Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 Unnið er að fyrstu heildarþýðingu Gamla testamentisins úr frummálinu BÓKANNA eftir Guðna Einarsson GEFIN hafa verið út til kynningar fimm rit Gamla testamentisins í nýrri þýðingu úr frummálinu. Það merkilega við þessa útgáfu er að Biblíuritum, 1. hefti, gefur að líta fyrsta þjuta fyrstu heildarþýð- ingar Gamla testamentisins úr hebresku á íslensku. A vegum Hins islenska Biblíufélags og Guðfræðistofnunar Háskólans er unnið að 11. biblíuútgáfunni á íslensku og er ætlunin að hún komi út í tilefni 1000 ára afmælis kristnitökunnar um næstu aldamót. Ritin sem nú eru gefin út til fróðleiks og kynningar eru Fyrsta og önnur Konungabók auk Rutarbókar í þýðingu dr. Sigurðar Arnar Steingrímssonar. Jónasarbók í þýðingu dr. Þórís Kr. Þórðarsonar prófessors og Esterarbók í þýðingu Jóns Gunnarssonar lektors. Hið íslenska Biblíufélag er útgefandi Biblíuríta í samvinnu við Guð- fræðistofnun Háskóla Islands. Samstarfið felst í því að Guðfræðistofn- un leggur til starfsaðstöðu og annast mannaráðningar, Hið íslenska Biblíufélag greiðir allan launakostnað við þýðinguna. Skipuð var þýðingarnefnd í samráði við Guðfræðistofnun. í nefndinni sitja dr. Guðrún Kvaran, tilnefnd af íslenskri málnefnd, og er hún formað- ur, séra Arni Bergur Sigurbjörnsson, tilnefndur af Hinu íslenska Biblíufélagi, dr. Gunnar Kristjánsson, tilnefndur af biskupi og dr. Gunnlaugur A. Jónsson, tilnefndur af Guðfræðistofnun. Sigurður Pálsson, framkvæmdasljóri Hins íslenska Biblíufélags, er ritari nefndarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Dr. Sigurður Örn Steingrímsson bibliuþýðandi í vinnustofu sinni. I Dr. Sigurður Öm Steingríms- son var ráðinn til þýðingar- starfsins í nóvember 1988 og hefur það síðan verið hans aðalatvinna. Sú biblíuútgáfa, sem mest hefur verið notuð á þessari öld, kom út 1912. Sigurður Öm telur þá þýð- ingu vera með sérstöku málfari, sem aldrei hafi verið talað í land- inu. Að sögn Sigurðar Amar var ástæða þessa að hluta sú að aðal- þýðandanum, prófessor Haraldi Ní- elssyni, var falið að gera þýðingu eins orðrétta úr hebresku og hægt væri. Það sjónarmið var þá ríkjandi í biblíuþýðingum að hvetju orði i frumtextanum ætti að skila með orði á því tungumáli sem þýtt var á. Mikið hefur gerst í málfræði frá því um aldamót og nú er það talinn óvinnandi vegur að þýða á þennan veg. Hebreskan er orðin til við allt aðrar aðstæður og í öðmm menn- ingarheimi en við þekkjum. Orðaröð hebresku getur því ekki mótað ís- lenska þýðingartextann: íslenski textinn á að vera eðlilegt nútíma- mál. Stundum getur þurft að sleppa orði úr frumtextanum, eða nota sögn á íslensku í staðinn fyrir nafn- orð í hebresku, svo textinn hljómi eðlilega. Tilgangurinn með nýrri þýðingu er sá að gera Biblíuna aðgengilegri fyrir lesendur. „Ég held að fólki hafi þótt Gamla testamentið mjög óaðgengilegt og kenni málfarinu um það að veralegu leyti,“ segir Sigurður Öm. „Með nýrri þýðingu, á máli sem stendur nútímamönnum nær, tel ég að textamir verði að- gengilegri fyrir fólk.“ Haraldur Níelsson þýddi mikið beint úr hebresku en tók einnig upp langa kafla nær orðrétt upp úr Við- eyjarbiblíu frá 1841. Þar á meðal vora listavel þýddir kaflar eftir Sveinbjörn Egilsson, en hann var mikill málamaður og vel að sér í klassísku málunum. Aður en Við- eyjarbiblían kom út var gefið út sýnishom af þýðingunni. í formála er vitnað í bréf Sveinbjöms og þar segist hann hafa þýtt eftir þá ný- legri danskri þýðingu. Að finna réttan grundvöll Talið er að Biblía Guðbrands Þorlákssonar frá 1584 hafí að mestu verið byggt á þýskri þýðingu Lúthers, en Biblía hans var þýðing á útgáfu rómversk-kaþólsku kirkj- unnar, Vulgata. Samt era vísbend- ingar um að einhver þýðenda Guð- brandsbiblíu hafí stuðst við hebr- eskan texta. Að sögn Sigurðar Am- ar er sameiginlegt eldri íslenskum þýðingum að ekki var lögð áhersla á að styðjast við sameiginlegan textagrandvöll, hver þýddi það sem hann hafði við hendina. Nú er lögð áhersla á að þýðing- amar séu unnar á ákveðnum texta- grandvelli og telur Sigurður Örn að nú sé í fyrsta sinn unnið með þeim hætti að þýðingu Gamla testa- mentisins á íslensku. Mikilvægi textagrandvallarins skýrist af því hve saga textans er orðin löng og hvað margt hefur á daga hans drif- ið. Elstu textar Gamla testamentis- ins eru taldir vera um þijú þúsund ára gamlir, engin framrit af ritun- um era nú til, en íjöldi afrita. Þau elstu er Dauðahafshandritin og