Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
„Vestfírzka línan“
hennar Dýrfinnu
eftir Steingrím St.
Th. Sigurðssón
Hún var fyrir norðan á Akur-
eyri, á fimmta ár, sjötíu og sjö til
áttatíu og eitt, og nam þar silfur-
og gullsmíði. Það var strax eftir
henni tekið - hún þótti svo ákveð-
in, kom til dyranna eins og hún
var klædd. Það fylgdi henni fersk-
ur andi - „hafloftið að vestan",
sagði einhver. Og þetta kemur
fram í verkum hennar, sem verða
æ nýstárlegri og nýstárlegir. Þau
eru gædd orku eins og vestfirzka
náttúran er í sínum tilbrigðum.
Og kona þessi er frá ísafirði, dótt-
ir hörkusjósóknara Torfa Timothe-
usar Björnssonar, sem ann sér
sjaldan hvíldar. Og hún er eins og
hann „alveg eins og hann“, segja
sumir - hans lifandi eftirmynd í
harðfýlgi. Móðir hennar er norsk,
Sigríður Króknes frá Molde.
Dýrfinna heitir konan og hún
var að flytja með list sína og list-
muni úr Silfurgötunni yfir í Hafn-
arstræti á Ísafírði, öndvert við ís-
landsbanka - það glæsilega um-
talaða hús. Þar opnaði hún nýja
staðinn, sem mundi sóma sér í
stórborg - minnir mann einhvern
veginn á kunnuglegan stað í New
York, náttúrlega á Manhattan.
Þarna í Gullauga - en svo kallast
stöðin hennar Dýrfinnu - ríkir
smekkur í inanhússarkitektúr,
sem hún hefur sjálf hannað eins
og skartgrip. Þar ríkir spennandi
andrúmsloft, langtum meira
spennandi en í mörgum listgallerí-
um En þetta er gallerí með list,
sem alltaf er á hreyfingu eins og
lífið sjálft. Dýrfinna er með langan
námsferil í listgrein sinni; Noregur
'75-77, áður en Akureyri kom til
sögunnar, og eftir að Akureyri
sleppti aftur í Noregi '81-83.
Fyrir rúmu ári var hún í Banda-
ríkjunum til þess að læra allt um
demanta og sem mest um skúlptúr
- og það er eins og höggmynda-
Ljósmynd/stgr
Dýrfinna Torfadóttir í Gullauganu á ísafirði með munina tvo, „Vest-
firzka línan“ (til vinstri) og „Bókaormurinn" (til hægri).
listin sé að taka hana föstum tök-
urri.
Það kennir ýmissa grasa í Gull-
auga: Munir úr silfri, gulli, kopar,
messing, eðalsteinum, hrosshár-
um, hvalbeini, fiskroði og síðast
en ekki sízt grjóti. Þetta er meira
eða minna mótað af umhverfinu
fýrir vestan. Þetta er forvitnileg
listræn vinna. Það er tekið eftir
verkum hennar á samsýningum,
sem hún hefur tekið þátt í: Á
Kjarvalsstöðum, Hótel Sögu,
Seðlabankanum - og alltaf eru
hnunir eftir hana til sýnis á Hótel
ísafjörður.
Það bjarmar af verkum hennar
eins og af vitinu í stykkinu, sem
hún kallar „Bókaormurinn". („Það
bjarmar af vitinu í bókaorminum
- það eru hrosshárin, sjáðu,“ sagði
hún.)
Svo setti hún upp gleraugu, sem
hún hafði sjálf smíðað (hún er
lærður sjóntækjafræðingur með
réttindi). Þessi gleraugu hennar
Dýrfinnu eiga að kosta eitt hundr-
að og fimmtíu þúsund. „Guðjón
maðurinn minn er svo hrifínn af
Elton John - svo að ég tileinkaði
Mr. John brillurnar.“ Gleraugun
eru gerð úr silfri, messing og kop-
ar - þau eru ævintýraleg - með
persónulegan stíl eins og báðir
munimir, sem hún Dýrfinna lyfti
upp, „Bókaorminn" með vinstri
hendi, og með þeirri hægri stykki,
sem hún kallar „Vestfírzka línan.“
„Hvað er vestfirzka línan?“
„Að sækja lengra og lengra
fram,“ segir hún.
Sóltúni á ísafirði.
