Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1994
13
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SAMKOMULA GINNSIGLAÐ
Hér innsigla þeir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra íslands, og dr.
William J. Perry, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, með handabandi það
samkomulag um túlkun og framkvæmd varnarsamningsins til næstu tveggja ára,
sem þeir og fulltrúar þeirra gerðu um hádegisbil í fyrradag.
hrinda tillögum Bandaríkjamanna í fram-
kvæmd, sem hefði jafngilt um 30% nið-
urskurði herafla á Kelfavíkurflugvelli - það
er að hermönnum hefði fækkað úr tæplega
3000 í 2100.
Gagntillögur íslendinga
Gagntillögur íslendinga voru fullmótaðar
þann 15. ágúst síðastliðinn, en þær voru lagð-
ar fram og kynntar Bandaríkjamönnum á
viðræðufundinum í Washingtpn þann 23.
ágúst. Eins og áður, miðuðu íslendingarnir
við tvíhliða varnarsamning landanna frá því
1951:
Fyrsta krafa íslendinga var sú að hér á
landi yrðu „trúverðugar loftvarnir áfram
tryggðar á grundvelli skuldbindinga varnar-
samningsins."
Gerð var krafa um að lágmarksfjöldi orr-
ustuflugvéla yrði áfram á Kefiavíkurflug-
velli. (Þær 12 F-15 vélar, sem hér hafa ver-
ið, teljast hálf flugsveit, samkvæmt banda-
rískri skilgreiningu. Um það mun hafa verið
rætt, í sambandi við þessa kröfu íslendinga,
að hér yrðu ekki færri en 4 til 6 slíkar vélar
áfram, en formlega munu íslendingar aldrei
hafa sett fram ákveðinn fjölda flugvéla, i
kröfum sínum.)
Þá gerðu íslendingar kröfu um að lág-
marksfjöldi flugsveitaræfinga , með fullskip-
aðri flugsveit, færi fram frá Keflavíkurflug-
velli á ári hveiju.
íslendingar kröfðust þess einnig að við-
haldið yrði tæknibúnaði og aðstöðu á Kefla-
víkurflugvelli, vegna starfrækslu og æfinga
flugsveita. Þá var gerð krafa um að flug-
björgunarsveitin (þyrlusveitin) yrði áfram
starfrækt á Keflavíkurflugvelli.
Þess var krafist að tryggt yrði að fullskip-
uð orrustuflugsveit (24 orrustuþotur) yrði
kvödd á vettvang til íslands, innan lágmarks-
viðvörunartíma, ef þörf krefði, samkvæmt
mati íslenskra stjórnvalda.
Krafa var gerð um að flotastöðinni á Kefla-
víkurflugvelli yrði viðhaldið áfram og hún
starfrækt.
Gerð var krafa um að ratsjárkerfinu yrði
viðhaldið áfram og það starfrækt.
Loks var gerð krafa um það af íslands
hálfu, að æfingum liðsaukasveita (Northern
Viking) yrði haldið áfram.
Samkvæmt mínum upplýsingum er miðað
við hernaðarhugtakið „Alert Detachment",
þegar krafa er gerð um hér sé ávallt staðsett-
ur lágmarksfjöldi orrustuflugvéla, en það
felur eins og áður segir, í sér, að hér væru
ávallt staðsettar 4 til 6 F-15 orrustuþotur.
Samkomulagið
Niðurstaða viðræðnanna, sem lauk með
formlegri undirskrift varavarnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna og starfandi varnar-
málaráðherra dr. Williams J. Perry, og Jóns
Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra,
upp úr hádegi í fyrradag, er þessi: F-15C
Eagle-orrustuþotum, sem staðsettar eru á
Keflavíkurflugvelli, verður á næstu 12 mán-
uðum fækkað úr 12 í 4; á Keflavíkurflug-
velli verður áfram viðhaldið þeirri aðstöðu
sem fyrir hendi er, til að halda úti orrustuþot-
um; og flotaflugstöðin verður áfram starf-
rækt.
