Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 55 GIBSON ER MAÐURINN ANDLITSLAUSI Jólamynd Regn- bogans, Maður án andlits eða „The Man Witho- ut a Face“, er fyrsta myndin sem liinn vinsæli ástralski leikari Mel Gibson leik- stýrir en hún segir frá ungum dreng sem ving- ast við mann í litlum smábæ, sem er utangarðs í bæjarsamfélag- inu því hann hef- ur hroðaleg brunasár í andlit- inu. Hún var frumsýnd sam- tímis í Regnbog- anum og í Borg- arbíói á Akur- eyri. Önnur jóla- mynd Regnbog- ans er ævintýra- myndin Til vest- urs. §Gibsonmyndin er gerð eftir sögu Isabelle Holland sem ger- ist á sjöunda áratugnum. Aðrir kvikmyndagerðarmenn höfðu >“H sýnt bókinni áhuga með bíó- r1") mynd í huga áður en hún komst í hendur kanadíska rit- V,^ höfundarins Malcolm MacR- QQ ury. Fyrir þremur árum las h—p- Gibson kvikmyndahandrit /—4 hans og leist vel á en hann Ohafði þá um tíma verið að leita að rétta verkefninu fyrir sig m að leikstýra. Gibson segir löngunina til að r leikstýra „svona læðast að manni“ með tímanum en hann virð- ist líta á Mann án andlits á svipaðan hátt og Hamlet, sem hann lék í und- ir stjóm Franco Zeffirellis; ekki sem tækifæri til að slá sig til riddara í Hollywood eða lykilatriði í þróun hans sem leikara og listamanns held- ur miklu frekar áhættulítið tækifæri til að blaka örlítið vængjunum. Til að byija með hafði hann í hyggju að létta aðeins vinnuálagið með því að leika ekki í myndinni. Hann reyndi að fá William Hurt til að taka að sér hlutverk hins brennda en það gekk ekki. Hann sló því til enda naumur tími til stefnu. Því hefur alltoft og við ýmis tækifæri Ný Shakespearemynd; úr Ys og þys út af engu eftir Kenneth Branagh. ÍSLENSKT TAL, ADDAMS OG SHAKESPEARE í Háskólabíói eru þrjár jólamyndir; bandaríska gamanmyndin Addams- fjölskyldugildin, sem einnig er sýnd í Sagabíó, danska fjölskyldumynd- in Krummarnir með íslensku tali og Shakespearemynd Kenneths Bra- naghs, Ys og þys út af engu. Brunninn Gibson; úr jólamynd Regnbogans. verið haldið fram að Gibson sé myndarlegasta Hollywoodstjarna samtimans en svo virðist sem hann vilji reyna að draga úr þeirri ímynd. I síðustu mynd eltist hann um 50 ár og nú leikstýrir hann sjálfum sér með hálft andlitið í rúst. Hann segist hafa lært eitt og annað hjá þeim leikstjórum sem hann hefur unnið með í gegnum árin; hjá George Miller („Mad Max“) lærði hann svolítið um spennu, hjá Richard Donner(„Lethal Weapon") léttleika í frásögninni og hjá Peter Weir (,,Gallipoli“) listfengi. „Og ég lærði heilan helling hjá Steve Miner („Forever Young“) því þegar við unnum saman vissi ég að ég færi fljótlega að leikstýra og spurði hann óteljandi spurninga um grundvallar- atriði sem maður þarf að vita.“ Önnur jólamynd Regnbogans er írska ævintýramyndin„Into the West“ eða Til vesturs. Hún segir af tveimur drengjum sem stinga af á töfrahesti í átt til vestursins og fara Gabriel Byrne og eiginkona hans, Ellen Barkin, með aðalhlut- verkin. Leikstjóri er Mike Newell en handritshöfundur er Jim Sheri- dan, sem gerði „My Left Foot“ og hefur nýlokið við „In the Name of the Father" með Daniel Day-Lewis. pq 3 o Framhaldsmyndin um Addams- fjölskylduna rekur frekari ævin- týri hinnar undarlegu og myrku fjölskyldu sem lifir fyrir allt sem öðrum finnst slæmt, óþokkalegt og illkvittið. Nú segir af því þegar nýr Addam kemur í heim- inn (hann fæðist með yfír- _ skeggl), Fester frændi er dreg- inn á tálar af morðkvendi og bömin era send í sumarbúðir og snúa þar öllu á annan end- ann. Sama leikaraliðið fer með Khlutverk Addamsfjölskyldunnar