Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 20
T MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 sem rímna- Það eru hinar hefð- bundnu boðleiðir, sagnalist, dans, . leiktjáning, söngur með heimagerðum hljóðfærum og svo framvegis. Frá- sagnarhefð minnir á formið sem við þekkjum heima frá fyrri öldum er ennþá nýtt í fátæk- ustu ríkjunum. Þar fara boðskiptin og boðmiðlunin fyrst og fremst fram í hópum eða manna á milli. Eiginleik- ir fjölmiðlar eru enn fáséðir á af- skekktum og örfátækum byggðum hins svonefnda þriðja heims. Hins vegar breiðist tæknin ótrúlega hratt út. Þar munar um hvert árið. Útvörp sjást æ víðar. Hljóðsnældur reynast vel, sérílagi þar sem mörg tungumál eru í sama landinu og aðeins útvarp- að á tveimur eða þremur málum. Myndbönd og sjónvarp hafa haldið innreið sína jafnvel þar sem ekkert er rafmagnið. Þá nota menn rafmagn frá bílgeymum eða rafhlöðum sem endurhlaða má með sólarorku. Mannfólkið deyr nú sjaldnast ráða- laust eins og við vitum!“ Hvemig er háttað uppbyggingu og starfi Lútherska heimssambands- ins? Konur helmingur yfirmanna „Hér í aðalstöðvunum í Genf starfa tæplega 100 manns. Lút- herska heimssambandið setti sér það mark fyrir nokkrum árum að í öllum nefndum þess og lykilstöðum skyidu vera 40% konur. Þetta hefur tekist \ og eru konur helmingur yfirmanna og hefur það vakið verulega athygli hér í Genf þar sem konur hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar í þeim fjöl- mörgu alþjóðastofnunum sem hér hafa aðsetur. Heimssambandið styð- ur fjárhagslega fjölmörg verkefni sem efla konur, sérstaklega leiðtoga- þjálfun þeirra. Lútherska heimssambandið skipt- ist í þrjár starfsdeildir. Ein fjallar um neyðarhjálp og málefni flótta- manna og hefur unnið afburða gott starf. Margar stofnanir og aðilar sem eru á ehgan hátt tengd kirkjulegu starfi hafa falið henni að nýta það fjármagn sem þau vilja leggja til þessara mála. Deildin starfar ævin- lega í nánum tengslum við lúthersku kirkjuna á hvetjum stað og hefur þannig þekkingu á staðháttum og reynslu sem er afar mikils virði. Þá er starfandi deild sem fjallar um guðfræði og rannsóknir. Hún vinnur með guðfræðiskólum og kirkj- um og hefur m.a. stundað rannsókn- ir á hinum siðferðilegu álitamálum * Morgunblaðið/jt Séra Bernharður Guðmundsson á skrifstofu sinni í Genf. Hann var fyrir nokkru fulltrúi Lútherska heimssambandsins í bænavöku í Assisi sem páfi boðaði til og stýrði. Þessi ljósakanna var tákn vökunnar og á að minna á skyldur kristinna manna að bera birtu og von þangað sem myrkrið ríkir. Rœtt vid séra Bernharö Guómundsson sem starf- ar hjá Lútherska heims- sambandinu i Genf boðskaD Krists í sem ný tækni kallar stöðugt fram. Einn- ig er mikið unnið að endumýjun guðsþjónustunnar og safnaðarlífs svo að dæmi séu tekin. Þriðja deildin, þar sem ég starfa, framkvæmd fjallar um boðun og þróunarmál. Þetta er stærsta deildin og starfar fyrst og fremst með kirkj- unum lúthersku, miðiar upplýsing- um, reynslu og fjármagni milli þeirra. Þama er um gagnkvæman stuðning að ræða milli systrakirkna, sumar eru aflögufærar um fjármuni, aðrar hafa af miklum andlegum verðmæt- um að miðla þótt fátt sé um fjár- muni. Það er hlutverk starfsmann- anna að efla þetta samstarf, þessi tengsl og þessa gagnkvæmu miðl- un. “ Hvemig er það helst gert? Skilningur og samstarf „Slíkt gerist til dæmis með því að halda ráðstefnur og fræðslunám- skeið, styðja ýmis þróunarverkefni, miðla upplýsingum og