Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 33 NORÐURLAND EYSTRA \ ; NORÐURLAND VESTRA AUSTURLAND SUÐURLAND Jólasiðakönnun Hagvangs JÓLASIÐAKÖNNUN Hagvangs hf., sem gerð var um mánaðarmót nóvember og desember, gefur til kynna að þorra fólks hafi þótt jólaundirbúningur byrja of snemma í verslunum. Laufabrauðsneysla er enn sem fyrr langútbreiddust á Norðurlandi eystra en færist í vöxt annars staðar. Bókin heldur traustum sessi sem jólagjöf og virðist sem nærri 8 af hverjum 10 Islend- ingum á aldrinum 18 til 67 ára fái bók að gjöf um jólin. Spumingavagn Hagvangs hf. í desember innihélt að venju spurningar um jólahald og jólasiði fslendinga. Gunnar Maack, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að gegnum kannanirnar hafi í áranna rás safnast mikil vitneskja um venjur og hegðun fólks á þessari helstu hátíð ársins. Stærð úrtaksins að þessu sinni var 1000 manns, á aldrinum 18 til 67 ára, með búsetu um allt landið. Svarendur vom valdir með slembi- úrtaki og spurðir símleiðis. Könnunin var gerð 27. nóvember til 3. desember og svömðu 74,5% þeirra sem Ientu í úrtakinu. Af samanburði við fyrri kannanir má ráða að fólk sé fremur íhaldssamt í jólahaldi og vilji lítið bregða út af vananum. Yngra fólkið tekur upp jólasiði eldri kynslóða og heldur jól að hætti pabba og mömmu, með jólahreingemingu, laufabrauðsbakstri og tilheyrandi. Nokkur umræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum um hvenær eðlilegt sé að hefja jólaundirbúning í verslunum. Telur þú að þær hefji undir- búninginn of fljótt, of seint eða álítur þú hann vera á hæfilegum tíma? Þegar könnunin var gerð i lok nóvem- ber og byrjun desember var uppi mikil umræða um hvort verslanir byrjuðu of snemma að setja upp jólaskraut og selja jólavörur. Biskupinn, herra Ólafur Skúlason, mæltist til þess að kaup- menn héldu að sér höndum í þessu efni framan af jólamánuðinum. Þessi viðhorf virðast eiga mikinn hljómgrunn með þjóðínni því 71,7% þeirra sem svöruðu töldu að jólaundirbúningur hæfist of snemma í verslunum. Þegar hópnum svöruðu JÁ var skipt eftir kyni, búsetu og aldri sást að frávik var hvergi verulegt og má því ætla að þetta sé almennt sjónarmið. „Ég er feginn að heyra þetta," sagði Ólafur biskup Skúlason, þegar niður- staðan var borin undir hann. „Þegar ég fór að tala um þetta hafði ég ekkert fyrir mér nema eigin tilf'inningu, en þegar ég fór að láta (mér heyra fann ég alls staðar stuðning, en engin andmæli". Biskupinn segir að sér hafi þótt vænst um að heyra það á fundi fulltrúaráðs Kaupmannasamtakanna nýverið, að kaupmenn í Kringlunni ætli að hefja jólaundirbúning viku síðar á næsta ári en þeir gerðu í ár. „Enginn fulltrúi kaup- manna á fundinum mótmælti afstöðu • • minni,“ segir biskup. Hann segir að sumir kaupmenn hafi talið sig hafa verið knúna til að byrja jólaundirbún- ing snemma, vegna tíðra utanlandsferða fslendinga. ’ sumum nágrannalöndum okkar eru jóla- skreytingar settar upp þegar í nóvember. Morgunblaðiö: GE/GÓI Laufabrauðsbakstur breiðist út Já sögðu árið 1986 Já sögðu i ar og 4,7% að auki kaupa tilbúið laufabrauð Þau baka laufa- brauð á landinu Bókin hefur sterka stöðu Á hátíðarstundum er oft minnt á að íslendingar séu bókaþjóð og á hverju ári heyrast raddir sem gagnrýna jólabókaflóðið. Hvort tveggja virðist jafn réttmætt, þetta með