Jafnframt felur samkomulag aðila það í
sér að 7 P-3C Orion kafbátaleitarflugvélar
verða áfram á Keflavíkurflugvelli, ásamt
Lockheed KC-135 R Hercules eldsneytis-
birgðavél, Lockheed KC-130 Hercules björg-
unarflugvél og P-3 Orion flutningavél, að
ótöldum 4 Sikorsky HH-60 G björgunarþyrl-
um.
Þá er samkomulag um að íslenska ratsjár-
kerfinu verður viðhaldið, að heræfingum
„Norður-Víkings“ (North-Viking), sem fram
fara annað hvert ár, verður framhaldið og
að tvær af smærri deildum flotans hætti
starfsemi, en það er sérstök hlustunarstöð,
sem gengur undir heitinu SOS-US, þar sem
140 hermenn starfa og fjarskipta- og miðun-
arstöð í Rockville þar sem 90 hermenn starfa.
Sú síðari hættir strax í marsmánuði á þessu
ári, en hin fyrri hættir í áföngum til ársins
1997. Auk þess verður um fækkun hermanna
að ræða, vegna fækkunar F-15 orrustuþotn-
anna, þannig að samtals er áætlað að varnar-
liðsmönnum fækki í áföngum um 380 til
ársins 1997, í stað liðlega 900 eins og upphaf-
legar tillögur Bandaríkjamanna frá því 6.
ágúst sl. gerðu ráð fyrir.
Áfram Norður-Víkingur
Þrátt fyrir að staðhæft hafi verið að þrjár
ástæður liggi til grundvallar þeirri breyttu
afstöðu bandarískra stjórnvalda, sem sýnir
sig í niðurstöðunni sem nú er fengin, er óhætt
að fullyrða að fyrst og fremst ein ástæða
er skýringin á lokaniðurstöðu viðræðnanna,
en það er afstaða íslenskra stjórnvalda, sem
allan tímann hafa staðfastlega haldið sig við,
að varnarsamningurinn frá 1951 yrði upp-
fylltur á þann veg að trúverðugar lágmarks-
varnir í lofti sem á láði yrðu tryggðar.
Auk þess hafði það örugglega áhrif að
innan bandaríska stjórnkerfisins voru skiptar
skoðanir um, með hvaða hætti standa skyldi
að vörnum Islands, og voru talsmenn banda-
ríska flughersins þeirrar skoðunar að hægt
væri að tryggja varnir landsins, þótt flug-
sveit 12 F-15C Eagle orrustuþotna yrði öll
kölluð heim til Bandaríkjanna, en talsmenn
bandaríska sjóhersins, sem rekur varnarstöð-
ina í Keflavík, voru ekki sömu skoðunar, og
hlutu a.m.k. einhvern pólitískan stuðning
bandaríska utanríkismálaráðuneytisins í mál-
flutningi sínum.
Loks má geta þess að þingkosningarnar í
Rússlandi í síðasta mánuði, þar sem þjóðern-
issinninn Vladímír Zhírínovskíj hlaut mjög
góða kosningu, eru sagðar hafa haft þau
áhrif á bandarísk stjórnvöld, að ekki væri
rétt að sinni að veikja á nokkurn hátt varnir
Atlantshafsbandalagsríkja á Norður-Atlants-
hafi.
Aðdragandi
Þann 31. mars 1992 flutti Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra skýrslu sína
á Alþingi, þar sem fyrsta yfirlit um áform
um viðræður við bandarísk stjórnvöld um til-
högun og umfang varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli í ljósi breyttra aðstæðna var gefið.
Ráðherrann boðaði í þessari ræðu sinni áform
stjórnvalda um skipun nefndar, til þess að
vinna skýrslu um endurskoðun og stefnu-
mörkun.
