Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 Minning Sveinbjöm Beinteins- son allsheijargoði Fæddur 4. júlí 1924 Dáinn 24. desember 1993 Til Sveinbjöms Augun þín djúp og blá eins og vötnin spegilslétta lygnu gára gleðin og harmurinn. Handan blárrar móðu byltast hugmyndimar langt að komnar á seglbúnu fari stefna þær fram í tímann að höggva strandhögg til handa þjóðsögunni. Elsku Sveinbjörn. Þá ertu búinn að kveðja, ofur snögglega og fyrir aldur. fram, en þó hæversklega, eins og sá maður sem telur sig hafa sagt nóg í bili og dregur sig í hlé. Ekki hvarflar það samt að mér að neinu sé lokið þó um sinn verði hlé á okkar fundum. Ekki þeim vin- skap sem hófst fyrir löngu, á tíma sem var dálítið ævintýralegur og undurfurðulegur, eins og mér hefur alltaf fundist okkar samband vera; ögn eins og ekki af þessum heimi. Barn varstu og öldungur í senn; heiðríkur, leitandi og strangur. Naumari manni við sjálfan sig í ver- aldlegum efnum hef ég ekki kynnst; þú ræktaðir með þér skortinn til að geta sinnt eðlislægum hugðarefnum þínum: skáldskap og fræðastörfum. Og svo vel fórstu að því að fæstir tóku eftir því; menn sáu bara sérvisk- una. Líklega náði vinskapur okkar há- marki sínu undanfarin ár við sameig- inleg bókarskrif. Þá lágu allir þræðir saman og reyndi á strenginn. Það var skemmtileg og mögnuð iðja, erf- ið á stundum, einkum þér, það veit ég. En í sumar sem leið sat ég ein- hveiju sinni á lestrarsal Landsbóka- safnsins, sem er griðastaður hugsana og þú þekktir vel, og var þá einmitt að hugsa að ekki gæti ég ímyndað mér betri ávöxt vináttu en það sam- starf sem við áttum þá. Ég vona að þú fyrirgefir mé að ég minnist á þetta hér. Engu er lokið. Nema horfa á þig sitja í eldhúskróknum heima með rammlyktandi pípu þína, hæglátan, hugsi, fjarlægan en hlýjan og stilltan vel, eins og sá sem veit mikið. Eða uppi með gamanyrði sem stundum fylgdu skríkjur í skeggið og leiftr- andi skelmisglampi í augum. Og ekki mun ég spyrja þig út í fom fræði eða hlusta á þig kveða þýðum rómi sem nú hefur hljóðnað. Ekki að sinni. Aðeins vil ég þakka þér gjafir þín- ar, aðeins segja við þig: blessaður, blessaður sértu, hvar í heimi sem þú dvelur. Berglind Gunnarsdóttir. Engan hef ég þekkt sem samein- aði betur en Sveinbjöm Beinteinsson fomíslenska menningu og fordóma- laus nútímaviðhorf. Þetta sýndi hann við ýmis tæki- færi; á rokktónleikum, á ásatrúar- blótum eða með ungmennum í fram- haldsskólum landsins. Nemendur í þeim skóla, sem ég kenni við, teyguðu oft úr visku- brunni hans. Nokkrum sinnum mælt- um við okkur mót við hann í veitinga- skálanum í Ferstiklu þegar við vomm á leið á Egluslóðir, sögusvið Lax- dælu eða aðrar söguslóðir. Þá tók hann sér gjarnan stöðu við hliðina á spilakössunum e.t.v. með kókflösku í hendi og talaði um átrúnað fom- manna eða eitthvað annað sem var honum hugleikið. Síðastliðið haust hitti ég Svein- bjöm á Ferstiklu ásamt hópi nem- enda en við vorum á leið vestur á Snæfellsnes m.a. á Bárðarsöguslóðir. Sveinbjöm talaði mest um Bárð Snæ- fellsás og