Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
„Sjá, ég boða yður
mikinn fögnuð“
Flestir landnámsmenn voru
heiðnir, það er ásatrúar.
Nokkrir voru þó kristnir, eins
og Ásólfur alskikk, Auður djúp-
úðga, Ketill fíflski í Kirkjubæ,
Örlygur gamli á Esjubergi og
fleiri. Ketill og Örlygur eru
taldir hafa reist kirkjur á jörð-
um sínum.
Fleira ýtti undir landnám hér
en ofríki Haralds hárfagra,
Noregskonungs, þótt það væri
þungt á metum. Nefna má
landþrengsli í Noregi og á Vest-
urhafseyjum, þar sem norrænir
menn höfðu sezt að en Keltar
voru fyrir, brottrekstur víkinga
úr Dyflinni um 900, aukin sigl-
ingatækni þjóða í norðanverðri
Evrópu og landkostir hér. Án-
ing norrænna manna á Bret-
landseyjum leiddi til þess að
þaðan kom keltneskt fólk út
hingað í bland við norræna
menn, sumt ánauðugt. Þetta
írska/keltneska fólk var vafa-
laust kristið.
Það má telja öruggt, í ljósi
framansagðs, að kristin trú
hefur lifað í landinu frá fyrstu
byggð, þótt landsmenn væru
flestir heiðnir fram undir árið
þúsund. Þá er og víst talið að
kristnir einsetuménn, írskir
(Papar), hafí lagt leið sína út
hingað þegar á sjöundu og átt-
undu öld.
íslendingar lögtaka síðan
kristinn sið á Alþingi við Öx-
ará, að því að talið er árið 1000.
Sunnlendingar og Norðlending-
ar voru skírðir í Reykjalaug í
Reykjadal en Vestlendingar í
Lundarreykjadal.
Kristnitakan árið eitt þúsund
er farsælasta löggjöf í gjörv-
allri Islandssögunni og hefur
mótað íslenzkt samfélag allar
götur síðan. Þess munu fá
dæmi, ef nokkurt, að þjóð hafi
sem heild lögtekið kristinn sið
á þann hátt sem hér var gert.
Það styttist nú mjög í þúsund
ára afmæli kristnitökunnar og
er undirbúningur hátíðahalda
þegar hafínn, bæði af hálfu
Alþingis og þjóðkirkjunnar.
Það er þó ekki hið sagnfræði-
Iega bakland kristni í landinu
sem hæst ber á helgum jólum,
heldur fæðing frelsarans í
mannheim; barnið, sem lagt var
í jötu í Betlehem á hinum fyrstu
jólum. Lúkas segir um atburð-
inn í Betlehem:
„En í sömu byggð voru hirð-
ar út í haga og gættu um nótt-
ina hjarðar sinnar. Og engill
Drottins stóð hjá þeim og dýrð
Drottins ljómaði í kringum þá.
Þeir urðu mjög hræddir, en
engillinn sagði við þá: verið
óhræddir, því sjá, ég boða yður
mikinn fögnuð, sem veitast
mun öllum lýðum. Yður er í dag
frelsari fæddur, sem er Kristur
Drottinn, í borg Davíðs. Hafið
þetta til marks. Þér munuð
fínna ungbarn reifað og lagt í
jötu ..."
Það er fæðing Jesúbarnsins
í mannheim sem við minnumst
á helgum jólum, sem eru enn
í dag, nærri tveimur árþúsund-
um síðar, helzta hátfð fjöl-
skyldna, barna og kærleikans
í veröldinni. Kristur komst svo
að orði um börnin, samkvæmt
frásögn Lúkasar:
„Leyfið börnunum að koma
til mín, varnið þeim eigi, því
að slíkra er Guðs ríki. Sannlega
segi ég yður: hver sem ekki
tekur við Guðs ríki eins og
barn, mun aldrei inn í það
koma. “
Á helgum jólum eigum við
að opna líf okkar fyrir Jesú-
barninu, leyfa því að „fæðast“
inn í hugarheim okkar og sálar-
líf; móta tilveru okkar og við-
horf. Á helgum jólum eigum
við að upplýsa börn okkar um
Krist, sem er vegurinn, sann-
leikurinn og lífíð. Við eigum
að leyfa ungviðinu að koma til
Krists í jólasiðum heimilanna,
í uppeldi barnanna, í fræðslu
skólanna og á vegum kirkjunn-
ar, og vama þeim þess eigi.
