Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
Reykjavík
Skátabúðin, Snorrabraut 60
Risa Flugeldamarkaður, Mörkinni 1
á móts við MacDonalds
Glóbus, Lágmúla 5
Nóatún JL-húsinu, Hringbraut 121
Við Landsbjargarhúsið, Stangarhyl 1
Bílabúð Benna, Vagnhöfða 23
Kjöt og Fiskur, Mjódd
Skátaheimilið við Breiðholtskjör, Arnarbakka 2
Skátaheimili Skjöldunga, Sólheimum 21A
Húsasmiðjan, Skútuvogi
Bílheimar, Fosshálsi 1
„ Kaupa flugelda
hjá Landsbjörg
- og styrkja gott
málejha...!“
Kópavogur
Toyota, Nýbýlavegi 8
Hjálparsveitarskemma við Hafnarbraut 1
Smiðjuvegi 4
Teitur Jónasson, Dalvegi 14
(við Reykjanesbraut)
★
Aðaldalur
og nágrenni
Hjálparsveit skáta, Aðaldal
Egilsstaðir
Hjálparsveitarhúsið við Miðás 10
*
Garðabær + Vestmannaeyjar
.. . . . ' + i/iA Crji/nrf/n 30
Hjálparsveitarhúsið við Bæjarbraut
Sómi, Gilsbúð 9
Við Frigg, Lyngási
Skátaheimilið Álftanesi
Barðaströnd
Hjálparsveitin Lómfell ^
Ísafjörður
Skátaheimilið
Blönduós
Hjálparsveitarhúsiö Efstubraut 3
Varmahlíð *
Flugbjörgunarsveitarhúsið
Skátaheimilið við Faxastíg 38
*
Hella
Flugbjörgunarsveitarhúsið
Flúðir
Hjálparsveitin Snækollur, hjálparsveitarhúsi
Selfoss
og nágrenni
Hjálparsveitin Tintron,
Austurvegi 22
í tilefni dagsins, Eyrarvegi 19
r 11
Dalvík
Hjálparsveitarhúsið við Sandskeið 26B
Akureyri
Stór-flugeldamarkaður Lundi
Bílasalan Stórholt - Toyota, Óseyri 4
Söluskúrvið Hagkaup, Furuvöllum 17
Við Hita hf., Draupnisgötu
Eyjafjarðar-
sveit
Hveragerði
Hjálparsveitarhús, Austurmörk 9
Njarðvík
Hjálparsveitarhúsið, Holtsgötu 51
Söluskúr við Samkaup
Keflavík
*
Hús björgunarsveitarinnar Stakks,
Iðavöllum 3D
Áhaldahús Keflavíkur við Vesturbraut
Söluskúr við Tjarnargötu
og nagrenm
Hjálparsveitin Dalbjörg
*
*
-*■
é
:
*
FLUGELDAMARKAÐIR
LANDSBJARGAR
Formaður landbúnaðarnefndar Alþingis
Búvörulagabreyting
ekki bundin við EES
EGILL Jónsson formaður landbúnaðarnefndar Alþingis segir að
ekki sé hægt að túlka þá breytingu, sem varð á búvörulögunum á
mánudag, þannig að hún snúi eingöngu að tilteknum milliríkjasamn-
ingi, það er að segja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
Með lögunum fær landbúnaðarráðherra heimild til innflutnings á
landbúnaðarvörum í samræmi við ákvæði í fríverslunar og milli-
ríkjasamningum. Ranglega var sagt í frétt um breytingu á búvöru-
lögum í Morgunblaðinu á miðvikudag, að fram hefði komið hjá
Agli við umræðu um málið á Alþingi, að lagabreytingin snúi að-
eins að skuldbindingum vegna EES-samningsins.
Alþingi samþykkti á mánudag
nýtt ákvæði í búvörulögum um
áðumefnda heimild landbúnaðar-
ráðherra til innflutnings á land-
búnaðarvörum og jafnframt heim-
ild til ráðherrans að beita verðjöfn-
unargjöldum við þann innflutning.
