Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 Morgunblaðið/Þorkell eftir Guðna Einarsson GUNNA á nýju skónum, síðbuxna Siggi og Solla á bláa kjólnum hafa ekki látið sig vanta á jólaböllin undanfarið, frekar en þús- undir annarra barna. Þau hafa gengið í kring- um einiberjarunn, skúrað gólf og hengt upp þvott, gengið yfir sjó og land og séð mömm- ur sfnar kyssa jólasveina. Allt er þetta ítil- efni af þvíbráðum koma blessuð jólin sem börnin hlakka svo mikið til. Jólaskemmtanir í skólum og fyrirtækjum létta börnunum biðina eftir stóru stundinni sem renn- ur upp í kvöld. Þá ganga jólin í garð og tilhlökkun- in nær hámarki þegar óþreyjufull biðin eftir jóla- pökkunum tekur enda. Börnin mæta prúðbúin á jólaballið, dansa í kringum jólatréð og skemmta sér við leiki. Jóla- sveinninn er ómissandi gestur og kemur hann nær undantekningalaust með eitthvað gómsætt í pokanum. Pabbarnir og mömmurnar sitja prúð og stillt meðan börnin ærslast. Ljósmyndarar Morgunblaðsins komu við á nokkrum jólaskemmtunum nú fyrir jólin og festu gamanið á filmu. í Laugarnesskóla var risastórt jólatré og lúðrasveit blés jólalögin með glæsi- brag. í ísaksskóla skemmtu börnin sér við dans og söng og ekki var gleðin minni í leikskólanum Grænatúni í Kópavogi. Börn starfsmanna Morgunblaðsins héldu litlu jólin í Súlnasal Hótel Sögu og starfsfólk Vífilfells hf. fékk ekta Coca-Cola jólasvein í heimsókn. Sá var að sjálfsögðu kominn í rauðu jakkafötin með hvítu bryddingarnar, svart belti til að styðja við ístruna og í glansandi svörtum stígvélum. Hó, hó, hó! íbúar Ásholts í Reykjavík héldu sitt jólaball úti í garði og stigu þar hringdansa af miklum móð. Rammíslenskir vaðmálsjólasveinar á sauð- skinnsskóm heimsóttu Árbæjarsafn og brugðu þar á leik. Jólaskemmtanirnar voru með ýmsu móti, en allar brugðu þær birtu á svartasta skammdegið. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.