Við eigum alla daga en ekki
sízt á þeirri hátíð, sem senn
hefst, að hugleiða þá staðhæf-
ingu hans, sem jólin eru helg-
uð, að það sem við, hvert og
eitt, gjörum hans minnsta bróð-
ur í daglegri breytni okkar,
orðum og athöfnum, það gjör-
um við og honum. Við þurfum
ekki að leita langt yfir skammt
að einmana, sjúkum eða þurf-
andi sem við getum lagt lið.
Við höfum og alla burði til að
rétta hjálpandi hendur til
fjærstu heimshorna; til að deila
hlýju og velvild með náungum
okkar - í birtunni frá honum,
sem er ljós heimsins.
Kristur, sem lýsti upp dauð-
ann með lífsins ljósi, mælti til
lærisveina sinna: „Leyfið börn-
unum að koma til mín.“ Við
erum öll börnin hans. Við eig-
um á helgum jólum að safnast
saman við fótskör' hans og lofa
skapara himins og jarðar.
Megi sú lífssól, sem Kristur
er, rísa í hugum okkar, lífi og
breytni, hrekja burt kuldann
og myrkrið, og vekja okkar
innri mann til nýs vors og gró-
anda. Með þeim orðum óskar
Morgunblaðið lesendum sínum
og landsmönnum öllum gleði-
legra jóla.
# m # Morgunblaðið/Kcistinn
Heim um jolm
FLUGLEIÐIR flugu til Patreksfjarðar í gær en ófært var þangað í fyrradag. Myndin var tekin þegar
fólkið steig um borð í skammdegissólinni í gær.
Ovenjuvel gekk að
flytja fólk og böggla
Allir komast ferða sinna fyrir jólin
FLUTNINGAR fólks fyrir jólin hafa gengið óvenjuvel, enda gott ferða-
veður að undanförnu. í gærmorgun lokuðust þó vegir um tíma vegna
skafrennings og flug tafðist en það komst fljótlega í lag. Talsmenn
flutningafyrirtækja bjuggust í gær við því að þeim tækist að koma
fólki til síns heima og farmi á réttan stað fyrir jól.
Veðurstofan spáði í gær þokka-
legu jólaveðri um allt land. í nótt
átti að lægja talsvert og draga úr
sjókomu/éljagangi norðanlands.
Vindáttin breytist, hæg austlæg átt
verður og þykknar upp suðvestan-
lands árdegis. Áfram verður frost. Á
morgun, jóladag, er spáð suðlægri
átt, golu eða kalda og léttskýjuðu
norðanlands. Annan í jólum verður
allhvöss suðaustanátt og fremur
hlýtt. Rigning eða slydda víða um
land, einkum þó um sunnan- og vest-
anvert landið.
Skafrenningur á
Holtavörðuheiði
Vegna skafrennings tepptust
nokkrir vegir í fyrrinótt og gærmorg-
un. Vegagerðin ruddi aðalleiðir og
var búin að því um hádegið. Holta-
vörðuheiði var illfær í gær vegna
skafrennings og blindu en umferð
var komin í eðlilegt horf um hádegið.
Eiríkur Gíslason, veitingamaður í
Staðarskála, sagði i samtali við
Morgunblaðið um hádegið í gær að
mjög hvasst hefði verið um nóttina.
Það væri að lygna en enn smá ágöng-
ur. Hann sagði að umferðin væri
komin í samt lag. Norðurleiðarrútan
hefði tafist um þrjú korter vegna
skafrenningsins á heiðinni. Eiríkur
sagði að umferð væri lítil og sló því
fram að svo virtist sem fólk úr
Skagafirði og Austur-Húnavatns-
sýslu færi að þessu sinni líklega frek-
ar til Akureyrar að kaupa inn fyrir
jólin en til Reykjavíkur.