og í fyrri myndinni; Raul Julia og Angelica Huston eru höfuð fjöl- skyldunnar, Morticia og Gomez, Chri- stopher Lloyd er hinn búkmikli Fest- er og Christina Ricci og Jimmy Work- man leika bömin. Joan Cusack leikur tálkvendið. Leikstjóri er sem fyrr Barry Sonnenfeld. Danska fjölskyldumyndin Krummarnir er fyrsta talsetta leikna bíómyndin frá því Ronja ræningja- dóttir var frumsýnd árið 1986. Með aðalhlutverkin í talsetningunni fara Jóhann Ari Lárusson, Sólveg Arnar- dóttir, Edda Heiðrún Backman, Jó- hann Sigurðarson, Sigurður Skúla- son, Ari Matthíasson, Gísli Halidórs- son, Róbert Arnfinnsson, Jón Börkur Jónsson og Rós Þorbjarnardóttir. Þýðandi er Ágúst Guðmundsson en Þorbjörn Á. Erlingsson sá um leik- stjórn og framkvæmdastjórn tal- • • OLD SAKLEYSISINS EFTIR SCORSESE ÞAÐ URÐU margir undrandi þegar þeir heyrðu að bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese, þekktastur fyrir grimmúðlegar sam- félagslýsingar úr nútímanum eins og „Taxi Driver“, „Raging Bull“ og „Goodfellas“, ætlaði að gera mynd eftir ástarsögu Edith Wharton sem gerðist á síðustu öld. Öld sakleysisins heitir hún og er nú jólamynd Stjörnubíós. Undrunin kom til vegna þess að Scorsese er þekktur fyrir allt annað en að láta bendla sig við nítjándu aldar ástarsögu. Vinur hans og handritshöfund- ur, Jay Cocks, hat'ði gefið hon- um söguna árið 1980 og Scor- sese heillaðist af henni. Það tók hann reyndar nokkur ár að komast til að lesa hana en þeg- ar það var búið vildi hann ólm- ur kvikmynda söguna. „Það t * sem snart mig í bókinni," er iyj haft eftir leikstjóranum, „var hin áleitna tilfínning fyrir miss- inum. Þetta er ástarsaga og ást milli fólks hvort sem hún gengur upp eða ekki er öllum sameiginleg." ^ Saga Wharton gerist á meðal há- aðalsins í New York á áttunda ára- tug síðustu aldar og fjallar um New- land Archer, unnustu hans, May Welland, og frænku hennar, greifynj- una Ellen Olensku. Ellen kemur frá Evrópu til Bandaríkjanna þar sem § O hjónaband hennar er í rúst en fær að fínna það í New York að hjúskaparstaða hennar hefur gert hana allt að því útlæga úr heimi hinna súperríku. Newland Archer telur sig knúinn til að koma henni til hjálpar en í leið- inni verður hann yfir sig ástfang- inn af greifynjunni svo nú er frarntíð hans stefnt í voða. írski leikarinn Daniel Day- Lewis fer með aðalhlutverkið í myndinni, Newland Archer. Michelle Pfeiffer leikur greifynj- una og Winona Ryderleikur unn- ustu Archers. Aðrir leikarar sem fram koma í myndinni eru Richard E. Grant, Geraldine Chaplin, Mary Beth Hurt, Stuart Wilson (sem lék illfyglið í Nonna og Manna), Jonat- hans Pryce og Robert Sean Leonard. Kvikmyndatökumaður er Þjóðveijinn Michael Ballhaus, gamall tökumaður Fassbinders. ) „Martin og ég töluðum heilmikið setningarinnar. Krummarnir er byggð á barnabókum danska rithöf- undarins Thöger Birkeland og er hún fyrsta myndin sem gerð er eftir sög- um hans. Krummafjölskyldan sam- anstendur af föður, móður og þrem- ur börnum og barnið í miðið, hinn 11 ára gamli Mads, er sögumaður myndarinnar. Hann á stórusystir sem er 14 ára og þar með óþolandi í sinni sífelldu ástarsorg. Yngsti meðlimurinn er eins og hálfs árs drengur að nafni Grunk, sérlega þroskaður. Faðirinn er kennari við skólann sem Mads gengur í, sem líka er óþolandi, og móðirin er að læra hvernig kenna má smábörnum. Leikstjóri er Sven Methling. Breski leikarinn og leikstjórinn Kenneth Branagh skaust upp á stjörnuhimininn með kvikmyndaútg- áfu sinni á Hinriki V eftir William Shakespeare og leitaði aftur í smiðju skáldsins