í lok spjallsins spurði ég hann hvort hann hefði séð Bárð. Sveinbjöm hló snöggt og kvað nei við. Þegar ég skrifa þessar línur er ég ekki í neinum vafa um að allshetjar- goðinn hefur náð fundi Bárðar vinar síns. Bjarki Bjarnason. Góður vinur minn, Sveinbjöm Beinteinsson, skáld, kvæðamaður og allsheijargoði, hefur kvatt þennan heim. Hann var fæddur 4. júlí 1924 í bænum Grafardal í samnefndum dal sem liggur austur úr Svínadal í Borgarfirði. Þessi bær er nú í eyði. Sveinbjöm var áttunda og yngsta barn hjónanna Helgu Pétursdóttur og Beinteins Einarssonar sem þar bjuggu. Hin systkinin eru: Pétur, Halldóra, Einar, Sigríður, Björg, Guðný og Ingibjörg. Af þeim eru nú aðeins á lífi Sigríður og Björg. Ljóðagerð og kveðskapur hefur verið eftirlætisiðja á íslandi fyrr og síðar. Sumar sveitir hafa orðið þekkt- ari en aðrar á því sviði. Sömuleiðis einstök heimili og ættir. Það á við um heimilið og fjölskylduna í Graf- ardal. Foreldramir vom báðir hag- mæltir, og það vakti snemma at- hygli að öll bömin hneigðust að skáldskap. Ljóðlist var í hávegum höfð á heimilinu, og skáldskapar- gáfan virðist hafa verið þeim eðlis- læg. í þessu umhverfi ólst Sveinbjöm upp og mótuðust viðhorf hans mjög að því. Hann hlaut bamafræðslu með sama hætti og tíðkaðist í sveitum landsins á uppvaxtarárum hans, en fór síðar til náms í Flensborgarskóla. Hann gerðist bóndi á Draghálsi 1944. Enda þótt búskapur væri starfsvettvangur Sveinbjamar stóð hugur hans fremur til andlegra starfa og má segja, að rímnakveð- skapur og ljóðagerð hafl verið honum hugleiknara en veraldarvafstur. Arið 1964 hóf-Sveinbjöm sambúð með ungri stúlku, Svanfríði Hag- vaag. Þau eignuðust tvo syni: Georg Pétur 1965 og Einar 1966. Þau slitu sambúð eftir fáein ár. Á þessum áram dvaldi Sveinbjöm um tíma í Reykjavík og starfaði við útgáfu á rímum. Nú síðustu árin, eftir að hann hætti búskap, bjó hann að Hlíðarbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar undi hann hag sínum vel. Kynni okkar Sveinbjamar era orð- in nokkuð löng. Ekki man ég gjörla hvenær þau hófust, en eftir 1980 urðu sámskipti okkar meiri og heim- sóknir hans til mín nokkuð reglu- bundnar. Tengdust þær útgáfu Hörpuútgáfunnar á sjálfstæðum ljóðabókum eftir sex systkinanna frá Grafardal. Umsjónarmaður með þeirri útgáfu var Jón Magnússon, mágur Sveinbjarnar, en Sveinbjöm hafði þar hönd í bagga. Naut sín þar vel glöggt mál- og bragskyn hans. Meðal þessara bóka var kvæðabókin „Heiðin" eftir Sveinbjöm. í þessa bók vora valin kvæði og vísur sem spanna yfír tímabilið 1940-1983. Í kjölfarið fylgdi síðan endurútgáfa bókarinnar „Bragfræði og háttatal" 1985, en sú bók hefur verið mikið notuð við kennslu í bragfræði. Haustið 1989 kom svo út ljóðabókin „Bragskógar", en ljóðin í þeirri bók tengjast fyrst og fremst skógrækt og virðingu fyr- ir náttúra íslands, einskonar hljóm- kviða um þessi áhugamál Sveinbjam- ar. Þá vil ég sérstaklega geta sam- vinnu okkar við útgáfu Borgfírskra ljóða sem komu út 1991, en að þeirri bók unnu éinnig Jón Magnússon og Bjami Valtýr