Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 72
MewriCd
-setur brag á sérhvern dag!
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
SJ OVAnoALM E N N AR
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
StMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 8S
FOSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Sjálfvirkt staðsetningarkerfi fyrir fiskiskip
130 milljónir veittar til
uppsetningar landkerfis
BÚIÐ er að veita 130 milljónir til uppsetningar á 15 sjálfvirkum sendi-
og móttökustöðviun um land allt sem ætlað er að taka við sjálfvirkum
staðsetningarboðum frá fiskiskipum í framtíðinni. Ragnhildur Hjaltadótt-
ir lögfræðingur í samgönguráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblað-
ið að samgönguráðherra hefði ákveðið að gefa út nýja reglugerð um
fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa og er gert ráð fyrir að
öryggiskerfinu verði komið á innan fjögurra ára.
Að sögn Ragnhildar er um íslensk-
an hugbúnað að ræða sem þróaður
hefur verið í samvinnu við Kerfís-
verkfræðistofu Háskóla íslands.
Fjárveitingin er hugsuð sem stofn-
kostnaður við uppsetningu landkerf-
isins, sem Póstur og sími mun sjá
um, og er skipaeigendum síðan falið
að koma viðeigandi búnaði fyrir í
skipum sínum svo öryggiskerfíð
komist í gagnið innan fjögurra ára
aðlögunartíma
Tíu togarar verða á sjó um jólin
Skötuveislu frest-
að vegna veltings
„ÆTLI skatan verði ekki í
kvöld. Það var varla hægt að
elda í morgun vegna veltings á
siglingunni,“ sagði Kristján
Helgason skipstjóri á Skafta
SK-3 frá Siglufirði í samtali við
Morgunblaðið í gær. Skafti er
eitt af þeim skipum sem verða
á sjó um jól og áramót. í gær-
morgun voru 40-50 skip á sjó,
samkvæmt upplýsingum Til-
kynningaskyldunnar, en þeim
fór ört fækkandi. Talið var að
um 10 togarar yrðu úti um jólin.
Skafti á sölu í Hull 5. janúar.
Um hádegið í gær voru þeir að
kasta við Grímsey eftir siglingu
af Vestfjarðamiðum. Leiðinda
veltingur var á leiðinni en veður
heldur að skána. Kristján sagði
að fiskiríið væri rólegt og að hon-
um litist frekar illa á það. Hann
sagðist þó vona að þeir næðu að
veiða það mikið að þeir yrðu ferða-
færir í siglinguna en sagðist ekki
reikna með neinu umfram það.
Fjölbreytt fæði
Skafti var einnig á sjó um jólin
í fyrra og sagði Kristján að komin
væri hefð á það að allir fjórir tog-
arar Skagfírðinga væru þá á veið-
um. Þeir ættu söludaga í byrjun
janúar sem taldir væru nokkuð
öruggir. I síðasta jólatúmum var
öll fastaáhöfnin með en Kristján
sagði að núna hefði tekist að gefa
helmingnum frí. Hægt hefði verið
að fá nóg af vönum mönnum í
afleysingar og sagði hann að það
gæti verið til marks um harðærið
í landi. Fimmtán manns eru í
áhöfn.
Morgunblaðið/RAX
Þétt setinn bekkurinn
TOGARARNIR sigldu til hafnar
einn af öðrum í gær enda flest-
ir sjómenn i landi um jólin.
Þétt er setinn bekkurinn i
Reykjavíkurhöfn yfir hátíðirn-
ar, eins og sést á þessari mynd
sem tekin var á Grandagarði í
gær.
Kristján sagðist reikna með að
gefa smápásu síðdegis í dag á
meðan menn væru að borða jóla-
matinn og opna pakkana. Annars
væri þetta eins og hver annar
dagur. Ekki var hann klár á hvað
yrði í matinn, sagðist hafa heyrt
að það yrði fjölbreytt fæði.
Hálfdán Henrysson deildarstjóri
björgunardeildar Slysavarnafélags-
ins sagði í samtali við Morgunblaðið
að um væri að ræða ómannaðar
sendi- og móttökustöðvar sem ekki
væru fyrirferðarmiklar og drægju
70-80 sjómílur. Hefði búnaðurinn
verið til prófunar um nokkurra ára
skeið og sendi- og móttökutækjum
því verið komið fyrir á fjórum stöðum
á landinu. Ólafur Arsælsson varð-
stjóri hjá Tilkynningaskyldunni sagði
í samtali við Morgunblaðið að nú
bærust tilkynningar tvisvar á dag;
milli tíu og hálftvö og átta og tíu. I
sjálfvirka staðsetningarkerfinu væri
hins vegar um örari boð að ræða sem
yki öryggi sjófarenda því boð bærust
um leið og óhapp yrði.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fimleikastelpur í jólabúningum
FIMLEIKADEILD Ármanns hélt jólasýningu í Laugardalshöll sl. mánu-
dag. Þar sýndu ungar fimleikastjörnur listir sínar og fylgdust foreldr-
ar, afar og ömmur með. Þessar stelpur tóku þátt í lokaatriðinu og
minntu rauðu slaufurnar skemmtilega á jólin.
Sunnlenska nautakjötsfjallið vex um Vi tonn á dag
Heimaslátrun og hátt
verð orsök vandans
Selfossi.
RÍFLEGA eitt þúsund naut bíða slátrunar hjá þremur sláturhúsum á
Suðurlandi. Mjög lítil sala hefur verið í nautakjöti að undanfömu og
era ástæður dræmrar sölu sagðar of hátt verð og mikil heimaslátrun.