23. júní 1992 var nefnd skipuð fulltrúum
stjórnarflokkanna og embættismönnum, með
erindisbréfum, til þess að sinna ofangreindum
verkefnum. Þeir sem upphaflega voru skipað-
ir í nefndina voru: Benedikt Gröndal, fyrrver-
andi utanríkisráðherra, formaður, þingmenn-
irnir Björn Bjarnason og Karl Steinar Guðna-
son, Þorsteinn Ingólfsson, ráðuneytisstjóri
utanríkisráðuneytisins, Gunnar Pálsson, for-
stöðumaður alþjóðadeildar utanríkisráðu-
neytisins, og Róbert Trausti Árnason, for-
stöðumaður varnarmáladeildar utanríkis-
ráðuneytisins. Sú breyting varð á nefndinni,
eftir að hún hóf störf, að Benedikt Gröndal
hætti af heilsufarsástæðum og Þorsteinn
Ingólfsson tók við formennsku nefndarinnar.
Hlutverk að leggja mat á breyttar
aðstæður
Hlutverk nefndarinnar var að leggja mat
á breyttar aðstæður í öryggismálum; að fjalla
sérstaklega um tvíhliða varnarsamning ís-
lands og Bandaríkjanna; að efna til viðræðna
við fulltrúa utanríkis- og varnarmálaráðu-
neytis Bandaríkjanna (svo og við sömu ráðu-
neyti í Noregi og Bretlandi og við fulltrúa
yfirstjórnar NATO í Brussel.)
Skýrsla nefndarinnar var lögð fram þann
10. mars, 1993. Skýrslan var kynnt í utanrík-
ismálanefnd Alþingis þann 15. mars sl.
Umræður um efni skýrslunnar fóru fram á
Alþingi þann 27. apríl 1993. Utanríkisráð-
herra flutti skýrslu í aprílmánuði í fyrra, á
Alþingi, þar sem hann lýsti því yfir að niður-
stöður nefndarinnar yrðu hafðar til hliðsjónar
við stefnumörkun um viðræður þær sem
framundan væru.
16. apríl lýsti Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra 'þeirri von sinni að efnt
yrði til umræðu um utanríkismál íslendinga,
sem nú væru á tímamótum. Við sama tæki-
færi sagði ráðherrann að meginmarkmiðum
ríkisstjórnarinnar væri lýst í skýrslu hans og
skýrslu viðræðunefndarinnar um öryggis- og
varnarmál.
Fyrirhugaður niðurskurður kvisast út
Skömmu eftir að Bill Clinton tók við völd-
um sem Bandaríkjaforseti, í janúarmánuði
síðastliðið ár, varð ljóst innan bandaríska
stjórnkerfisins, að Bandaríkjamenn hygðu
víða á niðurskurð hernaðarumsvifa sinna, og
meðal annars á Keflavíkurflugvelli. Með nið-
urskurði á sviði hermála var stefnt að því
að draga stórlega úr halla fjárlaga Banda-
ríkjamanna.
Upphaf formlogra viðræðna við Banda-
ríkjamenn var að frumkvæði íslendinga, og
fyrsti undirbúningsfundur viðræðna var hald-
inn í Washington í september 1992.
Þann 11. september 1992 gáfu aðilar út
sameiginlega yfirlýsingu, þar sem báðir aðil-
ar ítrekuðu: „áframhaldandi mikilvægi þess
samstarfs sem byggist á varnarsamningnum
frá 1951.“ Þar kom jafnframt fram vilji til
að stuðla að því að tryggja öryggi samnings-
aðila og Atlantshafsríkjanna allra og „að
halda áfram varnarsamstarfinu báðum til
hagsbóta, á grundvelli varnarsamvinnu og
samráðs í anda varnarsamningsins frá 1951.“
I þessum fyrstu viðræðum mun það ávallt
Tillögur Gagntillögur
Bandaríkjamanna íslendinga
MEGINATRIÐI tillagna Bandaríkja-
manna 6. ágúst síðastliðinn voru:
57. orrustuflugsveitin (Fighters
Squadron), 12 F-15 orrustuþotur
flughers Bandaríkjanna (U.S. Air
Force), hyrfi á brott frá íslandi frá
ogmeð l.janúar 1994.
