Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
Morgunblaðið/Þorkell
eftir Guðna Einarsson
GUNNA á nýju skónum, síðbuxna Siggi
og Solla á bláa kjólnum hafa ekki látið sig
vanta á jólaböllin undanfarið, frekar en þús-
undir annarra barna. Þau hafa gengið í kring-
um einiberjarunn, skúrað gólf og hengt upp
þvott, gengið yfir sjó og land og séð mömm-
ur sfnar kyssa jólasveina. Allt er þetta ítil-
efni af þvíbráðum koma blessuð jólin sem
börnin hlakka svo mikið til.
Jólaskemmtanir í skólum og fyrirtækjum létta
börnunum biðina eftir stóru stundinni sem renn-
ur upp í kvöld. Þá ganga jólin í garð og tilhlökkun-
in nær hámarki þegar óþreyjufull biðin eftir jóla-
pökkunum tekur enda.
Börnin mæta prúðbúin á jólaballið, dansa í
kringum jólatréð og skemmta sér við leiki. Jóla-
sveinninn er ómissandi gestur og kemur hann
nær undantekningalaust með eitthvað gómsætt
í pokanum. Pabbarnir og mömmurnar sitja prúð
og stillt meðan börnin ærslast.
Ljósmyndarar Morgunblaðsins komu við á
nokkrum jólaskemmtunum nú fyrir jólin og festu
gamanið á filmu. í Laugarnesskóla var risastórt
jólatré og lúðrasveit blés jólalögin með glæsi-
brag. í ísaksskóla skemmtu börnin sér við dans
og söng og ekki var gleðin minni í leikskólanum
Grænatúni í Kópavogi.
Börn starfsmanna Morgunblaðsins héldu litlu
jólin í Súlnasal Hótel Sögu og starfsfólk Vífilfells
hf. fékk ekta Coca-Cola jólasvein í heimsókn. Sá
var að sjálfsögðu kominn í rauðu jakkafötin með
hvítu bryddingarnar, svart belti til að styðja við
ístruna og í glansandi svörtum stígvélum. Hó,
hó, hó!
íbúar Ásholts í Reykjavík héldu sitt jólaball úti
í garði og stigu þar hringdansa af miklum móð.
Rammíslenskir vaðmálsjólasveinar á sauð-
skinnsskóm heimsóttu Árbæjarsafn og brugðu
þar á leik.
Jólaskemmtanirnar voru með ýmsu móti, en
allar brugðu þær birtu á svartasta skammdegið.
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Þorkell