Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
I
Segovia fæddist í smá-
bænum Linares í Anda-
lúsíu á Suður-Spáni
1893. Þegar Segovia
var fimm ára gamall
hóf hann fiðlunám að
ósk frænda síns. En gítarinn átti
fljótt hug hans allan og ári síðar
hafði hann lagt fiðluna á hilluna og
fór í sinn fyrsta gitartíma. Fjölskyld-
an sýndi gítaráráttu drengsins lítinn
áhuga og ekki varð um hefðbundið
nám að ræða. Segovia var því að
mestu sjálfmenntaður á hljóðfærið.
Af þeirri ástæðu hafði hann oft á
orði að aldrei hefði verið ósamkomu-
lag á milli kennarans og nemand-
ans. „Ég var bæði nemandi minn
og kennari og ég er enn að læra.
Það er betra að vera nemandi 90
ára að aldri en meistari 14 ára gam-
all,“ sagði hann kominn á efri ár.
Árið 1909, þá aðeins sextán ára,
hélt hann ,sína fyrstu tónleika. Það
var í Granada. Þegar hann þremur
árum seinna hélt hann sína fyrstu
tónleika í Madrid eignaðist hann
sinn fyrsta konsertgítar.
Eftir að hafa leikið á tónleikum
á Spáni, í Suður-Ameríku og víðar,
hélt Segovia' innreið sína í Evrópu
og segja má að tónleikar hans í
Paris 1924 hafí orðið vendipunktur-
inn á ferli hans. Frami hans og
frægð jókst á alþjóðlegum vettt-
vangi og af leik sínum varð hann
þekktur um allan heim.
Segovia einsetti sér í lífi sínu og
starfi að hefja gítarinn til vegs og
virðingar, að auka tónlistarlega
stöðu hans og að draga hann út úr
litlum salarkynnum, af götunni yfir
í virðulegustu tónleikasali hvar sem
þá var að finna í heiminum. Með
tónleikahaldi sínu tókst Segovia að
gera gítarinn að konserthljóðfæri
við hlið annarra hefðbundinna hljóð-
færa í hinni klassísku hljóðfærafjöl-
skyldu. Hann hélt fleiri þúsundir vel
heppnaðra tónleika og tókst með
óbilandi trú á hljómheim gítarsins
að btjóta niður fyrri takmarkanir
og fordóma.
En sérstaða hans og áhrif voru
margþættari. Hann sýndi einstaka
leikni á hljóðfærið, fór eigin leiðir,
notaði fíngurgóma og neglur hægri
handar í ákveðnu hlutfalli og tókst
að framkalla tóna sem höfðu meiri
dýpt og íjölbreytileika en áður hafði
þekkst. Með vinstri hendi myndaði
hann einstaklega djúpt og lifandi
„vibrató" og gat þannig látið gítar-
inn „syngja". 81 árs að aldri taldi
Segovia tón sinn betri en hann hefði
áður verið „og það er mikilvægast
af öllu því að í tóninum felast töfrar
hljóðfærisins", sagði hann.
Segovia dreymdi um að samin
yrðu verk fyrir gítarinn, en ekki
hafði farið mikið fyrir því í saman-
burði við önnur konserthljóðfæri.
Tilkoma Segovia verður til þess að
tónskáld sem ekki spiluðu sjáif á
gítar fara að semja fyrir hann. Á
þessu sviði hafa leiðandi konsertgít-
arleikarar nútímans fylgt í kjölfar
meistarans við að fá tónskáld til að
skrifa verk fyrir gítar og þannig
aukið útbreiðslu og viðurkenningu
hljóðfærisins.
Segovia útsetti fjölda verka fyrir
gítar sem upphaflega voru samin
fyrir önnur hljóðfæri. Meðal þessara
verka voru verk samtíma tónskálda,
sem sömdu síðrómantísk verk sem
hljómuðu vel á gítar og féliu vel að
smekk Segovia. Sama átti við um
verk tónskálda fyrri tíma eins. Út-
setning og flutningur Segovia á
Chaconne í d-moll úr fiðlupartítu
no 2 eftir J.S. Bach markaði í þessu
samhengi tímamót í sögu klassíska
gítarsins. Það var árið 1935. Segov-
ia sagði eitt sinn í viðtali að eftir-
minnilegasta atvik á ferli sínum sem
gítarleikara hefði verið þegar hann
lék í fyrsta sinn útsetningu sína á
Chaconne í París.
Metnaður Segovia iá m.a. í því
að gítarinn yrði tekinn inn í tónlist-
ar- og Iistaháskóla um allan heim
og þessu takmarki var náð meðan
hann lifði. Námskeið Segovia í Siena
á Ítalíu, í Santiago de Compostela
á Spáni og víðs vegar í Bandaríkjun-
um hafa einnig verið sem vítamín-
sprauta fyrir marga yngri gítarleik-
ara og orðið hvati að þvi að þeir
hófu eigin feril, þ. á m. leiðandi ein-
leikarar eins og Julian Bream og
John Williams.
Hér á myndinni er Segovia með ungum syni sínum.
Aðláta
gitarlnn
»syngja“
Rúnar Wrisson
EINN merkasti hljóðfæraleikari 20. aldar er gítarleikarinn
Andrés Segovia. Hann hófst af sjálfum sér til æðstu mann-
virðinga í tónlistarheiminum og hefur haft afgerandi áhrif
á útbreiðslu klassíska gítarsins á þesssari öld. Þótt Segovía
hafi fæðst á 19. öld er hann samtímamaður í hugum margra,
svo lengi lifði hann og svo lengi var hann að. Hugmyndir
hans, tækni og músíkalskur skilningur setja mark sitt á gítar-
leik samtímans. í tilefni 100 ára fæðingarafmælis Andrés
Segovia verður í útvarpinu á mánudagskvöld 27. desember
kl. 20 fjallað um þennan óumdeilda meistara klassíska gítars-
ins og þau margvíslegu áhrif sem hann hefur haft á sviði
gítartónlistar, auk þess sem tónar munu streyma frá hljóð-
færi meistarans.