„Vandamálið er fyrst og fremst offramleiðsla á kjöti í öllum greinum,"
sagði Bjöm Ingi Bjömsson vinnslustjóri Kjötvinnslu Hafnar-Þríhymings
á Selfossi en hann og fleiri telja að kjötmarkaður sem allir hefðu jafn-
an aðgang að myndi leysa framleiðsluvandann á raunhæfan hátt.
„Vandinn eykst jafnt og þétt og
við náum ekki að slátra sem nemur
þyngdaraukningunni," sagði Torfi
Jónsson sláturhúSstjóri Hafnar-Þrí-
hyrnings á Hellu. Hann sagði að
hvert naut þyngdist um hálft kíló á
dag og meðalþyngdin væri á þriðja
hundrað kíló en eðlileg meðalþyngd
væri 160 kíló. Torfi sagði að 400
naut biðu slátrunar og haugur af
beljum eins og hann orðaði það.
Sævar Larsen sláturhússtjóri Slát-
urfélags Suðurlands tók í sama
streng og sagði greinilega offram-
leiðslu á kjöti. Á félagssvæði SS bíða
456 naut slátrunar og 337 kýr. Hjá
sláturhúsi Hafnar-Þríhyrnings á Sel-
fossi bíða 200 naut slátrunar.
Nokkuð er um að bændur láta
slátra nautum fyrir sig í sláturhús-
unum og selja síðan kjötið sjálfir til
verslana eða einstaklinga á mjög
lágu verði alit niður í 210 krónur
kílóið. Greinilegt er að bændur lenda
í sjálfheldu með framleiðsluna og
reyna að bjarga sér með því að drepa
eitt og eitt naut og selja.
Því er haldið fram að heimaslátrun
verði stöðugt meira áberandi og birt-
ist í því að á vinnustöðum er fólki
opinskátt boðið upp á úrbeinað nauta-
kjöt á mun lægra verði en í verslun-
um. Heilbrigðiseftirlitið fylgist með
að kjöt í kjötvinnslum sé stimplað en
aðrar aðgerðir munu ekki viðhafðar.
Kjötmarkaður er lausnin
„Ég held það verði að bijóta kerf-
ið upp þannig að bændur komi með
sína gripi til slátrunar og kjötið verði
merkt framleiðanda. Það fari síðan
á kjötmarkað sem allir hafa jafnan
aðgang að. Á þessum markaði kaupa
þeir kjöt sem þurfa að nota það, kjöt-
vinnslur, kaupmenn, veitingamenn
og fleiri. Upp úr þessu kæmi mark-
aðsverð sem ekki er fastbundið í lög-
um. Gott kjöt frá góðum framleið-
endum mundi seljast á hærra verði,“
sagði Bjöm Ingi Björnsson vinnslu-
stjóri Kjötvinnslu Hafnar-Þríhyrn-
ings á Selfossi. Hann sagði að það
sama mætti gera með svínakjöt og
einnig væri hægt að selja dilkakjöt
þó það kæmi ekki á staðinn. Salan
gæti farið fram í gegnum tölvur.
„Ég hef tilfinningu fyrir því að á
tveimur til þremur árum yrði kjöt-
framleiðslan jafnari og í samræmi
við neysluþörfina og verðlagningin í
samræmi við það sem hún þyrfti að
vera svo bóndinn lifði. Síðast en ekki
síst stæðu þeir bændur uppúr sem
framleiddu góða og ódýra vöru. Það
er ljóst að svínabændur sem búið
hafa við fijálsræði standa betur en
nautgripabændur. Vandamálið er
fyrst og fremst offramleiðsla og á
meðan það er ekki viðurkennt leysa
menn ekki vandann,“ sagði Björn.
Sig. Jóns.
(
KERTASNIKIR
CLEÐILEG JÓL!
Fólki finnst jólaundirbún-
ingurinn byija of snemma
KAUPMENN í Kringlunni ætla að setja upp jólaskreytingar í sameign
þann 24. nóvember á næsta ári í stað þess 18. í ár. Yfir 70% þeirra
sem svömðu í nýlegri jólakönnun Hagvangs hf. fannst jólaundirbúning-
ur hefjast of snemma í verslunum. I sömu könnun kom fram að æ fleiri
gera laufabrauð fyrir jólin og að jólahreingerning er fastur liður á
nærri 8 af hverjum 10 heimilum.
Biskupinn, herra Ólafur Skúlason,
fagnar almennum stuðningi við þau
sjónarmið sem hann setti fram í byij-
un aðventu um bráðlæti í jólaskreyt-
ingum verslana. Hann segir þessa
niðurstöðu í samræmi við viðbrögð
sem hann fékk við mótmælum sínum.
Meðal annarra niðurstaðna í könn-
un Hagvangs hf. sem vekja athygli
er hversu margir fá bækur í jóla-
gjöf. Um 75% aðspurðra gerðu fast-
lega ráð fyrir því að fá bók í jóla-
gjöf, en einungis um 20% sögðust
yfirleitt ekki fá bókargjöf um jól.
Sumar spumingar í könnuninni vom
endurteknar frá fyrri árum. Saman-
burður við árið 1986 sýnir að ekki
hefur dregið úr jólahreingemingunum
og laufabrauðsgerð hefur aukist.
Sjá bls. 33: „Jólasiðakönnun
Hagvangs"
Jólafagnaður
Verndar og
Hjálpræðis-
hersins
Jólafagnaður Hjálpræðishers-
ins og Verndar verður haldinn í
dag, aðfangadag, í Herkastalan-
um Kirkjustræti 2 og hefst með
borðhaldi kl. 18. Allir þeir, sem
ekki hafa tök á að dveljast með
vinum og vandamönnum á að-
fangadagskvöld, eru velkomnir
í jólafagnaðinn.