skipuieggja gagnkvæmar heimsóknir kirkjufólks. Slíkar heimsóknir hafa reynst afar mikilvægar til að auka skilning og í framhaldi af því samstarf milli kirkn- anna. Við höfum séð athyglisverð dæmi um þetta þar sem komið hefur verið á samskiptum vinasafnaða, samanber vinabæjahreyfinguna á Norðurlöndum. Margir söfnuðir, ein- mitt á Norðurlöndunum eiga nú vina- söfnuði í kirkjum í Austur-Evrópu. í þeim heimshluta er eitt vandamálið að miklir starfsmöguleikar hafa opn- ast fyrir kirkjuna en fólkið hefur í áratugi vanist því að taka hvorki ákvarðanir né eiga frumkvæði og því „HLUTVERK okkar er að veita 114 að- ildarkirkjum Lútherska heimssambandsins ráðgjöf og stuðning varðandi boðun þeirra og samskipti innbyrðis sem útávið. Þetta gildir jafnt um söfnuði í örbirgð í Perú, ólæsa í Papúa Nýju Gíneu sem um minni- hlutakirkjuna í París og nýfrjálsu kirkjuna í Eritreu. Við reynum að aðstoða kirkjurn- ar við að greina hvaða möguleikar, hvaða boðmiðlar eru fyrir hendi í menningu þeirra og aðstæðum til þess að koma boð- skapnum til skila. Sums staðar má nota fjölmiða, útvarp, blöð, bækur og jafnvel myndbönd en oftar verður að finna aðrar boðleiðir vegna ólæsis, skorts á rafmagni eða rafhlöðum,“ segir séra Bernharður Guðmundsson í Genf í viðtali við blaða- mann Morgunblaðsins en hann stjórnar nú margvíslegum verkefnum á vegum Lút- herska heimssambandsins (LWF) víða um heim en hann er í leyfi frá starfi sínu sem fræðslustjóri kirkjunnar. Hann er beðinn að greina nánar frá þeim öðru boðleiðum sem kirkjan getur notað: gengur ekki nógu vel að nýta þessa möguleika. Þegar Austur-Evrópu- fólkið hefur síðan heimsótt vinasöfn- uðina uppgötvar það hvað hægt er að gera og það eykur þeim kjark. Heimamenn þar læra hinsvegar að taka því ekki sem sjálfsögðum hlut að búa við þær góðu aðstæður sem eru á Norðurlöndunum miðað við aðra heimshluta." Bernharður segir að það sé annars erfitt að leggja mat á aðstæður manna, þær markist af samanburð- inum. Eftir að hafa séð algjöra ör- birgð fólks á hungursvæðum skilji hann orðið neyðarástand öðrum skilningi en oft komi fram í íslensk- um fjölmiðlum. Það sjáist fleiri bros- andi andiit í allsleysinu í fátækra- hverfum stórborga Brasilíu en í mörgum borgum Vestur-Evrópu. Líðan fólks markist af svo mörgum þáttum. En víkjum aftur að Lútherska heimssambandinu. Alþjóðlegar stofnanir eru stundum gagnrýndar fyrir að vera of dýr bákn. A það við um LWF? Aðhald „Það held ég naumast eins og aðhaldið er hér um alla hluti. Yfir- bygging er höfð sem allra minnst til þess að íjármunirnir sem kirkjunar trúa okkur fyrir fari sem beinasta leið til þeirra sem þarfnast þeirra mest. Þess vegna er líka vinnuálagið hér á köflum verulega mikið. En það kostar auðvitað fjármuni að halda uppi alþjóðlegu starfí. Til þess að allir heimshlutir sitji við sama borð verðum við til dæmis að skila flestum gögnum á þremur tungumálum. Því fylgir kostnaðarsamt þýðingarstarf. Það er hins vegar forsenda alls sam- starfs að menn geti skilið hveijir aðra með því að tjá sig á tungumáli sem þeir hafa sæmileg tök á. Það kostar líka mikið fé að kalla fólk saman til þjálfunar. Ferðalög eru dapurlega dýr því að þau geta skilað svo miklum árangri í að bæta sam- skipti þjóðanna. Þeir fjárhagsörðugleikar sem LWP- á nú við að etja eins og reyndar flest- ar alþjóðlegar stofnanir hafa það í för með sér hjá okkur að fyrri starfs- aðferðir hafa verið endurskoðaðar og menn beita nýjum og ferskum leiðum til þess að ná sama árangri með minni kostnaði. Forgangsröð verkefna er mjög skýr hjá LWF og miklu ,aðhaldi er beitt í öllu starfí í smáu sem sbóru t.d. við notkun síma, við ferðalög, við fjölföldun gagna, svo nokkuð sé nefnt.