Guðjónsson. Það var ómetanlegt að geta þar notið skarp- skyggni Sveinbjamar, sem hefur verið talinn einn af okkar snjöllustu bragfræðingum og fróðustu mönnum um kveðskap. Á síðastliðnu ári (1992) kom svo út ævisaga Svein- bjamar „Allsherjargoðinn", sem fékk mjög lofsamlegar viðtökur. Bókin er rituð af honum sjálfum og Berglindi Gunnarsdóttur rithöfundi. Þá ber að nefna nýja útgáfu bókarinnar „Lausavísur frá 1400 til 1900“, sem kom út fyrir þessi jól (1993). Og loks síðast en ekki síst hina sérstæðu bók „Raddir dalsins", einnig 1993, en í þeirri bók er sýnishom af ljóðum systkinanna átta frá Grafardal. Jón Magnússon hafði umsjón með útgáfu þeirrar bókar. Hér að framan hef ég getið laus- lega þeirra bóka, sem Hörpuútgáfan hefur gefið út og tengjast Sveinbimi Beinteinssyni, en til viðbótar hafa komið út kvæðabækur, rímnasöfn og vísnagátur ýmist eftir hann eða í umsjá hans. Þá ber að nefna geisla- diskinn „93 CURRENT 93“ með flutningi Sveinbjamar á Eddukvæð- um, sem vakti mikla athygli, ekki síst erlendis. Enda þótt hlutur Sveinbjamar í rituðu máli sé allnokkur er nafn hans þekktara innanlands og utan sem allsheijargoða ásatrúarmanna á ís- landi. En Sveinbjöm stofnaði félag ásatrúarmanna ásamt fleiram árið 1972. Hann var vinsæll kvæðamaður og eftirsóttur á mannfundum þar sem hann kvað rímur með fjölbreytt- um rímnastefjum af hreinustu snilld. Mér er hann sérstaklega minnis- stæður frá Jónsmessu sl. sumar í hlutverki kvæðamannsins. Við hjónin stóðum fyrir móttöku 200 gesta við Skátaskálann í Skorradal. Þegar við komum á svæðið gerði úrhellisrign- ingu. Það var eins og allar flóðgáttir himins opnuðust og helltu yfír okkur ómælanlegu regni. Von var á gestun- um eftir hádegið og vonuðum við heitt að stytti upp fyrir þann tíma. Við höfðum samið við Sveinbjöm að mæta sem leynigestur og flytja rím- ur í því fagra skóglendi sem þarna er. Hálftíma fyrir komu gestanna mætti Sveinbjörn og sá áhyggjusvip- inn á okkur út af rigningunni. Hann fór afsíðis og klæddist skrúða sínum, brosti þvínæst prakkaralega til okkar og sagði: „Það verður stytt upp þeg- ar gestimir koma.“ Fáeinum mínút- um síðar stytti upp og hið fegursta veður heilsaði gestum okkar. Á til- settum tíma birtist „leynigesturinn" í fullum skrúða. Engum viðstaddra mun gleymast mynd þessa virðulega og látlausa manns, sem birist þarna með hvítt alskegg klæddur grænum kyrtli og kyijaði fögur skógarkvæði, en nýlaufgaður birkiskógurinn myndaði glæsilegt baksvið. Fjöldi mynda og minninga era í huga mínum á þessari stundu frá samskiptum okkar Sveinbjarnar. Hann var að eðlisfari dulur maður og flíkaði lítt tilfínningum sínum í hópi ókunnugra. Hann var oft mis- skilinn og naut ekki alltaf sannmæl- is af þeim sökum. En hann var traustur vinur og í vinahópi var hann kankvís og spaugsamur. Ávallt lagði hann gott til mála og ég minnist þess ekki að hann hallmælti sam- ferðafólki. Sérstakrar vináttu og umhyggju naut hann frá hendi svei- tunga sinna á Hvalfjarðarströnd, sem ávallt vora boðnir og búnir að veita honum