Samkvæmt upplýsingum vegaeft-
irlits Vegagerðar ríkisins voru allar
aðalleiðir ruddar í gær og var ekki
vitað annað en umferð gengi vel
fyrir sig eftir að Holtavörðuheiði
opnaðist. Björn Svavarsson vegaeft-
irlitsmaður sagði að mesta umferðin
væri milli Reykjavíkur og Akureyrar
og því væri bagalegt þegar Holta-
vörðuheiði tepptist. Vegagerðar-
menn verða að störfum fram að há-
degi í dag, aðfangadag. Þeir taka
sér frí á morgun og fara aftur af
stað á annan í jólum.
Umferðin í Reykjavík hefur geng-
ið ágætlega, að sögn Hjartar Sæ-
mundssonar varðstjóra í lögreglunni,
að undanskildum miðvikudeginum
þegar 25 árekstrar urðu. í gær var
mikil umferð og síðdegis höfðu orðið
sex árekstrar frá hádegi. Hjörtur
sagði að það færi mikið eftir veðri
hvert fólk leitaði, nú virtist fólk fara
töluvert á Laugaveginn enda veðrið
betra en oft áður fyrir jólin.
Flugið gengið vel
Innanlandsflug hefur gengið
óvenju vel fyrir þessi jól og í gær
var útlit fyrir að allir kæmust til síns
heima fyrir jólin. Ein flugvél Flug-
leiða var veðurteppt á Húsavík í
fyrrinótt og raskaði það aðeins þéttri
áætlun félagsins í gær. Úr því rætt-
ist og voru rúmlega 1000 farþegar
fluttir innanlands í gær, að sögn
Margrétar Gunnarsdóttur af-
greiðslustjóra á Reykjavíkurflugvelli.
Flestir fóru til Akureyrar og voru
farnar sex ferðir þangað í gær. Flog-
ið verður til hádegis í dag, síðasta
vélin hefur sig til flugs frá Reykja-
vík klukkan 13.
Sveinn Ingvarsson afgreiðslustjóri
hjá íslandsflugi sagði að flug fyrir
jólin hefði gengið óvenjulega vel
enda veður gott. Einhveijar tafir
urðu þó á flugi í gær en Sveinn bjóst
við að flytja hátt í 300 farþega þenn-
an dag.
Forstjórinn í
pakkaafgreiðslunni
Gunnar Svein.sson, framkvæmda-
stjóri BSÍ, var kominn í pakkaaf-
greiðsluna í Umferðarmiðstöðinni í
gær. Hann sagði að vel hefði gengið
að flytja fólk og farm enda veður
óvenjugott í jólaösinni. Stærstu dag-
arnir voru í gær og fyrradag þegar
á annað þúsund manns fóru hvorn
dag um Umferðarmiðstöðina. Þá
sagði hann að starfsfólk hefði áætlað
að 40 þúsund pakkar væru fluttir
með rútunum fyrir jólin. Síðustu bíl-
arnir á langleiðunum fóru frá BSI
síðdegis í gær en fyrir hádegið í dag
Hleðsla
HLEÐSLUMENNIRNIR hjá inn-
anlandsflugi Flugleiða hafa í nógu
að snúast síðustu dagana fyrir jól
eins- og aðrir starfsmenn sam-
göngufyrirtækj anna.
eru ferðir hjá bílunum á styttri áætl-
analeiðunum.
Það eina sem Gunnar hafði
áhyggjur af í gær var að einhverjir
matarpakkar lokuðust inni í pakka-
afgreiðslunni á Umferðarmiðstöð-
inni. Hann sagði að starfsfólkið gerði
allt sem það gæti til að koma þeim
út. Pakkaafgreiðslan er opin til
klukkan 14 í dag og sagðist Gunnar
reyndar verða þar lengur ef með
þyrfti til að koma út pökkum.
Aukning í bögglasendingum
Pósturinn hefur runnið vandræða-
laust í gegn hjá Pósti og síma, að
sögn Rafns Júlíussonar fram-
kvæmdastjóra póstmálasviðs. Gott
tíðarfar og færð hefur hjálpað mikið
til, enda má lítið útaf bregða á þess-
um tíma. Talið er að sendar séu 2,5
til 3 milljónir jólakorta á hveiju ári
og á annað hundrað þúsund böggla
í desembermánuði. Rafn telur að
heldur fleiri jólakort hafí verið send
nú fyrir jólin en venjulega og merkj-
anleg aukning væri í bögglasending-
um. Ekki kvaðst hann hafa neinar
skýringar á því.