þegar hann kvikmyndaði „Much Ado About Nothing" eða Ys og þys út af engu, þriðju jólamynd Háskólabíós en hún verður frumsýnd á annan í jóium. Branagh var tvo mánuði að kvikmynda Ys og þys í þorpi einu í Toscana á Ítalíu. Með aðalhlutverkin fara þekktir banda- rískir leikarar eins og Michael Kea- ton, Denzel Washington, Keanu Ree- ’ ves og Robert Sean Leonard en að auki fara Branagh sjálfur og kona hans, Emma Thompson, með stór hlutverk. Leikstjórinn vildi síður að leikaraliðið ætti eitthvað sameigin- legt með „hinum fjarlæga, fagur- rómaða leikhúsrembingi", sem hon- um finnst einkenna Shakespeare- uppfærslur. „Shakepeare er fyrir plánetuna alla, ekki einhvern útnára hennar,“ sagði hann. Bíóborgin; sífellt vakándi löggur í gamanspennumyndinni Aftur á vakt- ■ inni. ENN Á VAKTINNI Jólamynd Bíóborgarinnar er gamanspennumyndin Aftur á vaktinni eða „Ánother Stakeout“, framhald myndarinnar Á vaktinni („Stake- out“) eftir John Badham, með Richard Dreyfuss og Emilio Estevez í aðalhlutverkum. Fleiri þekktir leikarar koma fram í myndinni eins og Cathy Moriarty, Rosie O’Donnell og Dennis Farina. Önnur öld, aörlr tímar; Day-Lewis og Pfeiffer í hlutverkum sínum í myndinni Öld sakleysisins. um myndina áður en við byijuðum að kvikmynda," er haft eftir Day- Lewis, „og mjög lítið eftir það, sem er frábært." Leikarinn var síðast í Síðasta Móhíkananum og þar á iind- an lék hann í Vinstri fætinum. „Það hvarflaði ekki að mér eitt andartak að ég ætti eftir að vinna með Scor- sese,“ segir hann, „en samt var það stærsti draumur minn.“ i Fyrri myndin náði miklum vin- sældum þegar hún var frum- sýnd árið 1987 en hún sagði C _)) frá lögreglumönnum tveimur semsettirvoruíaðvaktaheim- ili ungrar konu sem hafði verið í tygjum við nýsloppinn fanga. í nýju myndinni leikur Cathy Moriarty vitni alríkislögregl- unnar gegn mafíunni í Seattle. Mafían reynir að myrða hana og hún lætur sig hverfa en lög- reglan lætur vakta þá staði sem hún gæti hugsanlega Komið á þ.á m. sumarvillu í eigu Dennis Farina. Þangað er löggunum Dreyfuss og Estevez stefnt til að vakta villuna og í þetta sinn hafa þeir saksóknara með sér sem Rosie O’Donnell leikur og hund hennar, sem er til sífelldra vandræða. Einnig kemur Madeleine Stowe; kærasta Dreyfuss úr fyrri myndinni við sögu, þótt hennar sé hvergi getið í kreditlista, en hún leik- ur enn kærustuna sem nú er lang- þreytt orðin á sambúðinni við Dreyf- uss. Samvinnan á milli lögreglu- mannanna og saksóknarans ier sér- lega stirð til að byija með ^n mýk- ist þegar á líður og sífellt styttist í bardaga við mafíuna. John Badham er afkastamikill leikstjóri með fjölda mynda að baki. Hann er fæddur í Bretlandi árið 1939 og hóf feril sinn í sjónvarpi áður en hann gat sér nafn með myndinni frægu „Saturday Night Fever“ árið 1977. Hann hefur feng- ist við gerð afþreyingamynda hin síðustu ár en gerði þó eina alvarlega og ágæta mynd eftir þekktu leikriti sem sett var upp í Iðnó á sínum tíma, Er þetta ekki mitt líf? Leikferli Richard Dreyfuss má skipta í tvö tímabil. í hinu fyrra, sem varði mestallan áttunda áratuginn, var hann í hverri myndinni á fætur annarri og var aðalleikari Stevens Spielbergs á tímabili í Ókindinni og Nánum kynnum af þriðju gráðu áður en hann hreppti Óskarinn fyrir „The Goodbye Girl“ árið 1978. í byijun níunda áratugarins fór að halla und- an fæti en hann náði sér á strik og snéri aftur til kvikmyndanna af end- urnýjuðum krafti í gamanmynd Paul Mazurskys, „Down and Out in Be- verly Hills“ árið 1986. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.