aðstoð og mat hann þá vin- áttu mikils. Við hjónin fengum að jafnaði jóla- og áramótakveðju frá Sveinbimi og fylgdi ávallt vísa með. Hér fylgja þijár slíkar vísur hans frá áranum 1991-1993, sem lýsa vel hug hans á þeim tímamótum: Þá mun tíðin þykja góð þegar gefst á vetri meiri birta, meiri ljóð, meiri þjóð og betri. Oft þó leiki andann grátt amstur bókadaga. fögur vonin færir brátt frið og jól til Braga. íslensk menning, ung og forn, elur margskyns fræði, völuspár og vísukom, vers og göfug kvæði. Við Elín biðjum Sveinbirni bless- unar í nýjum heimkynnum, þökkum trygga vináttu hans og vottum son- um hans, systram og öðram aðstand- endum samúð. Við andlát Sveinbjamar Beinteins- sonar hefur borgfírsk menning orðið fátækari. Það er mikill sjónarsviptir að honum og margir sakna trausts vinar. En eftir standa minningar, sem ekki gleymast, spor sem aldrei verða afmáð. Bragi Þórðarson. Hér við skiljumk ok hittast munum á fegnisdegi fira; dróttinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. Kannski er við hæfí að kveðja með síðasta kvæðinu í síðari Eddu — mér er um megn að skrifa minningar- grein um Sveinbjöm. Það er eins og hann sé ekki dáinn. Hann var sem himinninn í lífsmynd minni, allt frá bamæsku. Ég á ekki minningar aft- ur fyrir Sveinbjörn. Ég get ekki held- ur ímyndað mér framhaldið í tilver- unni án hans. Þannig er það bara, núna. Himinninn er alltaf nærri en þó svo fjarri. Hann rúmar allt og allt sem grær og lifir, lifír undir honum. Veður leika válynd eða blóð um t Frændi okkar, MARINÓ MAGNÚSSON, Jaðri, Bfldudal, verður jarðsunginn frá Bíldudalskirkju laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. Theódór Jónsson, Erna Jónsdóttir, Edda Jónsdóttir, Sigurður Þ. Árnason, Jóna Jónsdóttir, Njáli Þorbjörnsson og fjölskyldur. t Útför elskulegrar móður okkar og tengdamóður, HULDU HARALDSDÓTTUR, Háteigsvegi 32, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. janúar kl. 15.00. Þeirrrr-sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Sigríður Jónasdóttir, Jón Erlendsson, Haraldur Jónasson, Svanhildur Ólafsdóttir, Marta María Jónasdóttir, Böðvar Jónasson, Erna Aradóttir. grundu en himinninn horfir á, um- ber, elskar, er. Himinninn er svo sjálfsagður að það er ekki nema á stundum að maður lítur upp — og sér — og man hvernig allt er. í lífs- mynd minni býr Sveinbjöm og mun alltaf búa. Samt er sem himinninn hafí verið numinn brott, tekinn út úr myndinni — hvemig er það hægt? Gjafír hans lifa með mér og í mér. Vinátta hans mun alltaf vera mín — út yfír gröf og dauða, það voram við búin að ákveða fyrir löngu. Mér er sannarlega styrkur í að hugsa um það. Sveinbjörn hvatti mig og styrkti með trú sinni á mér. Hann tók ljóðin mín og gaf þau út, fyrst fyrir tíu árum og svo aðra bók nú í vor. Kannski ýtti hann mér út á braut sem liggur eitthvað lengra, því að við hugðumst skrifa aðra bók saman, þáð átti einmitt að gerast í vetur — bók um okkur tvö. Nú verð ég að gera það ein — og þó? Hvað vitum við um hin innri svið, handan við það líf sem