“ Nú hefur þú víða farið vegna starfsins - hvað er þér efst í huga eftir heimsóknir til ólíkra staða? „A síðasta ári kom ég í allar heim- sálfur og heimsótti kirkjur sem starfa við hin erfiðustu skilyrði. Þetta hefur verið erfið en dýrmæt reynsla. Þarna kynntist ég aðstæðum fólks afar náið og verð varla samur maður eft- ir. Mér er það sífellt undrunarefni hversu manneskjan getur afborið og aðlagast aðstæðum sem virðast óbærilegar og haldið reisn sinni og von. Það er sannarlega gesturinn sem er þiggjandinn þó svo að hann geti leyst suma hnúta fyrir fólkið með fjárframlagi eða ráðgjöf. Það vekur mikinn ugg hversu ofbeldi eykst meðal þjóða. Oft er um að kenna atvinnuleysi, fíkniefnum eða rótleysi þess fólks sem hefur verið rifið upp úr menningu sinni og því plantað niður í nýtt og framandi umhverfi. En skelfilega víða sjá menn ofbeldi sem helstu leiðina til að leysa vand- ann sem að steðjar. Þetta ofbeldi ásamt margvíslegri spillingu, ekki síst í fátækustu löndunum, er mikil ógnun við mannlegt líf og kallar á sameinuð átök til lausnar.“ Lærdómsríkt og ögrandi Var ekkert strembið fýrir mann á miðjum aldri að hverfa frá starfí heima þar sem þú þekkir allt í þetta alþjóðlega umhverfi? „Þetta er afar skemmtilegur og áhugaverður vinnustaður. í deildinni minni eru t.d. starfsmenn af 16 þjóð- ernum og mjög alþjóðlegt andrúms- loft einkennir reyndar lífíð hér í Genf vegna hinna mörgu alþjóðastofnana sem hér hafa aðsetur. Þriðjungur borgarbúa munu vera útlendingar. Það er gaman að kynnast aftur og betur viðhorfum og vinnumáta fólks frá öllum heimshornum. Samstarfið er ekki alltaf auðvelt því að menn nálgast verkefnin frá svo ólíkum sjónarhomum en þetta er bæði lær- ‘dómsríkt og ögrandi. Mér fannst fyrstu mánuðirnir strembnir. Það eru viðbrigði að verða að starfa á erlendum tungumálum, kynnast 100 nýjum starfsfélögum og ekki síst að verða hálf bjargarlaus við hin hversdagslegu verkefni sem gerast af sjálfu sér heima. Til dæm- is við að finna iðnaðarmann eða lækni, ef þörf er að rata milli borgar- hluta eða útvega sér þessa smáhluti sem þarf til daglegs lífs. Maður vþr sífellt upp á aðra kominn - það ler sérkennileg reynsla." Hvernig kemur j)ú íslensku kirkj- unni að gagni sem Islendingur í starfí hjá þessum alþjóðlegu samtökum kirknanna? „Flestir starfsmannanna í stjórn- unarstöðum eru ráðnir tímabundið, oftast í leyfi frá heimakirkjum sínum. Það er til þess að tryggja það að reynsla sem flestra kirkna nýtist í þessu samstarfí. Við lítum gjaman á okkur sem fulltrúa heimakirkjunn- ar í hinni daglegu önn samtakanna og viljum gera báðum gagn. Hins vegar er það stjórn Lútherska heims- sambandsins sem tekur allar ákvarð- anir og leggur línurnar um starf þess. Olafur biskup Skúlason er ein- mitt í stjórninni svo að íslenska kirkj- an hefur þar skýra rödd. í þessu starfi hefur mér orðið ljóst að kirkjan okkar hefur af ýmsu að miðla í alþjóðlegu samstarfí og. er ekki svo lítil eins og við höldum oft. Af hinum 114 aðildarkirkjum sam- bandsins eru um 70 kirkjur minni en hún!“ Hvað uppörfar þig mest í starfinu? „Þegar það tekst sem ætlað er með samstarfsverkefnunum: Að sjá boðskap Krists í framkvæmd." jt S: 1 l I « « I i C i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.