Höfundur er listmálari og
rithöfundur.
t
Móðurbróðir minn,
MAGNÚS GUÐMUNDSSON
frá Drangsnesi,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. desember.
Fyrir hönd ættingja,
Anna G. Andrésdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLAFÍA FRIÐRIKSDÓTTIR,
Klapparstig 1,
andaðist 22. desember.
Sigfríð Þorvaldsdóttir,
Sigríður H. Þorvaldsdóttir Kvaran, Gunnar Ó. Kvaran,
Árni Þorvaldsson, Guðrún Magnúsdóttir,
barnabörn og langömmubarn.
t
Elskulega vinkona okkar,
ELÍSABET GUÐJÓNSDÓTTIR,
Skjóli við Kleppsveg,
áður Njálsgötu 8b,
sem andaðist sunnudaginn 19. desember, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu þriðjudaginn 28. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð hjúkrun-
arheimílisins Skjóls.
IngaJóhannsson
og fjölskylda.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
VILHELM ÞORSTEINSSON,
Ránargötu 23,
Akureyri,
lést miðvikudaginn 22. desember.
Anna Kristjánsdóttir,
Þorsteinn Vilhelmsson,
Kristján Vilhelmsson,
Margrét Vilhelmsdóttir,
Sigurlaug Vilhelmsdóttir,
Valgerður Vilhelmsdóttir.
t
Móðir okkar,
GUÐBJÖRG SAMSÖE PETERSEN
Ryesgade 16,
Kaupmannahöfn,
(áður Holsteinsgade 5),
sem lést 20. desember, verður jarðsungin frá Sct. Jacobskirke- í
Kaupmannahöfn þriðjudaginn 28. desember.
Ásdís Holberg,
Ingolf og Stefan Samsöe Petersen.
Minning
Þóra Ejrjólfsdóttir
Hinn 9. desember síðastliðinn
lést tengdamóðir mín Þóra Eyjólfs-
dóttir, á áttugasta og áttunda ald-
ursári, á hjúkrunardeild vistheimil-
isins Seljahlíðar í Reykjavík.
Hún var borin til grafar hinn
20. þ.m. Þóra var hógvær kona
og grandvör, af þeirri kynslóð sem
mestan þátt átti í að byggja upp
þá hagsæld þjóðarinnar sem við
eftirkomendur búum að.
Hún fæddist í Reykjavík árið
1907, dóttir hjónanna Helgu Guð-
mundsdóttur, fædd 1883, dáin
1972, frá Sandlækjarkoti í Gnúp-
veijahreppi, og Eyjólfs Friðriks-
sonar, fæddur 1878, dáinn 1931,
frá Björk í Sandvíkurhreppi í Flóa.
Hún var næstelst sex systkina.
Elstur var Högni, fæddur 1905,
dáinn 1979, rafvirki hjá Lands-
símanum, en yngri, Ásta, fædd
1911, gjaldkeri hjá Sjúkrasamlag-
inu í rúm 44 ár og ein eftirlifandi
þessara systkina; Friðbjörg, fædd
1912, dáin 1956, húsmóðir og
verslunarkona; Guðmundur, fædd-
ur 1916, dáinn 1983, læknir, og
Ásgeir, fæddur 1918 sem dó á
öðru ári úr kíghósta og lungna-
bólgu.
Eyjólfur starfaði hjá Sláturfé-
lagi Suðurlands frá stofnun þess
til 1930 og þar vann Þóra lengst
af að loknu kvennaskólanámi uns
hún helgaði sig heimili og börnum.
Hún giftist árið 1936 Sigurði
Sveinssyni frá Kolsstöðum í Döl-
um, aðalbókara hjá Skipaútgerð
ríkisins.
Þessi ungu hjón fengu land und-
ir sumarhús árið 1938, allnokkru
utan þeirrar Reykjavíkur sem þá
var.
Þessi lönd nefndust „Fossvogs-
blettir" og var þeirra blettur nr.
34. Þar byggðu þau sér sumarhús
og stunduðu ræktun.
Fljótlega stækkaði Sigurður bú-
staðinn, og gerðu að fullkomnu
íbúðarhúsi, enda atorkumaður og
smíðar vonThonum í blóð bornar.
Þarna bjó fjölskyldan í tvo ára-
tugi. Þetta voru sólrík ár í skjólsæl-
um Fossvogsdalnum.