við þekkjum hér? Ef til vill mun hann vera hjá mér í anda, alltaf, trú hans á mér var sterk, svo sterk að ég hlýt að virða hana. Og trúa sjálf. Hver getur gefíð manni stærri gjöf en að trúa á mann? Á sinn hátt mun nær- vera Sveinbjamar lifa í mér jafn lengi og ég lifí sjálf. Mörg þau lífsgildi sem ég hefí tileinkað mér, gaf hann mér að skilja, ekki með kenningum eða prédikunum heldur með því að vera hann sjálfur. Hvemig getur maður annað en meðtekið það sem maður finnur, inní sér, að er satt? Svein- bjöm var sérstakur. Og hann þorði að vera það. Ég kynntist honum sem barn og við heilluðumst strax hvort af öðra. í gegnum árin þroskaðist okkar sérstaka vinátta, skin og skúr- ir, himinn og jörð, eldur og haf. Ég skipti mér aldrei af ásatrúarflokkn- um, kveðskapnum eða fræðimennsk- unni; það var manneskjan Sveinbjöm sem ég tengdist. Þessi svolítið feimni, vitri og sjálfstæði maður, náttúra- bam og ferðalangur í heimi hér — hann var vinur minn. Ég var mann- veran hans. Og allt var það rétt, eins og sól á himni er rétt. Það getur ekki öðravísi verið. Mig tekur sárt til dauða hans. Að gráta hann er þó ekki hátt gjald fyrir það sem hann var mér lífs. Og ég ætla að standa við það sem ég veit að hann hefði viljað; ég ætla að virða sjálfa mig, treysta sjálfri mér og trúa á sjálfa mig — eins og ég er. Ég veit að það gleður hann. Og ég ætla að skrifa þessa bók, bók- ina sem hann sagði um í næstsíðasta bréfí sínu til mín — nú í haust — að hann væri fastur og harður á að við ættum að fullgera í vetur. Ein- mitt í vetur. Ég á svo bágt með að trúa því að hann sé dáinn. Því þyrmir yfír mig á stundum og þá verkjar mig í hjartað: þær stundir sem ég meðtek andlát hans sem staðreynd en ekki bara orð. Því að þannig þótti mér vænt um hann Svamp minn. Með skeggið sitt síða og mjúka. Ég sendi öllum þeim kveðju sem til hans hugsa og ég segi að ást hans á náttúr- unni, tengsl og virðing gefur okkur besta leið til að heiðra minningu hans: með því að tengjast og virða náttúrana, elska hana og ganga um — þannig. Hvemig er hægt annað en að trúa því sem maður veit, inní sér, að er satt? Ég kveð — og þó er allt ósagt. Hallgerður Hauksdóttir. Sveinbjörn Beinteinsson, bóndi, skáld og allshetjargoði frá Drag- hálsi, f. 4. júlí 1924 í Grafardal í Skorradalshreppi, Borgarfírði. Svo segja Samtíðarmenn, bók út- gefin af Vöku-Helgafelli 1993, þá kynntur er skáldbóndinn og höfðingi ásatrúarmanna. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Sveinbirni nokkuð og ræða við hann trúmál á örfleygri stund. Hann var trúmaður og marktækur, kom til dyranna þar sem annars staðar eins og hann var klæddur. Við trúðum báðir á æðri mátt, hveiju nafni sem nefndist. Hví var hann þá ásatrúar? Ekki var hann maður sem mælti um hug sér þvert. Nei, hann sagðist telja siðfræði hinn- ar fomu trúar betri en þeirrar kristnu. Lái honum hver sem vill. Ekki gerði ég það, en ýmislegt flaug um hugann. Hvað er siðfræði, hvað guðfræði? Er ekki skeggið skylt hök-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.