bókaþjóðina og jólabókaflóðið, ef skoðuð er niðurstaða jólakönnunarinnar. Spurt var: Færð þú yfirleitt bók í jólagjöf. Ef svarið var jákvætt var spurt hve margar. Svörin voru flokkuð í átta flokka. Það er, eina bók, 2 til 3 bækur, 4 til 5 bækur, 6 til 10 bækur, fleiri en 10 bækur, misjafnlega margar, stundum og yfirleitt ekki bækur. Svörin voru bókinni mjög í hag. Rúm 60% gerðu ráð fyrir að fá 1 til 3 bækur i jólagjöf, og einungis 20% áttu ekki von á að fá bók að gjöf. Ef lagðir eru saman þeir hópar sem yfirleitt fá ekki bækur og þeir sem fá stundum bækur er Ijóst að þrír af hverjum fjórum íslendingum áaldrinum 18 til 67 ára fá harðan pakka með bók. Sérstaklega voru skoðaðir þeir sem yfirleitt fá ekki bækur (jólagjöf. Þá kemur í Ijós að einungis 10,9% þeirra sem eru 50 til 67 ára fá ekki bók, sem merkir að um 9 afhverjum 10áþeim aldri fá bókargjöf. Eins var algengara að konur fengju ekki bók (25,1 %) en karlar (14,7%). Laufabrauðsbakstur breiðist út Könnuð var útbreiðsla laufabrauðs- gerðar og spurt: Er bakað laufa- brauð á heimili þínu fyrir jólin, eða tekur þú þátt í laufabrauðs- bakstri? Sömu spurningar var spurt í jólakönnun Hagvangs hf. 1986. Af samanburði niðurstaðna þá og nú má ráða að laufabrauðsneysla breiðist út um landið. Frá 1986 hefur það bæst við að nú sögðust 4,7% kaupa tilbúið laufabrauð en 1986 var enginn sem hafði keypt laufabrauðið fullgert. Enn sem fyrr er laufabrauðið algengast fyrir norðan. Gerður var samanburður á milli kjördæma og leiddi hann í Ijós að meira en 90% þeirra sem spurðir voru á Norðurlandi eystra tóku þátt í laufabrauðsgerð og um 70% að- spurðra í Norðurlandi vestra. Vestfirðingar og Sunnlendingar ráku lestina í laufabrauðsgerð, en þar sagðist um þriðjungur aðspurðra stunda bakstur af þessu tagi. Flestir gera hreint fyrir jólin SPURT var hvort sérstök jólahrein- gerning færi fram á heimilum svar- enda. Til nánari skýringar var tekið fram að hér væri átt við meiri háttar hreingerningu, svo sem að gardi'nur væru þvegnar, eða skápar teknir i gegn. Svo er að sjá sem flestir taki upp tusk- urnar og skrúbbi eitthvað fyrir jólin því 79% svöruðu því játandi að þeir gerðu jólahreingerningu. Til samanburðar er könnun frá 1986 og hefur lítil breyting orðið á þessari venju, en þá svöruðu tæp 77% þessari spurningu játandi. Athyglisvert er að marktækur munur er á höfuð- borgarsvæðinu og landsbyggðinni í þessu efni. Þannig gera 73% höfuðborgarbúa jólahreingerningu, en rúm 87% lands- byggðarfólks. Ekki eru fyrirliggjandi skýringar á þessum mun en benda má á að úti á landi eru árstíðasveiflur algengari i atvinnulffi. Þannig eru álagstímar hjá bændum um sauðburð, heyannir og í sláturtíð. Ekki er óeðlilegt að ætla að bændafólk velji að gera stórhreingern- ingar þegar hægist um frá sveitastörfum, til dæmis fyrir jólin. Sama gildir um fisk- vinnslufólk, oft eru rólegheit í þeirri vinnu þegar líður að áramótum. A hófuð- borgar- svæðinu þrífa Á aldrinum 18-29 ára þrífa fá yfirleitt bók/bækur í jólagjöf fá stundum bók \ fá yfirleitt ekki bók Karlar Konur 18-29 30-49 50-67 Höfuðborgar- Lands- ára ára ára svæðið byggðin REYKJA- VÍKOG REYKJA- NES Á landsbyggðinni þrifa Á aldrinum 50-67 ára þrifa Þau fá bók/bækur, eða í það minnsta stundum bók, í jólagjöf 85,3% 81,9%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.