Þegar borgin óx yfír Fossvogs-
blettina fluttust þau hjón í Skafta-
hlíð 28, keyptu síðan svokallaða
þjónsutuíbúð við Akraland og þeg-
ar Ijötrar ellinnar tóku að hamla
sjálfsbjörg þessara dugmiklu hjóna
fluttust þau í Seljahlíðina. Þar
nutu þau þakklát, öryggis og
umönnunar þess góða fólks sem
þar vinnur.
Árið 1947 veiktist Þóra af berkl-
um og dvaldist á annað ár á Vífíls-
stöðum og fékk aftur berkla 1962,
en þá náði hún bata eftir tæpa árs
dvöl á Vífílsstaðahælinu. Hún var
aukheldur sykursjúk síðari árin,
en þó má segja, að þegar á allt
er litið, hafí hún verið heilsugóð,
ef frá eru taldir berklarnir, því að
vel gekk að halda sykursýkinni í
skefjum og hún var lengst af vel
hraust að öðru leyti.
Þeim hjónum varð ijögurra
bama auðið. Elstur er Eysteinn,
fæddur 1939, dr. í íslensku og
kennari við Stýrimannaskólann í
Reykjavík, kvæntur Elísabetu
Magnúsdóttur næringarfræðingi;
næst var Helga, eiginkona undir-
ritaðs, fædd 1941, dáinn 1985,
húsmóðir og bankastarfsmaður;
Auður, fædd 1944, hjúkmnarfræð-
ingur, gift Vigfúsi Þorsteinssyni
yfírlækni við Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri, og Hallsteinn, fæddur
1945, myndhöggvari. Barnabömin
eru níu og bamabamaböm fímm.
Ég kynntist tengdamóður minni
í kjölfar kynna við konuefni mitt.
Viðmót þessarar smávöxnu, bros-
mildu konu og hennar listfenga
sívinnandi bónda vora tilvonandi
tengdasyni mikill styrkur. Ég tel
óhætt að fullyrða að þau hafí ver-
ið óvenju samstíga hjón allan sinn
búskap. Þóra helgaði krafta sína
ijölskyldunni af alhug og Sigurður
var einstakur heimilisfaðir, sem í
frístundum smíðaði ekki einasta
húsið, heldur óg flesta innan-
stokksmuni og fjölmörg leikföng
bamanna o.fl. sem of langt yrði
upp að telja.
Heimilið var hlýlegt og aðlað-
andi og fjölskyldan samheldin og
glaðvær. Þar ríkti andi trygglyndis
og hlýju sem varð veganesti öllum
sem nutu, ekki síst bamabörnun-
um.
Helga, dóttir Þóra og Sigurðar
og eiginkona mín, veiktist af
krabbameini árið 1979 og dó úr
því 1985. Þetta voru þungbær ár.
Helga var öllum sem hana þekktu
mikill harmdauði, en foreldramir
bára harminn af ró og styrk. Þó
viknaði Þóra oft er hún minntist
dóttur sinnar og mun dauði Helgu
hafa verið það mótlæti sem hún
átti erfiðast með að sætta sig við
í lífínu.
Þegar leið á síðari hluta ævinnar
fór Þóru að reynast erfiðara að
henda reiður á tímaröð atburða,
en hún hafði ávallt verið sérlega
minnug á samtíð sína. Hún varð
einnig gleymin á nýliðna atburði.
Heyrnin dapraðist og sjónina
missti hún í haust. En hún tók
öllu sem að höndum bar af ró og
æðraleysi. Rúmföst og blind hélt
Hún glaðværðinni. Hún fékk hægt
andlát og naut umönnunar síns
ástríka bónda allt fram á dauða-
stundina.
Ég þakka forsjóninni fyrir kynni
mín af Þóru Eyjólfsdóttur og bið
Sigurði og afkomendum þeirra
hjóna blessunar Guðs.
Kristinn Helgason.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðlr og afi,
HAFSTEINN B. KRÖYER
frá Stórabakka
i Hróarstungu,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði miðvikudaginn 29. desem-
ber kl. 13.30.
Þór Kröyer,
Benedikt Kröyer, Kristín Sölvadóttir,
Þorsteinn Kröyer, Ólafía Halldórsdóttir,
Iðunn Kröyer, Eymundur Hannesson,
barnabörn
og Kristín Þórðardóttir.