vora rituð frá því 200 f.Kr til 68 e.Kr.. Hebreskan var lifandi talmál á tímabili Gamla testamentisins, það er frá því um 1200 til um 200 f.Kr. Textinn var upphaflega skráður með samhljóðum, án sérhljóða- tákna. í tilvikum getur val sérhljóða haft áhrif á merkingu orðanna og samhljóðasamstöfumar því haft margræða merkingu. Frá því á 1. öld fyrir Krist og fram á 9. öld eft- ir Krist fengust menn við að bæta inn sérhljóðatáknum inn í sam- hljóðatextann. Við það voru teknar ákvarðanir um merkingarfræðilega túlkun margra orða. Af þessu má ráða hve vandasamt það getur ver- ið að að þýða hina gömlu texta, ritaða í samfélagi gjörólíku því sem við eigum að venjast og á máli sem löngu er útdautt. Við þýðinguna nú er lagður til grandvallar hebreskur texti sem kenndur er við Stuttgart í Þýska- landi, Biblia Hebraica Stuttgartens- ia. Sá texti byggist að mestu á handriti sem er afskrift af handriti frá árinu 1008 og hefur verið talið áreiðanlegasta handrit sem inni- heldur texta alls Gamla testament- isins. í Stuttgartútgáfunni era öll þekkt frávik frá textanum rituð neðanmáls, þannig að hægt sé að glöggva sig á valkostum. Sums staðar er erfitt að skilja textann og jafnvel ómögulegt. Þá er stuðst við hliðstæður í öðram handritum, ef ekki hebrqskum þá gömlum þýðingum, til dæmis grísku „Sjötíumannaþýðingunni“ sem gerð var á 3. og 2. öld fyrir Krist og er því eldri en þau hebresku handrit sem menn hafa aðgang að í dag. Þessi gagngera úttekt á textanum er kölluð textarýni, markmið henn- ar er að komast sem næst hinni elstu og uppranalegu gerð textans. Auk textagrundvallarins styðjast biblíuþýðendur við ýmsar handbæk- ur og Biblíur á öðram tungumálum. Nýlega komu út nýjar þýðingar í Danmörku og Noregi og unnið hef- ur verið að nýrri biblíuþýðingu í Svíþjóð frá 1975. Sigurður Öm seg- ir fróðlegt að glugga í verk annarra þýðenda og skoða hvernig þeir hafi leyst úr vandamálum. „Þetta getur verið erfítt verkefni og vitanlega verður maður að vinna sér það á sem auðveldastan hátt til að skila árangri," segir Sigurður Öm. Sú gagnrýni hefur heyrst að lítið sé að marka Biblíuna, því hún hafí margoft verið umskrifuð til sam- ræmis við skoðanir kirkjunnar á hvetjum tíma. Er eitthvað til í því? „Nei, nei, það er fjarstæða," seg- ir Sigurður Óm. „Hún hefur ekki verið löguð að neins manns höfði. Fyrstu þýðingamar era yfírleitt mjög vandaðar." Latnesk þýðing heilags Hieronymusar, Vulgata, var notuð í rómversk- kaþólsku kirkj- unni allt frá 4. öld og fram á þessa. Að sögn Sigurðar Amar er hún mjög nákværn og vel gerð. „Ég held að það sé alveg Ijóst að sú afstaða hefur verið ríkjandi til text- ans að skila honum sem allra rétt- ustum.“ Mikill hluti Gamla testamentisins eru ljóð, bæði Sálmamir og veraleg- ur hluti spámannaritanna. í þýðing- unni frá 1912 voru þeir textar tekn- ir sem óbundið mál, en því verður breytt núna. Hebresku ljóðin lúta bragfræði, sem ekki er að fullu þekkt. I öllum gömlum semitískum kveðskap, ba- býlónskum, assyrískum og hebresk- um, er það grundvallaratriði að hver ljóðlína skiptist í tvennt. Fyrri helmingurinn samsvarar með ein- hveiju móti seinni helmingnum. í hebreska kveðskapnum er þetta notað af mikilli næmni og með ýmsum tilbrigðum við þessa reglu. Eins er viss hrynjandi þekkt. Þegar hebreskur kveðskapur er þýddur er ljóst að hliðstæður milli helminga ljóðlínanna eiga að koma fram, en að öðru leyti telur Sigurður Öm eðlilegast að þýða ljóðin sem órímuð ljóð því í hebreskunni er ekkert rím, þótt þar þekkist hljóðstafir á vissum stöðum. Við biblíuþýðinguna í Svíþjóð var ljóðskáldið Tomas Tranströmer fenginn til að veita ljóðum Gamla testamentisins skáldlegt yfírbragð og þótti það gefast mjög vel. Telur Sigurður Örn það vel koma til greina að fá ljóðskáld til liðs við íslenska þýðendahópinn. Sigurður Öm hefur nú unnið við biblíuþýðingu í fimm ár samfellt og sér fram á næg verkefni næstu árin. Hann er þeirrar skoðunar að Biblíuna eigi að þýða oftar en gert hefur verið. Á þessari öld hefur fornleifarannsóknum fleygt fram og handritafundir varpað nýju ljósi á sögusvið Gamla testamentisins. Þótt fáar fornleifauppgötvanir tengist Biblíunni beint þá veitir aukin þekking á ritunartímanum meiri skilning á ýmsum textum bókanna. Einnig er tungumálið í sífelldri þróun og telur Sigurður Örn mikil- vægt að Biblían sé ávallt aðgengileg á eðlilegri og lýtalausri íslensku, eins og hún er töluð á hveijum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.