í nefndaráliti minnihluta land-
búnaðamefndar Alþingis segir að
skýrt hafi komið fram við fram-
sögu ráðherra og í starfi nefndar-
innar, að þær breytingar sem verið
væri að framkvæma snéra einvörð-
ungu að skuldbindingum sem
leiddu af samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið en ekki
GATT-samkomulaginu.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
þingmaður Framsóknarflokksins
ítrekaði þetta í umræðum um mál-
ið og sagði að ef menn skoðuðu
lagatextann kæmi í ljós að þessi
breyting væri ekki nægjanleg til
að taka á því hvernig beita megi
tollaígildum við GATT-samning-
inn. Samkvæmt lagatextanum
væri ekki hægt að beita hærri jöfn-
unargjöldum en sem næmi mis-
muni á innlendu og erlendu hráefn-
isverði. Tollígildi GATT-samkomu-
lagsins væru ekki bundin slíkum
skilyrðum og því væri alveg ljóst
að fara yrði í frekari lagavinnu
vegna GATT.
Engu þarf að breyta
Egill Jónsson formaður landbún-
aðamefndar Alþingis sagði við
Morgunblaðið, að sú ákvörðun sem
felst í breytingunni á búvöralögun-
um, snúi að þeim samningum sem
séu í gildi á hveijum tíma á meðan
sú ákvörðun stendur. Egill sagðist
telja að engu þurfi að breyta í
búvörulögunum til að bregðast við
GATT-samningnum og segir lög-
fræðiálit styðja þessa skoðun.
„En auðvitað þarf að laga bú-
vöralögin að þeim breyttu háttum
sem við stöndum nú frammi fyrir.
Við höfum verið í þessa varða
umhverfí með víðtækar innflutn-
ingstakmarkanir og löggjöfín hef-
ur miðast við það. Nú eru tak-
markanimar á bak og burt og því
gæti þurft að breyta búvörulögun-
um oftar en einu sinnfTljósi þeirr-
ar nýju reynslu sem við fáum með
því,'1 sagði Egill Jónsson.
-----»- ■» ♦--
Ekki lengur
80 mínútur
DOMINO’S-pizzur á íslandi hafa
ákveðið að tryggja ekki lengur
heimsendingu innan 30 mínútna.
Ákvörðunin er tekin eftir að
kviðdómur í Bandaríkjunum
dæmdi Domino’s-fyrirtæki í St.
Louis til að greiða konu rúma 5,5
milljarða í skaðabætur vegna um-
ferðaróhapps sem ungur sendill var
valdur að. I framhaldi af því ákvað
fyrirtækið í Bandaríkjunum að
falla frá hálftíma tryggingu á
heimsendingu.
Bjarni Þórhallsson, framleiðslu-
stjóri Domino’s á íslandi, sagði að
ákveðið hefði verið að falla frá
tímabundið að tryggja heimsend-
ingar innan 30 mínútna. „Umferð-
in er orðin svo mikil og færðin
slæm að við viljum ekki vera í
þeirri aðstöðu að valda slysum,“
sagði hann.
*
Framkvæmdastj óri Sam-
bands ísl. bankamanna
VILHELM G. Kristinsson frétta-
maður hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra bankamanna (SÍB). Vil-
helm kemur í stað Baldurs Ósk-
arssonar og hefur störf um ára-
mótin.
Vilhelm starfaði sem fram-
kvæmdastjóri SÍB á áranum frá
1979 til 1984, en hefur síðan unnið
við fjölmiðlun ýmiss konar, m.a.
ritstörf, útgáfu- og kynningarstarf-
semi. Undanfarið hálft annað ár
hefur hann starfað sem fréttamaður
hjá Sjónvarpinu.
Vilhelm er 46 ára. Hann er
kvæntur Ásgerði Ágústsdóttur leið-
sögumanni og eiga þau fjögur börn.
Tilkynning
frá heilsugæslustöðvunum í
Reykjavík og á Seltjarnarnesi
um bólusetningar ferðamanna
Vakin er athygli á að heilsugæslustöðvarnar í Reykja-
vík og á Seltjarnarnesi annast bólusetningar ferða-
manna, að frátalinni bólusetningu gegn gulu, sem hér-
aðslæknirinn í Reykjavík annast. Hlutaðeigandi er bent
á að panta tíma á heilsugæslustöðvunum sem eru:
Heilsugæslustöðin, Árbæ, sími 671500.
Heilsugæslustöð Grafarvogs, sími 681060.
Heilsugæslustöðin, Efra-Breiðholti, sími 670200.
Heilsugæslustöðin í Mjódd, sími 670440.
Heilsugæslustöðin, Fossvogi, sími 696780
Heilsugæslustóðin, Álftamýri, sími 688550.
Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, sími 622320.
Heilsugæslustöð Miðbæjar, sími 625070.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, sími 22400.
Heilsugæslustöðin, Seltjarnarnesi, sími 612070.
22. desember 1993.