Aldarminnig
meistara klass-
íska gítarsins
AndresSegovia
sem með tón-
leikahaldi sínu
tókst aó gera gít-
arinn aó konsert-
hljóðfæri við hlið
annarra hefð-
bundinna hljóð-
færa í hinni
klassísku hljóð-
færaf jölskyldu
Fyrir gítarsmiði varð tónleikahald
Segovias. hvati til að smíða betri
gítara en áður höfðu verið smíðaðir.
Stuðningur Segovia við þá smiði
sem smíðuðu þá gítara er hann sjálf-
ur notaði gaf ákveðna fýrirmynd
sem skilaði sér í aukinni gítarsmíði
um heim allan og stuðlaði að þróun
þeirrar hefðar sem brautryðjandi
nútíma gítarsmíði, Antonio Torres,
hóf á 19. öld.
Þegar hljómplatan ryður sér rúms
sá Segovia þar möguleika á að út-
breiða gítartónlistina og urðu hljóm-
plötur hans fljótt mjög vinsælar.
Segovia Var þó ekki sá fyrsti sem
lék gítartónlist inn á hljómplötu en
var fyrstur til að ná árangri á þessu
sviði bæði listrænt og efnahagslega
séð. Hann má teljast brautryðjandi
á þessu sviði frá árinu 1927 þegar
fyrstu hljóðritanir voru gerðar af
leik hans hjá hljómplötufyrirtækinu
His Master’s Voice og fram á átt-
unda áratug þessarar aldar.
Segovia starfaði sleitulaust og á
tíræðisaldri æfði hann ennþá 5-6
tíma á dag. „Fólk spyr mig hvernig
ég haldi mér svo ungum. Tónlistin
hjálpar. Einnig mikil vinna. En mik-
ilvægast af öllu er þó að vera alltaf
að.“ Hann sagði einnig; „Meðal
áheyrenda minna er æ meira af
ungu fólki. Frá því dreg ég einnig
ungdóm minn“. Hann hélt allt að
60 tónleika á ári, þá síðustu hélt
hann nokkrum mánuðum áður en
hann varð bráðkvaddur á heimili
sínu 2. júní 1987. Þá hafði hann
leikið á tónleikum um allan heim í
heil 78 ár.
Segovia varð þjóðsagnapersóna
þegar í lifandi lífí. Hann vann til
íjölda heiðursverðlauna og viður-
kenninga. Má þar nefna gullverð-
laun Royal Philharmonic Society í
Englandi, Sonning-verðlaunin
dönsku, Stórkross Isabellu hinnar
katólsku frá Spáni auk fjölda heið-
ursdoktorsnafnbóta við þekkta há-
skóla. Sjálfur sagði Segovia eitt
sinn; „Til að verða góður gítarleik-
ari þarftu annaðhvort að hafa ein-
kenni heilags manns eða vera brjá-
læðingur. Eg er ekki heilagur mað-
ur. Ég býst. því við að ég sé bijálað-
ur.“ Þrátt fyrir að kraftar hans
þyrru á síðustu árunum hafði hann
ávallt mikið að gefa músíklega. I
viðtali er eftir honum haft: Fyrsta
ástin mín var tónlistin en síðan gít-
arinn: ég er vanur að halda því fram
að tónlistin sé eins og hafið og að
öll hljóðfærin séu eyjarnar í hafínu;
meira eða minna fallegar, stórar og
litlar, en eyjar. Mikilvægast af öllu
er hafíð - tónlistin ... Ég segi við
nemendur mína að fyrst verði þeir
að verða góðir tónlistarmenn síðan
gítarleikarar.
Ást Segovia á hljóðfærinu var
algjör og hann viðurkenndi eitt sinn
að fagnaðarlæti áheyrenda veittu
honum ekki mestu ánægjuna heldur
sú vitneskja að gítarinn hefði öðlast
réttlátan sess í tónlistarheiminum.
Og áheyrendur fylltu sali til þess
síðasta hvar sem hann kom. Er
hann sté fram á sviðið var yfir hon-
um einhver virðuleiki en jafnframt
látleysi þess sem kominn er á sviðið
til þjónustu við tónlistina. Hreyfing-
ar hans voru yfirvegaðar og í andlit-
inu var ekki bros heldur svipur ein-
beitingar. Einn lykillinn að velgegni
hans var sú virðing sem hann bar
fyrir áheyrendum sínum og sú
ánægja sem það var honum að spila
fyrir þá. En til þeirra gerði hann
jafnframt þær kröfur að þeir væru
hljóðir og hlustuðu vel meðan á leik
hans stóð. En það sem laðaði fólk
að list hans var nærveran sem hann
skapaði, tilfinningin fyrir fullkomn-
um samruna mannshugar, hljóðfær-
is og tónlistar sem togaði áheyrend-
ur inn í annan heim þar sem tími
og rúm hættu að skipta máli. Með
gítamum talaði hann beint til hjarta
áheyrenda sinna.
Segovia var eitt sinn spurður að
því hvernig honum litist á framtíð
gítarsins. Hann svaraði: „Ég er
mikill bjartsýnismaður vegna þess
að fyrir gítarinn hefur hefur verið
samin fjöldi góðra verka og á hann
er kennt á viðunandi hátt í skólum
víðs vega um heim. Og tónskáld
halda áfram að semja fyrir hljóðfær-
ið. Gítarinn er fallegt hljóðfæri og
ég er viss um að framtíð þess er
fullkomlega örugg.“