á búvöralögun- um, snúi að þeim samningum sem séu í gildi á hveijum tíma á meðan sú ákvörðun stendur. Egill sagðist telja að engu þurfi að breyta í búvörulögunum til að bregðast við GATT-samningnum og segir lög- fræðiálit styðja þessa skoðun. „En auðvitað þarf að laga bú- vöralögin að þeim breyttu háttum sem við stöndum nú frammi fyrir. Við höfum verið í þessa varða umhverfí með víðtækar innflutn- ingstakmarkanir og löggjöfín hef- ur miðast við það. Nú eru tak- markanimar á bak og burt og því gæti þurft að breyta búvörulögun- um oftar en einu sinnfTljósi þeirr- ar nýju reynslu sem við fáum með því,'1 sagði Egill Jónsson. -----»- ■» ♦-- Ekki lengur 80 mínútur DOMINO’S-pizzur á íslandi hafa ákveðið að tryggja ekki lengur heimsendingu innan 30 mínútna. Ákvörðunin er tekin eftir að kviðdómur í Bandaríkjunum dæmdi Domino’s-fyrirtæki í St. Louis til að greiða konu rúma 5,5 milljarða í skaðabætur vegna um- ferðaróhapps sem ungur sendill var valdur að. I framhaldi af því ákvað fyrirtækið í Bandaríkjunum að falla frá hálftíma tryggingu á heimsendingu. Bjarni Þórhallsson, framleiðslu- stjóri Domino’s á íslandi, sagði að ákveðið hefði verið að falla frá tímabundið að tryggja heimsend- ingar innan 30 mínútna. „Umferð- in er orðin svo mikil og færðin slæm að við viljum ekki vera í þeirri aðstöðu að valda slysum,“ sagði hann. * Framkvæmdastj óri Sam- bands ísl. bankamanna VILHELM G. Kristinsson frétta- maður hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra bankamanna (SÍB). Vil- helm kemur í stað Baldurs Ósk- arssonar og hefur störf um ára- mótin. Vilhelm starfaði sem fram- kvæmdastjóri SÍB á áranum frá 1979 til 1984, en hefur síðan unnið við fjölmiðlun ýmiss konar, m.a. ritstörf, útgáfu- og kynningarstarf- semi. Undanfarið hálft annað ár hefur hann starfað sem fréttamaður hjá Sjónvarpinu. Vilhelm er 46 ára. Hann er kvæntur Ásgerði Ágústsdóttur leið- sögumanni og eiga þau fjögur börn. Tilkynning frá heilsugæslustöðvunum í Reykjavík og á Seltjarnarnesi um bólusetningar ferðamanna Vakin er athygli á að heilsugæslustöðvarnar í Reykja- vík og á Seltjarnarnesi annast bólusetningar ferða- manna, að frátalinni bólusetningu gegn gulu, sem hér- aðslæknirinn í Reykjavík annast. Hlutaðeigandi er bent á að panta tíma á heilsugæslustöðvunum sem eru: Heilsugæslustöðin, Árbæ, sími 671500. Heilsugæslustöð Grafarvogs, sími 681060. Heilsugæslustöðin, Efra-Breiðholti, sími 670200. Heilsugæslustöðin í Mjódd, sími 670440. Heilsugæslustöðin, Fossvogi, sími 696780 Heilsugæslustóðin, Álftamýri, sími 688550. Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, sími 622320. Heilsugæslustöð Miðbæjar, sími 625070. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, sími 22400. Heilsugæslustöðin, Seltjarnarnesi, sími 612070. 22. desember 1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.