Fjarskiptakerfi bandaríska sjóhersins (U.S.
Navy), öðru nafni „SOSUS-System“, hætti starf-
rækslu í áföngum á árunum 1994 til 1997.
Þyrluflugbjörgunarsveitin (Search and Rescue
Unit) yrði sömuleiðis á brott, en þó mun sú afstaða
bandarískra stjórnvalda ekki hafa verið jafn ófrá-
víkjanleg og brottflutningur orrustuflugsveitarinn-
ar.
Tillögur Bandaríkjamanna um brottflutning orr-
ustuþotnanna 12 F-15 hefðu falið það í sér að 554
starfsmenn bandaríska flughersins hefðu horfið á
ný til Bandaríkjanna frá Keflavíkurflugvelli, og
um það bil 250 starfsmenn sjóhersins. Auk þess
hefðu 100 varnarliðsstarfsmenn flugbjörgunar-
sveitarinnar horfið á brott við það að allar orrustu-
þoturnar væru kallaðar heim til Bandaríkjanna,
þar sem án þeirra hefði þyrluflugbjörgunarsveit
aldrei verið starfrækt á Islandi, samkvæmt reglum
Bandaríkjahers. Samtals hefði því fækkað um rétt
liðlega 900 hermenn á Keflavíkurflugvelli við það
að hrinda tillögum Bandaríkjamanna í framkvæmd
og því hefði Bandaríkjamönnum á Keflavíkurflug-
velli fækkað um samtals 1.800 manns, hið minnsta,
séu fjölskyldur varnarliðsmanna meðtaldar.
GAGNTILLÖGUR íslendinga voru
fullmótaðar 15. ágúst síðastliðinn, en
þær voru lagðar fram og kynntar
Bandaríkjamönnum á viðræðufund-
inum í Washington 23. ágúst.
Fyrsta krafa Islendinga var sú að
hér á landi yrðu trúverðugar loft-
varnir áfram tryggðar á grundvelli skuldbindinga
varnarsamningsins.
Gerð var krafa um að lágmarksfjöldi orrustuflug-
véla yrði áfram á Keflavíkurflugvelli. Rætt var um
að fjórar til sex F-15 orrustuvélar yrðu hér áfram,
en formlega settu Islendingar aldrei fram tölu um
ákveðinn fjölda flugvéla í kröfum sínum.
Þá gerðu íslendingar kröfu um að lágmarks-
fjöldi flugsveitaræfinga með fullskipaðri flugsveit
færi fram frá Keflavíkurflugvelli á ári hverju.
Islendingar kröfðust þess einnig að viðhaldið
yrði tæknibúnaði og aðstöðu á Keflavíkurflugvelli,
vegna starfrækslu og æfinga flugsveita. Þá var
gerð krafa um að flugbjörgunarsveitin (þyrlusveit-
in) yrði áfram starfrækt á Keflavíkurflugvelli.
Þess var krafist að tryggt yrði að fullskipuð
orrustuflugsveit (24 orrustuþotur) yrði kvödd á
vettvang til íslands, innan lágmarksviðvörunar-
tíma, ef þörf krefði, samkvæmt mati íslenskra
stjórnvalda.
Krafa var gerð um að flotastöðinni á Keflavíkur-
flugvelli yrði viðhaldið áfram og hún starfrækt.
Gerð var krafa um að ratsjárkerfinu yrði viðhald-
ið áfram og það starfrækt.
Loks var gerð krafa um það að æfingum liðsauka-
sveita (Northern Viking) yrði haldið áfram.